Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Áhrif breytinga á tekjustofnalögnm:
Rekstrartekjur kauptúna og
stærri hreppa jukust um 40%
Tekjur Reykjavíkurborgar hækkuðu um 1,3%
REKSTRARTEKJUR hreppa með yfir 300 íbúa hækkuðu um 40% á
milli áranna 1989 og 1990, tekjur minni hreppa um 23%, kaupstaða
utan Reykjavíkur um 12,6% og Reykjavíkurborgar um 1,3%. Þetta eru
áhrif nýrra laga um verkaskiptingu og tekjustofna sveitarfélaga sem
tóku gildi í byijun síðasta árs. Þetta kom fram í setningarræðu Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sambands islenskra sveitarfélaga,
á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga sem hófst í Reykjavík í gær.
Vilhjálmur sagði að, rekstrartekjur
kaupstaða annarra en Reykjavíkur
hefðu hækkað um 10 þúsund kr. á
íbúa á milli áranna 1989 og 1990,
farið úr 77,5 þúsund kr. á íbúa áð
meðaltali í 87,3 þúsund. Aftur á
móti hækkuðu tekjur Reykjavíkur
um 1.300 krónur á íbúa og urðu
99.500. Breytingarnar eru mjög mis-
munandi eftir kaupstöðum og sést
það m.a. á því að í Kópavogi hafa
tekjur á íbúa hækkað um rúmlega
4.000 krónur, eða um 6%, en lækkað
í Hafnarfirði um rúmlega 7.000 kr.
VEÐUR
á sama tíma og meðalhækkun hjá
kaupstöðum er 10.000 kr.
Rekstrartekjur hreppa með yfir
300 íbúa, þar á meðal kauptúna-
hreppa; eru tæplega 95 þúsund kr.
á íbúa árið 1990 en voru 67.700
árið áður og hafa því hækkað um
rúmlega 27.000 á íbúa eða um 40%.
Sagði Vilhjálmur að ástæða þessa
væri m.a. sú að dreifbýlissveitarfélög
með yfir 300 íbúa fengju nú tekju-
jöfnunarframlög miðað við lands-
meðaltal. Rekstrartekjur minnstu
sveitarfélaganna, með færri en 300
íbúa, námu á liðnu ári 70.400 kr. á
íbúa að meðaltali og hækkuðu um
12.000 eða 23% frá árinu á undan.
Vilhjálmur vakti athygli á þeirri
staðreynd að heildartekjur kaupstað-
anna í nágrenni Reykjavíkur væru
verulega neðan við meðaltal kaup-
staða úti á landi. Það byggðist á því
að þeir hefðu ekki nýtt að fullu heim-
ildir tii útsvarsálagningar og komi
því ekki til greina við ráðstöfun
tekjujöfnunarframlags úr Jöfnunar-
sjóði. Það leiddi aftur til þess, að
meðaltal tekna kaupstaðanna úti á
landsbyggðinni væri verulega hærra
en meðaltalstekjur allra kaupstaða
landsins, og væri í reynd 94,2 þús-
und kr. á íbúa, nálægt því sem er
hjá kauptúnum, og hefði hækkað um
20% frá árinu 1989.
Sjá einnig fréttir af fjármála-
ráðstefnunni á bls. 22
Aldrei rætt við Fríðrík
- segja forsvarsmenn Stöðvar 2
FORSVARSMENN Stöðvar 2 líta
svo á að aldrei hafi komið til yið-
ræðna milli Friðriks Friðriksson-
ar, hagfræðings, og þeirra' um
þátttöku í nýju helgarblaði, eins
og kemur fram í frétt í Morgun-
blaðinu í gær. Af þeim sökum sé
VEÐURHORFURIDAG, 22. NOVEMBER
YFIRLIT: Skammt suðaustur af Hvarfi er 968 mb lægð sem þok-
ast austur og frá henni liggur nærri kyrrstætt lægðardrag norðaust-
ur um ísland. Yfir N-Grænlandi er 1.020 mb háþrýstisvæði.
SPÁ: Lítur út fyrir austan- og norðaustanátt á landinu, allhvasst á
annesjum norðvestantil, en hægari annars staðar. Dálítil snjókoma
verður á Vestfjörðum, slydda norðan- og norðaustanlands en rign-
ing eða súld með köflum um landið sunnanvert. Heldur kólnandi
veður á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi, en annars breytist
hiti fremur lítið.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðaustan strekking-
ur og él á norðanverðum Vestfjörðum, en fremur hæg austan- og
suðaustanátt og víða rigning eða slydda í öðrum landshlutum.
Heldur kólnandi veður.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
TAKN:
x, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
stefnu og fjaðrirnar • Skúrir
)■ Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V
J. er 2 vindstig. * V Él
T Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
/ / / = Þokumóða
'b Hálfskýjað j * / * 9 5 5 Súld
k Skýjað / * / # Slydda / * / oo Mistur
* * * —j- Skafrenningur
k Alskýjað * * .* * Snjókoma * * ■ *. m Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavík
hití veður
2 alskýjað
5 rigning á síð.
klst.
Bergen 4 rigníng
Helsinki +1 hálfskýjað
Kaupmannahöfn 2 skýjaö
Narssarssuaq 0 skýjað
Nuuk +3 logn, heiðskí
Ósló +3 snjókoma
Stokkhólmur 0 skýjað
Þórshöfn 9 súld
Algarve 14 heiðskirt
Amsterdam 0 þokumóða
Barcelona 10 skýjað
Berlín S léttskýjað
Chlcago +3 heiðskirt
Feneyjar 10 rigning
Frankfurt S skýjað
Glasgow 9 rigning
Hamborg 4 léttskýjað
London 2 mistur
LosAngeles 12 skýjað
Lúxemborg 3 skýjað
Madríd vantar
Malaga vantar
Mallorca 14 léttskýjað
Montreal 4 skýjað
NewYork 18 alskýjað
Orlando vantar
Parfs 4 skýjað
Madeira 18 skýjað
Róm 15 skýjað
Vín 4 rigning
Washington 17 alskýjað
Wínnipeg +5 haglél
ekki um það að ræða að þessar
viðræðuivséu í biðstöðu meðan
forsvarsmenn Stöðvar 2 eigi í við-
ræðum við Nýmæli um þátttöku í
hugsanlegri útgáfu dagblaðs.
Jón Olafsson, varaformaður
stjómar í Islenska útvarpsfélaginu
sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna, sagð-
ist í tilefni af ummælum Friðriks
Friðrikssonar í frétt í Morgunblaðinu
vilja koma því á framfæri að það
hafí verið Friðrik Friðriksson sem
hafí haft samband við forsvarsmenn
Stöðvar 2 um það leyti sem hann
skrifaði undir samning við Alþýðu-
flokkinn um kaupin á Pressunni.
Hafi Friðrik óskað eftir viðræðum
um hugsanlega þátttöku Stöðvar 2
í útgáfunni. Þessi beiðni var borin
upp í stjóm íslenska útvarpsfélagsins
og samþykkt að ganga til viðræðna
við Frfðrik Friðriksson. Jón segir hins
vegar að strax daginn eftir hafí Frið-
rik Friðriksson komið á fund þeirra
og sagt að forsendur væra breyttar.
Þar af leiðandi væri svo litið á innan
Stöðvar 2 að þessi þáttur málsins
væri úr sögunni.
Líkan af Grafarvogskirkju.
Grafarvogskirkja:
SH-verktak-
ar buðu lægst
í uppsteypu
SH-verktakar áttu lægsta
tilboð í uppsteypu Grafar-
vogskirkju og hefur verið
gengið til samninga við fyrir-
tækið á grundvelli tilboðsins,
sem hljóðar upp á um 53,4
milljónir króna, eða um
67,7% af 78,8 milljón króna
kostnaðaráætlun.
Alls bámst sjö tilboð í verk-
ið. Sveinbjörn Sigurðsson h.f
bauð um 58,2 milljónir, Fjarðar-
mót hf. 58,7 milljónir, Ár-
mannsfell 62,5 milljónir,
Byggðaverk 68,6 milljónir, ís-
tak 69,8 milljónir og Hagvirki -
Klettur bauð 79,4 milljónir
króna.
Kirkja Grafarvogssóknar
verður reist á lóð niður við vóg-
inn við götuna Fjörgyn. Arki-
tektar kirkjunnar eru Finnur
Björgvinsson og Hilmar Þór
Björnsson. Verkfræðivinnu, út-
boðs- og samningsgerð annað-
ist verkfræðistofan Hönnun.
Framkvæmdasljóri Kaupmannasamtakanna:
Ekkisamiðum
meiri hækkanir en
í öðrum greinum
Lengri afgreiðslutími til marks um harðari
samkeppni en ekki góða afkomu
MAGNUS E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna,
segir hugmynd Magnúsar L. Sveinssonar, formanns Versiunarmanna-
félags Reykjavíkur, um sérstaka kjarasamninga fyrir hverja tegund
verslana ekki standast og hún hljómi eins og aftan úr fortíð. Um
könnun þá sem Magnús L. Sveinsson vitnaði til um að á síðasta ári
hefði hagnaður í verslun að meðaltali numið 16%, segir Magnús E.
Finnson að þar hafi verið um að ræða frumhlaup Verslunarráðs, sem
gert hafi ófullkomna úttekt á örfáum innflutningsverslunum, og könn-
unin segi alls ekkert um hag smásölufyrirtækja. Verslunin sé alls ekki
í stakk búin til að senya um meiri launahækkanir en aðrar atvinnu-
greinar í landinu.
Magnús sagðist ekki sjá hvernig
Mangús L. Sveinsson ætlaði að láta
framkvæma atkvæðagreiðslur og ná
samstöðu í verslunarmannafélögum
um sérstaka samninga fyrir hvetja
tegund verslunar þar sem til dæmis
væri samið um mismiklar hækkanir
fyrir afgreiðslufólk í stórmörkuðum
annars vegar og byggingavöruversl-
unum hins vegar.
Magnús E. Finnsson sagði það
ranga ályktun hjá formanni VR að
rýmri afgreiðslutími verslana í
Reykjavík sanni að kaupmenn hafí
fullar hendur fjár og geti greitt
starfsfólki sínu hærri laun. Magnús
sagði ljóst að kaupmenn gætu ekki
samið um ndinar . launahækkanir
umfram aðrar stéttir, afkoma í mat-
vöruverslun væri ákaflega slæm
enda samkeppnin síharðnandi á sam-
dráttartímum í þjóðfélaginu.
Magnús sagði að þessa þróun til
lengri afgreiðslutíma mætti rekja til
harðrar og mikillar samkeppni í kjöl-
far þess að borgarstjórn Reykjavíkur
undir forsæti Magnúsar L. Sveins-
sonar hefði gefið afgreiðslutímann
fijálsan. Lengri afgreiðslutími þurfi
hins vegar ekki að þýða aukinn laun-
akostnað enda sníði hver sér stakk
eftir vexti og sumir telji sig geta
lækkað launakostnað með lengri af-
greiðslutíma og færra fólki.
Þá sagði Magnús E. Finnsson að
kaupmenn hefðu oftsinnis vakið
máls á því að gera vaktavinnusamn-
inga við afgreiðslufólk en verkalýðs-
forystan hefði ekki verið til viðræðu
um annað en að semja um vinnutím-
ann frá 9-18. Verkalýðshreyfíngin
þyrfti að gera sér grein fyrir breytt-
um tímum og breyttu umhverfi og
taka upp nútímaleg vinnubrögð í
samræmi við það.
Magnús sagði kaupmenn ávallt
tilbúna í viðræður um hagræðingu
og samninga sem miðuðust við bætt
kjör í tengslum við framleiðniaukn-
ingu í verslun. Hingað til hefði sú
formúla ekki fundist í versluninni
enda væru slíkir samningar afar
flóknir og háðir löngum og kostnað-
arsömum undirbúningi og rannsókn-
um eins og sæist á aðdraganda hóp- ,
bónussamninganna í fískvjnnslunni.