Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 23 Fimm ár frá því að Lottóið hóf göngu sína: Vinningar nálg- ast tvær milljónir LOTTÓIÐ hefur verið starfrækt hér á landi í fimm ár, en í dag eru nákvæmlega fimm ár síðan fyrsti miðinn var seldur. A þessum tíma hafa 229 Islendingar unnið meira en eina milljón króna og alls hafa rúmlega 1,8 milljónir vinninga gengið út, allt frá nokkrum tugum króna og upp í 13,7 milljónir. Eignaraðilarnir hafa fengið yfir þúsund- falt til baka stofnframlag sitt á þessum stutta tíma. , Morgunblaðið/RAX Vilhjámur B. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri íslenskrar getspár fylgist með í tölvusalnum í hinu nýja húsnæði fyrirtækisins. „Minnisstæðust er eflaust önnur leikvikan okkar þegar einstæð móð- ir á Akureyri fékk 3,2 milljónir í fyrsta vinning,” segir Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Islenskrar getspár,. sem rekur Lottóið, þegar hann rifjar upp eftir- minnilega atburði liðinna fimm ára. Vinningar eru nú orðnir 1.816.914 talsins, sem samsvarar því að hvert mannsbarn á íslandi hafi unnið rúmlega sjö sinnum. Aðdragandinn að Lottóinu var stuttur. Lög nr. 26 frá 1986 um talnagetraunir voru samþykkt á Alþingi í maí árið 1986 og 22. nóv- ember sama ár keypti Steingrímur Hermannsson, sem þá var forsætis- ráðherra, fyrsta Lottómiðann á ís- landi. „Við bara byijuðum og prjón- uðum síðan flíkina eftir því sem barnið óx. Starfsmenn voru tólf í upphafi og síðan var ráðið eftir hendinni fyrstu mánuðina og nú erum við 18 í föstu starfi og flestir hafa verið hér frá fyrstu mánuðum starfseminnar. Við erum einnig með fjóra tæknimenn úti á landi og svo eru þau íjögur sem sjá um útdrátt- inn í sjónvarpinu,” segir Vilhjálmur og bætti því við að auðvitað hafi verið búið að vinna mikla undirbún- ingsvinnu áður en lögin tóku gildi. „Ætli megi ekki segja að barnið sé fullvaxta núna miðað við óbreytt ástand. Við höfum vissulega tækni- búnað til að fjölga leikjum eða breyta en við höfum viljað fara varlega í sakirnar enda hefur Lottó- ið skapað sér ákveðinn sess og sal- an er jöfn og góð. Við höfum hald- ið okkar hlut þrátt fyrir aukna sam- keppni. Reiknisárið 1989-90 seldum við fyrir 811,6 milljónir króna en á þessu reiknisári var salan 983,4 milljónir, sem er rúmlega 20% aukn- ing í krónum. Eignaraðilarnir, sem eru Iþrótta- samband íslands (46,67%), Ör- yrkjabandalag íslands (40%) og Ungmennafélag íslands (13,33%), hafá fengið 1.249 milljónir króna í sinn hlut þennan tíma og þá er ekki framreiknað til núvirðis. Þetta er rúmlega þúsundfalt stofnframlag þeirra. Eignaraðilum er ekki greitt ákveðið hlutfall af veltunni en það lætur nærri að þeir fái um 31% af innkomunni,” segir Vilhjálmur. Hann sagði að vinsældir Lottós mætti rekja til margvíslegra þátta. „Lottóið er alls staðar vinsælasta happdrættisformið, eða talnaleikja- formið, og með tölvuvæðingu og beinni sjónvarpsútsendingu þegar dregið er fellur Lottó vel að óskum nútímamannsins. Hann fær ákveðna spennu og fær einnig fljótt svar við því hvort hann hefur hlotið vinning eða ekki. Það má auðvitað ekki gleyma því að menn styðja gott málefni og ég held að við höf- um verið farsæl hvað varðar rétt leikform og gert breytingar á leikn- um á réttum tíma. Rætt um norrænt Lottó Ég á ekki von á að gerðar verði breytingar á leiknum á næstunni enda hefur gengið vel og við erum í 11. sæti í heiminum hvað varðar sölu á hvern íbúa, en Lottó er leikið í 53 löndum. Finnarnir eru í efsta sæti og talsvert fyrir ofan aðra. Óformlegar viðræður eru reyndar í gangi milli Norðurlandanna um að hefja norrænt Lottó. Ef af því verð- ur þá er stefnt að því árið 1993 og í slíku Lottói ættu um 23 milljónir manna aðgang og möguleika á að vera með. Oft hefur verið rætt um að breytinga væri þörf á sjónvarps- útdrættinum en við viljum fara okk- ur hægt í þeim efnum' enda er Lottó- ið þriðja vinsælasta sjónvarpsefnið og við höfum því hreinlega ekki lagt í að breyta til,” segir Vilhjálm- ur. Sölukerfi Lottósins er víðfeðmt. Það eru 173 umboðsaðilar um land allt með 183 beinlínutengda kassa. Um 300 manns eru á biðlista eftir slíkum kassa en íslensk getspá tel- ur ekki grundvöll fyrir að stækka sölukerfið mikið að svo komnu máli. Alltaf er þó eitthvað um að skipt sé um umboðsmenn þótt ekki sé það algengt og því verða menn að bíða enn um sinn. Þess má til gamans geta að vel á þriðja þúsund manns hafa sótt námskeið hjá ís- lenskri getspá til að læra á sölu- kassana. Fyrir ekki margt löngu tók ís- lensk getspá í notkun nýtt hús- næði, eða hluta þess húsnæðis sem fyrirtækið er að byggja í samvinnu við ISI. Vilhjálmur segir ánægjulegt að geta fagnað því á fímm ára af- mælinu að tölvubúnaður fyrirtækis- ins, sem er fullkominn, sé kominn í öruggt og fullnægjandi húsnæði en_ tölvurnar voru áður í kjallara ISI-hússins í Laugardal. Hlutur stjórnarinnar mikill Hlutur stjórnar fyrirtækisins er mikill í allri uppbyggingunni. Fimm menn sitja í stjórninni og skiptast eignaraðilarnir á um að skipa stjórnarformann til tveggja ára í senn. Sigurbjörn Gunnarsson frá UMFÍ er núverandi stjórnarformað- ur en aðrir í stjórn eru Alfreð Þor- steinsson og Þórður Þorkelsson frá ISÍ og þeir Arinbjörn Kolbeinsson og Björn Ástmundsson frá Öryrkja- bandalaginu. Sigurbjörn kom inn í stjórnina eftir fyrsta árið og tók þá sæti Hauks Hafsteinssonar. Hin- ir fjórir hafa verið í stjórn frá upp- hafí. Stjórnin fylgist mjög náið með framvindu mála hjá fyrirtækinu og á síðasta reikningsári hélt stjómin 32 fundi. Opnum kl. 2.00 í dag, nýja og stórglæsilega leikfangaverslun í Borgarkringlunni. Jólasveinar útbýta gjöfum og blöðrum til barnanna í dag og á morgun. Verið velkomin í jólaland Tómstundahússins. Borgarkringlunni 6 © 67 84 04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.