Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 17 Morgunblaðið/Amór Unga fólkið hlýðir á biskup íslands, herra Ólaf Skúlason segja frá bernskuárum sínum á Suðurnesjum. Biskupinn yfir Is- landi í Garðinum HERRA Ólafur Skúlason biskup heimsótti Garðinn sl. sunnudag í tilefni 130 ára afmælis Útskála- kirkju. Predikaði biskup yfir þéttsetinni kirkju þar sem sókn- arpresturinn Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og fyrrum sóknar- prestur sr. Guðmundur Guð- mundsson þjónuðu fyrir altari. Að lokinni messu var haldið í samkomuhúsið þar sem borð svign- uðu undan kræsingum kvenfélags- kvenna sem buðu kirkjugestum upp á kaffi, en kvenfélagið Gefn hefir verið styrkur og stoð Útskálakirkju í yfir 7 áratugi. Allir klerkarnir töluðu í sam- komuhúsinu auk Braga Friðriks- sonar prófasts í Kjalamesprófast- dæmi. Kom þar m.a. fram að Út- skálakirkju er fyrst getið um árið 1200 þannig að líkur eru á að sókn- in sé yfir átta hundruð ára. Elsti hlutur sem kirkjan á er tinkanna frá árinu 1775. Sr. Guðmundur Guðmundsson hefir starfað lengst klerka við Útskálasókn frá því að kirkjan var tekin í notkun. Ýmislegt fleira bar að sjálfsögðu á góma hjá þessum lærðu mönnum sem oft fóru á kostum í ræðum sín- um. Það kom t.d. fram að sr. Ólaf- ur biskup er alinn upp í Útskála- sókn. Glafur er ættaður úr Keflavík en Keflavík tilheyrði Útskálasókn fram yfir miðja þessá öld. Ýmis skemmtiatriði voru í sam- komuhúsinu. Bjöllukór spilaði. Barnakór söng ásamt kirkjukórn- um. Hlíf Pétursdóttir söng með glæsileik og tilþrifum með undirleik Uwe Eschner og ung dama lék ein- leik á píand. Arnór Kammermúsíkklúbburinn: Mozart-tónleikar í Bústaðakirkju Kammermúsíkklúbburinn heldur þriðju tónleika starfsárs- ins í Bústaðakirkju á sunnudag, 24. nóvember, kl. 20.30. Á efnis- skrá eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, en tvöhundr- uðustu ártíðar hans er minnst þann 5. desember nk. Fyrsta verk tónleikanna er dúó fyrir fiðlu og lágfiðlu í B-dúr, k. 424. Sigrún Eðvaldsdóttir og Helga Þórarinsdóttir leika. Annað verkið er sónata fyrir fiðlu og píanó í e- moll, K. 304. Sigrún og Snorri Sigf- ús Birgisson leika. Þá leika Óskar Ingólfsson, Helga og Snorri Sigfús tríó fyrir klarinettu, lágfiðlu og píanó í Es-dúr, K. 498. Eftir hlé flytja þau Sigrún Eð- valdsóttir, Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdóttir, Guðmundur Krist- mundsson og Nora Komblueh kvintett fyrir tvær fiðlur, tvær iág- fiðlur og knéfiðlu í g-moll, K. 516. Morgunblaðið/Emilía Baldvin Árnason sýnir nú í Tangasal á Hótel Loftleiðum. ■ BALDVIN Arnason sýnir nú málverk í nýjum sýningarsal á Hót- el Loftleiðum, Tangasal. Baldvin er fæddur í Reykjavík árið 1934. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og fór síðan til framhaldsnáms við Frikunst akademien í Kaupmannahöfn, þar sem hann var um þriggja áraskeið. Síðar fór Baldvin til náms í högg- myndalist við Camden Art Center í London. Á liðnum árum hefur hann haldið sýningar bæði hér á landi og erlendis. Má þar nefna sýningar í Danmörku, Færeyjum og nú síðast á Grænlandi. Sýningu Baldvins í Tangasal lýkur á sunnu- dagskvöld, 24. hóvembér. Frá 998. stqr. á qötuna BRIMB0RG Innifalib Faxafeni 8 • S: 91-685870 705 hö 160000, 16 vent/a med beinni innspýtingu Innifalib Vökvastýri Klukka Skipt aftursætisbak Skráning Höfuöpúbar aö aftan Plussklædd sæti Samlæsing B ára ábyrgö Verksmiöjuryövörn Ný númer Heilir hjólkoppar Skottlok/bensínlok opnast innanfrá FEfíOZA l 4x4 EL-U 1600 cc, 16 ventia med beinni innspýtingu Vökvastýri Klukka Skráning Plussklædd sæti 3 ára ábyrgö Verksmiöjuryövörn Ný númer Varadekkshlíf Driflokur Skottlok/bensínlok opnast innanfrá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.