Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Pólski stálstungumeist-
arinn Slania sjötugur
eftir Gústaf Adolf
Skúlason
Hinn 22. október sl. átti pólski
stálstungumeistarinn Czeslav Slan-
ia 70 ára afmæli. Slanía er íslend-
ingum að góðu kunnur, hann hefur
grafið á annan tug frímerkja fyrir
íslensk póstyfirvöld. Meðal þeirra
má nefna frímerkjablokkir á degi
frímerkisins 9. október 1986, ’87
og ’89, merkið með Kristjáni Eld-
járn fyrrum forseta (1983), 2 af fjór-
um merkjum útgefnum í tilefni 200
ára afmælis Reykjavíkurborgar
(1986), Rasmus Rask (1987) og
sérútgáfur 1 tilefni alþjóðlegu frí-
merkjasýninganna NORDIA 1984
og 1991, sem haldnar voru hérlend-
is.
í tilefni afmælis Slania heiðruðu
sænsk póstyfirvöld hann með sér-
stakri útgáfu á stærsta frímerki,
sem gefið hefur verið út í Svíþjóð
fram að þessu. Merkið kom út 5.
október og sýnir krýningu Gústafs
þriðja 1772 og er túlkun Slania á
geysistóru málverki eftir Carl Gust-
af Pilo, sem raunar varð hans síð-
asta. Pilo náði ekki að ljúka verkinu
og er það varðveitt í upprunalegri
mynd í Nationalmuseum í Stokk-
hólmi.
Stóra frímerkið sýnir miðhluta
málverksins, þar sem biskupinn lyft-
ir kórónunni á höfuð konungsins.
Að endurskapa málverkið á frímerki
er ekkert áhlaupaverk, — ekki einu
sinni á mælikvarða Slania. Dökkir
skuggar hylja persónumar í kring-
um konunginn og litimir á dúknum
hafa dökknað og spmngið vegna
tjömefna. I tveimur minni merkjum
í þessari sömu útgáfu nálgast áhorf-
andinn andlit Gústafs þriðja í tveim-
ur þrepum. Milli merkjanna em
tryggustu fylgihlutar stálstungu-
meistarans, sem ætíð fylgja honum
hvert sem hann fer: lúpan (vasa-
stækkunarglerið), stingurinn og
stálplatan. Frímerkin em prentuð í
einum lit.
Samtímis þessari hátíðarútgáfu
gefa sænsk póstyfirvöld út sérút-
gáfu í aðeins 8 þúsund eintaka upp-
lagi af stóra frímerkinu, en nú með
offsetlitprentun samhliða stálstung-
unni. Þessi sérútgáfa er seld í núm-
eruðum eintökum ásamt eftirprent-
un af málverkinu í sérstrakri lista-
verkamöppu, sem einnig inniheldur
sérstaka svartprentun frímerkisins.
Þar er einnig stutt ágrip um starfs-
feril Slania ásamt nokkrum mynd-
um af frímerkjum hans.
En sænsku póstyfirvöldin láta hér
ekki staðar numið heldur gefa þau
einnig út sérstakt rit úr Slania og
myndstungur hans. Stóra frímerkið
fylgir með í innsíðu bæklingsins.
Bæklingurinn er skreyttur myndum
af verkum Slania, m.a. tveimur af
eigin „frímerkjum” hans, en um
tíma var kærasta áhugamál hans
að gera „frímerki” með þekktum
Hollywood leikurum og hnefaleik-
aköppum.
Nils G. Stenqvist, prófessor Acad-
emy of Fine Arts, Stockholm, leiðir
lesandann á skemmtilegan hátt inn
í heim stálstunguaðferðarinnar,
samtímis sem hann dregur upp per-
sónumynd Slania. Nils G. Stenqvist
er mikill Islandsvinur og margir
þekktir íslenskir listamenn hafa
notið leiðsagnar hans við nám hjá
grafíkdeild Listaháskólans í Stokk-
hólmi. Nils hefur átt því láni að
fagna að vera samferðamaður Slan-
ia í störfum fyrir sænsku póstþjón-
ustuna um árabil og þekkir hann
manna best. Hann var sjálfur við-
staddur, þegar Slania gekk varkár-
um skrefum í fyrsta skiptið til Lista-
háskólans í Stokkhólmi 1959 með
óvenju þykkar stálplötur og bað um
leyfi að fá að prenta nokkrar pruf-
ur. Eftir vissa örðugleika tókst að
stilla koparpressuna og stórt „frí-
merki” með Sophiu Loren birtist og
í kjölfarið fylgdi geysimikil bardag-
asena í smækkaðri mynd. Nemend-
ur og kennarar söfnuðust saman
kringum pressuna og virtu agndofa
fyrir sér handbragð Slania. Leið
Slania lá til póstsins með prufumar
og aldarfjórðungi seinna var hann
orðinn reyndasti stálstungumeistari
sænska póstsins og virtur á alþjóða-
vettvangi.
Hann hefur grafið fleiri hundruð
frímerki, m.a. fyrir Danmörku,
Færeyjar, ísland, Svíþjóð, Frakk-
land, Mónakó, ísrael, Pólland og
Brasilíu svo nokkur helstu löndin
séu nefnd. Einnig hefur hann grafið
seðla fyrir fjölmörg lönd. í Heims-
metabók Guinness er hans getið sem
afkastamesta frímerkjagrafara í
heimi.
Czeslaw Slani fæddist 1921 í
Póllandi, nálægt iðnaðarsvæðinu
Katowice. Sex ára fluttist hann
ásamt foreldrunum til Lublin, þar
sem loftslagið var mun heilsusam-
legra. Strax í barnæsku komu óvenj-
ulegir hæfileikar hans fram, en hann
teiknaði mikið og þá oftast í smækk-
Sjálfsmynd. Czeslaw Slania 19
ára.
rt.A át, a mmmm mmM mmtmMímim
Rasmus Kristján Rask: Frímerki
sem Slanía hannaði fyrir ísland.
aðri mynd. í bók sinni Lífsverk Slan-
ia segir Lennart Bernadotte frá at-
vikum úr menntaskólagöngu Slania.
Mjólk og brauð var veitt í skólanum
en til að fá heita máltíð þurfti matar-
miða, sem kostuðu peninga. Og
peninga átti Slania ekki til. Hann
málaði því einfaldlega sjálfur matar-
miðana fyrir sig og vini sína. Ógæf-
an dundi yfir unga skólapiltinn, þeg-
ar hann týndi skólaskírteininu. Gegn
framvísun þess fékkst afsláttur á
fargjöldum og hálfan mánuð tók að
útvega nýtt. Hann málaði nýtt —
og týndi því líká. Heiðarlegir vegfar-
endur fundu bæði skilríkin og ski-
luðu til skólans og allt komst upp.
Slania var rekinn og skólameistar-
inn lét þau orð falla að annaðhvort
yrði pilturinn mikill listarpaður eða
stórfalsari. Sjálfur hefur Slania
sagt, að bágborinn efnahagur
menntaskólaáranna hafi fleygt fram
þróun hans á listabrautinni.
Eftir skólagönguna og stríðið fór
hann í nám hjá listaakademíunni í
Krakow, sem þá var af mörgum
talin ein af háborgum grafíklistar í
Evrópu. Þar sökkti Slania sér niður
í grafíktæknina og lærði bæði kop-
arstungu og ætingu. Prófverkefni
Slavia var túlkun á stóru málverki
pólska listamannsins Jan Matejko
um stríðið við Tannenberg 1410:
„Grunwald”. Erfiðleikarnir við túlk-
un málverksins tóku hug hans allan
og nokkrum árum síðar gerði Slania
enn á ný koparstungu af „Grunw-
ald”. í þetta skiptið tók það hann
tvö ár að ljúka verkinu og í ótrúlega
nákvæmum smáatriðum kemur í
ljós, hvílík tök Slania hefur á við-
fangsefninu.
Er Slania réðst til pólskú frí-
merkjaprentsmiðjunnar Iærði han'n
að grafa í stái. Stálið er mun kröfu-
harðara efni gagnvart listamannin-
um en koparinn, sem er mýkri og
auðveldari viðureignar. 1951 var
gefið í út fyrsta frímerkið í Póllandi
undirritað Slania.
Eftir að hafa grafíð á þriðja tug
frímerkja leitaði ungi listamaðurinn
gæfunnar og leiðin lá til Svíþjóðar
1956. 4 árum síðar var hann orðinn
fastur starfsmaður sænska póstsins.
í millitíðinni vann Slania m.a. við
uppvask og hugðist hann bjóða
kanadíska póstinum þjónustu sína,
þegar starfíð bauðst í Svíþjóð.
Þar sem Slania var svo snemma
inni á þeirri braut, sem seinna mark-
ar ævi hans, og hefur starfíð sam-
tímis fyrir áhugamál, þá hefur hann
orðið einn af afkastamestu graflist-
amaður í heiminum á sviði frí-
merkjagerðar og seðlaútgáfu. Graf-
listarmaðurinn stendur frammi fyrir
túlkun myndefnis annarra lista-
manna svipað og ljóðaþýðandinn
stendur gagnvart túlkun á tjáningu
skáldsins, sem hann þýðir yfir á
annað mál. Þar reynir á skilning og
næmni fyrir innihaldi verksins og
stemmningu þess. Og fáum auðnast
sem Slania að endurspegla mynd-
listarverk á þann hátt, að áhorfand-
inn getur fundið fyrir deiglu olíuli-
tanna, tindrandi yfírbvorði vatns-
litanna eða mýkt krítarinnar. Eða
það sem skiptir hvað mestu máli —
sjálfa tjáninginuna í verkinu. Sting-
urinn grefur ætíð sjálfstæða, af-
markaða, kalda línu. Með kerfí af
línum og punktum skapar Slania
bæði lifandi húð og loftkenndan
hárlokk — gerir feldinn hlýjan og
glampa málmsins harðan. Erfuð-
ustu viðfangsefnin eru honum ætíð
stærsta hvatningin; stór frímerki,
—rrriWA-
þar sem flókin litgreiningarvanda-
mál fléttast saman í vinnslu með
mismunandi prentaðferðum.
Hæfíleikar Slania hafa vakið al-
þjóða eftirtekt og skapað stóran
aðdáendaskara í fjölmörgum lönd-
Gústaf Adolf Skúlason
„Þegar litið er yfir
störf Slania er sérstakt
ánægjuefni að finna þá
innlifun, sem hann hef-
ur í viðfangsefnum sín-
um. Rík reynsla hans í
að nota línur og punkta
sem boðbera upplýs-
inga gera honum kleift
að velja bestu útfærsl-
una í sérhverju verk-
efni fyrir sig.”
um. Frímerki hans hafa hlotið eftir-
sóttustu viðurkenningar og m.a.
hefur hann tekið á móti dönsku
Dannebrog-orðunni og Saint Charl-
es-orðunni í Mónakó. Hann er kon-
unglegur graflistamaður í Svíþjóð.
I mörgum löndum eru starfandi
Slania-klúbbar og mikill áhugi ríkir
á verkum hans — einnig þeim, sem
ekki eru unnin fyrir póstinn. Hann
hefur skemmt sér við að grafa and-
litsmyndir nokkurra fallegustu kvik-
myndastjarna heims í stóru frí-
merkjaformi og hvorki meira né
minna en 23 hnefaleikakappa í
þungavikt á hreint ótrúlegri frí-
merkjaörk! Hann hefur teiknað
„falska” seðla, m.a. sendi hann
Dwight D. Eisenhover Bandaríkja-
forseta „eigin” 20-dollaraseðil í til-
efni endurkjörs hans til forsetaemb-
ættisins. Bæði FBI og alþjóðalög-
reglan Interpol hafa þurft að horfa
með eigin augum á Slania teikna
seðla, til þess að trúa því, að seðla-
teikningar í fórum hans væru ekki
eftirprentanir. Yfírvöld vildu nefni-
lega gera „prentmótin” upptæk!
Fingrafimi krefst stöðugrar þjálf-
unar eins og hjá konsertpíanistanum
Meðal annars hefur Slania liannað mörg frímerki með myndum af
frægu fólki.
Fyrir þetta frímerkí fékk Slania Robert Stoltz-verðlaunin.