Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 33 Frumvarp til barnalaga: Sameig’inleg’ forsjá foreldra við skilnað DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Þorsteinn Pálsson, mælti í gær fyrir fyrir frumvarpi til barnalaga. Meðal nýmæla er að mögulegt verður fyrir foreldra við skilnað og bjúskaparslit að semja um sameiginlega for- sjá barna sinna. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra gerði í upphafi framsögu- ræðu grein fyrir að frumvarpið væri samið af sifjalaganefnd og hefði það einnig verið sent ýmsum aðilum til umsagnar. Þorsteinn sagði frá nýmælum í frumvarpinu. Ein helsta meginbreyting sem frumvarpið kveður á um, er að for- eldrum verður heimiit að semja um sameiginlega forsjá barna sinna við skilnað eða slit óvígðrar sambúðar og á það einnig við um foreldra óskilgetinna barna sem ekki hafa verjð í samvistum. Ræðumaður lagði sérstaka áherslu á að sameig- inleg forsjá væri samkomulag for- eldra. Sameiginleg forsjá yrði ein- ungis heimiluð að ósk beggja for- eldra. Þorsteinn vísaði einnig til athugasemda með frumvarpinu þar sem lagt væri til að við gerð samn- ings um sameiginlega forsjá væri foreldrum skylt að taka ákvörðun um hjá hvoru þeirra barnið skyldi eiga lögheimili og þar með að jafn- aði hafa búsetu. Það foreldra sem barn ætti lögheimili hjá hefði réttar- stöðu einstæðs foreldris. Foreldrar gætu síðan samið um skiptingu greiðslna og tekna sem af þessu leiddu, s.s. meðlag, mæðra- og feðr- alaun o.fl. Önnur meginbreyting felst í frumvarpinu í flutningi ýmissa mála sem varða börn og foreldra úr dómsmálaráðuneytinu til sýslu- manna, eins og stefnt væri að með lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Dómsmála- ráðherra nefndi í því sambandi umgengnismál og meðlagsmál ýmiskonar. Ráðherrann tók þó fram að frá þeirri meginreglu að úrlausn ágreiningsmála foreldra færðust til sýslumanna væri þó eitt frávik; ráð væri fyrir því gert að forsjármál færu ekki til sýslumanna heldur yrði í ríkari mæli en áður beint tii dómstóla. Óskilgetið Dómsmálaráðherra benti einnig í ræðu sinni á þá breytingu að lagt væri til að hugtökin skilgetin börn og óskilgetin yrðu afnumin úr barn- alögum og kveðið yrði á um réttar- stöðu barna samfellt og án þessara grunnhugtaka. Með frumvarpinu væri einnig lögfest sú regla að barn sem getið væri við tæknifijóvgun skuli teljast barn eiginmanns eða sambúðarmanns móðurinnar. Ráðherra benti á það nýmæli frumvarpsins að meðan forsjármál væru til meðferðar gæti sýslumaður ákveðið til bráðabirgða skipan um- gengnisréttar til handa því foreldri sem barnið byggi ekki hjá. Eins og í núgildandi lögum er lagt til að einu þvingunarúrræðin til fram- kvæmdar umgengnisúrskurði verði álagning dagsekta, en þau ákvæði væru nú mun ítarlegri, auk þess sem upphæð dagsektanna væri hækkuð og bundin lánskjaravísi- tölu. (Allt að 5.000 krónum miðað við þá lánskjaravísutölu sem í gildi verður 1. júlí 1992, en sama dag taka margvísleg lög um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds gildi. Innsk. blm.) í ræðulok lagði dómsmálaráðherra til að málinu yrði vísað til allsheijarnefndar og annarrar umræðu. Frumvarpið hlaut góðar viðtökur þingmanna og fögnuðu allir ræðu- menn því að það væri fram komið. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK- Rn) lagði þó áherslu á að þegar stór skref væru stigin yrði að gæta allrar varúðar og að hagsmunir barnsins yrðu alltaf í fyrirrúmi. Það væru augljósir hagsmunir barnsins að njóta samvista við báða foreldra sína en það yrði að ganga tryggi- lega frá málum svo bamið lenti ekki í slítandi togstreitu sem gæti t.a.m. leitt af nýrri fjölskyldustofn- Flj ótsdalsvirkjun: 1253 milljónir afskrifaðar Jón Sigurðsson varð að svara nokkrum „rafmögnuðum” fyrir- spurnum um orkumál í gær, m.a. um kostnað vegna Fljótsdals- virkjunar. Hjálmar Jónsson (S-Nv) gerði fyrirspurn um hversu miklu fé hefði verið varið til undirbúnings fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun? í svari iðnaðarráðherra kom fram að vegna hönnunar og undirbúnings framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun, hefði á árunum 1989-91 verið varið alls 578 milljónum króna miðað við verðlag í desember 1990. Vegna Fljótsdalslínu hinnar fyrri hefði á sama árabili verið varið 65 milljón- um króna. Einnig kom fram að Landsvirkjun hefði afskrifað í reikningum sínum stofnkostnað Fljótsdalsvirkjunar við yfirtökuna frá ríkinu á árinu 1982 og áfallinn rannsóknarkostnað 1983-89 sam- tals að fjárhæð 1.253 milljónir króna. Þessi kostnaður vegna fyrri hugmynda hefði verið afskrifaður./ un annars foreldrisins. Guðrún Helgadótt.ir (A-Rv) taldi þetta frumvarp vera vel unnið en það þyrfti að huga að ýmsum lagabálk- um sem tengdust þessu máli og einnig lögfesta nýja. Nefndi -hún m.a. ættleiðingarlögin og séretak- lega benti hún á að setja þyrfti nánari ákvæði um réttarstöðu barna vegna tæknifijóvgunar en það hefði fyrr komið fram að dóms- málaráðherra væri henni sammála um nauðsyn þess að setja í lög skýr- ari ákvæði um það mál sérstaklega. Guðrún taldi sjálfsagt að heimila sameiginlega forsjá barna en lagði áherslu á að barnið yrði að eiga sér ákveðinn samastað í tilverunni og fagnaði því að kveðið væri á um að barnið hefði ákveðið lögheimili. Ólafur Þ. Þórðarson (F- Vf) fagn- aði því að hlutur dómsvaldsins í þessum málum væri aukinn og að fulltrúar framkvæmdavaldsins sætu ekki yfir lífí manna með úr- skurðum sínum í sama mæli og áður. Hann lagði áherelu á að oft- ast liði börnum betur við umhyggju og hjartahlýju gallaðra foreldra heldur við umhirðu stofnana, þótt fullkomin væri í efnalegu tilliti. Þarf að kynna vel Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) lauk iofsorði á frumvarpið sem væri afar vel unnið. Hún lýsti ein- dregnum stuðningi við að að for- eldrar hefðu kost á því að semja um sameiginlega forsjá. Hún lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að kynná þetta úrræði fyrir almenn- ingi, þær breytingar sem í þessu fælust og einnig að 33. grein frum- varpsins gerir m.a. ráð fyrir að: „Foreldrar, sem ekki fara sameigin- lega með forsjá barns síns, geta samið um að forsjáin verði sameig- inleg.” Sólveig fagnaði þeim anda frum- varpsins að hagsmunir barnsins og trúnaður við það væru í fyrirrúmi, t.d. í 61 gr. sem kvæði á um að þegar leitað væri eftir viðhorfum barnsins væri dómara heimilt að ákveða að öðrum eða báðum máls- aðilum væri óheimilt að vera við- staddir. Kynna ætti málsaðilum af- stöðu barnsins, „nema slíkt þætti varhugavert vegna hagsmuna barnsins”. Það væri mikilvægt að virða hagsmuni þess í hvívetna og sína því trúnað. Umræðu um frumvarpið lauk en atkvæðagreiðslu var frestað. Skipasmiðjur vilja aukakvóta fyrir skip smíðuð á íslandi og stöðvun lána til nýsmíða erlendis: Afturhaldssj ónar- mið af verstu tegund - segir hagfræðingur LÍÚ FÉLAG dráttarbrauta og skipasmiðja krefst þess í ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins um síðustu helgi, að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styðja íslenzkan skipasmíðaiðnað, meðal ann- ars að fiskiskip smíðuð á Islandi fái aukakvóta. Félagið gagnrýnir stefnu stjórnvalda í málum skipasmíða og telur að í þessum efnum komist ekki önnur sjónarmið að en „þrengstu hagsmunir útgerðar- manna.” Sveinn Hjörtur Hjartarsson, hagfræðingur Landssambands útgerðarmanna, kallar þetta ósanngjarnan sleggjudóm og segir kreppu rikjandi í skipasmíðaiðnaði alls staðar í heiminum vegna samdráttar fiskveiðiflota. „Staða íslenzks skipasmíðaiðnað- ar hefur aldrei verið verri en nú. Nýsmíðar innanlands hafa stöðvazt og stærri verkefni við meiriháttar breytingar skipa eru í algjöru lág- marki. Stöðvarnar hafa reynt að léita sér verkefna á öðrum sviðum, t.d. við almen'nar frámkværndir og smíði fiskvinnslubúnaðar,” segir í ályktun Félags dráttarbrauta og skipasmiðja. Þar segir jafnframt að störfum í greininni hafi fækkað úr 800 á miðju ári 1988 í 650 nú. Á sama tíma hafi enn á ný verið haf- in skipasmíði fyrir íslendinga í stór- um stíl erlendis og nú séu skip í smíðum fyrir a.m.k. fimm milljarða króna í útlöndum. „Stjórnvöld hafa horft aðgerða- laus á þessa þróun og ekkert að- hafzt til þess að stuðla að því, að þessi skipasmíði gæti farið fram innanlands,” segja forsvarsmenn skipasmiðjanna. „Þá hafa innlendir fjármögnunaraðilar ekki einu sinni gert þá sjálfsögðu kröfu, að íslenzk- um skipasmíðastöðvum gæfíst kost- ur á að bjóða í þessi miklu verk- efni. Það er óskiljanlegt og ólíðandi að íslenzk stjórnvöld láti það við- gangast, að milljarðaverkefni séu flutt úr landi, án þess að látið sé reyna á getu íslenzkra skipasmíða- stöðva til að annast þau. Það getur ekki talizt eðlilegt, að í þessum efn- um virðast engin önnur sjónarmið komast að en þrengstu hagsmunir útgerðarmanna.” Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja gagnrýnir mikla ríkisstyrki til skipasmíðastöðva í nágranna- löndunum og segir að þeim þurfí að mæta með úrbótum á almennum starfsskilyrðum íslenzks skipa- smíðaiðnaðar. Félagið segir að von- ir, um að þessir ríkisstyrkir legðust af með samningi um evrópskt efna- hagssvæði, hafi brostið. Fulltrúar á aðalfundi skipasmiðj- anna telja að þær efnahagsaðgerð- ir, sem nefndar hafi verið, virðist eingöngu sniðnar að þörfum sjávar- útvegsins og muni skekkja enn frekar starfsskilyrði atvinnugrein- anna. Þeir krefjast þess að íslenzk- um skipasmíðastöðvum verði ávallt gefinn kostur á að bjóða í nýsmíði og meiriháttar viðgerðir á skipum fyrir íslenzka aðila, þegar opinberar lánastofnanir veita lán slíkra verka. Meðal krafna skipasmiðjanna er að Fiskveiðasjóður Islands dragi úr lánum til nýsmíða og breytingar- verkefna erlendis eða felli þau nið- ur. Þá fái skip, smíðuð á íslandi, aukakvóta úr hagræðingarsjóði. Reglum um úreldingu eldri skiþa vegna smíði á nýjum verði breytt, þannig að þær verði hagstæðar inn- lendri skipasmíði. Skipasmiðjurnar vilja jafnframt að erlendum skipum yerði leyft að landa hér afla, að ísleuzkur iðnaður Cái fulltrúa i stjórn Fiskveiðasjóðs og aðild að nefnd ríkisstjórnarinnar um sjávar- útvegsstefnu. „Þetta eru miðaldasjónarmið af verstu tegund,” sagði Sveinn Hjört- ur Hjartareson, hagfræðingur Landssambands íslenzkra útvegs- manna, þegar hann var spurður álits á kröfum skipasmiðjanna um að draga úr lánum til nýsmíða er- lendis og láta skip smíðuð innan- lands hafa aukakvóta. „Þetta er þvert á alla umræðu. Menn eru að reyna að auka frelsi í viðskiptum, eins og EES-samningurinn sýnir til dæmis. Áherzlan er á aukinn mark- aðsbúskap. Ef á að koma í veg fyr- ir að Fisífveiðasjóður láni í nýsmíð- ar, verða menn bara að leita eitt- hvert annað.” Sveinn Hjörtur sagði að það væri í samræmi við markmið físk- veiðistjórnunar að minnka fiskiskip- astólinn, og þess vegna hlyti verk- efnum skipasmiðja óhjákvæmilega að fækka. „Þetta er vandinn víðast hvar. Það hefur verið kreppa í skip- asmíðaiðnaði um öll lönd í langan tíma,” sagði hann. „Við búum í landi, þar sem menn vilja búa við markaðsbúskap og útvegsfyrirtæki verða að ráðast í nýfjárfestingar með sem minnstum tilkostnaði. Ef það er niðurstaðan, verður að ráð- ast hvort skipin eru smíðuð hér eða . Qflonóig ” I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.