Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frartces Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú eignast nýja vini núna og færð óvænt heimboð. I dag er hentugt fyrir þig að ræða við ráðgjafa og aðra, sem þú getur treyst, uín má! sem þér liggja á hjarta. Naut (20. apríl - 20. maí) Ifft Þú átt ef til vill von á fjárstyrk vegna verkefnis sem þú vinnur að. Nýstárlegar hugmyndir þínar færa þér velgengni í starfi. Þú skalt ekki hræðast að gera tilraunir. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Þú nennir ekki að skemmta þér á hefðbundinn hátt, heldur viltu gera eitthvað óvenjulegt í dag. Ástarsamband þitt er spennandi og áhugavert. Krabbi (21. júní - 22. júlí) *■$£ Þér gengur vel í vinnunni í dag. Kynntu hugmyndir þínar fyrir þeim sem ráða ferðinni. Þú átt rómantískt kvöld í vændum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú býrð þig undir að koma hæfileikum þínum á framfæri. Leitaðu. leiða til að auglýsa þig. Þú skemmtir þér á óvænt- ap hátt í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) <Si^ Þú finnur nýja aðferð til að auka tekjur þínar. í kvöld safn- ast að þér nýjar og ferskar hugmyndir sem þú átt eftir að njóta góðs af. (23. sept. - 22. október) Þú færð góðar undirtektir við skoðanir þínar. Þú tekur þátt í óvæntum fundi og kaupir óvenjulega gjöf handa ein- hveijum í fjölskyldunni. Hugs- un þín er óvenjufrumleg um þessar mundir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú öðlast aukið hugrekki fyrir aðstoð frá öðru fólki. Skapandi verkefni á hug þinn allan eins og stendur og gerir þér kleift að slaka á. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) m Þú átt skemmtilegan tíma í hópi barna. Þér væri ráðlegast að þegja yfir fjáröflunaráætlun sem þú hefur nýlega gengið frá. Ef þú ætlar að taka þátt í félagsstarfi skaltu gera það fyrri hluta dagsins. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Persónulegar samræður við náinn ættingja veita þér mikla ánægju. Gefðu þér tíma til að slappa af með vinum þínum eftir að vinnudegi lýkur. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Vinur þinn færir þér góðar fréttir. Lærðu að hlusta á ög taka mark á innsæisgáfu þinni. Þú gerir ferðaáætlun. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 2* Þú færð launahækkun eða annars konar umbun. Þú gleðst allavega yfir árangri af viðtali við yfirmenn þína. í kvöld slappar þú af og hefur það notalegt. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK S0RRV, MAAM..THERE UóAS N0 ONE TO 5TAV UJITH MV D06 TODAY SO I HAD TO BRIN6 I4IM UJITH ME.. Afsakaðu kennari... það gat enginn Nei, á meðan hann hefur einhverja Líkist henni svolítið, er það ekki? verið hjá hundinum .mínum í dag, krítarliti verður hann ekki til vand- svo að ég varð að taka hann með ræða mér ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Makker opnar í fyrstu hendi á 2 gröndum, 20-22 HP, næsti maður segir 3 spaða og þá áttu leikinn með þessi spil í suður: Norður ♦ 9 ▼ 43 ♦ Á10732 ♦ 109432 Andstæðingarnir eru á hættu, en þið utan. Hvað viltu segja? Ástralinn Paul Lavings lenti í þessu vandamáli í fyrri leiknum við ísland í undankeppni HM: Vestur ♦ 1082 ▼ ÁDG7 ♦ K984 ♦ 76 Norður ♦ Á4 ▼ K85 ♦ DG6 ♦ÁKDG5 Suður Austur ♦ KDG7653 ▼ 10962 ♦ 5 ♦ 8 ♦ 9 ▼ 43 ♦ Á10732 ♦ 109432 Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen voru í AV gegnt Lav- ings og Marston: Vestur Norður Austur Suður Jón Marston Aðalst. Lavings — 2 grönd 3 spaðar Dobl Pass Pass Pass Doblið reyndist ekki vel í þetta sinn: Aðalsteinn gaf aðeins einn slag á hvem lit og tók 730 fyrir spilið. í lokaða salnum vakti Þorlákur Jónsson í norður á MULTi tveimur tíglum, sem sýna annað hvort veika tvo í hálit eða 20-22 punkta og jafna skiptingu: Vestur Norður Austur Suður Bilski Þorl. Brown Guðm. — 2 tíglar 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass Pass 3 grönd Pass Pass Pass Þegar AV létu sagnir falla niður í 3 spöðum þóttist dálka- höfundur vita að Þorlákur sæti með sterku jafnskiptu spilin. Það kom til greina að segja 4 spaða og láta Þorlák velja betri láglit, en mér fannst tilvalið að varpa ábyrgðinni yfir á makker með 3 gröndum. Þar sem tígulkóngur lá ekki fyrir svíningu fóru 3 grönd 2 niður, sem er heldur rýr uppskera þegar 5 lauf eru borð- leggjandi. Þegar til kom munaði það þó aðeins 3 IMPum — í stað þess að taka inn 15 IMPa feng- um við 12. Umsjón Margeir Pétursson í síðustu umferð á Interpolis- stórmótinu í Tilburg kom þessi staða upp í viðureign þeirra Gata Kamsky (2.595) og Nigel Short (2.660), sem hafði svart og átti leik. (Hvítur verður nú að gefa drottn- inguna til að forða máti) 30. De7 - Hh6+, 31. Dh4 - Hxb2, 32. Re4 — Hxh4+, 33. gxh4 — Dxa3 og Short vann auðveldlega á liðs- muninum. Með þessum sigri tryggði Short sér annað sætið. í síðustu umferðinni náði Kasparov að vinna Karpov, Kortsnoj vann Timman, en Anand og Bareev gerðu baráttulaust jafntefli. Loka- staðan: 1. Kasparov 10 v. 2. Short 8V2 v. 3. Anand 8 v. 4. Karpov V/i v. 5. Kamsky 7 v. 6. Timman 6V2 v. 7. Kortsnoj 5‘/2 v. 8. Bareev 3 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.