Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 Minning: Kristín Pálsdótt ir — bankaritari Fædd 8. september 1911 Dáin 13. nóvember 1991 Elskuleg vinkona okkar frú Kristín Pálsdóttir, Drápuhlíð 38, hér í borg, er fallin í valinn eftir langt og strangt dauðastríð. Enginn af kunningjum hennar mun hafa þekkt hana betur en undirrituð. Þetta var harðdugleg mannkostakona, eins og þær gerast bestar. Við mæðgur, Anna dóttir mín og ég, sendum öllu skylduliði hennar okkar dýpstu samúð, og von um endurfundi að jarðlífi' loknu. Blessuð sé minning Kristínar Pálsdóttur. Auður Matthíasdóttir, Dalalandi 5, Reykjavík. Leyfðu nú, drottinn, enn að unna eitt sumar mér við náttúruna, kailirðu þá, eg glaður get gengið til þín hið dimma fet. (Jónas Hallgrímsson) Elskuleg móðursystir mín, Krist- ín Pálsdóttir, er látin. Kristín fædd- ist á Skólavörðustíg 8 í Reykjavík, 8. september 1911. Foreldrar henn- ar voru Páll Amason, lögreglu- þjónn, f. 25. desember 1971 (Páll var sonur Ama Árnasonar bónda á Skammbeinsstöðum og Fellsmúla, og Ingiríðar Guðmundsdóttur) og Kristín Árnadóttir (Jónssonar bónda í Miklaholtshelli í Flóa og Þorbjargar Filippusdóttur). Kristín var sjötta í röðinni af níu systkin- um. Elst er Þorbjörg, þá Bjarney, Ámý, lést 1987, Árni, Inga S., Kristín, Páll Kr., Auður, lést 1966, og yngst er Sigríður. Kristín giftist Þorsteini V. Jóns- syni 21. nóvember 1936. Hann var fæddur 12. febrúar 1910, d. 6. októ- ber 1970, bókari í Reykjavík. Þor- steinn var sonur Jóns Helgasonar, bónda í Skarpatungu, Laxárdal, A-Hún. og Breiðavaði, og Ragn- heiðar Ingibjargar Sveinsdóttur, bónda Enni í Refasveit. Þau Kristín og Þorsteinn eignuð- ust fjögur böm. Þau em: Kristín, f. 13. maí 1938, gift Kristmanni Eiðssyni kennara og þýðanda, og eiga þau ijóra syni. Jón Ragnar, f. 13. apríl 1940, d. 14. ágúst 1968. Hann kvæntist Margréti Leifsdótt- ur og áttu þau þrjú börn. Þórhild- ur, f. 18. desember 1941, giftist Juan Carlos de Roldán Puente verk- fræðingi. Þau eru búsett í Torremol- inos. Þorsteinn, f. 5. september 1951, verkfræðingur og kennari við HÍ, ókvæntur. Kristín var Verzlunarskólageng- in og dvaldi auk þess eitt ár í Eng- landi. Hún vann hjá Heildverzlun Eggerts Kristjánssonar áður en hún giftist en seinna starfaði hún hjá Mjólkursamsölunni og Ölgerð Tóm- asar. Kristín rak verzlunina Hraunsholt í Garðabæ í tæpan ára- tug. Síðustu tuttugu vinnuárin var hún hjá Landsbanka íslands þar sem hún var lengst af fulltrúi í inn- heimtudeild. En Kristín lagði ekki árar í bát eftir að hún hætti að vinna í fullu starfi hjá Landsbank- anum og vann hjá því að hluta til einnig á bókasafni bankans. Kristín var fulltrúi starfsmannafélags Landsbankans í hlutastarfí sem tengiliður félagsins við eftirlauna- þega. Einnig sat hún í stjóm Pönt- unarfélags starfsmanna. Stína „tanta”, eins og ég kallaði hana jafnan, var mjög dugleg og óvenju spaugsöm. Hún var því vin- sæl meðal starfsfélaga, fjölskyldu og vina. Minningar hrannast upp. Fyrsta minningin er líklega frá Klöpp í Sandgerði, en þar bjuggu þau hjónin, Kristín og Þorsteinn um tíma að sumarlagi, í sambýli við Línu, systur Þorsteins, og Einar mann hennar. Þarna vorum við frænkumar að bjástra innan um hávaxna fífla og sóleyjar í búleik m.a. Þetta var sannkallað ævintýri. Sum systkinanna frá Skólavörðu- stíg áttu í mörg ár bústaði í Hvera- gerði og móðir þeirra. Þaðan minn- ist ég hvera og-hverabrauða, mikils frjálsræðis og glaðværðar. Heimili Stínu og Þorsteins var eins og mitt annað heimili og sótti ég þangað mikið. I kringum 1950 bjuggu þau á Snorrabraut 54, í stórri íbúð, en þar var Mjólkursam- salan til húsa. Þetta var sannur ævintýraheimur. Á þessum árum var mjólk í stórum brúsum og skyr í tunnum og það var ógleymanlegt að fylgjast með starfseminni í ná- vígi. í endurminningunni koma upp öll skiptin sem við Þórhildur fengum mjólk og þykkar franskbrauðsneið- ar með sultu, kæfu og osti. Stína frænka var fjarska þolin- móð þrátt fyrir langan vinnudag og leyfði litlu frænku ansi oft að gista. Efni voru ekki alltaf mikil, en samt voru ávallt birgðir af mat og kökum á boðstólum fyrir gesti og gangandi. Enda mikili gestagangur hjá þeim hjónum og ekki síður í kringum börn Stínu frænku. Svo skemmtilega vill til, að öll fjögur börn Stínu frænku erfðu hennar léttu lund, enda mikið hleg- ið á heimilinu. Það var mikið áfall fyrir okkur öll, þegar Jón Ragnar dó aðeins 28 ára gamall, þá nýkvæntur og átti lítinn eins árs gamlan son. Þau voru óvenju samrýnd mæðginin. En Stína var sterk og bar sína sorg vel. Tveimur árum síðar, árið 1970, lést svo Þorsteinn eiginmaður Krist- ínar eftir langvarandi veikindi. Undanfarin tuttugu ár fór Stína mikið til Spánar, þar sem Þórhildur dóttir hennar býr. Fór hún utan tvisvar til þrisvar á ári til skemmri eða lengri dvalar. Ég hef engum kynnst um ævina, sem mér finnst hafa átt þetta eins vel skilið, því hér á árum áður vann hún lengst af úti allan daginn, og man ég oft eftir henni við þvotta og að strauja fram á nótt. Það sýnir bezt dugnað- inn að hún fékk ekki neina hjálp við heimilið, eins og þá var al- gengt, að vinnukonur væru á heim- ilum. í fyrra og hitteðfyrra nutum við þeirrar ánægju, mamma, Stína, ég og systur mínar, að fara norður og gista hjá Ingu Sólnes, móðursystur. Stína var þá eins og ævinlega manna fyndnust og bezti hugsan- legi ferðafélaginn. Ég veit að ég mæli fyrir munn fjölmargra, þegar ég segi, að marg- ir munu sakna vinar í stað, vinir, fv. vinnufélagar og ferðafélagar. Hún Stína mín tók veikindum sínum af dugnaði og kjarki og kærði sig ekki um neitt víl eða vol- æði. Hún kvartaði aldrei. Það eina sem hún fékkst til að segja var, að hún þreyttist fýrr en áður. Hún var full af lífsvilja undir það síðasta og var meira að segja farin að tala um jólin. Hún var óvenju sterkur persónuleiki og er sárt saknað. Börn, tengdabörn, barna- börn og barnabamabörnin hafa misst mikið. Það skilur eftir nístandi tómleika að eiga ekki eftir að vera samvistum við Stínu aftur. En á móti kemur, að hún lét svo mikið gott af sér leiða, að henni verður vel tekið á æðra sviði. Ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa átt svona heilsteypta og góða móðursystur. Við frændfólkið erum rík af viðkynningunni og höf- um vonandi lært eitthvað af henni og hennar mannkostum. „í dagsins önnura dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. (Steinn Steinarr) Ásta Benediktsdóttir og systkini. Við sem fæddumst á síðari hluta þessarar aldar gerum okkur vafa- laust oft sek um að vanmeta starf þeirra kynslóða sem núna eru að ljúka vegferð sinni. Það er enda örðugt að átta sig á því; við fædd- umst jú með silfurskeið í munni og í skjóli þeirra sem fleyttu íslandi inn í nútímann, þann tíma sem við þekkjum einan. Okkur verður þetta þó ljóst, a.m.k. í andrá, þegar ein- hver okkur kær í hverfandi kynslóð fellur frá. Kristín Pálsdóttir var ein þeirra, fædd fyrir fyrra stríð í kaup- staðnum Reykjavík. Reyna má að gera sér í hugar- lund hvernig ástandið á íslandi var í heimsstyrjöldunum tveimur, spænsku veikinni, kreppunni, síld- arævintýrinu og öðrum þeim at- burðum er hristu upp í þjóð sem fékk sjálfstæði á fyrri hluta þessar- ar aldar. Kristín reyndi þessa tíma hins vegar alla og óx, eins og þjóð- in, við hveija raun, enda var hún sjálfstæð kona sem beið ekki eftir að tækifærin kæmu til sín. Ung fór hún í Verslunarskólann, lauk þar verslunarpófí og fór síðan út á „vinnumarkaðinn” eins og það heitir núna. Starfsævi hennar var fjölbreytt, hún vann við verslunar- störf, verslunarrekstur og síðan lengi í Landsbankanum; ævinlega af þeirri trúmennsku sem henni, og kannski hennar kynslóð, var í blóð borin. Fjölskylda Kristínar var henni ávallt mikilvæg. Hún giftist Þor- steini Jónssyni og átti með honum fjögur börn, þau Kristínu, Jón Ragnar, Þórhildi og Þorstein. Þau og þeirra nánustu fínna nú enn betur hve stórt hlutverk hún lék í lífi þeirra, svo ekki sé minnst á systkini hennar sem hún hafði alla tíð svo náin samskipti við. Öll sökn- um við hennar nú sárt og reynum að ylja okkur við minningarnar all- ar. Og víst er, að fyrir okkur, sem yngri erum, geyma þær ekki aðeins t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN M. SVEINSSON, ÞORVARÐUR JÚLÍUSSON Hrafnistu v/Kleppsveg, bóndi, áður Austurbrun 25, Söndum í Miðfirði, / verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, föstudaginn 22. nóvember, lést í Sjúkrahúsi Akraness 20. nóvember. kl. 13.30. Kristín Jónsdóttir, Sveinn Kristinsson, Elin Snorradóttir, Þorkell Kristinsson, Guðrún Ármannsdóttir, Sólrún Þorvarðardóttir, Börkur Benediktsson, Valgerður Þorvarðardóttir, Sigfús Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Halldóra Þorvarðardóttir, Þórður Jónsson, Stefán Þorvarðarson, Guðrún Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi. t Sonur minn, bróðir okkar, mágur og föðurbróðir, JÓNATAN BJÖRNS EINARSSON, LEIFUR BENEDIKZ, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 18. nóvember. varð bráðkvaddur á heimili sínu í Bampton, Oxfordshire, Útförin fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 23. nóvember Englandi, þann 19. þ.m. kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja Margaret Benedikz, minnast hins látna, geta látið líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Benedikt S. Benedikz, Phyllis Benedikz, John E.G. Benedikz, Þórarinn Benedikz, Sigriður H. Benedikz, Sólveig Þórðardóttir, Pétur W. Benedikz, Barbara Benedikz TorfhildurTorfadóttir. m-r. kn «-*-* tiniaBmaá-m: mæí.tdM.*.*** í ,í *. og bræðrabörn. liðnar gleðistundir með henni, held- ur og, vonandi, þá fyrirmynd sem hún sýndi okkur í starfi sínu og lífi. G.K. í dag er kvödd hinstu kveðju tengdamóðir mín, Kristín Pálsdótt- ir, en hún lést á Landspítalnum 13. nóvember sl. Með henni er gengin góð kona sem um ævina lagði gjörva hönd á margt og lét víða til sín taka. Kristín ólst upp á Skólavörðustíg 8 í Reykjavík í stórri og skemmti- legri fjölskyldu. Foreldrar hennar voru þau Páll Árnason, lögreglu- þjónn hér í bæ, og var hann annar af tveimur lögregluþjónum sem störfuðu í Reykjavík. Hann fæddist 25. desember 1871 og lést 23. apríl 1930. Kona hans var Kristín Áma- dóttir, fædd 12. júlí 1877. Hún lést 12. júní 1958. Þau eignuðust saman níu börn. Þau voru: Þorbjörg, fyrr- um húsfreyja í Kaldárholti í Rang- árvallasýslu. Maður hennar var Helgi Jónsson bóndi. Bjargey Christensen, var gift Sigurd Christ- ensen kennara í Kaupmannahöfn. Árný Jóna, var gift Ragnari Guð- mundssyni, skipstjóra. Árni, bifreið- asmiður, var giftur Else Wittend- orf. Inga, var gift Jóni Sólnes, al- þingismanni og bankastjóra. Páll Kr., organisti, fyrri kona hans var Margrét Árnadóttir, síðari kona Kristín Júlíusdóttir. Auður, var gift Guðmundi Pálssyni smið. Sigríður, var gift Benedikt E. Árnasyni end- urskoðanda. Lára, hálfsystir, var bóndi á Rauðalæk í Rangárþingi. Eins og gefur að skilja hefur heimilislífið á Skólavörðustígnum verið líflegt enda systkinahópurinn glaðvær og kappsfullur. Tónlist var þar í hávegum höfð. Kristín var námfús strax í bernsku og segir sagan að hún hafi lært að lesa þar sem hún sat gegnt eldri systrum þegar þeim var kenndur lesturinn. Að loknum barnaskóla nam Kristín við Verslunarskólann og sigldi að því loknu til námsdvalar á Eng- landi. Með henni fór æskuvinkona hennar, Auður Matthíasdóttir, og víluðu þær ekki fyrir sér að sigla þangað á togara. Þegar heim kom hóf Kristín störf hjá heildsöluverslun Eggerts Krist- jánssonar og starfaði þar til ársins 1937 þegar hún flutti austur á Hvolsvöll þar sem maður hennar, Þorsteinn Jónsson, bókari, vann um hríð hjá Kaupfélagi Hallgeirseyjar. Þau Þorsteinn og Kristín gengu í hjónaband haustið 1936. Þorsteinn var Húnvetningur að ætt og hafði stundað nám í Samvinnuskólanum. Þau kynntust þannig að Þorsteinn leigði herbergi á Skólavörðustígn- um ásamt Jónasi B. Jónassyni fyrr- um fræðslustjóra í Reykjavík. Eftir ársdvöl á Hvolsvelli fluttu þau aftur til Reykjavíkur og Þorsteinn var bókari Mjólkursamsölunnar lengst af. Kristín og Þorsteinn eignuðust fjögur börn: Kristínu, ræstinga- stjóra, maður hennar er Kristmann Eiðsson kennari og þýðandi. Jón Raganar, látinn, kona hans var Margrét Leifsdóttir ljósmóðir. Þór- hildur, fararstjóri á Spáni, maður hennar er Juan Carlos verkfræðing- ur. Þorsteinn, verkfræðingur, ókvæntur. Eins og áður sagði lagði Kristín gjörva hönd á margt um ævina. Hún vann um árabil á skrifstofu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík en árið 1955 hóf hún verslunarrekstur í Garðabæ. Hann var þá lítill bær en í örum vexti. Keypti hún verslun þar af Magnúsi Guðjónssyni, gam- alkunnum Hafnfirðingi, og fylgdi það með í kaupunum að Magnús starfaði áfram við verslunina ásamt Kristínu. Hún rak verslun þar í fímm ár við erfíð skilyrði og vinnu- dagurinn var langur, en þá sýndi hún sem oftar að þrekið var inikið og dugnaðurinn óbilandi. Kristín réðst til starfa hjá Lands- banka íslands árið 1963 og var þar í fullu starfí til ársins 1981 þegar aldurstakmarkinu var náð. En hún settist ekki í helgan stein heldur starfaði áfram í bankanum hjá starfsmannafélaginu sem tengiliður við eftirlaunaþega bankans. Hún tók virkan þátt í félagsmálum starfsmanna, var m.a. formaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.