Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 Skipulögð s1 j órn fiskveiða næstu árin eftirKarl Ormsson í fyrri grein minni um stjórnun fiskveiða fjallaði ég aðallega um veiðileyfi og kvótasölu og sitthvað er laut að skefjalausu ranglæti í skiptinu fiskveiða um byggðir landsins. í þessari grein langar mig að fjalla meira um breyttar stjórn- valdsaðgerðir ef vera mætti til að varpa fleiri flötum upp í sambandi við þau vinnubrögð er margnefndur vinnuhópur, sem marka á. okkar nýja sjávarútvegsstefnu, þarf að hafa til hliðsjónar. Þær breyttu aðferðir ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar frá stefnu fyrri stjórna að láta nú aðeins fjár- muni til þeirra fyrirtækja er hafa fullnægjandi veð fyrir þeim lánum sem þau fá og þau tíðindi að þeir einir borgi til baka sem fá þá fjár- muni sem lánaðir eru úr sameigin- legum sjóði hljóta að vera öllum skattborgurum ánægjuefni. Tími sukks og óráðsíu er einfaldlga liðinn ef marka má þessa breyttu stefnu stjórnvalda, tími sem hinn sauð- svarti almúgi var látinn borga refja- laust í hærri sköttum t.d. allskonar gæluverkefni stjórnmálamanna. Nú er þeim einum ætlað að greiðí sem njóta lánanna, á sama hátt og okk- ur er ætlað að standa við okkar skuldbindingar. Nú er ekki lengur hægt að varpa skuldum yfir á herð- ar almennings. Þetta hlýtur að kalla á sameiningu og hagræðingu og stórbreytta stefnu hjá sjávarútvegs- fyrirtækjum. Með heilbrigðari stefnu stjórnmálamanna ætti þjóðin að rétta fyrr úr kútnum. Ef nefnd sú sem skipuð hefur verið vinnur heiðarlega að stefnumótun fisk- veiða og vinnslu (sem maður hefur alla ástæðu til að ætla) ætti ekki að líða langur tími þar til þjóðin fer að njóta afraksturs skynsamlegrar fiskveiðistjórnunar, sem svo sann- arlega hefur skort mikið á síðustu árin. Það er aðalatriðið hvernig fisk- urinn er veiddur, hann verður að skiptast sem réttlátast niður á landsbyggðina, berast á land sem hágæðavara fyrir verðmætustu markaðina, og að ísland geti með því alltaf boðið bestu og ómenguð- ustu sjávarafurðir sem völ er á. Við höfum gullið tækifæri ef okkur ber gæfu til að nýta það á skynsamleg- an hátt. Það hefur oft verið sagt að betra sé að geyma fiskinn í sjón- um en að gera hann að verðlitlu hráefni. E.t.v. hefur það aldrei átt betur við en einmitt nú þegar sjáv- arafli fer þverrandi í öllum höfum og við verðum (hvort sem okkur líkar betur eða verr) að byggja upp fiskistofnana með skynsamlegri friðun um stund. eftir Guðrúnu Lilju Nordahl Hefur þú upplifað þá reynslu að vera t.d. á starfsmannafundi og langa að leggja eitthvað til málanna en vita ekki hvernig þá átt að bera þig að? Af hverju geta sumir alltaf kom- ið sínum málum á framfæri en ekki ég? Ég hef mig einhvern veginn ekki til þess, það er eitthvað sem vantar, svo ég geti tjáð mig. Hvað er að, brást skólakerfið þegar ég var í skóla? Kannski var ég ekki tilbúin eða hafði ekki áhuga, á því að geta tjáð mig í hópi fólks. Margir íslendingar geta spurt sig þessara spurninga er verður svara- fátt og ýta málinu frá sér. Það kemur alltaf að því fyrr eða síðar að maður finnur þörf til að koma einhveiju hjartans máli á framfæri. En hvað þá? Sama vandamálið; maður getur það ekki! Lífsnauðsynlegt er að gera hvert kíló að verðmætari vöru þegar ver- ið er að móta fiskveiðistefnu e.t.v. til næstu áratuga. Að endingu skora ég á alla þá er hafa áhuga á sjávar- útvegi að lesa stórfróðlega grein hins mikla afla- og athafnamanns Hrólfs Gunnarssonar í Morgunblað- inu 5. september sl. Einkum þar sem hann skrifar um aflamagn það sem við hendum aftur í hafið. Og ekki síður frásögn hans um fjöida vannýttra fiskistofna hér við land sem litlir fjármunir eru til að rann- saka, hvers virði eru þeir og hvern- ig mætti nýta þá. Manni virðist á grein hans að nógur fiskur sé fyrir Hvað er til ráða? Það eru margar leiðir færar og misjafnt hvað hentar hveijum. Mig langar að benda á eina leið, sem hentar mörgum. Leið sem breytir áhyggjum í upp- byggjandi orku, leið sem bætir sjálfsímynd og eykur sjálfsöryggi, leið sem eykur kjark og þor, leið sem allir geta farið ef þeir bara vilja! ITC (International Training in Communication, eða þjálfun í sam- skiptum) eru samtök á Islandi og jafnframt í mörgum öðrum löndum, sem hjálpa fólki að breyta áhyggj- um í uppbyggjandi orku, að bæta sjálfsímynd og auka sjálfsöiyggi. ITC er félagsmálaskóli fyrir fólk eins og þig. Það er aldrei of seint að takast á við sjálfan sig og þroska persónuleika sinn á ákveðnari hátt. Það eru til margar sannar sögur af ITC-félögum, sem hafa eftir tíma með ITC fikrað sig ofar í virðingar- og tekjustiga þjóðfélagsins. Margir ITC-félagar hafa uppgötvað leynda Karl Ormsson alla ef lögum og reglum væri fylgt eftir. Höfimdur er raltækjavörður, fyrrv. sjómaður og áhugamaður um sjávarútveg. „Það er aldrei of seint að takast á við sjálfan sig og þroska persónu- leika sinn á ákveðnari hátt.” hæfileika, sem þeir búa yfir, sjálfum sér og öðrum til gagns og gamans. Býrð þú yfir leyndum hæfileikum? Ef þig langar til að meira mark sé tekið á þér, hlustað á þig, þá er hér ein leið til þess: Farðu á fund hjá ITC! Það fylgja því engar skuld- bindingar, en hugsanlega gætir þú hagnast á því. Það skilar arði að vera í ITC! ITC er fyrir allskonar fólk, af báðum kynjum og á öllum aldri, fyrir þá sem ekki þora, fyrir þá sem þora ens skortir æfinguna, fyrir þá sem langar að vera virkir þátttak- endur í félagsmálum, fyrir þá sem langar að vera með á sínum hraða og fyrir alla hina líka. ■ / ÞJÓÐLEIKHÚSINU er haf- inn undirbúningur að æfingum á barnaleikritinu Emil í Kattholti eft- ir Astrid Lindgren, sem sýnt verð- ur á síðari hluta leikárs. Leit stend- ur nú yfir að börnum í hlutverk systkinanna í Kattholti, Emils og ídu. Þjóðleikhúsið tekur gjarnan við ábendingum um börn í þessi hlut- verk. Leitað er að stúlku á aldrinum 8-10 ára og 10-12 ára dreng. Börn- in þurfa að vera ófeimin, skýrmælt og raddsterk og geta sungið vel. Þá er nauðsynlegt að þau standi sig vel í skóla, þar eð æfingar á leikritinu kalla á einhver leyfi frá kennslu. Leikstjóri sýningarinnar, Emil í Kattholti, verður Þórhallur Sigurðsson, leikmynd gerir Karl Aspelund og í öðrum stærstu hlut- verkum eru Bessi Bjarnason (pabbi Emils), Margrét Guðmundsdóttir (mamma Emils) og Margrét K. Pétursdóttir (Lina vinnukona). Þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri við leikstjóra sýningarinn- ar er bent á að hafa samband við skrifstofu Þjóðleikhússins. Guðrún Lilja Norðdahl Á íslandi eru starfandi ITC- deildir víðsvegar á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni. ITC-deildir halda reglulega fundi tvisvar í mánuði, sem eru öllum opnir. í dagbókum blað- anna má finna tilkynningar um fundatíma ITC-deilda. Höfundur er einn af blaðafulltrúum ITC. Viltu breyta áhyggjum í uppbyggjandi orku? Morgunblaðið/Arnór Svipmynd af spilakvöldi hjá Bridsfélaginu Muninn í Sandgerði. ___________Brids_______________ Umsjón Arnór Ragnarsson „Blöndumót” á Hornafirði Sl. sunnudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og voru pör dreg- in saman. Lokastaðan: Guðmundur Guðjónsson - Gunnar P. Halldórss. 188 Svava Amórsdóttir - Ingólfur Baldvinsson 176 Jón Axelsson - Kristjón Elvarsson 172 BjömGíslason-KolbeinnÞorgeirsson 167 Jón Níelsson - Ólafur Jónsson 164 Jón G. Gunnarsson - Svava Gunnarsdóttir 164 Síðasta kvöldið í Landsbankamótinu verður nk. sunnudag. Bridsfélag lijóna Nú er hausttvímenningnum lokið með sigri Huldu og Ágústs, sem unnu með 1 stigi. Annars varð lokastaðan þessi: Hulda Hjálmarsdóttir - Ágúst Helgason 732 Ásta Sigurðardóttir - Ómar Jónsson 731 Dóra Friðleifsdóttir—Guðjón Ottósson 712 Kristín Pálsdóttir - Vilhelm Lúðvíksson 711 Guðrún Reynisdóttir—RagnarÞorsteinsson 708 Gróa Eiðsdóttir—Júlíus Snorrason 702 Jónína Halldórsdóttir - Hannes Ingibergsson 678 Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 678 Næsta keppni félagsins verður 3ja kvölda hraðsveitakeppni, hægt er að skrá sveitir í síma 22378 (Júlíus). Bridsfélagið Muninn Nú er lokið tveimur umferðum af þremur í hausttvímenningnum og er staða efstu para nú þessii Lárus/Vignir - Garðar Garðarsson 247 Halldór Aspar - Sumarliði Lárusson 241 EyþórJónsson- VíðirJónsson 233 Karl Karlsson - Hermann/Karl 228 Hæsta skor síðasta spilakvöld: EyþórJónsson- VíðirJónsson 131 Maron Björnsson - Ingimar Sumarliðason 125 Halldór Aspar - Sumarliði Lárusson 116 Dagur Ingimundarson - Hallgr. Arthúrsson 112 Aðalfundur félagsins var haldinn 31. október og var kosin ný stjórn. Hana skipa Eyþór Jónsson formaður, Dagur Ingimundarson gjaldkeri, Garð- ar Garðarsson ritari, Varamenn í stjórn eru Reynir Óskarsson og Björn Dúason. gardeur - dömufatnaður Síðbuxur - margar gerðir str. 36-48 Gallabuxur 3 gerðir Stretch-buxur ull og riflaflauel Hnébuxur 3 gerðir -58 cm síðar 65 cm síðar 70 cm síðar Bein pils 3 lengdir Felld pils Stakir jakkar Peysur ull/angóra OÓtmtV HF fataverslun, Skerjabraut 1 v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Opið daglega kl. 9-18, laugardaga kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.