Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 ____________Brids________________ Umsjón: Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Isak Ólafsson og Sigurður Freysson sigruðu í aðaltvímenningi félagsins sem er nýlokið. 20 pör spiluðu og varð lokastaða efstu para þessi: ísak Ólafsson - Sigurður Freysson 1722 Friðján Vigfúss. - Ásgeir Metusalemss. 1679 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánss. 1648 Ámi Guðmundsson - Jóhann Þorsteinssonl610 Bjarni Garðarsson - HörðurÞórhallsson 1572 GuðmundurMagnússon - Jónas Jónsson 1536 Haukur Bjömsson - Þorbergur Hauksson 1530 Magnús Bjamason - Kristmann Jónsson 1530 Hæsta skor síðasta spilakvöldið: SigurðurFreysson - Þorvaldur Hjarðar 65 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 63 Bjami Garðarsson - Hörður Þórhallsson 45 Auðbergur Jónsson - Hafsteinn Larsen 35 Ámi Guðmundsson - Jóhann Þorsteinsson 30 Bridsfélag Hafnarfjarðar Nú er lokið þremur kvöldum af fjór- um í A Hansen-mótinu. Helgi Jónsson og Sigurður B. Þorsteinsson halda ennþá forystunni, en Árni og Sævar sækja hart að þeim. Þeir virðast engu hafa gleymt, og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir sigra ennþá einu sinni hjá okkur. Staða efstu para er annars þannig: Helgi Jónsson - Sigurður B. Þorsteinsson 1294 ÁmiÞorvaldsson-SævarMagnússon 1271 Guðbr. Sigurbergss. - Kristófer Magnúss.. 1227 Sigtryggur Sigurðsson - Sveinn R. Eiriksson 1226 EyjólfurMagnússon -Jón V. Jónmundsson 1211 BöðvarMagnússon-RagnarMagnússon 1190 ■ ÁSGEIR Lárusson opnar sýn- ingu á nokkrum myndverkum í Gallerí einn einn á Skólavörðu- stíg 4 laugardaginn 23. nóvember. Ásgeir hefur haldið fjölda einkasýn- inga m.a. í Gallerí SÚM., Suður- götu 7, Gallerí einn einn og Ás- mundarsal og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýning Ás- geirs í Gallerí einn einn stendur til 5. desember og verður opið daglega frá kl. 14-18. Hjá byijendum varð kvöldskorin best hjá eftirfarandi: Bryndís Eysteinsdóttir - Atli Hjartarson 94 Mapús Kristóferss. - Jóhann Jóhanness. 86 Sigrún Amórsdóttir - Bjöm Höskuldsson 77 Sigriður Mapúsd. - Sveinbj. Guðbjarnars. 74 Heildarstaðan í þeirra riðli: MagnúsKristófersson - JóhannJóhannesson 1203 Sigr. Magnúsd. - Sveinbjöm Guðbjarnarson 1153 Júlíana Sigurðardóttir - Kristján Bjömsson 1132 Margrét Pálsdóttir - Haraldur Magnússon 1132 Bridsfélag hjóna Sl. þriðjudagskvöld hófst hrað- sveitakeppni félagsins með þátttöku 13 sveita. Verður hún 3 kvöld. Staða efstu sveita er þannig. Sveit: Huldu Hjálmarsdóttur 529 Eddu Thorlacius 503 Dúu Ólafsdóttur 482 Gróu Eiðsdóttur 471 Drafnar Guðmundsdóttur 464 Meðalskor 432. Bridsfélag Suðurnesja AÐALFUNDUR Bridsfélags Suður- nesja var haldinn sl. mánudag á spila- kvöldi félagsins og tókst með miklum ágætum, enda fjölmennt. Heizta mál fundarins auk venjulegra aðalfundar- starfa var umræða um kaup á hús- næði fyrir félagið. Var nýkjörinni stjórn falið að kanna málið til hlýtar og boða til framhaldsaðalfundar. I nýkjörinni stjórn sitja Óli Þór Kjartansson formaður, Jóhannes Sig- urðsson, Pétur Júlíusson, Hafsteinn Ögmundsson og Eysteinn Eyjólfsson. I varastjórn Eiríkur Ellertsson, Grethe íversen og Guðmundur Þórðarson. I stjórn BRU var kosinn Gísli Isleifsson. Síðasta starfsár var félaginu frekar óhagstætt fjárhagslega en tæplega 40 þúsund kr. tap varð á rekstrar- reikningi. Bikarkeppni Norðurlands 1991-92 Bikarkeppni Norðurlands í brids, sveitakeppni, hefur verið fastur liður í starfsemi bridsfélaga á Norðurlandi eystra og vestra. Dregið hefur verið í tvær fyrstu umferðimar. í fyrstu umferð drógust saman eft- irtaldar sveitir, og á fyrrnefnda sveitin heimaleik: Herraann Tómass., Ak. - Eirfkur Helgas., Dalv. Stefán Sveinbjörnsson, Eyf. - Yfirseta Gylfi Pálss., Eyf. - Karl Sigurðss., Hvammst. Helgi Jónatansson, Dalvík - Yfirseta Reynir Helgason, Ak. - Víking brugg, Ak. Fjölbrautaskólinn Sauðárkr. - Yfirseta Viðar Jónsson, Sigluf. - Stefán G. Stef. Ak. Jakob Kristinsson, Akureyri - Yfirseta Þorgeir Jónsson, Þingeyars. 7 Yfirseta Ásgeir Valdemarss., Eyf. - íslandsb., Sigluf. Halidór Jónsson, Sauðárkr. - Yfirseta Ásg. Sigurb.ss., Sigl. - Stefán Bemds., Blönd. Jón Ö. Bemdsen, Sauðárkr. - Yfirseta Stefán Ben. Fljót. - Guðm. H. Sig, Hvammst. Gunnar Sveinss., Skag. - Jóhann Pálsson, Ak. Ásgeir Ásgeirsson, Eyf. - Yfirseta í 2. umferð leiða saman hesta sína eftirtaldar sveitir: Þorgeir Jónsson - Gylfi Pálss. / Karl Sig. Reynir H. / Víking bmgg - Jón Ö. Bemdsen Ásgeir V. / íslands. - Stef. Ben. / Guðm. H. Stefán Sveinbjörnss. - Halldór Jónsson Hermann T. / Eirikur H. - Ásgr. S. / Stef. Bemd. Heigi Jónatanss. - Jakob Kristinsson Ásgeir Ásgeirss. - íjölbrautask. Sauðárk. Heimasveitin sér um spilastað og móttöku gestanna. Spilaðar eru fjórar lotur, tíu spil í hverri. Þessum tveimur umferðum skal lokið fyrir 20. janúar 1992, og ber sigurvegara úr hveijum leik -að senda úrslit (skorblað) með nöfnum spilara og kennitölu til Frí- manns Frímannssonar, Akureyri (Fax: 96-27639). Núverand) bikarmeistari Norðurlands er sveit íslandsbanka á Siglufirði. Athugasemd við ummæli bæjarfulltrúa á Seyðis- firði í Ríkisútvarpinu Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd: „Mánudaginn 4. nóvember síð- astliðinn var útvarpað viðtali sem Inga Rósa Þórðardóttir átti við einn fulltrúa í bæjarstjórn Seyðis- fjarðarkaupstaðar sem jafnframt er formaður Sambands austfirskra sveitarfélaga. í viðtali þessu svaraði fulltrúinn spurningum fréttamanns og gaf yfirlýsingar um sameiningu, eins og svo var orðað, Seyðisfjarðar- hrepps og Seyðisfjarðarkaupstað- ar. Það kom mér nokkuð á óvart að fulltrúi í bæjarstjórn skyldi ræða þau mál í fjölmiðli. Ekki verður hjá því komist að leiðrétta sumt sem þar kom fram- hjá fulltrúanum og gera athuga- semdir við annað. Aðspurð um ástæðu þess að íbúar í sveitinni vildu ekki samþykkja sameiningu við kaupstaðinn kvað fulltrúinn hana hafa verið þá, að þeir hefðu viljað vera sjálfstæðir. Sannleikurinn er hins vegar sá að það sem mestu réði og vó lang þyngst var að á fundunum sem haldnir voru um þetta mál með fulltrúum sveitarfélaganna kom ætíð skýrt og afdráttarlaust fram hjá fulltrúum kaupstaðarins að þeir væru fylgjandi sameiningu en jafnframt að bærinn tæki „aldrei” á sig mikilvægasta þjónustuþátt- inn við fólkið í sveitinni, það er samgöngurnar, og á síðasta fund- inum höfðu fulltrúar sama sveitar- félags fyrirvara um alla þjónustu við íbúa sveitarinnar sem verulegu máli skipti. Varðandi þá staðhæfingu full- trúans að sameiningin hefði gengið vel er rétt að upplýsa eftirfarandi: Með bréfi frá félagsmálaráðuneyti dagsettu 16. mars 1990 var sveit- arstjórn Seyðisfjarðarhrepps svipt öllu forræði og var staðfest af lög- fræðingum sem leitað var til að sá skilningur hreppsnefndar væri réttur að þetta gilti einnig um nefndarmenn aðra á vegum sveit- arfélagsins. Jafnframt átti sveitar- stjórn að afhenda Seyðisfjarðar- kaupstað eignir og öll gögn sveitar- félagsins. Að vandlega athuguðu máli og eftir að leitað hafði verið álits lög- fræðings sér sveitarstjórn engan kost í stöðunni og hlítti áður nefndri skipun. Ekki dreg ég þau orð bæjarfull- trúans í efa að henni hafi vel líkað og fundist sameiningin hafa geng- ið vel. Varðandi svo þá staðhæfingu bæjarfulltrúans að nú séu allir sáttir dreg ég ekki í efa að hún sé sátt og vafalaust getur hún fundið fleiri sér líka en það er svo annað mál hvort menn eru lengi að velta sér upp úr óhappaverkum annarra eða sætta sig við orðinn hlut. Það er ekki óþekkt að aðstæð- ur séu þannig að menn ákveða að láta kyrrt liggja. Jón Sigurðsson, Hánefsstöðum” A TVINNUAUGL ÝSINGAR Tækniteiknari óskast strax á verkfræðistofu. Framtíðarstarf. Upplýsingar um nafn, símanúmer og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Tækniteiknari - 9624”. Saumakona óskast nú þegar. Hálft starf kemur til greina. Upplýsingar gefnar í síma. Saumalist, Fákafeni 9, sími 814222. TILKYNNINGAR Nauðungaruppboð Annað og síðara nauðungaruppboð á fasteigninni Fiskverkunar- og veiðarfærahús í Norðurfjöru, Hólmavik, þingl. eign Hleina hf., Hólmavík, fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands, Brunabótafé- lags íslands og Byggðastofnunar, miðvikudaginn 18. desember 1991, kl. 14.00, á skrifstofu embættisins á Hafnarbraut 25, Hólmavík. Annað og síöara nauðungaruppboð á m/b Guðrúnu Ottósdóttur ST-5, skipaskrárnr. 0630, Hólmavík, fer fram eftir kröfu Trygginga- stofnunar rikisins og Hróbjarts Jónatanssonar, hdl. miðvikudaginn 18. desember 1991, kl. 14.00, á skrifstofu embættisins á Hafnar- braut 25, Hólmavík. Sýslumaðurinn i Strandasýslu, R/karður Másson. Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrif- stofu embættisins, Hörðuvöllum 1, þriðjudaginn 26. nóv. '91 kl. 10.00: Álfafelli 1, Hveragerði, þingl. eigandi Sveinn Gíslason. Uppboðsbeiðandi er Jakob J. Havsteen hdl. Framsóknarvist verður spiluð nk. sunnudag, 24. nóvember, kl. 14.00 í Danshúsinu, Glæsibæ, Álf- heimum 74. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Finnur Ingólfsson alþm. flyt- ur stutt ávarp í kaffihléi. Aðgangseyrir kr. 500. Kaffiveitingar innifaldar. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Ráðstefna um ferða- mennsku og umhverfis- vernd á hálendi íslands verður haldin á Hótel Borg í dag, föstudag- inn 22. nóvember 1991. Eiður Guðnason, umhverfisráðherra, setur ráðstefnuna. Framsöguerindi flytur Þóra Ellen Þórhalls- dóttir, en fjórtán aðilar, sem tengjast ferða- mennsku og umhverfisvernd á hálendinu, flytja kynningarerindi. Pallborðsumræður og fyrirspurnir verða að loknum flutningi erinda, en ráðstefnunni lýk- ur með samantekt og niðurstöðum. Ráðstefnan er öllum opin. Hún hefst kl. 11.00 og stendur til kl. 18.00. Dómsmálaráðuneytið. Samgönguráðuneytið. Umhverfisráðuneytið. Hverhömrum, Hverageröi, þingl. eigandi Knútur Bruun. Uppboösbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Andri Árnason hdl. Reykjamörk 1, íb, 203, Hverageröi, þingl. eig. Sigursteinn Tómasson. Uppboðsbeiðandi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Sýslumaðurinn i Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni veiðarf.hús og verkstæði v/Búðarstig 2, Eyrarb., þingl. eigandi þrb. Einarshafnar hf., fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 26. nóv. '91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Sigríður Thorlacius hdl. Sýslumaðurinn i Árnessýstu. Bæjarfógetinn á Selfossi. TlVINNLjHÚSNÆÐI Óskasttil leigu Óskum eftir að taka á leigu um 200 fm iðnað- arhúsnæði í ca tvo mánuði. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. nóvember merkt: „I - 9625”. I.O.O.F. 12=17311228'/2=E.T.1 9 III I.O.O.F. 1 = 17311228V2 = E.T.I Miðilsnámskeið Miðillinn Júlía Griffiths verður með námskeið um helgina. Allt um miðilsskap, þróunarhringi, liti, áru o.fl. Upplýsingar í síma 688704. í‘l ÚTIVIST Samvera fyrir fólk á öllum aldri i kvöld í Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.05. Samveran hefst kl. 20.30. Lofgjörðar- og vltnisburðar- stund. Ungt fólk á öllum aldri er velkomið. Frá Guðspeki- fólaginu Ingólfsstrœtl 22. ÁskrHtarsíml Ganglera er 39673. " HALLVEIGARSTÍG 1 • SÍM114606 Dagsferð sunnudaginn 24. nóv. Kl. 13.00: Staðarborg - Kellis- nes - Flekkuvík. Skemmtileg gönguleið um minjaríkt svæði. Sjáumst! Útivist. i kvöld kl. 21.00 flytur Einar Aðalsteinsson erindi, „Hin innri leið” í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Áður auglýst erindi sr. Rögnvaldar Finnbogasonar flyst til 6. desember nk. Á morgun, laugardag, er opið hús frá kl. 15.00 til kl. 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.