Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 25 Frá Skeiðarárhlaupi. Skeiðarárhlaup náði hámarki í gærdag HLAUPIÐ í Skeiðará jókst tals- vert í gær og mældist þá rennsl- ið 2.060 rúmlítrar á sekúndu. Atta nýjar verslanir við Eiðistorg 11 ÁTTA verslanir hefja rekstur í nýinnréttuðu husnæði á Eiði- storgi 11 í dag. Verslanirnar eru á 2. hæð hússins en í næstu viku opnar ný verslun á 3. hæð. Sérstök hátíðartilboð verða í verslununum í dag og á morgun í tilefni opnunarinnar. Þá verður gestum og gangandi boðið upp á ýmis konar skemmtun. Má þar nefna leik lúðrasveitar, harmonikk- uleik, fiðluleik og sprellikall sem sýnir ýmsar listir. Nýju verslanirnar eru Kókó (tískuverslun), Conny (verslun með undirfatnað), Te og kaffibúðin, Ljóshraði (hraðframköllun), Búálf- urinn (búsáhöld), Lipurtá (barna- fataverslun), AHA (veggmyndir og gjafavörur) og Skífan (hljómplötu- verslun). Fyrir á hæðinni voru bóka- búðin Eymundsson og kaffihús Sveins bakara. í næstu viku opnar verslunin Dimmalimm (rúmabúð). Ýmsar uppákomur verða á Eið- storgi um helgar fram að jólum. Má þar nefna tískusýningu og heim- sóknir jólasveina. Talið var að hlaupið væri í rén- un í fyrradag en að sögn Snorra Zóphóníassonar jarðfræðings sem fylgist með hlaupinu er þetta hlaup um margt óvenju- legt, „ný útgáfa Skeiðar- árhlaups”, sagði Snorri. Taldi hann að hámark hlaupsins hefði verið í gær og upp úr þessu færi rennslið að minnka. Áin hefur dreift sér yfir allan farveginn en áður rann hún í fjór- um meginkvíslum. Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans sagði að flóðtoppur hlaupsins væri breiðari en sést hefði áður í Skeið- arárhlaupum. í byijun september hófst lítið hlaup í ánni en áður en það hófst voru 1,7-2 rúmkílómetr- ar vatns í Grímsvötnum og í septemberhlaupinu fóru um 0,3 rúmkílómetrar vatns. l,4-l,6rúm- kílómetrar hafi því líklega verið í Grímsvötnum þegar síðara hlaupið hófst. Ekki væri nákvæmlega vit- að hve mikið hefði þegar runnið í hlaupinu. Hann sagði að í hlaupinu væru líklega farnir út þrír fjórðu hlutar þess vatns sem safnast hefði saman í Grímsvötnum, en það ryður sér leið undir jökulinn og út í árfarveginn. Magnús Tumi sagði að það tæki ketilinn í Grimsvötnum um fimm ár að fyllast á ný eftir hlaup. Skeiðará hleypur því að jafnaði tvisvar á hveijum áratug. „Lágmark” í Miklagarði: Hægt að kaupa stórar einingar á lægra verði MIKLIGARÐUR við Sund býður nú viðskiptavinum sínum að versla í svokölluðu Lágmarki sem er tilboðsmarkaður í einu horni verslun- arinnar. Þórður Sigurðsson, verslunarstjóri, segir að tilgangurinn með þessari nýbreytni sé að koma til móts við þá sem vilji versla í stórum einingum og spara janframt. Lágmark var opnað á fimmtu- daginn. Þórður sagði að gerðar hefðu verið nokkrar breytingar á verslun- inni og lágmarksmarkaði komið fyrir á 250 fm svæði í einu horni hennar. Þar sagði hann að boðið væri upp á um 300 vörutitla á lág- marksverði sem væri nálægt heild- söluverði. Meðal varnings má nefna matvöru af ýmsu tagi og sérvöru. Aðspurður sagði Þórður að hug- myndin með Lágmarkinu væri að koma til móts við þá sem sæju hag sinn í að kaupa inn í stórum eining- um og spara jafnframt peninga. Þá sagði hann að með Lágmarki væri að hluta til verið að svara Bónusverslununum og benti á að innréttingar væru ódýrar í Lá- markinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun- um að koma upp Lágmarki í öðrum verslunum Miklagarðs enda er ekki aflögu húsnæði í mörgum þeirra. Framreikningur fasteignamats 1. desember: Ibúðarhúsnæði á Kjalarnesi hækkar meira en annars staðar Atvinnuhúsnæði hefur lækkað að raungildi FASTEIGNAMAT íbúðarhúsnæðis og lóða hækkar almennt um 6% um næstu mánaðarmót samkvæmt ákvörðun yfirfasteignamatsnefnd- ar. Ibúðarhúsnæði á nokkrum stöðum hækkar þó meira, sérstaklega á Kjalarnesi þar sem það hækkar um 15%. Fasteignamat atvinnuhús- næðis og bújarða hækkar aftur á móti ekki enda hefur það lækkað að raungildi. í ræðu sem Magnús Ólafsson, for- stjóri Fasteignamats ríkisins, flutti á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga á fimmtudag, skýrði hann frá nýju fasteignamati. Sagði hann að stað- greiðsluverð á íbúðum á höfuðborg- arsvæðinu hefði haldist nokkurn veg- inn í hendur við hækkun lánskjara- vísitölu frá fjórða ársfjórðungi síð- asta árs til annars ársfjórðungs í ár. Eftir það hefði verðið staðið í stað og jafnvel sýnt tilhneigingu til lækk- unar. Þá nefndi hann tvær breyting- ar á markaðnum sem rekja mætti til húsbréfakerfisins. Síðastliðin tvö ár hefði útborgun í peningum lækkað úr 75% söluverðs íbúða í 45%. Þá hefði söluverðið umreiknað til stað- greiðslu lækkað úr því að vera 89,5% söluverðs í 86,5%. Fram kom hjá Magnúsi að atvinnuhúsnæði hefði beinlínis lækkað í verði á síðasta ári, sömuleiðis bújarðir. Yfirfasteignamatsnefnd ákveður framreikning fasteignamatsins á grundvelli kaupsamninga sem Fast- eignamat ríkisins safnar. Helstu niðurstöður eru þær að íbúðarhús og íbúðarlóðir hækka um 6% nema á eftirtöldum stöðum. íbúðarhús í Keflavík, Njarðvík, Akranesi, Sel- fossi og Höfn í Hornafirði hækka um 10% og íbúðir á Kjalarnesi um 15%. Hlunnindi hækka um 6%. Fast- eignamat atvinnuhúsnæðis og at- vinnulóða á landinu öllu og bújarða að meðtöldum útihúsum hækkar ekki. Til samanburðar má geta þess að lánskjaravísitala hefur á þessu tíma- bili hækkað um 9,1% en byggingar- vísitala um 8,1%. Á síðasta ári var fasteignamat hækkað minna en verð- þróun á markaðnum gaf tilefni tii. Magnús Ólafsson segir að almenn hækkun fasteignamats undanfarin tvö ár sé sú sama og verðbólga á þessu tímabili. Á þessu tímabili hafí fasteignamat atvinnuhúsnæðis hins vegar lækkað að raungildi um 6% og bújarðir um 5%. Á þeim stöðum sem fasteignamat- ið er hækkað meira en yfir línuna hafa sölukannanir Fasteignamats ríkisins sýnt verð íbúðarhúsnæðis allnokkuð yfir fasteignamati síð- astliðið hálft annað til tvö ár. Kjalar- nes hefur sérstöðu. Magnús sagði að fyrir tveimur árum hafi verið augljóst að fasteignamatið væri langt frá því að endurspegla sölu- verðmæti íbúðarhúsnæðis þar. Hyggilegt hefði þótt að láta hækkun matsins koma fram í nokkrum áföng- um. Niðurstaða fasteignamats á öllu landinu verður eftir hækkun 754 milljarðar króna. Vegna framreikn- ingsins hefði matið átt að hækka um 3,5% en hækkar um 6,7% vegna endurmats, breytinga á byggingar- stigi húsa og nýjum fasteignum sem metnar hafa verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.