Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stöðvun gróðureyð- ingar fyrir aldamót Tellefu alda búsetu manna á íslandi hefur gróðurlendið skroppið verulega saman. Or- sakir eru margþættar: Kóln- andi veðurfar, eldvirkni, eyðing skóga til eldiviðar og kolagerð- ar, ofbeit búfjár og uppblástur. Jafnvel á 20. öldinni - öld auðlegðar, menntunar og tæknivæðingar þjóðarinnar - hefur ekki tekizt að stöðva gróðureyðingu landsins. Við missum ár hvert meira gróður- lendi en vinnst með land- græðslu. Á líðandi stundu stendur við- kvæmum hálendisgróðri ekki aðeins ógn af eldvirkni, beit- arálagi og uppblæstri heldur og vaxandi ógætilegri umferð ferðamanna, innlendra og er- lendra, sem njóta vilja ís- lenzkra öræfa, fjalla og jökla. í þeim efnum þarf að koma við betri vömum hér eftir en hingað til. Boðskapur Sveins Runólfs- sonar, landgræðslustjóra, á kynningarfundi landbúnaðar- ráðuneytisins á dögunum, er af framangreindum sökum fagnaðarefni. Þar ársetti hann áfanga, sem að hefur verið stefnt allar götur frá því Land- græðsla ríkisins var sett á laggir fyrir 84 árum, að stöðva gróðureyðinguna. Þessu markmiði á að ná fyrir alda- mót, árið 2000, og eru því átta ár til stefnu. Landgræðslustjóri tók í máli sínu undir hugmyndir um öfluga, fjölþjóðlega rannsókn- arstöð í jarðvegsfræðum hér á landi. Hann taldi og rétt að leita eftir erlendum framlögum til gróðurverndar á íslandi. Jafnhliða ættum við að flytja út boðskap og þekkingu um verndun gróður- og jarðveg- sauðlinda á alþjóðlegum vett- vangi. Landgræðslustjóri sagði það forgangsverkefni að nýta fjar- könnunartækni til að kort- leggja og afmarka helztu gróðureyðingarsvæðin og vinna markvissar langtíma landgræðsluáætlanir á grund- velli þeirra. Hann sagði að þungi baráttunnar á næstu ámm yrði á eldfjallasvæðum landsins. Og að friða þurfi þau afréttarsvæði, sem nú sættu alvarlegri gróðureyðingu, fyrir ágengni búfjár. Enginn vafí er á því að skóg- rækt gegnir miklu hlutverki í landgræðsluáformum þjóðar- innar. Hún eykur og fjölbreytn- ina í atvinnulífi stijálbýlisins. í fyrsta lagi er íslenzki birki- skógurinn sterkasta vörn jarð- vegs gegn rofi. I annan stað er notagildi skjólbelta fyrir hvers konar annan gróður mik- ið. Þau auka því verðmæti landsins. í þriðja lagi standa líkur til þess að nytjaskógrækt geti orðið hagkvæm búgrein þar sem skilyrði eru bezt. Skógur hefur og ómetanlegt fegurðargildi í umhverfi okkar. Loks er trjárækt, með tilheyr- andi hreyfingu og útvist, bæði þroskandi og heilsubætandi tómstundaiðja. Hulda Valtýsdóttir, formað- ur Skógræktarfélags íslands, sagði á kynningarfundi ráðu- neytisins, að átakið Land- græðsluskógar hefði vel tekizt. Síðastliðið vor hafi verið gerð fagleg úttekt á gróðursetning- arsvæðum. Útkoman hafi verið sú að rúmlega 90% af plöntun- um lifðu, sem væri frábær ár- angur. Árangurinn sýnir, sagði Hulda, hversu harðgerð og dugleg planta birkið okkar ér, sem og að landgræðsluskógar eiga fyllilega rétt á sér við ís- lenzkar aðstæður. „Við höfum sett okkur það markmið að auka plöntufjöldann árlega, smátt og smátt, fram að alda- mótum, þannig að árið 2000 verði plöntuíjöldinn alls 20 milljónir. Það verður markmið- ið, ekki óraunsæ draumsýn, heldur framkvæmanlegur veruleiki.” Árið 1700, fyrir meira en 290 árum, ritaði Páll Vídalín, lögmaður, um nauðsyn skóg- ræktar á íslandi. Sá land- græðsluboðskapur, sem lög- maður boðaði, var lengi að festa rætur með þjóðinni. Allar götur síðan hafa þó boðberar landgræðslu og skógræktar haldið merkinu á lofti, þótt hægt hafi miðað lengi vel. Það er ekki fyrr en á fyrsta áratug þessarar aldar sem Alþingi kveður á um aðgerðir og vinnu- brögð í þessum efnum. Land- græðsla ríkisins er sett á lagg- ir og lög sett um skógrækt. Skógræktarfélag íslands er síðan stofnað árið 1930 og það varð sambandsfélag skógrækt- arfélaga um land allt 1946. Síðan hefur mörgu Grettistak- inu verið lyft. Það er við hæfi að því há- leita markmiði, sem þjóðin setti sér með stofnun Landgræðsl- unnar á fyrsta áratug aldarinn- ar, að stöðva gróðureyðingu landsins, verði náð áður en síð- asti áratugurinn er allur. Úttekt á ræðuhöld- um á aðalfundi LIÚ Fjárfesting í fiskveiðum 1973-1989 Verðlag 1990, milljarðar kr.vJ Heimild: Fjátfesting 1945-1989, Pjáðhagsstolnun, ReykjawK júnf 1991 eftir Jón Sigurðsson Þegar ég kom heim frá útlöndum fyrir fáeinum dögum, uppgötvaði ég, að mér hafði í fjarverunni hlotnast sá óvænti heiður að verða númer á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þar töluðu sjávarút- vegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, og Kristján Ragnarsson, formaður LÍU. Ráðherra fjallaði þar án sérstakra tilvitnana um þjóðmálaumræðu á opinberum vettvangi, sem ég hef tek- ið þátt í á undafömum mánuðum, en Kristján vitnaði beint í innlegg mín í þá umræðu. Báðar koma þess- ar ræður þannig við mig, að ég get ekki látið ógert að kvitta fyrir, að ég hafi lesið það sem birt var um þær og úr þeim á síðum Morgun- blaðsins 8. nóvember sl. Með því að annar þessara ræðu- manna brá þátttakendum í þessari umræðu, þar á meðal háskólakenn- urum, um þekkingarskort, en hinn lýsir því nánast yfir, að ég eigi að halda mér saman af því að ég geti ekki rekið jámblendifélagið almenni- lega, vil ég upplýsa ókunnuga um eftirfarandi: Fyrstu sjö árin, sem ég starfaði í Stjórnarráðinu, vann ég í atvinnumálaráðuneyti, sem þá fór með öll sjávarútvegsmál. Við þau fékkst ég mestmegnis og varð á þeim tíma að ég tel eins gagnkunnugur þeim málum og ráðuneytismaður verður. Sem ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneyti í áratug fór ekki hjá þvi, að öll sjávarútvegsmál, sem snertu ríkissjóð, sem á þeim ámm voru oft mjög stór í sniðum, féllu í minn hlut. Sé það mat sjávarútvegs- ráðherra og útvegsmanna, að hvorki ég né fræðimenn, sem valdir eru til kennslu við Háskóla íslands eftir ströngustu kröfum hans, séum við- talshæfir um málefni sjávarútvegs- ins, lýsir það makalausum hroka. Hver má ræða málin? Framlag mitt til þessarar umræðu hefur verið tilraun til að setja fram með eins skýrum og hlutlægum hætti og mér er unnt ýmsar staðreyndir og draga af þeim ályktanir. Þetta telur Kristján mér óleyfilegt af því að ég sé ekki maður til að reka járn- blendifélag með hagnaði. Ekki fæ ég séð hvað það kemur málinu við, frekar en það, að Kristján Ragnars- son hefur aldrei rekið nokkurn hlut nema kontóra LIU eftir því sem ég veit best og er þess vegna ekkert sérstakt efni í dómara um stjómunar- hæfni manna. En af þessu tilefni vil ég upplýsa Kristján Ragnarsson um það, að ég bar enga ábyrgð á tilurð járnblendifélagsins. Þegar tveir framkvæmdastjórar þess féllu frá, tók ég við þessu starfi. Ég hef síðan varið nær hálfum öðrum áratug af bestu árum starfsævi minnar til að draga úr áföllunum, sem af því leiddi að forsendur fjárfestingarinnar bragðust. Og það var einmitt þess vegna, sem ég skrifaði grein í Morgunblaðið 10. september um offjárfestinguna í útgerð, fiskvinnslu og landbúnaði. Það gekk svo yfir mig að uppgötva, að þessir fjármunir, sem ég og mitt fólk á Grandartanga höfðum verið að berjast við að veija öll þessi ár eins og þeir skiptu máli, voru sá endemis tittlingaskítur í samanburði við offjárfestinguna í þessum grein- um, að það tók því varla að nefna þá. Lái mér hver sem vill að vekja athygli á þessu. Samkvæmt Kristjáni er þetta áróð- ur úr glerhúsi. En glerhús eru að sönnu vandmeðfarnar byggingar. Kristján getur þess réttilega, að hlut- afé ríkisins í járnblendifélaginu er 1,1 milljarður og telur það eflaust tapað. En hvað er það samanborið við, að ríkissjóður greiðir niður launa- kostnað útgerðar í landinu með 1,5 milljörðum króna í skattaívilnunum sjómanna á ári hveiju skv. nýlegum upplýsingum ijármálaráðherra og hefur gert í tvo áratugi. Að bæta lífskjörin Mér er beinlínis skemmt yfir eftirf- arandi setningum í ræðu Kristjáns: „Við skulum ekki láta hugfallast þótt við þurfum að sæta áróðri manna, sem búa í glerhúsum. Okkar málstaður er að auka arðsemi í sjáv- arútvegi og bæta lífskjör í landinu, þótt það verði ekki gert nú vegna bágs ástands fiskistofna.” Það er athyglisverðast við þessa mynd (sjá súlurit), að útgerðin í land- inu sækir veralega í sig veðrið í fjár- festingum eftir að aflatakmarkanir era teknar upp. Það er óneitanlega einkennileg aðferð athafnamanna til að bæta lífskjör í landinu að skuld- setja bæði landið og útgerðina þeim mun meir sem aflinn dregst meira saman. Þetta gefur hins vegar til kynna það, sem allir vita, að afkoma útgerð- ar hefur ekki ráðist eingöngu af ytri skilyrðum og aflasamdrætti, heldur jöfnum höndum af því að hún er mjög skuldug vegna óþarfra fjárfest- inga á liðnum áram. Það er gerð útgerðarinnar sjálfrar með dyggri aðstoð þeirra pólitísku afla, sem gengið hafa undir henni. Hagsmunagæzla Eitt orð að lokum um ræðu Krist- jáns. Menn skyldu aldrei gleyma því, þegar þeir heyra eða lesa málflutning manns í hans stöðu, að Kristján Ragnarsson er ekkert annað en mál- aliði, launaður til að beijast fyrir miklum fjárhagslegum hagsmunum. Öllu, sem slíkur talsmaður segir, ber að taka með varúð og þeim saltkorn- um sem hæfir. Við þessi skrif kemur mér í hug •atvik, sem í raun var fyrsta samband mitt við LÍÚ. Það var haustið 1958, eftir að stjórn Hermanns Jónassonar hafði sagt af sér, en Lúðvík Jóseps- son var enn starfandi sjávarútvegs- ráðherra. Þá var aðalfundur LÍÚ og ráðherra bauð fundinum til hádegis- verðar í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég var nýbytjaður í ráðuneytinu og fékk að fljóta með í veisluna. Þar flutti þáverandi formaður LÍÚ ræðu og þakkaði ráðherra samstarfið. Annað eins lof hef ég hvorki fyrr né síðar heyrt borið á nokkurn mann. Raunar var svo fram af þáverandi fram- kvæmdastjóra samtakanna gengið, að hann flutti smá ræðustúf til að draga örlítið í land. En skýringin á lofinu var einföld. Á þessum árum ráðherrans fékk útgerðin allt, sem hún vildi. Og þannig á það að vera, Kristján Ragnarsson - eða hvað? Hlutur sjávarútvegsráðherra En við því er í sjálfu sér ekkert að segja, þótt maður eins og Kristján Jón Sigurðsson „Samkvæmt Kristjáni er þetta áróður úr glerhúsi. En glerhús eru að sönnu vand- meðfarnar byggingar. Kristján getur þess réttilega, að hlutafé ríkisins í járnblendi- félaginu er 1,1 millj- arður og telur það eflaust tapað. En hvað er það samanborið við, að ríkissjóður greiðir niður launakostnað útgerðar í landinu með 1,5 milljörðum króna í skattaívilnun- um sjómanna á ári hverju skv. nýlegum upplýsingum fjár- málaráðherra og hef- ur gert í tvo áratugi.” Ragnarsson sinni þeim störfum, sem hann hefur tekið að sér, með þeim hætti sem hann telur best þjóna umbjóðendum sínum, jafnvel með persónulegu skítkasti, þegar rök þrýtur. Sjávarútvegsráðherra er hins vegar í vinnu hjá okkur hinum líka. Ræða hans á LlÚ-fundinum bar það ekki með sér og er á afar margan hátt mikillar gagnrýni verð. Viðbrögð hans við umræðu und- angenginna vikna og mánaða um málefni sjávarútvegsins einkennast af útúrsnúningum og hótfyndni, sem kannski tíðkast í karpi pólitískra andstæðinga á Alþingi, en er engan veginn við hæfi, þegar rætt er um ígrunduð innlegg til fátæklegrar ís- lenskrar þjóðmálaumræðu frá þeim fáu mönnum sem nenna að taka þátt í henni í alvöra. Það sæmir ekki ráð- herra að svara henni út úr eins og hann væri á málfundi í gagnfræða- skóla. Og bitastæðasti hlutinn af við- brögðum sjávarútvegsráðherra gæti gefið til kynna, að hann skilji alls ekki hváða hlutverk hann hefur tekið að sér í sjávarútvegsmálum. Hann ásakar „skattheimtumenn” fyrir að leggja ekki fram heillega stefnu í sjávarútvegsmálum. Það er ekki okkar verkefni. Við erum einungis að leggja fram okkar efni til þeirrar stefnumörkunar. Það er Þorsteinn Pálsson, sem með fram- boði hefur lýst því yfir, að hann sé vel til þess fallinn að móta slíka stefnu og tekur það verk að sér. Hann hefur raunaj- beint verkefninu til sérstakrar nefndar í stað þess að taka á því sjálfur. Og meðan sú nefnd er að störfum flytur hann ræðu eins og þá, sem hann flutti á landssam- bandsfundinum, rétt eins og hann væri líka málaliði útvegsmanna. Vandasamt úrlausnarefni í erindi því, sem ég flutti á Iðn- þingi og aðallega flækti mér inn í þessa umræðu, tók ég skýrt fram, að allt þetta mál væri afar flókið viðfangs. Hagsmunirnir, sem þarna liggja að baki, séu margbrotnir og teygi sig um allt þjóðfélagið. Þannig viðurkenndi ég, að hér er um að ræða pólitískt viðfangsefni af allra vandasömustu tegund. í ræðu ráðherra verður þess ekki vart, að hann geri sér þetta ljóst. Þetta eru ekki einungis spurningar um veiðigjöld, hver á að innheimta þau og hver að fá. Þetta eru líka spurningar um sambýli útvegsins sem atvinnugreinar við allan annan atvinnurekstur í landinu og frið um kjör sjómanna í samanburði við laun- afólk í landi. Samanburðurinn milli sjómanna og fiskverkafólks er svo Hvers vegna ekki 400 þúsund tonn? eftir Svend Aage Malmberg Fiskurinn í fréttum eru sérstak- lega þorkur og loðna. í ágætu sunnu- dagserindi Þorsteins Gylfasonar, prófessors, í Ríkisútvarpinu í vetur, erindi sem fjaliaði reyndar um orð og hugtök, sagði hann m.a. eitthvað á þá leið að fiskifræðin væri grand- völlur hagfræðinnar í þessu landi eða að hagfræðin væri fall af fiskifræð- inni. Þetta var þörf ábending sem á vel heima á tímum samdráttar í fiskafla og þjóðarbúskapnum al- mennt. Spurning dagsins er hvers vegna má ekki veiða eins mikið af þorski og loðnu nú og oft áður? Hvers vegna ekki 400 þúsund tonn af þorski og hvers vegna er ekki alltaf jafnmikið af loðnu í sjónum og menn ætla? Verður reynt að leita svara við þessu hér á eftir. Ástand sjávar ísland er sem kunnugt er á mótum hlýrra og kaldra strauma jafnt í lofti sem legi. Hrygningarslóðir margra nytjafiska okkar, eins og m.a. þorsks og loðnu, eru einkum í hlýja sjónum fyrir sunnan land, en ætis- og upp- vaxtarslóðir þeirra eru í kaldari sjó fyrir Norðurlandi. Á tímabilinu 1920-1964 ríkti hlýr Atlantssjór á norðurmiðum (5° C) nær óslitið á hveiju vori, en 1965 brá til kalds pólsjávar (0° C), ástand sem entist meira eðaminna til 1971. I9IO 20 '30 '40 '50 '60 '70 '80 '90 Heildarafli á íslandsmiðum 1905-1990 í þúsundum tonna. Þorskafli jókst smá saman frá aldamótum með hléum á styrjaldarárunum. Afl- inn komst mest í um 500.000 tonn en hefur síðustu áratugi farið minnk- andi í um 300-400.000 tonn. Aflahámörk fylgja sterkum árgöngum og göngum frá Grænlandi. Ætla má að um sé að ræða náttúruleg takmörk á afkastagetu íslandsmiða í mismunandi árferði. Síldarafli á Islandsmiðum með hámarki á sjöunda áratugnum (yfir 600.000 tonn), en stofninn hrundi svo í lok hans vegna umhverfisbreyt- inga í sjónum og ofveiði. Loðnuafli á íslandsmiðum varð mestur á áttunda og aftur níunda áratugnum (um 1,2 milljónir tonna), en loðnubrestur varð 1982-1983 og aftur minnkandi afli eftir 1988. Þessar sveiflur má e.t.v. rekja til breytinga á ástandi í sjónum fyrir Norðurlandi. Stærð loðnustofnsins (milljón tonn) 1978-1990 (heila línan) og þyngd (kg) 5 ára þorsks 1977-1990 (slitna línan) á íslandsmiðum. Sveiflurnar í loðnustofninum virðast vera í samræmi við breytingar á ástandi sjávar og árferði í hafinu djúpt út af Norðurlandi. Svo er einnig að sjá að þorskurinn hafi orðið af loðnunni til viðurværis eins og veiði- flotinn 1981-1983 og 1990. (Samkv. uppl. frá Hjálmari Vilhjálmssyni og úr Ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar). Svend Aage Malmberg „Að lokum, engan skal undra að fiskstofnar minnki og stækki eftir því sem lendur þeirra breytast að víðáttu og ástandi. Því má t.d. eng- an veginn ætla að afli á Islandsmiðum geti að jöfnu verið sá sami eftir 1965 og var fyrir 1965, til þess eru aðstæður í sjónum við landið og við Grænland alltof ólíkar á þessum tímum. „Beiti- landið” eða „veiðilend- urnar” hafa einfaldlega dregist saman síðan á svonefndum hafísárum 1965-1971.” Eftir það skiptust á mismunandi löng tímabil með hlýsjó (1972-1974, 1980, 1984-1987, 1991), pólsjó (1975-1979, 1988) og svonefndum svalsjó (1-3° C, 1981-1983, 1989- 1990). Ástand sjávar, síld og loðna Meðalhiti að vori á norðurmiðum var þannig um 5,2° C árin 1924- 1960, en um 2,8° C árin 1961-1990. Áhrifin á lífríkið voru augljós, þ.e. minnkandi tillífun og áta á norð- urmiðum í pólsjó hafísáranna svo- nefndu 1965-1971, og breyttar síld- argöngur við landið á sjöunda ára- tugnum sem lauk með aflabresti (1. mynd). Ilefur birst fjöldi greina um það efni (sjá m.a. Hafísinn, Alm. bókafélagið 1969 og rit Hafrann- sóknastofnunarinnar). Áhrifa hafísáranna gætti síðar um allt norðanvert Norður-Atlantshaf í lágri seltu, sem barst með straumum til suðurstrandar Islands um 1976 og áfram uni Norðurhaf til norðurm- iðá 1981-1983. Þessum straúmum fylgdu óvenju óvistlegar aðstæður í hafinu fyrir Norðurlandi með ólag- skiptum svonefndum svalsjó, sem líkja mátti við vetrarástand þótt sumar væri. Þessu fylgdi fátækleg lífríki í sjónum (áta og seiði í lág- marki). Umhverfisáhrifin ásamt veiðunum leiddu svo 1982 til hruns í loðnustofninum og veiðibanns (1. og 2. mynd). Svipaður ferill en veikari virðist svo hafa myndast síðar með hafís- ástandi við ísland 1975-1979, lágri seltu í sjónum fyrir sunnan land 1985-1988 og svo svalsjó í sjónum fyrir norðan land 1989-1990. Þessu efni var lýst í grein í Morgunblaðinu 30. nóvember 1989. Þar sagði frá því hvernig skilyrðin í sjónum djúpt út af Norðurlandi virðast geta skýrt óvænt ástand loðnustofnsins hér við land á síðustu misserum. Enn er ástæða til að spyrja hvort komandi ár (1992-1993) verði svonefnt sval- sjávarár eins og 1981-1983 og 1989- 1990 með neikvæðum skilyrðum fyr- ir lífríki sjávar á norðurmiðum. Veiðilendur þorsks og þorskafli Almennt má álykta, að fæðu- og uppeldisslóð þorsks fyrir Norðurlandi hafí orðið fyrir neikvæðum áhrifum við ástandsbreytingarnar í sjónum upp úr 1965, og að „veiðilendur” þorsks á íslandsmiðum hafí minnkað að flatarmáli frá því sem áður var. Slíkt hlýtur að hafa áhrif á stærð stofnsins (fjöldi, vöxtur). Þorekafli á íslandsmiðum jókst ört að loknum heimsstyijöldum og komst hann mest upp í um 500.000 tonn á ári (1. mynd). Stafaði þetta af stóraukinni sókn að stríðum lokn- um í sterka árganga við ísland og einnig við Grænland þaðan sem fisk- ur gekk í miklum mæli til íslands. Síðan um 1955 hefur heldur hallað undan nema einkum að því að talið er þegar göngur komu frá Græn- landi. Heildaraflinn breyttist heldur ekki til hins betra upp úr 1976 þeg- ar erlendar þjóðir hurfu af ísland- smiðum, og var hann um 280.000 til 390.000 tonn á ári undanfarin átta ár. í þessu sambandi skal enn- fremur bent á að þorskafli á ísland- smiðum síðustu áratugi var mjög samstiga stærð veiðistofnsins yfir- leitt og jafnvel hrygningarstofnsins og þeir aftur samstiga nýliðun hér við land og göngum frá Grænlandi. Jafnframt skal bent á að stærð hrygningarstofnsins innan þeirra marka sem við höfum reynslu af virðist ekki hafa áhrif á nýliðun, hún virðist fremur oftast vera háð árferð- inu í sjónum. Gott árferði í sjónum á norðurmiðum síðan að hausti 1990 til þessa dags virðist þó enn sem komið er ekki ætla að skila sér í sterkum þorskárgangi. Grænlandsþorskur Sterkir þorskárgangar á Græn- landsmiðum virðast einkum stafa af reki seiða frá hrygningu á íslands- miðum. Án áhrifa frá lslandi virtust árgangar við Grænland vera um eða nærtækur. Ráðherra bregður fyrir sig í ræðu sinni að tala hlýlega um fiskverkafólk. Það er til marks um flækjuna í stöðunni, að fiskverkakon- an, sem stendur daglangt við vinnu sína í frystihúsinu, á erfítt með að skilja, að beitingamaður sem skráður er á bát og vinnur í skúr undir frysti- húsveggnum, skuli borga á annað hundrað þúsund krónum minna í tekjuskatt en hún af sömu tekjum. Og allur almenningur á erfitt með að kyngja því réttlætinu, að maður, sem með peningum úr opinberam sjóðum og bönkum gerði út bát í nokkur ár með misjafnri reisn, eigi að geta gengið frá þeirri útgerð með milljónir króna upp á vasann, sem hann hefur ekki unnið fyrir, en er andvirði eignar, sem almenningur á skv. lögum. Allt er þetta mál flóknara en svo, að það sé pólitískt mögulegt að leysa með jafn ferköntuðum hætti í þágu útvegsmanna sem sjávarútvegsráð- herra boðar í ræðu sinni. Almenning- ur í landinu sættir sig ekki við það. Hafi það einhvern tíma verið hægt, er sá tími liðinn. Kannski réð sæ- greifahugtakið þar úrslitum. Það gripu fjölmiðlar og það greip almenn- ingur. Og sá hluti ræðunnar, sem beinlín- is blés í glæður þess pólitíska vanda- máls sem felst í vaxandi aðskilnaði og togstreitu í viðhorfum fólks í dreif- býli og þéttbýli, var ekki aðeins ós- kynsamlegur heldur þjóðhættulegur. Þetta er svið þar sem stjórnmála- mönnum ber skylda til að bera klæði á vopn fremur en efna til ófriðar. Því er það svo, að vilji Þorsteinn Pálsson sanna fyrir þjóð sinni, að hann sé alvörustjórnmálamaður, þrátt fýrir þau áföll, sem hann hefur orðið fyrir á sínum pólitíska ferli, þá flytur hann ekki fleiri ræður af því tagi, sem hann flutti á aðalfundi LIÚ. Hann íhugar betur sitt mál út frá sjónarmiðum allra þeirra, sem hafa hann í vinnu, og beitir kröftum sínum að því að finna vandamálinu lausn. Annars er engin pólitísk leið til að ráða þessu erfiða máli til lykta með hann í embætti sjávarútvegsráð- herra. Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins hf. innan við 100 milljónir 3 ára nýliðar á árij en þegar best lét með rek seiða frá Islandsmiðum voru þeir allt að 500 milljónir. Sambærilegar tölur á íslandsmiðum eru 100-400 milljónir 3 ára nýliðar á ári. Hafa skal í huga víðáttu Vestur-grænlenska land- grunnsins allt frá Hvarfi og norður undir Disco-eyju. Þetta var á árum góðs árferðis á Norður-Atlantshafi eða fyrir 1968, og skilaði sér í allt að 400.000 tonna ársafla af þorski við Grænland. Áttu Islendingar drjúgan þátt í þeim veiðum. Um 1968 versnaði árferðið í sjón- um við Vestur-Grænland snögglega eins og 1965 á norðurmiðum við Ísland (hitafall í sjónum við Vestur- Grænland var um 1,3° C), og þor- skafli hrundi niður í um 40.000 tonn á ári. Harðri sókn og lélegri nýliðun í vondu árferði var kennt um. Þorsk- stofninn við Grænland hefur ekki náð sér aftur síðan og árferðið í sjón- um við Vestur-Grænland er áfram rnjög óstöðugt eins og á morðurmið- um við ísland. Því má bæta við hér að sömu sögu virðist mega segja um Labrador-mið og um Grænlandsmið, þ.e. minnkandi hlutdeild „hlýs” Atl- antssjávar og aukin hlutdeild pól- sjávar hafa rýrt lífskilyrðin fyrir þorsk á bönkunum vestur þar. í þessu dæmi öllu eru hrygningar- göngur þorsks frá Grænlandi til ís- lands einnig mun ótryggari nú hin síðari ár en var fyrir 1965-1968. Þorskafli fyrr og nú Samantekið, þá hefur þorskafli á íslandsmiðum fallið úr 500.000 tonn- um á ári þegar best lét á öldinni í um 350.000 tonn eða minna. Á Grænlandsmiðum var fallið úr 400.000 tonnum í 50.000 tonn á ári eða minna. Engu öðru verður um kennt í fyrstu en minni nýliðun og þroska í versnandi árferði, og þá minni „veiðilendum” eða „beit” ásamt of mikilli sókn miðað við þess- ar breyttu aðstæður. SJÁNÆSTÚÖPNÚ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.