Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 í Króatíu er hver dag- ur endurtekin ógn myndinni leitar maður í rústum byggingar sem eyðilagðist er Ser- bar gerðu loftárás á forsetahöllina í Zagreb. eftirHrafn Jökulsson „Það er skrýtið hvernig stríð breytir öllu, jafnt hinu smæsta sem stærsta,” sagði Ivana, ung stúlka sem ég talaði við í Zagreb. „Áður óskaði ég þess alltaf þegar ég vaknaði á morgnana að sólin skini en nú vona ég að dimm ský grúfi yfir borginni svo flugvél- arnar eigi erfiðara með að varpa sprengjum á okkur. Og nú er ég alltaf hrædd. Ég er hrædd þegar ég þvæ á mér hárið; hrædd við að heyra ekki í loftvarnaflautun- um. I herberginu mínu hef ég tilbúna tösku með teppi, gas- grímu og dálitlum mat sem ég tek með mér þegar við þurfum að leita skjóls í loftvarnabyrginu í kjallaranum. Enginn veit hvað við gætum þurft að hírast þar lengi.” MiG-þoturnar sem Serbar hafa yfir að ráða vekja skelfingu hjá öll- um sem ég tala við. Flugmennimir virðast hafa algerlega frjálsar hend- ur til þess að ráðast á það sem þeim dettur í hug; oftast mannvirki sem hafa enga hemaðarlega þýð- ingu, jafnvel fólksbfla á vegum úti. Á ferð gegnum sveitahémðin í Króatíu sá ég þessa ógnvalda skera himininn. Vegurinn lá gegnum akra þar sem bændur hirtu uppskeru, sólin var hátt á lofti og himinninn fallega heiðskír og blár - þannig var veðrið allan tímann sem ég var í Króatíu. Bílstjórinn bað mig að skyggnast eftir flugvélum; hann vissi að þessi litli, skærguli bíll okk- ar var piýðilegt skotmark. Ég þurfti ekki að leita lengi: I austri flugu tvær herþotur samsíða, örlitlar að sjá, eins og flugur sem mér fannst að ég gæti marið milli fíngranna. OPNUÐ verður sýning í útibúi SPRON við Álfabakka 14 í Mjódd sunnudaginn 24. nóvember. Sýnd verða listaverk eftir 9 myndlist- arkonur sem eiga það sameigin- legt ásamt 6 öðrum að reka list- hús í miðborg Reykjavíkur, að Grettisgötu 7 og nefnist það List- hús Snegla. Sparisjóðurinn býður nágrönnum sínum að sýna lista- verk í útibúinu í Álfabakka í Mjódd og lífga þannig upp á svartasta skammdegið. Þær níu konur sem sýna verk sín eru allar útskrifaðar frá Myndlista- og handíðaskóla íslands, fiestar á Skömmu síðar frétti ég að þessar sakleysislegu stálflugur hefðu varp- að skeytum sínum á þorpið Bizovac og grafíð einn mann í rústum hót- elsins þar. Pólskur blaðamaður sem ég tal- aði við sagði mér af því þegar her- flugvél gerði árás á bfl sem hann var í á leiðinni til Dubrovnik. Þeir voru tveir í bflnum og tókst að leita skjóls í runnum meðfram veginum. Flugmaðurinn dundaði við að sprengja bflinn í tætlur og hóf síðan leit að mönnunum tveimur. „Hann flaug fjórtán sinnum lágt yfír, ég sá andlit hans í glugganum. Hann skaut tilviljanakennt á runn- ana — og ég hélt satt að segja að mín síðasta stund væri runnin upp.” Nokkrir króatískir hermenn komu á vettvang og þeim tókst að skjóta flugvélina niður með hríð- skotabyssum - öllu öflugri loft- vamabyssur hafa Króatar ekki. „Þessi dauði flugmaður var fyrsta fómarlamb stríðsins í Króatíu sem ég sá. Mér fannst ég þekkja hann eftir að hafa séð hann svona oft fljúga yfír. Ég get hins vegar ekki sagt að ég hafí syrgt hann - þessi skratti hafði nú einu sinni reynt að drepa mig.” Þessi pólski fréttamaður var heppinn. Stríðið í Króatíu hefur kostað fjórtán fréttamenn lífið. Ég hitti fréttamenn sem gengu svo langt að taka með sér hand- sprengjur þegar þeir fóm í fremstu víglínu - til þess að nota á sjálfa sig fremur en falla í hendur öfga- sveita Serba. Og tveir spænskir fréttamenn gerðust sjálfboðaliðar í þjóðvarðliði Króatíu. Annar þeirra, blaðamaður, hafði sloppið naumlega þegar Serb- ar hófu skothríð á hann og tvo áranum 1985-86, og hafa þær flest- ar haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Listsköpun þeirra er margvísleg, þær þrykkja á léreft og silki, móta leir, vefa, mála á striga, pappír og silki. Á þessari sýningu gefur líta örlít- ið af verkum Sneglanna. Þær sem sýna era: Amfríður Lára Guðna- dóttir, Elísabet Þorsteinsdóttir, Ema Guðmarsdóttir, Guðrún Kol- beins, Herdís Tómasdóttir, Ingunn E. Stefánsdóttir, Jóna S. Jónsdótt- ir, Vilborg Guðjónsdóttir og Þuríður kollega hans. Á blaðamannafundi með Mil- osevic, forseta Serbíu, stóð Spán- verjinn upp og spurði: „Hvernig stendur á því, herra forseti, að her- menn þínir skjóta á fréttamenn, stundum vísvitandi?” Það varð eitthvað fátt um svör hjá forsetanum, að minnsta kosti endaði orðasennan með því að blóð- heitur Spánveijinn hrópaði: „Til hamingju, herra forseti! Þér hefur nú tekist að ljölga í þjóðvarðliði Króatíu um einn sjálfboðaliða.” Þessi spænski blaðamaður var sviptur ríkisfangi í heimalandi sínu eftir að hann gekk í herinn. Hann er nú króatískur ríkisborgari og hefur barist vikum saman í fremstu víglínu. Það eru fleiri erlendir sjálfboðal- iðar í króatíska hernum. Sumir eru ævintýramenn með lítinn farangur, aðrir era af króaiískum ættum en snera heim; frá Ástralíu, Bandaríkj- unum, Bretlandi. Og enn eru þeir útlendingar sem gengu til liðs við Króata af hugsjónaástæðum, sumir þeirra vissu til skamms tíma ekki að til væri land sem héti Króatía. Umheimurinn hefur iátið sér fátt um stríðið í Króatíu fínnast, þótt athygli ijölmiðla hafí beinst að Kró- atíu í vaxandi mæli síðustu vikur. Það er auðvelt fyrir áhorfanda, hin- um megin á hnettinum, að afgreiða kröfur Króata um viðurkenningu sem hávær hróp í enn einum „minnihlutahópnum”. En Króatar era ekki „minnihlutahópur”, nema að sama markí og allar þjóðir eru minnihlutahópar í heiminum; bæði Kínveijar og Islendingar eru minni- hlutahópar samkvæmt þessari skil- greiniggu. Stríðið í Króatíu snýst um rétt Fra Listhúsmu Sneglu. Dan Jónsdóttir. Sýningin í SPRON Álfabakka 14 í Mjódd mun standa til 18. janúar einnar þjóðar til þess að ráða eigin málum innan landamæra ríkisins. Serbar hafa gert kröfur um land- svæði innan Króatíu og vilja auk þess að lýðveldin innan Júgóslavíu gömlu verði áfram í bandalagi. Þessum kröfum fylgdu Serbar eftir með stríði í krafti margfalt öflugri herafla. Eftir að hafa ferðast um Króatíu og talað við hundrað Króata efast ég ekki um að Króatía verður til sem sjálfstætt ríki. Ég veit ekki hversu mörg mannslíf það kostar til viðbótar; ég veit ekki heldur hversu lengi stríðið á Balkanskaga stendur. Enginn Króati vill sam- vinnu við Serbíu af nokkru tagi. Hver einasti Króati hefur sína hryll- ingssögu að segja en stríðið hefur líka eflt þjóðernisvitund og stolt landsmanna. Gamall maður sem ég talaði við í Osijek sagði: „í hjarta sínu taka allir Króatar þátt í þessu stríði. Ungu mennirnir — og sumar konur líka — beijast fyrir okkur í fremstu víglínu. Það eru ekki til vopn handa nógu mörgum - en öll nk. og verður opin frá kl. 9.15- 16.00, þ.e. opnunartíma útibúsins. (Fréttatilkynning) þjóðin á í þessu stríði.” Og baráttuþrekið er ólýsanlegt. Það sást best í Vukovar sem hélt velli í þijá mánuði. Hernaðarsér- fræðingar eiga engar skýringar á því hvers vegna herafla Serba tókst ekki að sigrast fyrr á króatísku þjóðvarðliðunum. Serbarnir höfðu skriðdreka, fallbyssur, flugvélar; þeir höfðu miklu fleiri hermenn. Að réttu lagi, samkvæmt kokka- bókum hernaðarsérfræðinga, átti Vukovar að vera löngu fallin. En í hugum Króata var Vukovar tákn stríðsins, frelsistákn Króatíu - þjóðvarðliðarnir í Vukovar sýndu meiri dirfsku en dæmi eru um í seinni tíma hernaði. En nú er Vukovar fallin. Þrettán vopnahlé hafa liðið án þess að þau hæfust nokkurn tíma. Serbneskar hersveitir hafa lagt undir sig meginhluta Króatíu. Vígvellir landsins eru óteljandi, en smátt og smátt hafa Serbar hert kyrkingartakið, Það er erfitt, og kannski óhugs- andi, fyrir þann sem hefur alist upp í friðsömu landi að gera sér í hugar- lund hvernig andrúmsloftið er í Króatíu. í Króatíu er hver dagur endurtek- in ógn. Að morgni hvers dags spyr fólk hvort ástvinir þess verði drepn- ir áður en sólin sest, hvort sprengj- ur falli á bæinn þar sem það býr — hvort röðin sé kannski komin að því í dag. Og reiðin og vanmáttur- inn gagnvart drápum og eyðilegg- ingu er yfirþyrmandi. Króatar eiga sér enga ósk heitari en að lifa í friði í fijálsu landi. Þeir vilja ganga hnar- reistir í samfélag þjóðanna — og þeir munu aldrei samþykkja að ge- rast bandingjar óvinar síns. „Serb- amir geta hrakjð okkur úr bæjunum okkar,” sagði ívan, ungur maður í Osjek, „þeir geta lagt borgir okkar í rústir — en við munum beijast. Við munum beijast í fjöllunum, á ökrunum og í skógunum. Við mun- um beijast fyrir fijálsri Króatíu meðan nokkur Króati er eftir á lífi.” Listaverk 9 kvenna sýnd hjá SPRON HELGARTILBOD föstudaginn 22. nóvember °a9ugardaginn 23. nóvember (eSaá meöan birgSir endast) « Bíla * Útvarpstæki * Bílamottur ^vvvvv^ naust\ Tilboð: kr. 4.491,- kr. 1.245,- Hjólkoppar, 4 stk. kr. 3.666,- Frostlögur 3,78 I. kr. 444,- Bensínbrúsi 20 I. kr. 1.245,- Aðra daga: 5.988,- 1.759,- 5.236,- 634,- 2.951,- Þú sparar: 1.497.- 514,- 1.570,- 190,- 1.706,- BORGARTUNI26 - SIMI (91) 62 22 62 - FAX (91) 62 22 03 inuftBötsH .tEnozaTCvsm ifiOiugií ntioisii • ac uiogisoA ,.in oigioí nutnoii .1 ínidiovuui^ ,anÍ3Úíteiaxsíí t.lil ó?. in'CJilHfA • .cL inÖaiiín’lnH ,nnigod2Ö|rt iJlivfiHaH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.