Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR' &. NÓMEMBER> lS9i 27 Samdráttur í flugi FN: Alltaf alvarlegt þegar draga þarf úr þjónustu - segir Arsæll Magnússon umdæmisstjóri Pósts og síma á Norðurlandi ÁRSÆLL Magnússon umdæmissljóri Pósts og síma á Norðurlandi segir það koma sér afar illa fyrir stofnunina þegar draga verði úr þjónustu, eins og nú virðist munu verða raunin á varðandi Norðausturland vegna breytinga á áætlun Flugfélags Norðurlands sem taka mun gildi um næstu áramót. Breytingarnar fela m.a. í sér að fækkað verður um eina ferð á viku til Kópaskers, Raufar- hafnar og Þórshafnar. Flugfélag Norðurlands mun eft- ir áramótin fækka áætlunarferðum sínum til þessara staða og einnig verða ferðir sameinaðar, þannig að flogið verður til tveggja ákvörð- unarstaða í einni ferð. Samdráttur- inn kemur til vegna hækkandi rekstrarkostnaðar og minni tekna, en það sem einkum varð til þess að umræddar breytingar voru gerðar er ný reglugerð sem tekur gildi um áramót og kveður á um að ávallt skuli tveir flugmenn vera í áhöfn vélar í áætlunarflugi. Flugfélag Norðurlands hefur flutt um 140 tonn af pósti á ári til staðanna þriggja á Norðaustur- landi, til Siglufjarðar og Vopna- fjarðar. Að jafnaði hefur félagið flutt 22 tonn af pósti til Kópa- Hjalteyrarverk- smiðjan var reist á skömmum tíma Vegna fréttar í Morgunblaðinu 18. október sl. um nýtt Islandsmet í byggingarhraða, þegar íþróttahús KA á Akureyri var reist á 199 dög- um, hefur blaðinu verið bent á að enn skemmri tíma hafi tekið að reisa síldarverksmiðjuna á Hjalteyri við Eyjafjörð skömmu fyrir 1950. Byggingaframkvæmdir hófust í fe- brúarmánuði og tekið var á móti fyrstu síldinni til bræðslu 19. júní sama ár. Byggingameistari var Helgi Eyjólfsson. --------------- skers, 29 tonn til Raufarhafnar, 32 tonn til Þórshafnar, 15 tonn til Siglufjarðar og 41 tonn til Vopna- ijarðar. „Fækkun ferða kemur sér afar illa fyrir okkur, það er alltaf alvar- legt mál þegar draga þarf úr þjón- ustu eins og fyrirsjánlegt er að verði hvað Norðausturlandið varð- ar,” sagði Ársæll. „Við höfum ávallt átt gott samstarf við Flugfé- lag Norðurlands og fengið þar góða þjónustu.” Ársæll sagði að innan stofnun- arinnar væri verið að skoða hvem- ig hægt yrði að halda sömu þjón- ustu og verið hefði til þessara staða og koma í veg fyrir að hún yrði lakari í framtíðinni, þar sem menn sæu jafnvel fyrir enn meiri sam- drátt í flugi í kjölfar aukins kostn- aðar við flug eftir að reglugerðin öðlast gildi. „Okkur þykir þetta leitt, en eins og er höfum við ekki önnur úrræði en að sætta okkur við þetta. Við erum að skoða þessi mál öll með framtíðina í huga og þá ekki síst ef að enn frekari skerðingu verð- ur,” sagði Ársæll. » Morgunblaðið/Rúnar Þór Stúlkur í 8. bekk A í Gagnfræðaskólanum á Akureyri í efnafræðitíma. Við skólann er nú annað árið í röð skipt niður í deildir eftir kynjum, en slík skipting þykir hafa gefið góða raun. Gagnfræðaskólinn á Akureyri: Góð reynsla af kynja- skíptum bekkj ardefldum TILRAUN með kynjaskiptar deildir í 8. bekk Gagnfræða- skóla Akureyrar hefur gefist vel og eru deildir nú kynskiptar annað árið í röð. Baldvin Jóh. Bjarnason skóla- stjóri Gagnfræðaskólans á Akur- eyri sagði að reynsla síðasta árs væri góð og mun fleiri væru nú fylgjandi hugmyndinni. Nokkuð hefði borið á því meðal foreldra á síðasta ári að þeir væru mótfalln- ir slíkri skiptingu í bekkjardeildir en reynsla síðasta árs væri góð og því hefðu æ fleiri foreldrar lýst sig fylgjandi þessari tilraun. Verkefnið hefur verið kynnt rækilega fyrir nemendum og for- eldrum og fram hefur komið ánægja með framkvæmdina. Fram kemur í lokaskýrslu um árangur af kynskiptum deildum, að veran í stúiknabekk hafi gefið stúlkum aukið sjálfstraust, en svo virðist sem tilhneiging sé til groddalegri samskipta í hreinum strákabekk. í vetur eru sex bekkjardeildir í 8. bekk Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, þtjár stúlknadeildir og þrjár sem eingöngu eru skipaðar pilt- um. Fjármög-nun Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar: ■ VEGNA MIKILLAR aðsóknar og áhuga hefur Félag norðlenskra steinasafnara ákveðið að fram- lengja steinasýningu sína um þijár helgar og verður hún því opin fram til 24. nóvember næstkomandi. Á sýningunni eru um fimm til sex hundruð steinar úr íslenska steinaríkinu og munir gerðir út steinum. Sýningin, sem er í húsnæði fé- lagsins í Hafnarstræti 90, er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14. til 18. Hllaga um að allt fjárframlag bæjarins verði í formi hlutafjár TILLÖGU um fjármögnun Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, IFE, sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar í gær Akureyrar var vísað til frekari umfjöll- unar í bæjarráði. Lagt hafði verið til á fundi bæjarráðs fyrir skömmu að fjárframlög til félagsins yrðu 480 krónur á íbúa. Þá hafði komið fram sú hugmynd meirihluta bæjarráðs að öll fjárframlög til félagsins yrðu í formi hlutafjárframlaga. Björn Jósef Arnviðarson (D) lagði fram á fundi bæjarsljórnar tillögu um að skilyrði fyrir fjárframlagi bæjar- ins til IFE væri að það yrði allt í formi hlutafjárframlaga. Nokkrar umræður urðu um fjár- mögnun Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- ar á fundi bæjarstjórnar, en fyrir lá tillaga um að þéttbýlissveitarfélög og sveitarfélög með 300 íbúa eða fleiri leggi fram 480 króna upphæð á hvern íbúa og önnur sveitarfélög 310 krónur á íbúa. Helmingur upp- hæðarinnar skoðaðist sem rekstrar- framiag og helmingur sem hlutafjár- Bókaútgáfan Hólar: Bók um hemámsárín á Akureyri BÓKAÚTGÁFAN Hólar hefur sent frá sér bókina Hernámsárin á Akureyri og í Eyjafirði eftir sagnfræðinginn Jón Hjaltason. Af fyrri ritum Jóns má nefna Sögu Knattspyrnufélags Akurcyrar og Sögu Akureyrar, 1. bindi, er kom út í fyrra. Um Hernámsár- in á Akureyri og í Eyjafirði segir á bókarkápu: „Hve- nær komu her- mennirnir í Eyja- fjörð? Ilvaðan voru þeir? Hvar settu þeir niður herbúðir sínar? Hvernig Jón njakason. brugðust Eyfirðingar við „gestun- um"? Öllum þessum spurningum og miklu fleiri svarar sagnfræðingurinn Jón Hjaltason í þessari nýjustu bók sinni er fjallar um hernámsárin á Akureyri og í Eyjafirði. Hin viðkvæ- mustu mál eru reifuð, svo sem ástandið og nasismi, Bretavinnan og njósnaveiðar hernámsliðsins. Akureyri er í þungamiðju frásagn- arinnar enda voru þar höfuðstöðvar setuliðsins, fyrst þess breska og síðan hins bandaríska. Jafnframt því að draga upp ljóslifandi mynd af herná- mi kaupstaðarins fer höfundur í fót- spor hernámsliðsins og fylgir því eft- ir utan frá Grenivík, þar sem ein- kennilegt tundurdufl rekur á fjörur, inn á Melgerðismela og í Hrafnagil, út í Öxnadal og Hörgárdal, eftir strandlengjunni um Dagverðareyri, Hjalteyri og Árskógsströnd og út í Hrísey. Á Dalvík leita hermenn eftir óþeljktri „laddí” og „fyrsta dauðsfall- ið í stríðinu á íslandi á sér stað. Fyrir tilviljun tekur stríðið land á Ólafsfirði en á Siglunesi reisa Banda- ríkjamenn stóra ratsjárstöð. Breska hernámsliðið kemur til Siglufjarðar með síldinni, hreiðrar þar um sig og brátt skerst í odda með hermönnum og Siglfirðingum. Aðra sögu var að segja af nyrstu „herstöð” setuliðsins, en hún var úti i Grímsey; þangað komu vestur-íslenskir hermenn og voru hvers manns hugljúfi. Bókina prýðir mikill fjöldi ljós- mynda, sem margar hveijar er nú prentaðar í fyrsta sinn. Stór hluti þeirra kemur úr söfnum í Bretland og Bandaríkjunum, nokkrar frá Life- útgáfunni, aðrarúreinkasöfnum bre- skra og bandarískra hermanna og íslenskra áhugamanna um stríðsár- jjj/’ (F réttat i lky n n i ng) aukning sveitarfélaganna. Bæjarráð hafði áður samþykkt þessa tillögu. Á fundinum tók meirihluti bæjar- ráðs fram að eðlileg væri að öll fjár- framlög sveitarfélaga til IFE verði i formi hlutaijárframlaga í stað hug- myndar sem fram kom í tiilögu aðal- fundarins. Hlutafjárframlaginu mætti skipta í tvo flokka, A og B, þar sem öðrum flokknum fylgdi at- kvæðisréttur. Björn Jósef Arnviðarson (D) sagð- ist hafa talað fyrir þeirri hugmynd í þijú ár að allt framlag bæjarins til félagsins yrði tekið inn sem hlutafé, en hann þá sakaður um að með því væri hann að stuðla að því að Akur- eyringar næðu meirihlutaeign í fé- laginu. Fyrir sér vekti að gæta hags- muna bæjarins og vel væri hægt að hugsa sér að fjárframlögin yrðu með tvennum hætti, þar sem annars veg- ar fylgdi atkvæðisréttur en helmingi framlagsins fylgdi ekki slíkur réttur sem aftur leiddi af sér að valdajafn- vægi í félaginu raskaðist ekki. Björn Jósef flutti tillögu um að skilyrði fyrir ijárframlagi bæjarins til IFE væri að um hlutafjárframlag væri að ræða og tekin yrði upp nýr flokkur sem ekki nyti atkvæðisréttar og í þann flokk rynni helmingur framlags bæjarins til félagsins. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir (B) taldi tillögu Björns róttæka, óeðlilegt væri að Akureyrarbær setti ákveðin skil- yrði fyrir fjárframlagi sínu áður en um þessi mál hefði verið fjallað í stjórn félagsins og þau kynnt öðrum. Björn Jósef sagði að ekki væri kom- ið aftan að neinum þó tillagan yrði samþykkt, Þórarinn E. $vein§son (B) sagði að verkalýðsfélög sem aðild ættu að félaginu sem og KEA hefðu ekki greitt rekstrarframlag og hann óttaðist að þau gengu úr skaftinu næði tillagan fram, þar sem forsenda þeirra fyrir þátttöku væri sú, að greiða ekki rekstur félagsins. Heimir Ingimarsson (G) sagði gæta léttúðar í máli Þórarins, sér væri ekki kunn- ugt um undanslátt á meðal verka- lýðsfélaga varðandi þátttöku í félag- JðN ÞORSTEINSSON MCMWR ASMtSSO** lí.K» K ö«a GUfiS KIRKJA ER BYGGfi Á BJAR6I Jón Þorsteinsson syngur sálma við undirleik Harðar Áskelssonar Dreifing: Bergþóra í síma 91-688796 Helgaísíma 91-41953 Svavar í síma 96-62220 Matthías í síma 96-62392. „, Úlafsljarðarkirfcja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.