Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 , Faranqurlnn þinn. e/t konan. þ/n fór þi-i 'Tohyó- 7-13 ... þegar kossum rignir yfir þig■ TM Req. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu i pi i iíf Kæri lögmaður, geturðu sagt mér hvenær hjónavígsluvott- orðið mitt rennur út? Halló Hinrik - hæ Viggó - elsku vinurinn! Ert þetta þú, Sveinn? Óóó!... Islenskt gistihús í Flórída Kæri Velvakandi! Nýlega komin úr Flórídaferð með foreldrum mínum og syni langar mig að vekja athygli á góðri gistiað- stöðu og fyrirgreiðslu sem ég held að of fáir viti um á Orlando-svæð- inu. Foreldrar mínir höfðu reynt þessa aðstöðu áður en ég var að kynnast öllum undrum svæðisins nú í fyrsta sinn. Við viidum öll frekar vera í svolít- ið vernduðu umhverfi, þar sem við gætum verið áhyggjulaus. Leituð- um við til íslenzkra hjóna, Önnu Bjarnason og Atla Steinarssonar, sem þarna hafa búið og greitt götu íslenskra ferðalanga um þriggja ára skeið. Dvöldum við í rúmar tvær vikur í afar þægilegu gestahúsi þeirra og nutum aðstoðar þeirra og leiðbeininga um hvað eina sem við vildum sjá og gera. Atli ók með okkur um svæðið þvert og endilangt og Anna leiðbeindi okkur í verslun- um, þar sem hægt er að gera ríf- andi kaup á ýmsum fatnaði og mörgu öðru. í samráði við þau hjónin skipu- lögðurn við tíma okkar í Flórída, fórum m.a. í dásamlega þriggja daga skemmtisiglingu á glæsilegu farþegaskipi til Bahamaeyja, fórum í tvo af þremur görðum Disneys, kvikmyndaver Universal, Kennedy- geimstöðina á Canaveral-höfða og margt fleira. í stuttu máii gátum við með þeirra aðstoð áhyggjulaust og án fyrirhafnar séð og notið miklu meira en hefðum við dvalið á hót- eli og verið að bagsa við að finna út úr hlutunum á eigin spýtur. Þau hjón eru afar elskuleg og er dásamlegt að vera í þeirra ör- uggu höndum. Þau eru boðin og búin að leysa vanda allra sem á vegi þeirra verða. Ég vil koma þessu á framfæri, því ég held að of fáir viti af þjón- ustu þeirra í Flórída. Ég efast ekki um að margir hafa hug á Flórída- ferð nú í skammdeginu, en treysta sér e.t.v. ekki ti) að taka sér slíka ferð á hendur á eigin spýtur og hjálparlaust. Þá er tilvalið að leita til þeirra heiðurshjóna. Þau taka á móti gestum á Orlando-flugvelli og skila þeim þangað við heimferð - og vaka yfir velferð þeirra meðan á dvöl þeirra stendur. Þau eru með fax-númer: 407-957-4068 en sím- inn hjá þeim er: 407-957-3599. Jónína Árnadóttir Einkennilegir starfshættir Hvemig stendur á því að banka- útibú íslandsbanka í Bankastræti og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis á Skólavörðustíg gera enga athugasemd þegar talað er um vafasamar undirskriftir þar í sambandi við peningalán? Einu svörin sem fást hjá starfsfólki á báðum þessum stöðum eru: „Þú skalt reyna þetta eða hitt en bank- inn gerir ekki neitt.” Ég hef hald- ið að bankastarfsemin væri byggð á pottþéttum grundvelli en það virðist bara alls ekki vera sannleik- ur málsins. Þorgeir Kr. Magnússon Leiðrétting í blaðinu 2. nóvember birtist greinin „Einokun og einkasala” talsvert brengluð og fer hún hér á eftir leiðrétt og er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. í blaðinu 30. fyrra mánaðar er það sagt frá morgunverðarfundi Verzlunarráðs, að nauðsynlegt sé „að afnema ríkisverndaða einokun á útflutningi” og þá m. a. að breyta „þeirri einokun sem Síldarútvegs- nefnd hefði samkvæmt lögum”. I íslenzku máli eru tvö hugtök um það, sem víða kallast monop- ol. Annað er einkasala og hitt er einokun, og á það við, þegar því er haldið fram, að einkasöluað- staða sé ok. Líklegt er, að rússum hafi þótt Síldarútvegsnefnd hafa okað sig með einkasöluaðstöðu sinni, en illa trúi ég því, að þeir ráði viðhorfum ræðumanna á fundi Verzlunarráðs. Mér þykir líklegra, að blaðamanni eða ræðumönnum hafi skjöplazt í orðavali, og minni því á, að einkasala er hlutlaust orð í þessu efni. Björn S. Stefánsson HEILRÆÐI Slysavarnafélag ís- lands vill vekja athygli skotveiðimanna á að gæta ávallt fyllstu var- úðar í meðferð skot- vopna og hafa það jafn- an hugfast að fjöldi fólks á öllum aldri leitar útivistar og fer í göngu- ferðir án þess að gera sér grein fyrir því að á svæðinu sé stunduð ijúpnaveiði. Jafnframt beinir SVFI þeim vinsamlegu tilmælum til allra þeirra er útivistar njóta að skipuleggja ferðir sínar um þau landsvæði þar sem rjúpnaveiði erekki leyfð og bendir í því sambandi á friðlýst úti- vistarsvæði. Víkverji skrifar Víkveiji tekur undir með þeim sem ritaði til Velvakanda á dögunum til að finna að nafninu á nýja kvikmyndahúsinu, sem heitir Sagabíó. Nafnið var valið í sam- keppni meðal almennings. Ef rétt er munað, voru fleiri en einn, sem lögðu inn tillögur með þessu nafni. I umræðum um verndun tung- unnar leggja kunnáttumenri ekki aðeins áherslú á nauðsyn þess, að spornað sé við því að erlend orð festi rætur í málinu, heldur einnig hitt að staðinn sé vörður um beyg- ingakerfi tungunnar. Beyginga- kerfið er eitt helsta einkenni ís- lenskunnar. Er ekki að því vegið með orðinu _,,Sagabíó"? Er ekki ástæða fyrir Islenska málnefnd að huga að þessu orði? Eða hefur hún kannski þegar samþykkt það fyrir sitt leyti? Nafngiftin á nýja kvikmynda- húsinu leiðir jafnframt hug- ann að því, hvaða merkingu orðið ”saga” hefur fengið í nútímamáli. Svo sem kunnugt er heitir eitt glæs- ilegasta hótelið í Reykjavík Hótel Saga. Þá heitir hefðarfarrými Flug- leiða Saga Class. Er nú svo komið hjá söguþjóðinni, að orðið „saga” þýði hið sama og „súpér” á lélegri íslensku, það er eitthvað sem skarar fram úr eða þykir fínt? Hinu nýja kvikmyndahúsi hefur verið lýst, sem því fullkomnasta og glæsilegasta í höfuðstaðnum og þótt víðar væri leitað. Voru höfund- ar nafnsins, Sagabíó, með það í huga, þegar þeir settu það saman? Víkveija þykir það líklegra en að þeir hafí verið að vísa til hins forna menningararfs þjóðarinnar, forn- sagnanna. Ástæðulaust er að gera því skóna að höfundar nafnsins hafi tekið mið af því að í Ósló og kannski víðar í Noregi er starfrækt kvikmyndahús, sem heitir Saga Kino. XXX Kannski kemur að því fyrr en nokkurn grunar, að í sjálfum- gleði okkar hættum við að tala um söguþjóðina og förum að kalla okk- ur „sagaþjóðin” og tökum þar með mið af hinni nýju merkingu orðsins saga. Menn þurfa ekki lengi að fletta íslenskum blöðum og tímarit- um eða hlusta á mörg viðtöl í ljós- vakamiðlum til að átta sig á því, hve grunnt er á sjálfshólinu. Tíma- ritaútgáfan undanfarin ár hefur að verulegu leyti byggst á því, að fólk er reiðubúið til að láta gamminn geysa í „sagaviðtölum” um sjálft sig. Nú er jafnvel farið að lýsa flóknum og erfiðum samningavið- ræðum um stöðu íslensku þjóðar- innar í samfélagi þjóðanna eins og kappleik eða þátttöku í bridsmóti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.