Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 39 CITROÉN Yináttudag- ar í Breið- holtshverfi í SAMBANDI við verkefnið Vin- átta ’91 verða haldnir vináttu- dagar í Breiðholtshverfi um nk. helgi dagana 23.-24. nóvember. Félagsmiðstöðin Fellahellir hefur opið hús fyrir alla aldurshópa laug- ardaginn 23. nóvember kl. 14-17. Nemendur í grunnskólum hverfis- ins, Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla og Ölduselsskóla, troða upp með dans, söng, hljóðfær- aleik og leiklist, nemendur úr Jass- ballettskóla Báru sýna dans og nemendur úr tónskóla Eddu Borg leika. Listaklúbbur Fellahellis skreytir staðinn og sendur fyrir ýmsum uppákomum. Þá munu unglingar í Fellahelli bjóða uppá kaffí og kökur. í Fella- og Hólakirkju verður vin- áttumessa sunnudaginn 25. nóv. kl. 11. Þar verður samlestur 12 ára barna og eldri borgarar syngja. Eftir messuna verður boðið upp á kaffi í Seljakirkju verður vináttumessa kl. 14. 12 ára börn úr Seljaskóla verða með innlegg í messuna og 10 ára börn halda sýningu á mynd- um tengdum vináttu. Þá er ótalið það starf sem fer fram í kyrrþey, en margar bekkja- deildir skólanna hafa unnið þema- vinnu með efnið og svo er einnig með dagvistárstofnanir. (Fréttatilkynning) Myndirnar sem prýða jólakort Styrktarfélags vangefinna eru eftir listakonuna Sólveigu Eg- gerz Pétursdóttur. Hinir 12 sýna í Hafnarborg OPNUÐ verður sýning nokkurra hafnfirskra myndlistarmanna í Hafnarborg, menningar og lista- stofnunar Hafnarfjarðar laugar- daginn 23. nóvember kl. 14 í Sverrissal og kaffistofu. Hópurinn nefnir sig Hinir 12 og hann skipa listamenn úr ýmsum greinum myndlista, bæði högg- myndalist, textíl, grafík, málun og leirlist. Að þessu sinni eru þrír lista- menn í sýningarleyfi en hinir níu eru: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Gestur Þor- grímsson, Jamos Probstner, Jóna Guðvarðardóttir, Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir), Sigríður Agústs- dóttir, Sigríður Erla og Sverrir Ólafsson. Sýniiigin verður opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. (Frcttatilkynning) Um félag Norðmanna I kynningu á Else Miu Einarsdóttur með grein hennar um bústað Félags Norðmanna í Heiðmörk, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, var ranglega sagt að hún væri formaður félags- ins. Formaður þess er Tore Skjenstad. M SÝNINGU Þórdísar Rögn- valdsdóttur í FÍM-salnum lýkur sunnudaginn 24. nóvember. Á sýn- ingunni éru 27 olíumálverk öll utan eitt máluð á þessu ári. Opið er frá kl. 14-18 daglega. ■ LOKA TONLEIKAR Todmo- bile á hringferð sinni um landið verða haldnir í Félagsbíói í Kefla- vík í dag, föstudag 22. nóvember. Auk Todmobile spila 4 aðrar hljóm- sveitir. Tónleikarnir hefjast • kl. 20.30 og þeim lýkur kl. 1.00. Miðar eru seldir í Félagsbíói. Nemendafé- lag Fjölbrautaskóla Suðurnesja sténdur fyrir tónleikunum. Lágmúla 5 ■ Sími 91-681555 Styrktarfélag vangefinna: Jólakortasala hafin SALA er hafin á jólakortum Styrktarfélags vangefinna. Á kortunum eru myndir eftir Sól- veigu Eggerz Pétursdóttur og hefur hún gefið félaginu frum- myndirnar sem eru fjórar. Dreg- ið verður um þær 27. janúar 1992 og birtast vinningsnúmer í fjölm- iðlum. Átta kort eru í hveijum pakka og fylgir spjald sem er happdrætti- smiði. Kortin verða til sölu á skrif- stofu Styrktarfélagi vangefinna Háteigsvegi 6, í versluninni Kúnst Laugarvegi 40, Nesapóteki Eið- storgi 17 og á stofnunum félagsins. Verð pakkans er kr. 500,- I fréttatilkynningu frá Styrktar- félagi vangefinna segir að tekið skuli fram að gefnu tilefni að kort- in séu greinilega merkt félaginu. Tómas Sturlaugsson, framkvæmd- astjóri félagsins, segir ástæðuna þá að vart hafi orðið við fólk er selji ýmsan varning í nafni líknarfélaga en afraksturinn renni ekki til þeirra. Hann sagði að lögreglunni hefði verið gert viðvart en hún telji sig lítið geta gert. AX Exeellenee ■ SPRÆKUR OG SPARNEYTINN SMÁBÍLL FRÁ CITROÉN, TILBUINN í VETRARAKSTURINN. 3,9 L ...á hundraðið miðað við 90 km/ldst. ■ Einstakt vetrarverð! 6t7.U0 m. ■ Innifalið í verði: 11 OOcc 55 hö: vél. 5 gíra, litað gler, samlitir stuðarar, afturrúðuþurrka, hliðarspeglar, Ijóskastarar að framan, Excellence merkingar á hliðum, útvarp segulband og snjódekk. ■ Til afgreiðslu strax. 2r7 G/obusp Laufey Sigurðardóttir ' Páll Eyjólfsson Tónleikar á Norðurlandi LAUFEY Sigurðardóttir fiðlu- leikari og Páll Eyjólfsson gítar- leikari halda tónleika á Norður- landi um helgina. Tónleikar verða i kirkjunni á Dal- vík föstudaginn 24. nóv. kl. 20.30, laugardag 25. nóv. kl. 14.30 í kirkj- unni í Hrísey og sunnudag 26. nóv. kl. 15.00 í kirkjunni við Kópasker. Á efnisskrá eru verk eftir Corelli, Paganini, Kreisler, Villa Lobos, Sar- asate Og fleiri. (Frcttatilkynning) Kynning á hrossarækt á Hólum UNDANFARIN ár hefur kennsla í alhliða hrossabú- skap, hrossarækt og reið- mennsku verið stóraukin við Bændaskólann á Hólum. Góð aðstaða er á Hólum til að stunda þessa kennslu. Auk þess er mikið samstarf við Hrossakynbótabú ríkisins, sem bændaskólinn sér um rekstur á, og stóðhestastöðv- ar Norðurlands, sem er sam- starfsverkefni Bændaskólans og hrossaræktarsambanda á Norðurlandi og starfa á Hól- um. Nám við Bændaskólann tekur tvö ár og eru hluti þess verknám hjá bændum/tamningamönnum eða þrír mánuðir. Auk þess hef- ur verklegi þáttur námsins á skólanum sjálfum verið stórauk- inn þannig að skólinn er í dag öflugasti reiðskóli landsins, samhliða kennslu í hrossarækt og hrossabúskap. Nemendur hrossaræktar- brautar í samráði við skólayfir- völd hafa ákveðið að kynna þessa starfsemi með opnu húsi sunnudaginn 24. nóvember nk. Húsið verður opnað kl. 13.30 og verður opið til kl. 16.00. Megin tilgangur er að kynna uppbyggingu námsins og sýna í verki þær aðferðir sem beitt er við kennsluna. Að lokinni sýningu og kynn- ingu býður Bændaskólinn upp á kaffi í mötuneyti skólans. (Úr fréttatilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.