Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 Kínverjar og Víetnamar taka sáttum Peking. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kína og Víet- nam komu í gær samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf eftir tutt- ugu ára ósætti og hófu viðræður um ný tengsl byggð á viðskipt- um og efnahagssamvinnu. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá þessu eftir að Do Muoi, leið- togi víetnamska kommúnista- flokksins, og Vo Van Kiet, forsæt- isráðherra Víetnams, hófu viðræð- ur við kínverska starfsbræður sína, Jiang Zemin og Li Peng, í Peking. Do Muoi sagði við komuna til borgarinnar að heimsóknin hefði „mikla sögulega þýðingu”. „Við erum sannfærðir um að viðræðum- ar beri mikinn árangur og með þeim hefjist nýr kapítuli í sam- skiptum ríkjanna.” Viðræðurnar standa í fimm daga. Samskipti ríkjanna tóku að versna í byijun áttunda áratugar- ins, þegar Víetnamar og Sovét- menn hófu aukna samvinnu sín á milli. Tengsl ríkjanna rofnuðu síð- an árið 1979 þegar kínverskar hersveitir fóru inn fyrir landamæri Víetnams til að hefna fyrir innrás Víetnama í Kambódíu árið áður, þegar stjóm Rauðu khmeranna, sem naut stuðnings Kínveija, var steypt af stóli. ------»-M------- Heddy Lamar sýknuð af ákæru um búðarhnupl Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. GAMLA kunna kvikmyndastjarn- an Heddy Lamar, sem nú býr á Orlando-svæðinu í Florida, hefur átt í leiðindamáli síðan í ágúst. Þá sá búðarþjónn í einni af útsöl- um Eckerd-keðjubúðanna hana stinga einhveiju dóti í tösku sína og fara út úr búðinni án þess að borga. Lögregla var til kvödd og í töskunni fundust hægðalyf og augndropar fyrir 21 dollar. Nú hefur aðstoðarríkissaksóknari Flórída ákveðið að fella niður ákæru gegn skriflegu loforði Heddy Lamarr um að bijóta engin lög næsta árið. Kveðst hann gera þetta vegna ald- urs hennar, slæmrar sjónar og ann- arra aðstæðna. Heddy Lamarr getur ekki verslað ein síns liðs og hefur því fylgdar- konu er hún fer í búðir. Saksóknar- inn komst að þeirri niðurstöðu að sennilega hafði fylgdarkonan stung- ið áðumefndum varningi í innkaup- atöskuna án vitundar kvikmynda- leikkonunnar. Hún slapp því með skrekkinn. Filippseyjar: Imelda látin laus gegn tryggingu Manila. Reuter, Daily Telegraph. IMELDA Marcos, fyrrverandi forsetafrú á Filippseyjum, gaf sig í gær fram við lögregluna í Manila, höfuðborginni, en gefin hafði verið út skipun um að handtaka hana vegna ákæru um skattsvik og annað misferli. Var hún látin laus gegn tryggingu. Tugþúsund- ir manna fögnuðu henni þegar hún kom í gær til átthaga Marcos- fjölskyldunnar í héraðinu Ilocos Norte. ingu. Imelda fór í gær til Ilocos Norte, átthaga Ferdinands heitins Marc- osar forseta og eiginmanns henn- ar, og var þar tekið á móti henni sem þjóðhöfðingja. Gerði Marcos jafnan vel við kjósendur í héraðinu og þurftu andstæðingar hans ekki að hugsa til að bjóða sig fram þar. Þótt stuðningsmenn Imeldu hafi fagn- að henni verður það sama ekki sagt um helstu dagblöðin á Filipps- eyjum. Ný stjórn í Japan: Nokkrir ráðherranna Imelda Marcos, umkringd tugþúsundum aðdáenda sinna í Loaog, heimahéraði eiginmanns hennar heitins, Ferdinands Marcosar. Ákæran á hendur Imeldu Marc- os er í 70 liðum og er þar meðal annars að finna skattsvik, spill- ingu og fjárdrátt. Gaf hún sig sjálf fram við dómar- ann og þegar fingraförin höfðu verið tekin var hún látin laus gegn rúmlega 160.000 ísl. kr. trygg- viðriðnir hneykslismál Tókýó. Reuter, Daily Telegraph. KIICHI Miyazawa var í gær kjörinn 15. forsætisráðherra Japans eftir stríð og jafnframt var skýrt frá skipan nýrrar stjórnar. Varð hún strax fyrir harðri gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þingi enda eru meðal ráðherranna menn, sem riðnir eru við ýmis hneykslis- mál. Ráðherralistinn var samþykktur eftir viðræður milli flokksar- manna fimm innan stjórnarflokksins, Fijálslynda lýðræðisflokksins, en athygli vekur, að aðeins tveir koma úr fylkingu Miyazawa. Þyk- ir það ekki benda til, að hann muni sjálfur fá miklu ráðið. Miyazawa, sem er 72 ára að aldri, var kjörinn formaður stjórnarfiokksins í síðasta mánuði og tekur nú við af Toshiki Kaifu sem forsætisráðherra. Meðal ráð- herranna 20 er Michio Watanabe, heisti andstæðingur Miyazawa í formannsslagnum, og verður hann utanríkisráðherra og aðstoðarfor- sætisráðherra. Nýr fjármálaráð- herra er Tsutomu Hata, reynslulít- ill í aiþjóðaijármálum en sérfræð- ingur í heimsviðskiptum með land- búnaðarvörur. Er það mál mikil- vægt fyrir japönsku stjómina vegna GATT-viðræðnanna. Viðskipta- og iðnaðarráðherra er Kozo Watanabe en landbúnaðarráðherra Masami Tanabu. Á þeim munu brenna við-r ræðurnar við Bandaríkjastjórn, sem sakar Japansstjórn um beinar sem óbeinar innflutningshömlur. Miyazawa sagði í gær, að efna- hagsmálin yrðu eitt af meginverk- efnum ríkisstjórnarinnar en ýmis merki samdráttar sjást nú á jap- anska innanlandsmarkaðnum. Þá er búist við halla á fjárlögum ríkis- og Koichi Kato, helsti ráðgjafi Miy- azawa, voru einnig við það riðnir. Finnast þeim móttökurnar vera móðgun við heilbrigða skynsemi og segja sem svo, að uppákoman í kringum Imeldu Marcos sýni, að „besta aðferðin við að leysa vanda- mál þjóðarinnar er að gleyma þeim og taka þátt í skrípaleiknum”. ísrael: ins á þessu íjárhagsári og verður iíklega lagt hart að Miyazawa að hækka skatta eða gefa út ríkis- skuldabréf til að brúa hann. Þá kvaðst hann einnig ætla að taka upp þráðinn þar sem Kaifu sleppti honum og koma á pólitískum um- bótum. Kaifu, sem kallaður var „Herra Vammlaus”, vildi breyta japanska kosningakerfinu með það fyrir augum að draga úr ijárþörf og ijáraustri frambjóðenda og með- fylgjandi spillingu en það féll ekki í góðan jarðveg innan stjómar- flokksins. Þess vegna varð hann að segja af sér. Stjómarandstaðan í Japan hefur farið hörðum orðum um nýju stjórn- ina vegna tengsla sumra ráðherr- anna við hneykslismálin í landinu að undanfömu. Ber þar hæst Recruit-hneykslið en þá varð stórt útgáfufyrirtæki uppvíst að því að bera fé á marga stjómmálamenn. Vegna þess varð Miyazawa forsæt- isráðherra að segja af sér sem fjár- málaráðherra í desember 1988 og Michio Watanabe utanríkisráðherra Frekara landnám á Gólan-hæðum Jerúsalem. Reuier. ÍSRAELSKIR ráðherrar tóku í fyrrakvöld þátt í hátíðlegri at- höfn í tilefni þess að hafið var frekara landnám á Gólan-hæð- um, sem Sýrlendingar vilja end- urheimta. Athöfnin fór fram nokkrum klukkustundum eftir að fyrstu beinu samningaviðræð- um Israela og araba lauk í Madrid. Sjötíu sovéskir innflytjendur fluttu í Kela, nýja byggð á Gójan- hæðum, sem ísraelar náðu af Sýr- lendingum i stríðinu 1967 og inn- limuðu 1981. ísraelar segja að þeir verði að halda þessu landsvæði til að tryggja öryggi landsins, en áður en þeir náðu því höfðu Sýrlending- ar hvað eftir annað gert árásir þaðan á ísrael. Um 15.000 ísraelar búa á Gólan- hæðum og 18.000 arabar. Ariel Sharon, húsnæðismálaráðherra Ariel Sharon ísraels, hefur sagt að stefnt verði að því að tvöfalda fjölda gyðinga á svæðinu. Hann líkti sýrlenskum stjórnvöldum við nasista er nýja Flóttamaðurinn sem varð einn af þekktustu fjölmiðlajöfrum heims Lundúnum. Reuler. Robert Maxwell latinn: ROBERT Maxwell, sem fannst látinn við strönd Kanaríeyja í gær, flúði ofsóknir nasista í Austur-Evrópu í síðari heimsstyijöld- inni og varð síðar einn af þekktustu fjölmiðlajöfrum heims. Maxwell fæddist 10. júní 1923 í héraðinu Rutheníu, sem tilheyrði þá Tékkóslóvakíu en er nú í Sovét- ríkjunum. Foreldrar hans voru fátækir bændur og gyðingar. Móðir hans lést í útrýmingarbúð- um nasista, Auschwitz, og nas- istar drápu einnig faðir hans. Maxwell kom með flóttamann- askipi til Bretlands árið 1940 og var einn af hundruðum þúsunda austur-evrópskra gyðinga, sem flúðu ofsóknir nasista. Hann var þá aðeins sautján ára, þegar mun- aðarlaus, hafði aðeins gengið í þrjú ár í skóla og var orðinn virk- ur í andspyrnuhreyfingunni gegn nasistum. Hann þótti harðskeyttur í við- skiptum og varð fljótt einn af umdeildustu fjármálamönnum Bretlands. Árið 1984 keypti hann Mirror Group Newspaper, sem selur fleiri dagblöð en nokkurt annað útgáfufyrirtæki í Bret- landi, og lagði þar með grunninn að fjármálaveldi sínu. Hann keypti einnig meirihluta í bandaríska útgáfufyrirtækinu Macmillan, sem olli fjaðrafoki á meðal banda- rískra útgefenda. Eitt af síðustu dagblöðunum sem hann keypti var New York Daily News, en það gerði hann í mars sl. Blaðið var þá í miklum vandræðum vegna langvarandi verkfalla. Hann gaf Reuter Robert Maxwell með eitt af dagblöðum sínum, The Europe- an. einnig út dagblaðið The Europe- an, sem er nú að reyna að hasla sér völl á evrópska dagblaðamark- aðinum. Undanfarnar vikur hefur því verið haldið fram að Maxwell og eitt af dögblöðum hans, Mirr- or, hafi verið í tengslum við ísra- elsku leyniþjónustuna Mossad. Hann vísaði þeim ásökunum ávallt á bug. Maxwell hélt því eitt sinn fram að tíu risafyrirtæki myndu hafa bæði tögl og hagldir á fjölmiðla- markaði heimsins og kvaðst stefna að því að eiga eitt þeirra. Þótt hann væri einn af auðugustu mönnum Bretlands vísaði hann því alltaf á bug að hann væri kapítalisti, kvaðst sósíalisti og studdi Verkamannaflokkinn breska. byggðin var opnuð formlega. Hann hvatti jafnframt Israela til að tvö- falda öryggissvæðið í suðurhluta Líbanons og ráðast á arabíska skæruliða í landinu. Yossi Ben-Aharon, sem fór fyrir ísraelsku sendinefndinni í friðarvið- ræðunum í Madrid, sagði of snemmt að ræða um frið við Sýr- lendinga. „Þeir tönnluðust allan tímann á því hvenær við myndum fara af Gólan-hæðum,” sagði hann. ---------------» ♦ » ■ TACLOBAN - Gífurleg flóð urðu á filippeysku eyjunni Leyte í kjölfar storms í gær. 126 manns fórust samkvæmt fyrstu fréttum og 46.000 misstu heimili sín. Vatn flæddi yfir að minnsta kosti 23 þorp í grennd við bæinn Pastrana og tjón á mannvirkjum mun hafa skipt milljónum dala. ■ DAVEYTON - Milljónir blökkumanna efndu til verkfalls í Suður-Afríku í gær, annan daginn í röð. Lögreglan skaut blökkumann til bana er hann var á leiðinni á mótmælafund verkfallsmanna en verkfallið fór að öðru leyti friðsam- lega fram. Efnt var til verkfallsins til að mótmæla virðisaukaskatti, sem lagður var á fyrir sex vikum og er sagður koma verst niður á blökkumönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.