Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 Um Jón Baldvin og drög- in að EES-samningnum eftir Hauk Helgason 1. Umræður þær sem staðið hafa yfir um hugsanlega aðild íslands að EES eru tvímælalaust þær veig- amestu sem þjóðin hefur átt í frá stofnun lýðveldis. í raun er hægt að segja að íslenska þjóðin standi nú á einhverjum örlagaríkustu tímamótum í gervallri sögu sinni. Utanríkisráðherra hefur — eins og eðlilegt er — verið í forystu þeirra sem staðið hafa í samningun- um af hálfu íslands. Hann hefur samþykkt drög að samningi. Því fer víðs fjarri að í drögum þessum sé drepið á allt það sém semja á um. Ymsir teija að Jón Baldvin hafi staðið sig mjög vel í samningunum — verið jafnvel yfirburðamaður. Ég tel þvert á móti að hann hafi hald- ið illa á málum — verið hinn mesti afglapi í gerðum sínum. Síðar í þessari grein mun ég finna stað þessum orðum mínum. 2. Á árinu 1962 voru mikil átök hér á landi um hvort ísland ætti að sækja um aðild — eða aukaaðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins hélt uppi miklum áróðri fyrir aðild að bandalaginu. Málgögn þessara flokka töldu _það vera hina mestu nauðsyn, að íslendingar tækju þátt í þeirri samsteypu. Hagnaðurinn væri allur okkar megin, með aðild fengjum við stærri og öruggari markaði fyrir útflutningsafurðir okkar. Hinsvegar minntust þessi málgögp harla lítið á þær skyldur, sem við með aðild yrðum að gang- ast undir. Þegar hér var komið sögu voru mynduð samtök þeirra sem andvíg- ir voru aðild — eða aukaaðild — að bandalaginu. í forystu þessara samtaka voru þáverandi forseti ASÍ, Hannibal Valdimarsson, tveir fyrrverandi bankastjórar Landsbankans og Út- vegsbankans, þeir Jón Árnason og Helgi Guðmundsson, Þorsteinn Sig- urðsson, formaður Búnaðarfélags íslands, Bergur Sigurbjömsson, fyrrverandi alþingismaður, Arnór Sigurjónsson, ritstjóri, og sá sem þetta ritar. Að miklu leyti fyrir atbeina þess- ara samtaka fékk þjóðin fræðslu um hið raunverulega eðli banda- lagsins, að með aðild væri þjóðin að stíga eitt mikilvægasta sporið í allri sögu sinni, væri í raun og gefa upp sjálfstæði sitt. Alþýðusambandið lét gefa út fræðslubækling: ísland og Efna- hagsbandalag Evrópu. í formála þessa bæklings sagði Hannibal Valdimarsson m.a.: „Það er sannfæring min, að ís- land eigi hvorki að sækja um fulla aðild, né aukaaðild að Efnahags- bandalagi Evrópu. Það verður ekki aftur tekið,- ef gróðaþyrstu auð- magni Evrópu verður stefnt í lítt numdar auðlindir Islands. Ég heiti á þjóðina að kynna sér þetta al- stærsta mál íslenskra stjórnmála vandlega — forðast að láta blekkja sig — hefja málið langt yfir flokka og krefjast þess, að það verði ekki afgreitt, án þess að þjóðin verði áður spurð annaðhvort með þjóðar- atkvæðagreiðslu, eða beinum al- þingiskosningum, sem fyrst og fremst snúist um þetta mál.” Starf samtakanna gegn aðild — og aukaaðild — bar árangur. Þjóðin mótmælti og svo fór sem kunnugt er að þáverandi ríkisstjórn heyktist á málinu, hún hreinlega lyppaðist niður og hætti við áform sín. Rekjum í stuttu máli hvernig það gerðist að samningar hófust á milli jEB og EFTA um að koma á fót efnahagssvæði Evrópu — EES. Hinn 17. janúar 1989 flutti Jacq- ues Delors, formaður framkvæmda- stjórnar EB, ræðu í Strassborg og lagði til að bandalögin tvö gengju til víðtækara samstarfs. Tveim mánuðum síðar, 14. og 15. mars, héldu forsætis- og utan- ríkisráðherrar EFTA-ríkjanna fund í Ósló. Allmikill skoðanamunur kom upp á þessum fundi. Það er skiljan- legt því hagsmunir þessara ríkja eru með mjög ólíkum hætti. Við Islendingar höfum algjöra sérstöðu, erum fyrst og fremst framleiðendur matvæla. Öll hin EFTA-ríkin eru iðnríki, jafnvel Noregur. Útflutn- ingsverðmæti sjávarafla þar í landi nemur aðeins 7% af heildarútflutn- ingi en hér á landi nemur hann eins og kunnugt er yfir 70%. Iðnaðarríkin sóttu fast að öll EFTA-ríkin sameiginlega tækju upp viðræður við EB. Jón Baldvin var á þeirra máli og ég held að tvennt hafi aðallega ráðið því. Sós- íaldemokratarnir og forsætisráð- herramir Gro Harlem Brundtland og Ingvar Carlsson beittu mjög áhrifum sínum og ennfremur að vitað var að innan tíðar yrði utan- ríkisráðherra íslands í forsæti EFTA — í samræmi við stjórnunar- reglur bandalagsins. Jón Baldvin kom fram vilja sín- um, ísland skipaði sér í hóp hinna ríkjanna. Þessi ákvörðun af hálfu íslands var ákaflega mikil yfirsjón, í raun og veru hrapalleg mistök. Það sem við íslendingar hefðum átt að gera var að hefja tvíhliða viðræð- ur við EB, eins og gert var fyrir tæpum 20 árum. I þeim samningi var hin fræga bókun 6 en sam- kvæmt henni voru tollar EB á ýms- um sjávarafurðum okkar stórlega lækkaðir. Allar líkur eru á því að í nýjum tvíhliða samningi hefðum við getað fengið útvíkkun á bókun 6. Svo mjög eru EB-ríkin þurfandi fyrir fisk af íslandsmiðum, þeirra eigin fiskimið eru að hruni komin. Þegar Steingrímur Hermanns- son, þáverandi forsætisráðherra, flutti ræðu sína á fundinum í Ósló greindi hann frá ákveðnum fyrír- vörum sem ríkisstjórn hans gerði fyrir þátttöku íslands í EFTA-hópn- um. Lagði hann ríka áherslu á þessa fyrirvara. Þessir fyrirvarar fjölluðu um að íslenska þjóðin myndi aldrei gefa sig á vald yfirþjóðlegum stofnunum, hún myndi aldrei afsala sér fullveld- inu, hún vildi sjálf hafa stjórn á náttúruauðlindum landsins, hún vildi hafa fyrirvara hvað varðar frelsi á sviði fjármagnshreyfinga, þjónustu og fólksflutninga og loks að hún héldi fast við þá kröfu að allir tollar af sjávarafurðum okkar yrðu felldir niður. Að loknum fundinum hófust við- ræður á milli fulltrúa EB og EFTA. Á tímabili könnunarviðræðnanna virðast ofangreindir fyrirvarar Steingríms hvergi hafa verið settir formlega fram nema í innanhússp- laggi EFTA og þá merktir „trúnað- armál”. í septerpber 1990 staðfesti svo Jón Baldvin, að í reynd væru aðal- fyrirvarar íslands aðeins orðnir tveir, „annars vegar, að útlending- um verði ekki leyft að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi og hins veg- ar, að þeir hafi ekki ótakmarkaðan aðgang að fiskimiðunum”. Svo virð- ist að aðrir fyrirvarar hafi gloprast niður úr höndum Jóns Baldvins. Þegar um er að ræða samninga við erlend ríki þá segir svo í iögum að samráð skuli haft við utanríkis- málanefnd. Á fyrstu mánuðum samningsvíð- ræðnanna var þetta ekki gert. Því var það að á fundi sínum 29. nóv- ember 1989 gerði ríkisstjómin þá samþykkt „að náið samráð verði haft innan ríkisstjórnarínnar og við utanríkismálanefnd á öllum stigum málsins”. Þrátt fyrir þessa sam- þykkt hélt Jón Baldvin sínu striki, hélt áfram að leika einleik. Mér er kunnugt um að margsinn- is komu samráðherrar Jóns Bald- vins með fyrirspurnir á ríkisstjórn- arfundum um gang viðræðnanna en fengu jafnan loðin svör. Hið sama er hægt að segja um utanríksmálanefnd. Upplýsingár þær sem nefndarmenn fengu voru af mjög skornum skammti. Enn þann dag í dag hafa nefndarmenn ekki fengið tilskilin plögg. Með sanni má segja að það sé furðulegt að samráðherrar Jons Baldvins í fyrrverandi ríkisstjórn og utanríkismálanefnd skuli hafa látið sér lynda þetta háttalag. 4. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um EB né heldur þá stað- reynd að ef ísland gerist aðili að EÉS á grundvelli þeirra draga að samningi sem fyrir liggja þá er búið að stíga fyrsta skrefið til inn- göngu í EB, Island verður komið inn í fordyri EB. Svo mikið hefur um þetta hvort tveggja verið rætt og ritað. Þó vil ég rifja upp nokkur atriði. EB — Evrópubandalag Evrópu — er samsteypa 12 ríkja í Evrópu. Marmkiðið með stofnun bandalags- iris var að koma á einu samræmdu evrópsku efnahagssvæði. Það var gert með s.k. fjórfrelsi. Flutningar á vöru, þjónustu, fjármagni og fólki á milli ríkjanna urðu fijálsir, tollar afnumdir óg öll önnur höft niður- felld. EB er yfirþjóðleg stofnun. Fram- kvæmdastjóm bandalagsins er Haukur Helgason „Ég endurtek: Með að- ild að EES erum við að hleypa inn í landið gróðaþyrstu auðmagni. Það er mergurinn máls- ins.” ákaflega voldug, hefur bæði lög- gjafarvald og framkvæmdavald. Valdsvið dómstólsins er einnig mjög mikið, hann er Hæsti-rettur allra ríkjanna í bandalaginu. Hingað til hefur EB að mestu fengist við viðskipta- og efnahags- mál. Nú stefnir hinsvegar óðfluga að því að breyta b’andalaginu í eina ríkisheild, setja á ; stofn Stórríki Evrópu, með einu löggjafarvaldi, einu framkvæmdavaldi, einu dóms- valdi. Þegar eru hafnar viðræður rnilli ríkjannamm 'þessa gjörbreyt- »ihgu á bandalaginu. Með fyrirhuguðum EES-samn- ingi er ísland að tengjast EB mjög nánum böndum. Við skuldbindum okkur til að opna land okkar fyrir erlendu atvinnulífi, ijármagni og vinnuafli. Við skuldbindum okkur til að taka á móti 1.400 lagabálkum sem eiga að gilda hér á landi. Alþingi kemur ekki til með að geta breytt — eða fellt úr gildi — þessi aðsendu lög. Ef Alþingi kemur til með að samþykkja fyrirliggjandi drög að EES-samingnum þá er það að skerða eigið löggjafarvald og verður á eftir ekki svipur hjá sjón. Við skuldbindum okkur til að hlíta — í vissum tilgreindum málum — úrskurðum erlends dómstóls, sem skipaður verður 5 dómurum frá EB og 3 frá EFTA. Þetta þýðir að Hæstiréttur íslands verður ekki lengur æðsti dómstóll landsmanna. Á móti þessu sem nú var talið kemur það að nokkrir tollar af af- urðum okkar verða lækkaðir. Krafa okkar um að allir tollar skyldu nið- ur felldir náði ekki fram að ganga. Það er því bæði furðulegt og fáránlegt þegar Jón Baldvin kemur til íslands að „samningnum” lokn- um og segir við þjóðina: „Við feng- um allt fyrir ekkert.” 5. Meðal fyrirvaranna sem Stein- grímur Hermannsson lagði þunga áherslu á á fundinum í Ósló var að allir toljar í EB á sjávarafurðum okkar íslendinga yrðu algjörlega feldir niður. Þessi krafa okkar íslendinga gekk ekki eftir. í stað þess var samið um að EB-ríkin fengju að- gang að auðlind okkar, fiskimiðun- um. Að vísu var samið um lítið magn, 3.000 tonn af karfa. En litli fingurinn var réttur fram og vita þá flestir"hvað það þýðir. í þessu sambandi er rétt að geta þess að á sínum tíma samdi EB við Kanada um fiskveiðar þar vestra. Að fyrsta samningstímabilinu loknu kom í ljós að Portúgalir og einkum þó Spán- veijar höfðu veitt sjö sinnum meira magn en um var samið. Við hér heima fengum nú á dög- unum örlítinn smjörþef af því sem koma skal. Belgískur togari var tekinn í landhelgi vegna þess að hann hafði of litla möskva í netum sínum. Þegar varðskipið tók togar- ann hafði skipstjóri hans gefið upp 6 tonna veiði. í lestum togarans reyndust vera 12 tonn. Skýringar íslenskra stjórnvalda á því hvers vegna EB var veitt heim- ild til karfaveiða í landhelginni eru þvættingur. Það er rétt að á sfnum tíma keypti EB heimild til loðnu- veiða í grænlenskri lögsögu. Þessa heimild hefur EB aldrei hagnýtt sér, loðnan hefur gengið á íslands- mið og veidd af íslenskum sjómönn- um. Rétt er að geta þess — og vekja á því athygli — að á sama tíma og áætlað er að heimila EB veiðar í landhelginni er verið að skera niður kvóta landsmanna sjálfra. 6. Hannibal Valdimarsson sagði í formála sínum: „Það verður ekki aftur tekið, ef gróðaþyrstu auð- magni Evrópu verður stefnt í lítt numdar auðlindir íslands.” Þetta eru orð að sönnu. Með aðild að EES værum við íslending- ar að hleypa „gróðaþyrstu auð- magni” í auðlindir okkar, í landið sjálftj í landhelgina, í fallvötnin. Við Islendingar vitum vart hvað erlent auðmagn er.- I einni af kveðjuræðum sínum við brautskráningu stúdenta sagði dr. Sigmundur Guðbjarnason, þá- verandi rektor Háskóla íslands: .. ég hef áhyggjur af því að menn átti sig ekki á því hvað fyrir- tækin eru orðin risavaxin sem eru að kaupa upp heilu atvinnugrein- arnar. Ég vík að einu fyrirtæki sem ég þekki aðeins til. Þetta fyrirtæki starfar í sextán löndum Evrópu, í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og í 40 löndum Asíu. Starfsmenn þess eru yfir 300.000 og veltan á síðast ári yfir 2.000 milljarðar ísl. króna sem eru tuttuguföld fjárlög íslenska ríkisins. Fyrirtækið keypti á síðasta ári 55 fyrirtæki og mörg þeirra eru vel þekkt. Þetta fjölþjóða- fyrirtæki er ráðandi á matvæla- markaði Evrópu og mjög stórt á ýmsum öðrum sviðum. Það kemur mjög víða við undir ýmsurn nöfnum í ýmsum löndum. Það rekur fisk- verslanir og fiskveitingastaði um alla Evrópu og selur auk þess fisk í Bandaríkjunum og Japan og rekur laxeldi í Skotlandi svo eitthvað sé upp talið.” Og dr. Sigmundur hélt áfram og sagði: „Þetta fyrirtæki hefur aug- ljósan hag af því að kaupa sig í rólegheitum hér inn í íslenskar fisk- veiðar og útgerð. Ef ekki er að gáð þá er þessu fyrirtæki í lófa lagið að kaupa upp megnið af kvótanum. Þá verður auðvitað ekki horft í at- SYN 1 N G á prenttækjum frá AM International AM International. dagana 20. 21. og 22. nóvember n.k. í húsakynnum Multigraphics okkar að Skipholti 33. Varityper Við kynnum og sýnum: Multi 1960XE-CD offset prentvél Otto B. Arnar hf. Multi SP888 plötugerðartæki Skipholti 33 Reykjavík Varityper 4000/5300 setningartæki Símar624631 - 624699 1 ( t I I i I l i # I f í L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.