Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
21
og fáir hafa unnið af jafnmikiili elju-
semi og Slania. Hann hefur ætíð
lúpuna, stinginn og stálplötuna með
sér á öllum sínum ferðalögum um
heiminn. Og hann hefur þann óvenj-
ulega hæfileika á listamannavísu
að geta einbeitt sér við störfin á
hinum ólíklegustu stöðum, við
margvíslegustu skilyrði og um-
hverfi. Hann hefur sést rista í stálið
fyrir utan tjaldið sitt í útilegum.
Graflistin — eða stungan — er
unnin með hárbeittum sting, sem
grefur línur í málmplötu, oftast úr
kopar eða stáli. Graflistin er djúp-
prentunaraðferð, sem byggist á því
að línurnar eru fylltar með lit, plat-
an hreinsuð og síðan er pappírnum
þrýst af miklu afli niður í línurnar,
þar sem hann sýgur í sig litinn.
Aðferðin komst í gagnið á 15. öld
samhliða háprentuninni (tréskurð-
inum), þegar pappírsframleiðsla
hófst í Evrópu. Þá höfðu gullsmiðir
og vopnasmiðir lengi grafið munstur
og myndir á skartgripi, bikara og
vopnabúnað. En núna fara menn
að gera eftirprentun og fjölfalda
viðfangsefnin. Hafa ber í huga, að
graflistamaðurinn verður að grafa
spegilmynd þess sem prenta skal,
þar á meðal textans.
í meira en þrjár aldir var graflist-
in ráðandi fjölföldunaraðferð og hún
er enn í dag notuð af listamönnum,
sem krefjast algjörrar nákvæmni í
grafíska tjáningarforminu. Engin
önnur grafísk aðferð getur komið í
stað graflistarinnar, hvað varðar
prentun á seðlum og frímerkjum.
Listin að grafa frímerki er starf,
sem krefst geysilegrar þolinmæði,
hæfni og nákvæmni af graflista-
manninum. Það getur tekið einn til
tvo mánuði að stinga út eitt lítið
frímerki í skala 1:1. Minnstu mistök
geta þýtt að byija verður á öllu
saman upp á nýtt. Slania hættir þó
ekki að koma á óvart með að vinna
á vikum það sem tekur aðra mán-
uði. Markmiðið er að geta túlkað
fyrirmyndina, hvort sem um er að
ræða málverk, ljósmynd eða teikn-
ingu, og fært yfir á lítinn flöt frí-
merkisins og viðhalda samtímis
skýrleika viðfangsefnisins og læsi-
legum texta. Þrátt fyrir að línurnar
geti orðið mjög fíngerðar, þá er það
takmörkum bundið, hversu margar
komast fyrir á litlum fleti.
Þess vegna verður graflistamað-
urinn að vera djarfur ef árangurinn
á að fá þann frískleika, sem ein-
kennir gott frímerki.
Þegar litið er yfir störf Slania er
sérstakt ánægjuefni að finna þá
innlifun, sem hann hefur í viðfangs-
efnum sínum. Rík reynsla hans í
að nota línur og punkta sem boð-
bera upplýsinga gera honum kleift
að velja bestu útfærsluna í sér-
hveiju verkefni fyrir sig.
Sænska frímerkjaprentsmiðjan í
Stokkhólmi .getur sameinað stál-
stunguprentun með offsetprentun.
Hægt er að nota 3 liti í stálstungu-
prentuninni og 4 liti í offsetprentun-
inni samtímis. Þessi samkeyrsla með
mismunandi prentaðferðum gefur
möguleika langt umfram það, sem
kleift er með hvorri aðferðinni fyrir
sig. Mörg af meistaraverkum Slania
hafa líka fyrst litið dagsins ijós á
þennan hátt og Svíar eiga mörg
verk ástsælla listamanna sinna á
frímerkjum. Meðal þeirra má nefna
málverk eftir Hins-Anders Zorns,
sem sýnir ríkisfiðlarann, en fyrir
þetta frímerki fékk Slania hin virtu
Robert Stoltz-verðlaun. Mörg fleiri
dæmi er hægt að nefna, nú síðast
túlkun Slania á fyrirmyndum Peters
Dahl og Gösta Werners í tilefni
hátíðaútgáfu frímerkja í minningu
Bellmans og Evert Taubes.
Íslendingar hafa átt því láni að
fagna, að njóta hæfileika Slania um
árabil. Þótt Slania sé nú 70 ára
lætur hann engan bilbug á sér finna.
Hann er þegar farinn að tala um,
hvaða merki hann vill gera á áttræð-
isafmælisdaginn!
Ég hef við þessa samantekt
stuðst við skrif Nils G. Stenqvist
prófessors með leyfí hans og kann
ég honum bestu þakkir fyrir. Einnig
sænska póstinum fyrir leyfi á mynd-
birtingum á verkum Slania.
Höfundur rekur ásamt eiginkonu
sinni, Ólöfu Baldursdóttur
hönnuði, hönnunar- og
auglýsingastofuna 99 Design í
Stokkhólmi.
Saga úr
smiðju
Alistairs
MacLeans
IÐUNN hefur gefið út bókina
Ognin rauða sem Alistair
MacNeill hefur skrifað eftir
óunnu handriti Alistairs
MacLeans, sem nú er látinn.
í kynningu Iðunnar segir:
„Sagan segir frá kaldrifjuðum
hryðjuverkamönnum Rauðu
herdeildanna sem gera árás á
rannsóknarstofu í efnaverk-
smiðju nálægt Róm. Kunnur vís-
indamaður er drepinn og lítið
glerhylki hverfur. Hylkið inni-
heldur stórhættulega veiru sem
drepið gæti milljónum manna.
Það kemur í hlut UNACO, al-
þjóðlegrar athafnasveitar sem
berst gegn glæpastarfsemi og
hryðjuverkum um heim allan,
að hjálpa ítölsku stjórninni að
takast á við ógnina rauðu.
Þetta er æsileg, hröð og við-
burðarík spennusaga þar sem
enginn veit hveijum er að tre-
ysta.”
Sverrir Hólmarsson þýddi.
Suzuki Swift
SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00
Rúmgóður og sparneytinn
Suzuki Swift 5 dyra GLi er sérstaklega rúmgóður og sparneytinn bíll.
Hann er með aflmikilli vél, búinni rafstýrðri bensíninnsprautun og mengunarvarnarbúnaði
af fullkomnustu gerð. Eyðslan er líka í sérflokki, frá 4.0 I á 100 km.
NOKKRIR BÍLAR Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVEROI
Kr. 798.000. “* Stgr.
eða útborgun kr. 208.000.-
og 20.860.- króna afborgarnir
í 36 mánuði.
$ SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF
Úrval frábærra litmynda ásamt lifandi
og fróðlegum texta á enshu gera
sérkennum landsins og fjölbreyttu
þjóðlífi okkar góð skil.
Bókin er 96 síður og skiptist í sex kafla:
Ströndin; náttúra og landslag;
dýr ogfuglar; fólkið, saga og menning;
atvinnulíf; borg og bær.
Falleg bók frá útgáfufyrirtæki
sem leggur metnað sinn í að framleiða
vandað efni til landkynningar.
Verð aðeins hr. 2,990.-
lceland
Review
Höfðabakki 9, 112 Reykjavík, Sími 675700, Fax 674066