Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 53 ísland, heilsuparadís í Dagblaðinu 12. nóvember er kjallaragrein eftir Rafn Geirdal skólastjóra einmitt um svipað mál- efni og ég er búinn að skrifa um meira og minna síðastliðin 30 ár án árangurs. Þessi grein Rafns er stórgóð á margan hátt, sérlega um ræktunina og eins og ég hefí hugs- að mér að hægt væri að gera ísland að heilsuparadís. Nú þegar útséð er um að álver eða önnur stóriðjuver verði byggð á íslandi í náinni framtíð þá þarf auðvitað að athuga með aðrar at- vinnugreinar. Ég veit að atvinnu- lega séð er þetta afar mikið áfall fyrir það byggðarlag þar sem álver- ið átti að vera og líka fyrir landið í heild en ekki trúi ég því að þetta dugmikla fólk á Suðurnesjum leggi árar í bát og finni ekki aðrar atvinn- ugreinar sem gætu gefið mikla at- vinnu, kannski meiri en álver, og mikinn gjaldeyri. Ég hefi það skriflegt frá fyrrver- andi forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni, og bækling þar sem í stendur skrifað að rekstur heilsu- hæla sé í athugun, þótt ekkert bóli á niðurstöðum ennþá. Eins og Rafn Geirdal réttilega bendir á er afar auðvelt að rækta hér á iandi allt það grænmeti og sennilega ávexti (sumar tegundir) sem við þurfum allan ársins hring. Eins og nú er farið að gera í rósaræktuninni með nægilegu rafmagni og sérstökum rafljósum svo nú þarf ekki lengur að flytja inn rósir frá útlöndum að vetrinum eins og gert var áður, þær voru heldur ekki betri né ódýrari. Þessa ræktunaraðferð benti ég á fyrir mörgum árum en það yar aldr- ei hægt að framkvæma hana vegna kostnaðar og rafmagnsskorts.. Ég er búinn að vera við garðyrkjustörf við allskonar ræktun frá fermingar- aldri og er nú orðinn 74 ára (ungl- ingur ennþá). Ég var fyrstur hér á landi að rækta sveppi; lærði það í Danmörku 1935 og ræktaði hér heima í Hveragerði 1938 eða 1939 og er það afar auðvelt og mætti spara innflutning á þeim. Ég hefí ræktað banana þó nokkuð og voru sumir klasarnir allt upp í 35 kg á tré. Ég hefi líka ræktað appelsínur, epli, gráfíkjur, vínber, kaffi, tóm- ata, agúrkur og margt fleira með góðum árangri en til þess þarf stór gróðurhús, mikið rafmagn og sér- staka raflýsingu. Garðyrkjumenn hafa aldrei feng- ið styrki frá ríkinu eins og margar aðrar atvinnugreinar og hafa sjálfir þurft að betjast fyrir sínu. Nú fínnst mér gullið tækifæri fyrir Suður- nesjamenn að byggja stórt og full- komið heilsuhæli eða heilsuhótel nálægt Bláa lóninu sem hefir.þá eiginleika sem ekki eru til annars staðar í heiminum. Nóg er til af heilsusamlegu hveravatni og leir og væri þá ekki hægt að halda áfram með Blönduvirkjun ef ekki er til nægilegt rafmagn. Því svona stofn- un þarf mikið rafmagn og yfír- byggja. þarf stór svæði og hita upp svo hægt sé að iðka allskonar úti- íþróttir allan ársins hring. Nóg höfum við af læknum í öllum greinum og margir læknar vinna erlendis en vilja koma heim ef vinna byðist hér. Við eigum líka mikið af vel menntuðu hjúkrunarfólki sem ynni við þetta ef það fengi viðun- andi laun. Eins eigum við marga góða matvælafræðinga og líklega bestu matargerðarmenn í heimi. Þessi starfsemi gæti ef vel væri að staðið skapáð meiri atvinnu og gjaldeyri en stóriðjuverin og væru auk þess mikið árvissari og ekki háð sveiflum á heimsmarkaði eins og álið. Þúsundir af ríkum útlendingum ferðast á milli heilsuhæla land úr landi með ýmsa sjúkdóma og ímyndaða. Þeir myndu alveg eins koma hingað ef fréttist af góðum heilsuhælum. Ég hefí kynnst heilsu- hælum á tveimur stöðum, í Dan- mörku og dvaldi í þijár vikur á Silki- borg bad sanatorium og líkaði vel og er það byggt út frá kolviðaðri Enn og aftur fara fréttamenn rangt með heiti staða á landi okkar. Skáldið sagði í þá veru að lands- lag yrði ekki til fyrr en því hefði verið gefið nafn. En að uppnefna landið er verra en að hafa það nafnlaust. Það er ekki vansalaust að yfírmenn vega- gerðar afmarkaðs svæðis skuli ekki vita hvað landið heitir, sem þeir sjá um vegalagnir um, en heldur ekki afsakanlegt að fréttamaður, sem jafnvel á að vita, skuli gleypa það hrátt sem hann er mataður á. í Morgunblaðinu 15. nóvember sl. er frétt um nýlögn vegar um Öxnadalsheiði. Er þar, skv. upplýs- ingum umdæmisverkfræðings, ver- ið að gera umtalsverðar breytingar á vegarstæði, þar sem vegurinn vestan heiðarinnar er fluttur „niður á eyrarnar meðfram Norðurá”. Nú hefur áin, sem fellur af Öxna- dalsheiði til vesturs til Skagafjarð- ar, heitið Heiðará svo lengi sem menn muna og skjöl eru til um nema hvað hún heitir Króká síðasta spölinn frá því hún rennur um eyr- arnar áður en hún fellur í Norðurá uppsprettu sem er ódrekkandi, samt komast þar að færri en vilja. Einn- ig hefi ég skoðað heil'suhæli á Spáni sem er yfír hundrað ára gamalt en er vel sótt ennþá og margir hafa sóst eftir að fá að kaupa það og gera það nýtískulegara en það hef- ur ekki verið til sölu. Ég legg til að byijað yrði á að byggja heilsuhæli við Bláa lónið og auglýsa vel úti í löndum og ef vel gengi mætti byggja í dalrium inn af Hveragerði. Þar er nægur hiti til að hita upp stóra borg og þar er fegurð mikil og allt til alls. Það eru til margir staðir á landinu sem eru heppilegir fyrir heilsuhæli svo sem Krísuvík, Akureyri, Sauðár- krókur og Laugarvatn. Eins og Rafn bendir réttilega á erum við afar rík þjóð en mjög kröfuhörð með alla lífshætti. Þjóðin er vel menntuð og við höfum mikla möguleika til þess að vera framarlega á ýmsum sviðum. En um margt er eins og ráðamenn hugsi ekki um annað en ferðalög og veisluhöld og margan annan óþarfa og kynna sér oft ekki nægi- lega vel það sem þeir eru að ráðsk- ast með, samanber refa-, minnka- og laxeldi svo fer allt í gjaldþrot. Hugleiðið þetta vel með að gera Island að heilsuparadís og eins ræktunarmálin og þá mun okkur vel farnast í framtíðinni og nægileg atvinna yrði fyrir alla sem vilja vinna. Missið ekki kjarkinn þó svona færi með álverið, hugsið um hvað við eigum mikið af auðæfum í iðrum jarðar þar sem okkar góða vatn er og óspillt ennþá. Tiltölulega óspillt land enn og fegurra en flest önnur og ríkir útlendingar munu koma hingað með fulla vasa af gjaldeyri. Paul V. Michelsen, garðyrkjumaður. skammt neðan við brúna, sem nú er ekið yfir á þjóðvegi 1, en Norð- urá fellur af Hörgárdalsheiði og víðar af suðurenda Tröllaskaga. Við þurfum að einbeita okkur að því að kynna sjálfum okkur landið okk- ar og forðast að örnefni ruglist og brenglist. Benedikt Gunnarsson ------M-t----- Silfurhring- ur með svört- um steini Stór þungur silfurhringur með svörtum hálfmánalaga steini tapað- ist í sumar. Annaðhvort á Aðalsól- baðsstofunni Rauðarárstíg eða á Laugaveginum. Þetta er eini hring- ur sinnar tegundar sem til er hér. Ef einhver hefur upplýsingar um hringinn er hann vinsamlegast beð- inn að hafa samband við Eddu í síma 676018. Að uppnefna landið Spádómarnir rætast 1 5 ] NOTUÐ s nF[ I HÚSGÖGN I Við bjóðum upp á margskonar húsgögn s.s. sófasett, borðstofusett, skrifborð, stóla, barnarúm, hillur, skápa og margt fleira. Seljum á góðum kjörum. Kaupum gegn staðgreiðslu. GA>!LA KRONAN BOLHOLTI 6 " . BOLHOLTI 6, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 679860 ER HÆÐ EÐA LÆGÐ ÍLÍFIÞÍNU? Nýtt „persónulegt veðurkort” Nýja framtíðarkortið lýsirþróun mála í sambandi við: PERSðNULEIKA- 06 KEGflUNARMYNSTUR: þú gengur í gegnum 2]h árs tímabil, en persónuleiki þinn og hegðun breytist frá einu tímabili til annars. ATHAFNIR 06 MARKMIB: Orka þín sveiflast frá einum mánuði til annars. Kortið lýsir hverjum mánuði fyrir sig. HEIMILI, TILFINNIN6AR 06 SAMSKIPTI: Kortið lýsir þenslu, sam- drætti og breytingum í sambandi við tilfinningamálin. HÝTT FRAMTtÐARKORT: Það fyrsta í heiminum, sem tekur bæði mið af framvindu og persónulegri þróun (transits og progressions). Bent er á athafnir til að forðast það neikvæða. Yfirlit yfir hvert ár á einni síðu. Gunnlaugur Guðmundsson, atvinnumaður í stjörnuspeki i 10 ár. STJÖRNUSPEKISTÖÐIN, KJÖRGARÐI, LA UGA VEGI59, SÍMI10377. STJÖRNUSPEKI: SJÁLFSÞEKKING OG UMBURÐARLYNDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.