Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 21 Hvað verður um fólkið í hulduborg- um Sovétríkjanna? Reuter Samið um tækniaðstoð við Sovétmenn Alþjóðabankinn gerði í gær samning við Sovétmenn um tækniaðstoð, sem metin er á 30 milljónir dala (1,8 milljarða ÍSK). Á myndinni takast Lewis Preston, bankastjóri Alþjóðabankans, og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti í hendur eftir að hafa undirritað samninginn. Rannsókn á starfsemi sovéska kommúnistaflokksins: Vegabréf o g opinber skjöl fölsuð fram að valdaráninu Moskvu. Reuter. „ÞESSAR tíu hulduborgir eru eitt mesta vandamál, sem við höfum við að glíma,” sagði Vítalíj Shlíjkov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Sovétríkjanna, í ræðu, sem hann flutti nýlega á fundi með dönskum rannsóknarhópr í Moskvu, en í þessum borgum hefur eingöngu verið unnið að þróun og smíði kjarnorkuvopna. Fram á siðustu ár var aldrei minnst á þessar borgir opinberlega í Sovétríkjunum, þær eru ekki til á landakorti og á Vesturlöndum voru það aðeins leyni- þjónusturnar, sem vissu af tilvist þeirra. í borgunum búa 700.000 manns en með afvopnunarsamningunum og efnahagshruninu í Sov- étríkjunum hefur fótunum verið kippt undan lífsafkomu fólksins. Kom þetta fram í grein í danska blaðinu Politíken fyrir skömmu. SOVÉSKI kommúnistaflokkur- inn stundaði umfangsmikla föls- un vegabréfa og opinberra skjala erlendra stofnana í leynilegri fölsunarprentsmiðju í fyrrum höfuðstöðvum flokksins við Staraja Plostsjad í Moskvu, að sögn dagblaðsins Nezavísímaja Gazeta. Borís Jeltsín Rússlands- forseti bannaði flokknum að starfa á rússneskri grund eftir að valdarán harðlínumanna fór út um þúfur í ágúst sl. Hann gerði einnig byggingar hans í Moskvu upptækar og fyrirskip- aði opinbera rannsókn á starf- semi flokksins. Blaðið hefur eftir ónafngreind- um, háttsettum rússneskum emb- ættismanni, sem fylgist með rann- sókn á starfsemi kommúnista- flokksins, að fölsunarverkstæðið leynilega hafi komið í ljós við rann- sókn á byggingu miðstjórnar flokksins rétt hjá Kreml, aðsetri Sovétstjórnarinnar. „Við fundum hillur fullar af ný- gerðum og óútfylltum erlendum vegabréfum, aðallega bandarískum og vestur-evrópskum. Einnig vega- bréf sem búið var að setja á nafn en ljósmynd vantaði,” hafði blaðið eftir embættismanninum. „Þarna voru líka eyðublöð fyrir alls kyns opinber skjöl og ýmsar pappírstegundir til að búa þau til. Aðkoman minnti að nokkru á það sem maður sér í annars flokks njósnamyndum því þama var stór hilla, full af margskonar dular- gervi, svo sem yfirvaraskeggi, al- skeggi, börtum, hárkollum með skallablettum auk andlitsfarða,” sagði embættismaðurinn einnig. Meðal eftirlíkinga opinberra skjala sem fundust í smiðjunni voru suður-afrísk skjöl en Sovétmenn hafa ekki tekið upp stjórnmálasam- Ferjuslys í Noregi Ósló. Reutcr. TVEIR menn fórust og tutt- ugu slösuðust þegar norsk ferja með 131 farþega innan- borðs strandaði við vestur- strönd Noregs í fyrrakvöld. Talsmenn björgunarsveita sögðu að tuttugu hefðu verið fluttir á sjúkrahús, þar af nokkr- ir alvarlega slasaðir. Feijan var bundin við litla eyju skammt frá Mongstad og þaðan voru slasað- ir fluttir á sjúkrahús í Björgvin. Ekki var vitað um orsök slyss- ins. Feijan var á leið til Björg- vinjar þegar hún strandaði í af- takaveðri. band við þarlend yfirvöld. Þá fund- ust í smiðjunni stimplar brasilískrar ræðismannsskrifstofu í ákveðnu Evrópulandi og innsigli portúgölsku borgarinnar Porto. Einnig fannst gífurlegt safn ljós- mynda í byggingunni og virtust þær aðallega vera af erlendum kommún- istaleiðtogum og voru margar myndanna teknar við „fremur óvenjulegar kringumstæður” eins og komist var að orði. „Þeir, sem búa í þessum borgum, hafa ekki neitt samband við fólk utan þeirra og þeir taka hvorki á móti gestum né yfírgefa borgirnar án leyfís. Varnarmálaráðuneytið sá þeim fyrir öllum nauðsynjum en nú er ekki lengur hægt að tala um neitt miðstjórnarvald, útgjöld til varnarmála á vegum alríkisins eru engin og Sovétríkin að leysast upp. Gamla miðstjórnin í Moskvu hefur nú engar tekjur og við vitum ekki hver á ala önn fyrir fólkinu, 700.000 vísindamönnum, tækni- mönnum, verkamönnum og ótal mörgum öðrum. Með öðrum orðum, hver á sjá þessu fólki fyrir mat svo ég tali nú ekki um laun?” sagði Shlíjkov. Shlíjkov sagði, að rússneskir og bandarískir sérfræðingar væru nú að vinna að áætlun um sameigin- legar geimrannsóknir og lagði áherslu á, að í Sovétríkjunum væri óttinn við vestræn ríki horfínn. „Nú steðjar hættan að okkur úr suðri, frá múslimsku lýðvqldunum í Sovétríkjunum fyrrverandi. Ef borgirnar lenda inni á áhrifasvæði múslimaríkjanna, til dæmis írans og íraks, getur illa farið og það er alltaf hætta á, að þau geti komið höndum yfir kjarnorkuvopn á þess- um umbyltingartímum,” sagði Shlíjkov. Taldi hann ósennilegt, að Rússland myndi koma sér upp eig- in her og sagði skynsamlegra, að lýðveldin kæmu sér saman um varnarmálin. „En ef Úkraína stofn- ar sinn her verðum við að gera það líka,” sagði Shlijkov að lokum, en hann er einn helsti hemaðarráð- gjafi Borísar Jeltsíns, forseta Rúss- lands. Friðrik Sophusson Lára Margrét Ragnarsdóttir Viihjálmur Egilsson VELFERÐ Á VARAN LEGUA4 GRUNNl * Sjálfstœðisflokkurinn efnir til 4 almennra stjómmálafunda í Reykjavík miðvikudaginn 6. nóveniber. Fundimir, sem allir hefjast kl. 20:30 stundvíslega, verða sem hérsegir: Ingi Bjöm Albertsson Þorsteinn Pálsson Guðmundur Hallvarðsson Eyjólfur Konráð Jónsson Ólafur G. Einarsson Bjöm Bjarnason Halldór Blöndal Geir H. Haarde Sólveig Pétursdóttir Hótel Saga, A-salur. Ræða: Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Stutt ávörp: Lára Margrét Ragnarsdóttir, Vilhjálmur Egilsson. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Ræða: Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. Stutt ávörp: Björn Bjarnason, Ingi Björn Albertsson. Menningarmiðstöðin Gerðubergi. Ræða: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Stuttávörp: Guðmundur Hallvarðsson, Eyjólfur Konráð Jónsson. Félagsheimili sjálfstæðismanna, Hverafold 1-3. Ræða: Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra. Stutt ávörp: Geir H. Haarde, Sólveig Pétursdóttir. Fyrirspurnir - frjálsar umræður. Allir velkomnir SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.