Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 25 Frá Skeiðarárhlaupi. Skeiðarárhlaup náði hámarki í gærdag HLAUPIÐ í Skeiðará jókst tals- vert í gær og mældist þá rennsl- ið 2.060 rúmlítrar á sekúndu. Atta nýjar verslanir við Eiðistorg 11 ÁTTA verslanir hefja rekstur í nýinnréttuðu husnæði á Eiði- storgi 11 í dag. Verslanirnar eru á 2. hæð hússins en í næstu viku opnar ný verslun á 3. hæð. Sérstök hátíðartilboð verða í verslununum í dag og á morgun í tilefni opnunarinnar. Þá verður gestum og gangandi boðið upp á ýmis konar skemmtun. Má þar nefna leik lúðrasveitar, harmonikk- uleik, fiðluleik og sprellikall sem sýnir ýmsar listir. Nýju verslanirnar eru Kókó (tískuverslun), Conny (verslun með undirfatnað), Te og kaffibúðin, Ljóshraði (hraðframköllun), Búálf- urinn (búsáhöld), Lipurtá (barna- fataverslun), AHA (veggmyndir og gjafavörur) og Skífan (hljómplötu- verslun). Fyrir á hæðinni voru bóka- búðin Eymundsson og kaffihús Sveins bakara. í næstu viku opnar verslunin Dimmalimm (rúmabúð). Ýmsar uppákomur verða á Eið- storgi um helgar fram að jólum. Má þar nefna tískusýningu og heim- sóknir jólasveina. Talið var að hlaupið væri í rén- un í fyrradag en að sögn Snorra Zóphóníassonar jarðfræðings sem fylgist með hlaupinu er þetta hlaup um margt óvenju- legt, „ný útgáfa Skeiðar- árhlaups”, sagði Snorri. Taldi hann að hámark hlaupsins hefði verið í gær og upp úr þessu færi rennslið að minnka. Áin hefur dreift sér yfir allan farveginn en áður rann hún í fjór- um meginkvíslum. Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans sagði að flóðtoppur hlaupsins væri breiðari en sést hefði áður í Skeið- arárhlaupum. í byijun september hófst lítið hlaup í ánni en áður en það hófst voru 1,7-2 rúmkílómetr- ar vatns í Grímsvötnum og í septemberhlaupinu fóru um 0,3 rúmkílómetrar vatns. l,4-l,6rúm- kílómetrar hafi því líklega verið í Grímsvötnum þegar síðara hlaupið hófst. Ekki væri nákvæmlega vit- að hve mikið hefði þegar runnið í hlaupinu. Hann sagði að í hlaupinu væru líklega farnir út þrír fjórðu hlutar þess vatns sem safnast hefði saman í Grímsvötnum, en það ryður sér leið undir jökulinn og út í árfarveginn. Magnús Tumi sagði að það tæki ketilinn í Grimsvötnum um fimm ár að fyllast á ný eftir hlaup. Skeiðará hleypur því að jafnaði tvisvar á hveijum áratug. „Lágmark” í Miklagarði: Hægt að kaupa stórar einingar á lægra verði MIKLIGARÐUR við Sund býður nú viðskiptavinum sínum að versla í svokölluðu Lágmarki sem er tilboðsmarkaður í einu horni verslun- arinnar. Þórður Sigurðsson, verslunarstjóri, segir að tilgangurinn með þessari nýbreytni sé að koma til móts við þá sem vilji versla í stórum einingum og spara janframt. Lágmark var opnað á fimmtu- daginn. Þórður sagði að gerðar hefðu verið nokkrar breytingar á verslun- inni og lágmarksmarkaði komið fyrir á 250 fm svæði í einu horni hennar. Þar sagði hann að boðið væri upp á um 300 vörutitla á lág- marksverði sem væri nálægt heild- söluverði. Meðal varnings má nefna matvöru af ýmsu tagi og sérvöru. Aðspurður sagði Þórður að hug- myndin með Lágmarkinu væri að koma til móts við þá sem sæju hag sinn í að kaupa inn í stórum eining- um og spara jafnframt peninga. Þá sagði hann að með Lágmarki væri að hluta til verið að svara Bónusverslununum og benti á að innréttingar væru ódýrar í Lá- markinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun- um að koma upp Lágmarki í öðrum verslunum Miklagarðs enda er ekki aflögu húsnæði í mörgum þeirra. Framreikningur fasteignamats 1. desember: Ibúðarhúsnæði á Kjalarnesi hækkar meira en annars staðar Atvinnuhúsnæði hefur lækkað að raungildi FASTEIGNAMAT íbúðarhúsnæðis og lóða hækkar almennt um 6% um næstu mánaðarmót samkvæmt ákvörðun yfirfasteignamatsnefnd- ar. Ibúðarhúsnæði á nokkrum stöðum hækkar þó meira, sérstaklega á Kjalarnesi þar sem það hækkar um 15%. Fasteignamat atvinnuhús- næðis og bújarða hækkar aftur á móti ekki enda hefur það lækkað að raungildi. í ræðu sem Magnús Ólafsson, for- stjóri Fasteignamats ríkisins, flutti á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga á fimmtudag, skýrði hann frá nýju fasteignamati. Sagði hann að stað- greiðsluverð á íbúðum á höfuðborg- arsvæðinu hefði haldist nokkurn veg- inn í hendur við hækkun lánskjara- vísitölu frá fjórða ársfjórðungi síð- asta árs til annars ársfjórðungs í ár. Eftir það hefði verðið staðið í stað og jafnvel sýnt tilhneigingu til lækk- unar. Þá nefndi hann tvær breyting- ar á markaðnum sem rekja mætti til húsbréfakerfisins. Síðastliðin tvö ár hefði útborgun í peningum lækkað úr 75% söluverðs íbúða í 45%. Þá hefði söluverðið umreiknað til stað- greiðslu lækkað úr því að vera 89,5% söluverðs í 86,5%. Fram kom hjá Magnúsi að atvinnuhúsnæði hefði beinlínis lækkað í verði á síðasta ári, sömuleiðis bújarðir. Yfirfasteignamatsnefnd ákveður framreikning fasteignamatsins á grundvelli kaupsamninga sem Fast- eignamat ríkisins safnar. Helstu niðurstöður eru þær að íbúðarhús og íbúðarlóðir hækka um 6% nema á eftirtöldum stöðum. íbúðarhús í Keflavík, Njarðvík, Akranesi, Sel- fossi og Höfn í Hornafirði hækka um 10% og íbúðir á Kjalarnesi um 15%. Hlunnindi hækka um 6%. Fast- eignamat atvinnuhúsnæðis og at- vinnulóða á landinu öllu og bújarða að meðtöldum útihúsum hækkar ekki. Til samanburðar má geta þess að lánskjaravísitala hefur á þessu tíma- bili hækkað um 9,1% en byggingar- vísitala um 8,1%. Á síðasta ári var fasteignamat hækkað minna en verð- þróun á markaðnum gaf tilefni tii. Magnús Ólafsson segir að almenn hækkun fasteignamats undanfarin tvö ár sé sú sama og verðbólga á þessu tímabili. Á þessu tímabili hafí fasteignamat atvinnuhúsnæðis hins vegar lækkað að raungildi um 6% og bújarðir um 5%. Á þeim stöðum sem fasteignamat- ið er hækkað meira en yfir línuna hafa sölukannanir Fasteignamats ríkisins sýnt verð íbúðarhúsnæðis allnokkuð yfir fasteignamati síð- astliðið hálft annað til tvö ár. Kjalar- nes hefur sérstöðu. Magnús sagði að fyrir tveimur árum hafi verið augljóst að fasteignamatið væri langt frá því að endurspegla sölu- verðmæti íbúðarhúsnæðis þar. Hyggilegt hefði þótt að láta hækkun matsins koma fram í nokkrum áföng- um. Niðurstaða fasteignamats á öllu landinu verður eftir hækkun 754 milljarðar króna. Vegna framreikn- ingsins hefði matið átt að hækka um 3,5% en hækkar um 6,7% vegna endurmats, breytinga á byggingar- stigi húsa og nýjum fasteignum sem metnar hafa verið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.