Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 17 Morgunblaðið/Amór Unga fólkið hlýðir á biskup íslands, herra Ólaf Skúlason segja frá bernskuárum sínum á Suðurnesjum. Biskupinn yfir Is- landi í Garðinum HERRA Ólafur Skúlason biskup heimsótti Garðinn sl. sunnudag í tilefni 130 ára afmælis Útskála- kirkju. Predikaði biskup yfir þéttsetinni kirkju þar sem sókn- arpresturinn Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og fyrrum sóknar- prestur sr. Guðmundur Guð- mundsson þjónuðu fyrir altari. Að lokinni messu var haldið í samkomuhúsið þar sem borð svign- uðu undan kræsingum kvenfélags- kvenna sem buðu kirkjugestum upp á kaffi, en kvenfélagið Gefn hefir verið styrkur og stoð Útskálakirkju í yfir 7 áratugi. Allir klerkarnir töluðu í sam- komuhúsinu auk Braga Friðriks- sonar prófasts í Kjalamesprófast- dæmi. Kom þar m.a. fram að Út- skálakirkju er fyrst getið um árið 1200 þannig að líkur eru á að sókn- in sé yfir átta hundruð ára. Elsti hlutur sem kirkjan á er tinkanna frá árinu 1775. Sr. Guðmundur Guðmundsson hefir starfað lengst klerka við Útskálasókn frá því að kirkjan var tekin í notkun. Ýmislegt fleira bar að sjálfsögðu á góma hjá þessum lærðu mönnum sem oft fóru á kostum í ræðum sín- um. Það kom t.d. fram að sr. Ólaf- ur biskup er alinn upp í Útskála- sókn. Glafur er ættaður úr Keflavík en Keflavík tilheyrði Útskálasókn fram yfir miðja þessá öld. Ýmis skemmtiatriði voru í sam- komuhúsinu. Bjöllukór spilaði. Barnakór söng ásamt kirkjukórn- um. Hlíf Pétursdóttir söng með glæsileik og tilþrifum með undirleik Uwe Eschner og ung dama lék ein- leik á píand. Arnór Kammermúsíkklúbburinn: Mozart-tónleikar í Bústaðakirkju Kammermúsíkklúbburinn heldur þriðju tónleika starfsárs- ins í Bústaðakirkju á sunnudag, 24. nóvember, kl. 20.30. Á efnis- skrá eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, en tvöhundr- uðustu ártíðar hans er minnst þann 5. desember nk. Fyrsta verk tónleikanna er dúó fyrir fiðlu og lágfiðlu í B-dúr, k. 424. Sigrún Eðvaldsdóttir og Helga Þórarinsdóttir leika. Annað verkið er sónata fyrir fiðlu og píanó í e- moll, K. 304. Sigrún og Snorri Sigf- ús Birgisson leika. Þá leika Óskar Ingólfsson, Helga og Snorri Sigfús tríó fyrir klarinettu, lágfiðlu og píanó í Es-dúr, K. 498. Eftir hlé flytja þau Sigrún Eð- valdsóttir, Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdóttir, Guðmundur Krist- mundsson og Nora Komblueh kvintett fyrir tvær fiðlur, tvær iág- fiðlur og knéfiðlu í g-moll, K. 516. Morgunblaðið/Emilía Baldvin Árnason sýnir nú í Tangasal á Hótel Loftleiðum. ■ BALDVIN Arnason sýnir nú málverk í nýjum sýningarsal á Hót- el Loftleiðum, Tangasal. Baldvin er fæddur í Reykjavík árið 1934. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og fór síðan til framhaldsnáms við Frikunst akademien í Kaupmannahöfn, þar sem hann var um þriggja áraskeið. Síðar fór Baldvin til náms í högg- myndalist við Camden Art Center í London. Á liðnum árum hefur hann haldið sýningar bæði hér á landi og erlendis. Má þar nefna sýningar í Danmörku, Færeyjum og nú síðast á Grænlandi. Sýningu Baldvins í Tangasal lýkur á sunnu- dagskvöld, 24. hóvembér. Frá 998. stqr. á qötuna BRIMB0RG Innifalib Faxafeni 8 • S: 91-685870 705 hö 160000, 16 vent/a med beinni innspýtingu Innifalib Vökvastýri Klukka Skipt aftursætisbak Skráning Höfuöpúbar aö aftan Plussklædd sæti Samlæsing B ára ábyrgö Verksmiöjuryövörn Ný númer Heilir hjólkoppar Skottlok/bensínlok opnast innanfrá FEfíOZA l 4x4 EL-U 1600 cc, 16 ventia med beinni innspýtingu Vökvastýri Klukka Skráning Plussklædd sæti 3 ára ábyrgö Verksmiöjuryövörn Ný númer Varadekkshlíf Driflokur Skottlok/bensínlok opnast innanfrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.