Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Um Jón Baldvin og drög-
in að EES-samningnum
eftir Hauk Helgason
1.
Umræður þær sem staðið hafa
yfir um hugsanlega aðild íslands
að EES eru tvímælalaust þær veig-
amestu sem þjóðin hefur átt í frá
stofnun lýðveldis. í raun er hægt
að segja að íslenska þjóðin standi
nú á einhverjum örlagaríkustu
tímamótum í gervallri sögu sinni.
Utanríkisráðherra hefur — eins
og eðlilegt er — verið í forystu
þeirra sem staðið hafa í samningun-
um af hálfu íslands. Hann hefur
samþykkt drög að samningi. Því fer
víðs fjarri að í drögum þessum sé
drepið á allt það sém semja á um.
Ymsir teija að Jón Baldvin hafi
staðið sig mjög vel í samningunum
— verið jafnvel yfirburðamaður. Ég
tel þvert á móti að hann hafi hald-
ið illa á málum — verið hinn mesti
afglapi í gerðum sínum.
Síðar í þessari grein mun ég finna
stað þessum orðum mínum.
2.
Á árinu 1962 voru mikil átök hér
á landi um hvort ísland ætti að
sækja um aðild — eða aukaaðild
að Efnahagsbandalagi Evrópu.
Þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins hélt
uppi miklum áróðri fyrir aðild að
bandalaginu. Málgögn þessara
flokka töldu _það vera hina mestu
nauðsyn, að íslendingar tækju þátt
í þeirri samsteypu. Hagnaðurinn
væri allur okkar megin, með aðild
fengjum við stærri og öruggari
markaði fyrir útflutningsafurðir
okkar. Hinsvegar minntust þessi
málgögp harla lítið á þær skyldur,
sem við með aðild yrðum að gang-
ast undir.
Þegar hér var komið sögu voru
mynduð samtök þeirra sem andvíg-
ir voru aðild — eða aukaaðild —
að bandalaginu.
í forystu þessara samtaka voru
þáverandi forseti ASÍ, Hannibal
Valdimarsson, tveir fyrrverandi
bankastjórar Landsbankans og Út-
vegsbankans, þeir Jón Árnason og
Helgi Guðmundsson, Þorsteinn Sig-
urðsson, formaður Búnaðarfélags
íslands, Bergur Sigurbjömsson,
fyrrverandi alþingismaður, Arnór
Sigurjónsson, ritstjóri, og sá sem
þetta ritar.
Að miklu leyti fyrir atbeina þess-
ara samtaka fékk þjóðin fræðslu
um hið raunverulega eðli banda-
lagsins, að með aðild væri þjóðin
að stíga eitt mikilvægasta sporið í
allri sögu sinni, væri í raun og gefa
upp sjálfstæði sitt.
Alþýðusambandið lét gefa út
fræðslubækling: ísland og Efna-
hagsbandalag Evrópu. í formála
þessa bæklings sagði Hannibal
Valdimarsson m.a.:
„Það er sannfæring min, að ís-
land eigi hvorki að sækja um fulla
aðild, né aukaaðild að Efnahags-
bandalagi Evrópu. Það verður ekki
aftur tekið,- ef gróðaþyrstu auð-
magni Evrópu verður stefnt í lítt
numdar auðlindir Islands. Ég heiti
á þjóðina að kynna sér þetta al-
stærsta mál íslenskra stjórnmála
vandlega — forðast að láta blekkja
sig — hefja málið langt yfir flokka
og krefjast þess, að það verði ekki
afgreitt, án þess að þjóðin verði
áður spurð annaðhvort með þjóðar-
atkvæðagreiðslu, eða beinum al-
þingiskosningum, sem fyrst og
fremst snúist um þetta mál.”
Starf samtakanna gegn aðild —
og aukaaðild — bar árangur. Þjóðin
mótmælti og svo fór sem kunnugt
er að þáverandi ríkisstjórn heyktist
á málinu, hún hreinlega lyppaðist
niður og hætti við áform sín.
Rekjum í stuttu máli hvernig það
gerðist að samningar hófust á milli
jEB og EFTA um að koma á fót
efnahagssvæði Evrópu — EES.
Hinn 17. janúar 1989 flutti Jacq-
ues Delors, formaður framkvæmda-
stjórnar EB, ræðu í Strassborg og
lagði til að bandalögin tvö gengju
til víðtækara samstarfs.
Tveim mánuðum síðar, 14. og
15. mars, héldu forsætis- og utan-
ríkisráðherrar EFTA-ríkjanna fund
í Ósló. Allmikill skoðanamunur kom
upp á þessum fundi. Það er skiljan-
legt því hagsmunir þessara ríkja
eru með mjög ólíkum hætti. Við
Islendingar höfum algjöra sérstöðu,
erum fyrst og fremst framleiðendur
matvæla. Öll hin EFTA-ríkin eru
iðnríki, jafnvel Noregur. Útflutn-
ingsverðmæti sjávarafla þar í landi
nemur aðeins 7% af heildarútflutn-
ingi en hér á landi nemur hann eins
og kunnugt er yfir 70%.
Iðnaðarríkin sóttu fast að öll
EFTA-ríkin sameiginlega tækju
upp viðræður við EB. Jón Baldvin
var á þeirra máli og ég held að
tvennt hafi aðallega ráðið því. Sós-
íaldemokratarnir og forsætisráð-
herramir Gro Harlem Brundtland
og Ingvar Carlsson beittu mjög
áhrifum sínum og ennfremur að
vitað var að innan tíðar yrði utan-
ríkisráðherra íslands í forsæti
EFTA — í samræmi við stjórnunar-
reglur bandalagsins.
Jón Baldvin kom fram vilja sín-
um, ísland skipaði sér í hóp hinna
ríkjanna. Þessi ákvörðun af hálfu
íslands var ákaflega mikil yfirsjón,
í raun og veru hrapalleg mistök.
Það sem við íslendingar hefðum átt
að gera var að hefja tvíhliða viðræð-
ur við EB, eins og gert var fyrir
tæpum 20 árum. I þeim samningi
var hin fræga bókun 6 en sam-
kvæmt henni voru tollar EB á ýms-
um sjávarafurðum okkar stórlega
lækkaðir. Allar líkur eru á því að
í nýjum tvíhliða samningi hefðum
við getað fengið útvíkkun á bókun
6. Svo mjög eru EB-ríkin þurfandi
fyrir fisk af íslandsmiðum, þeirra
eigin fiskimið eru að hruni komin.
Þegar Steingrímur Hermanns-
son, þáverandi forsætisráðherra,
flutti ræðu sína á fundinum í Ósló
greindi hann frá ákveðnum fyrír-
vörum sem ríkisstjórn hans gerði
fyrir þátttöku íslands í EFTA-hópn-
um. Lagði hann ríka áherslu á þessa
fyrirvara.
Þessir fyrirvarar fjölluðu um að
íslenska þjóðin myndi aldrei gefa
sig á vald yfirþjóðlegum stofnunum,
hún myndi aldrei afsala sér fullveld-
inu, hún vildi sjálf hafa stjórn á
náttúruauðlindum landsins, hún
vildi hafa fyrirvara hvað varðar
frelsi á sviði fjármagnshreyfinga,
þjónustu og fólksflutninga og loks
að hún héldi fast við þá kröfu að
allir tollar af sjávarafurðum okkar
yrðu felldir niður.
Að loknum fundinum hófust við-
ræður á milli fulltrúa EB og EFTA.
Á tímabili könnunarviðræðnanna
virðast ofangreindir fyrirvarar
Steingríms hvergi hafa verið settir
formlega fram nema í innanhússp-
laggi EFTA og þá merktir „trúnað-
armál”.
í septerpber 1990 staðfesti svo
Jón Baldvin, að í reynd væru aðal-
fyrirvarar íslands aðeins orðnir
tveir, „annars vegar, að útlending-
um verði ekki leyft að fjárfesta í
íslenskum sjávarútvegi og hins veg-
ar, að þeir hafi ekki ótakmarkaðan
aðgang að fiskimiðunum”. Svo virð-
ist að aðrir fyrirvarar hafi gloprast
niður úr höndum Jóns Baldvins.
Þegar um er að ræða samninga
við erlend ríki þá segir svo í iögum
að samráð skuli haft við utanríkis-
málanefnd.
Á fyrstu mánuðum samningsvíð-
ræðnanna var þetta ekki gert. Því
var það að á fundi sínum 29. nóv-
ember 1989 gerði ríkisstjómin þá
samþykkt „að náið samráð verði
haft innan ríkisstjórnarínnar og við
utanríkismálanefnd á öllum stigum
málsins”. Þrátt fyrir þessa sam-
þykkt hélt Jón Baldvin sínu striki,
hélt áfram að leika einleik.
Mér er kunnugt um að margsinn-
is komu samráðherrar Jóns Bald-
vins með fyrirspurnir á ríkisstjórn-
arfundum um gang viðræðnanna
en fengu jafnan loðin svör.
Hið sama er hægt að segja um
utanríksmálanefnd. Upplýsingár
þær sem nefndarmenn fengu voru
af mjög skornum skammti. Enn
þann dag í dag hafa nefndarmenn
ekki fengið tilskilin plögg.
Með sanni má segja að það sé
furðulegt að samráðherrar Jons
Baldvins í fyrrverandi ríkisstjórn
og utanríkismálanefnd skuli hafa
látið sér lynda þetta háttalag.
4.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um EB né heldur þá stað-
reynd að ef ísland gerist aðili að
EÉS á grundvelli þeirra draga að
samningi sem fyrir liggja þá er
búið að stíga fyrsta skrefið til inn-
göngu í EB, Island verður komið
inn í fordyri EB. Svo mikið hefur
um þetta hvort tveggja verið rætt
og ritað. Þó vil ég rifja upp nokkur
atriði.
EB — Evrópubandalag Evrópu —
er samsteypa 12 ríkja í Evrópu.
Marmkiðið með stofnun bandalags-
iris var að koma á einu samræmdu
evrópsku efnahagssvæði. Það var
gert með s.k. fjórfrelsi. Flutningar
á vöru, þjónustu, fjármagni og fólki
á milli ríkjanna urðu fijálsir, tollar
afnumdir óg öll önnur höft niður-
felld.
EB er yfirþjóðleg stofnun. Fram-
kvæmdastjóm bandalagsins er
Haukur Helgason
„Ég endurtek: Með að-
ild að EES erum við að
hleypa inn í landið
gróðaþyrstu auðmagni.
Það er mergurinn máls-
ins.”
ákaflega voldug, hefur bæði lög-
gjafarvald og framkvæmdavald.
Valdsvið dómstólsins er einnig mjög
mikið, hann er Hæsti-rettur allra
ríkjanna í bandalaginu.
Hingað til hefur EB að mestu
fengist við viðskipta- og efnahags-
mál. Nú stefnir hinsvegar óðfluga
að því að breyta b’andalaginu í eina
ríkisheild, setja á ; stofn Stórríki
Evrópu, með einu löggjafarvaldi,
einu framkvæmdavaldi, einu dóms-
valdi. Þegar eru hafnar viðræður
rnilli ríkjannamm 'þessa gjörbreyt-
»ihgu á bandalaginu.
Með fyrirhuguðum EES-samn-
ingi er ísland að tengjast EB mjög
nánum böndum. Við skuldbindum
okkur til að opna land okkar fyrir
erlendu atvinnulífi, ijármagni og
vinnuafli.
Við skuldbindum okkur til að
taka á móti 1.400 lagabálkum sem
eiga að gilda hér á landi. Alþingi
kemur ekki til með að geta breytt
— eða fellt úr gildi — þessi aðsendu
lög. Ef Alþingi kemur til með að
samþykkja fyrirliggjandi drög að
EES-samingnum þá er það að
skerða eigið löggjafarvald og verður
á eftir ekki svipur hjá sjón.
Við skuldbindum okkur til að
hlíta — í vissum tilgreindum málum
— úrskurðum erlends dómstóls, sem
skipaður verður 5 dómurum frá EB
og 3 frá EFTA. Þetta þýðir að
Hæstiréttur íslands verður ekki
lengur æðsti dómstóll landsmanna.
Á móti þessu sem nú var talið
kemur það að nokkrir tollar af af-
urðum okkar verða lækkaðir. Krafa
okkar um að allir tollar skyldu nið-
ur felldir náði ekki fram að ganga.
Það er því bæði furðulegt og
fáránlegt þegar Jón Baldvin kemur
til íslands að „samningnum” lokn-
um og segir við þjóðina: „Við feng-
um allt fyrir ekkert.”
5.
Meðal fyrirvaranna sem Stein-
grímur Hermannsson lagði þunga
áherslu á á fundinum í Ósló var að
allir toljar í EB á sjávarafurðum
okkar íslendinga yrðu algjörlega
feldir niður.
Þessi krafa okkar íslendinga
gekk ekki eftir. í stað þess var
samið um að EB-ríkin fengju að-
gang að auðlind okkar, fiskimiðun-
um. Að vísu var samið um lítið
magn, 3.000 tonn af karfa. En litli
fingurinn var réttur fram og vita
þá flestir"hvað það þýðir. í þessu
sambandi er rétt að geta þess að á
sínum tíma samdi EB við Kanada
um fiskveiðar þar vestra. Að fyrsta
samningstímabilinu loknu kom í ljós
að Portúgalir og einkum þó Spán-
veijar höfðu veitt sjö sinnum meira
magn en um var samið.
Við hér heima fengum nú á dög-
unum örlítinn smjörþef af því sem
koma skal. Belgískur togari var
tekinn í landhelgi vegna þess að
hann hafði of litla möskva í netum
sínum. Þegar varðskipið tók togar-
ann hafði skipstjóri hans gefið upp
6 tonna veiði. í lestum togarans
reyndust vera 12 tonn.
Skýringar íslenskra stjórnvalda á
því hvers vegna EB var veitt heim-
ild til karfaveiða í landhelginni eru
þvættingur. Það er rétt að á sfnum
tíma keypti EB heimild til loðnu-
veiða í grænlenskri lögsögu. Þessa
heimild hefur EB aldrei hagnýtt
sér, loðnan hefur gengið á íslands-
mið og veidd af íslenskum sjómönn-
um.
Rétt er að geta þess — og vekja
á því athygli — að á sama tíma og
áætlað er að heimila EB veiðar í
landhelginni er verið að skera niður
kvóta landsmanna sjálfra.
6.
Hannibal Valdimarsson sagði í
formála sínum: „Það verður ekki
aftur tekið, ef gróðaþyrstu auð-
magni Evrópu verður stefnt í lítt
numdar auðlindir íslands.”
Þetta eru orð að sönnu. Með
aðild að EES værum við íslending-
ar að hleypa „gróðaþyrstu auð-
magni” í auðlindir okkar, í landið
sjálftj í landhelgina, í fallvötnin.
Við Islendingar vitum vart hvað
erlent auðmagn er.-
I einni af kveðjuræðum sínum
við brautskráningu stúdenta sagði
dr. Sigmundur Guðbjarnason, þá-
verandi rektor Háskóla íslands:
.. ég hef áhyggjur af því að
menn átti sig ekki á því hvað fyrir-
tækin eru orðin risavaxin sem eru
að kaupa upp heilu atvinnugrein-
arnar. Ég vík að einu fyrirtæki sem
ég þekki aðeins til. Þetta fyrirtæki
starfar í sextán löndum Evrópu, í
Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu
og í 40 löndum Asíu. Starfsmenn
þess eru yfir 300.000 og veltan á
síðast ári yfir 2.000 milljarðar ísl.
króna sem eru tuttuguföld fjárlög
íslenska ríkisins. Fyrirtækið keypti
á síðasta ári 55 fyrirtæki og mörg
þeirra eru vel þekkt. Þetta fjölþjóða-
fyrirtæki er ráðandi á matvæla-
markaði Evrópu og mjög stórt á
ýmsum öðrum sviðum. Það kemur
mjög víða við undir ýmsurn nöfnum
í ýmsum löndum. Það rekur fisk-
verslanir og fiskveitingastaði um
alla Evrópu og selur auk þess fisk
í Bandaríkjunum og Japan og rekur
laxeldi í Skotlandi svo eitthvað sé
upp talið.”
Og dr. Sigmundur hélt áfram og
sagði: „Þetta fyrirtæki hefur aug-
ljósan hag af því að kaupa sig í
rólegheitum hér inn í íslenskar fisk-
veiðar og útgerð. Ef ekki er að gáð
þá er þessu fyrirtæki í lófa lagið
að kaupa upp megnið af kvótanum.
Þá verður auðvitað ekki horft í at-
SYN 1 N G á prenttækjum frá AM International AM International.
dagana 20. 21. og 22. nóvember n.k. í húsakynnum Multigraphics
okkar að Skipholti 33. Varityper
Við kynnum og sýnum:
Multi 1960XE-CD offset prentvél Otto B. Arnar hf.
Multi SP888 plötugerðartæki Skipholti 33 Reykjavík
Varityper 4000/5300 setningartæki Símar624631 - 624699
1
(
t
I
I
i
I
l
i
#
I
f
í
L