Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 43 Minning: Bjöm Magnússon vélsmiður — Minning Fæddur 15. október 1913 Dáinn 14. nóvember 1991 Björn Magnússon jámsmíða- meistari lést á heimili sínu, Suður- götu 18, Keflavík, fimmtudaginn 14. nóvember sl. Með honum er genginn einn dugmesti og hæfíleik- aríkasti járnsmiður Suðurnesja. Hann var sonur Magnúsar heitins Björnssonar járnsmiðs og konu hans Kristínar Bjarnadóttur. Ungur að árum missti Björn móður sína, en ólst upp hjá vandamönnum þar til hann hóf nám hjá föður sínum hér suður í Keflavík, en þar rak hann vélsmiðju. Magnús heitinn var annálaður hagleiksmaður, en það var eitt öðru fremur, sem Björn minntist frá föð- ur sínum, hve mikla virðingu hann bar fyrir verkfærum, en þann eigin- leika erfði Björn í ríkum mæli og smíðaði mikið af sínum sérverkfær- um sjálfur. Eins og oft vill verða fetaði sonur í fótspor föður og stofnaði Björn sína eigin smiðju, Vélsmiðju Björns Magnússonar, árið 1946 og fram- leiddi þar aðallega miðstöðvarkatla og hlutu þeir nafnið B.M. katlar og urðu fljótt landsþekktir fyrir góða nýtingu. En hann vann jafnframt ýmis önnur nýsmíðaverkefni auk þjónustustarfa og varð smiðjan í Suðurgötunni fljótlega alltof lítil og skömmu eftir 1950 hófst hann handa um smíði á stóru og myndar- legu iðnaðarhúsnæði upp á tvær hæðir á Hafnargötu 90. Þar hélt Björn katlasmíðinni áfram, en hóf jafnframt smíðar á yfírbyggingum báta og ýmsum hjálpartækjum til báta og útgerðar almennt. Hann réð til sín verkfræðinga, en hin almennu skrifstofustörf annaðist yngri bróðir hans sem nú er látinn fyrir mörgum árum, Alexander Magnússon. Björn stóð alltaf á verkstæðisgólfinu og stjórnaði beint framleiðslunni og átti ég oft erindi við hann í smiðj- una meðan ég var vélaeftirlitsmaður Islenskra aðalverktaka með ýmis verkefni, sem hann leysti af hendi með sinni alkunnu lipurð og verklagni. Á þessum árum var farið að ræða það í alvöru innan Iðnaðarmannafé- lags Suðumesja að nauðsyn bæri til að stofna verktakafélög í iðn- greinunum til þátttöku í varnarliðs- framkvæmdum, sem voru orðnar all umfangsmiklar. Stofnuð voru fjögur verktakafyrirtæki sem síðar störfuðu undir samheitinu Keflavík- urverktakar. Við vorum 19 talsins, allt fag- lærðir meistarar, sem stofnuðum Járn og pípulagningaverktaka Keflavíkur hf. árið 1957. Árið eftir var Björn kosinn stjómarformaður og var endurkjörinn árlega næstu þrjá áratugina eða þar til hann gaf ekki lengur kost á sér fyrir aldurs- sakir. Sem framkvæmdastjóri þess fyrirtækis frá upphafí varð að sjálf- sögðu að vera mikil samvinna milli okkar Bjöms. í þeirri samvinnu fékk ég að kynnast mannkostamanninum Birni Magnússyni og hefði ég ekki getað hugsað mér betri dreng en hann til þess samstarfs. Stjórnarformenn þessara fjög- urra verktakafyrirtækja mynduðu samvinnunefnd, sem fór með stjórn Keflavíkurverktaka, sem snertu öll mál þeirra sameiginlega og var Björn þar einnig frá upphafí kosinn formaður og endurkjörinn óslitið næstu tvo áratugina. Á síðari hluta sjöunda áratugarins voru miklir erf- iðleikar hjá útgerðinni og henni til verndar vom sett mjög stíf verðlags- ákvæði á allan þjónustuiðnað ofan á það að þau töpuðu miklum fjárm- unum. Þetta varð til þess að allar stærstu vélsmiðjumar hér á skaganum rið- uðu til falls og hefur járniðnaðurinn enn þann dag í dag ekki borið sitt barr með þjóðinni enda vilja ráða- menn þjóðarinnar svo hafa og veita öðmm þjóðum tugmilljarða í atvinnu til þjónustu við íslenska sjávarútveg, þótt hér stefni í meira og meira atvinnuleysi. Árið 1968 neyddist Björn til að selja hús sitt, vélar og verkfæri og það voru þung spor fyrir hann og þar tók engin önnur vélsmiðja við rekstri, heldur var það húsnæði síð- ar notað sem tollvörugeymsla fyrir innflutning. Björn var mikill dýravinur og unni hestum mikið og eignaðist margan góðan gæðinginn og reisti þeim hesthús og undi þar vel hag sínum í frítímum, með börnum sín- um og tengdabörnum. Björn réðst síðan til starfa hjá Jám og pípulagningaverktökum Keflavíkur hf. og lauk starfsferli sínum þar, þá kominn á áttræðisald- ur, aðallega við það að halda verk- færum og áhöldum í lagi og búa í haginn fyrir starfsmenn. En þar var einmitt fyrir sonur Björns, Einar, sem verið hefur verkstjóri járn- smíðadeildar um langt árabil og hafði meistararéttindi eins og faðir hans og afí á undan honum. Björn kvæntist efírlifandi eigin- konu sinni, Guðrúnu, árið 1939, en hún var-dóttir Einarg Quðbergs Sig- urðssonar, skipstjóra í Keflavík, og konu hans, Maríu Guðmundsdóttur. Hófust þau fljótlega handa um byggingu framtíðarheimilis á Suð- urgötu 18 í Keflavík og hafa búið þar alla tið síðan. Þau eignuðust einn son ári síðar, en hann dó skömmu eftir fæðingu og var þeim að því mikill harmur kveðinn. Þau tóku og ólu upp þijú kjör- böm og var mikið ástríki þeirra í millum, en þau eru Lúðvík Guðberg, nú refabóndi í Garði, kvæntur Þór- dísi Garðarsdóttur, Einar Guðberg, sem áður er getið, járnsmíðameist- ari, kvæntur Júlíönnu Maríu Nílssen og eru þau búsett í Keflavík, og María Kristín, gift Jens Elíssyni, vélamanni hjá íslenskum aðalverk- tökum, og em þau búsett úti í Garði. Barnaþörnin og barnabarnabörnin em nú orðin 14 talsins. Það er mik- ill harmur kveðinn að Guðrúnu að missa lífsförunaut sinn því öllu sam- rýndari hjónum hefi ég ekki kynnst um ævina, en hún er mikil mann- kosta kona og sterkur persónuleiki og þótt hún hafi þurft um áratuga- skeið að glíma við mjög erfíðan sjúk- dóm, oft sárþjáð, brast kjarkinn ekki né hið góða skaplyndi. Björn sýndi í þessum veikindum hennar hversu mikils hann mat hana og annaðist hana af mikilli umhyggju fram til síðustu stundar. Með þessum orðum vil ég og fjöl- skylda mín kveðja góðan vin og samstarfsmann og votta Guðrúnu og hennar fjölskyldu allri innilega samúð. Ingvar Jóhannsson, Njarðvík. Björn Magnússon, mágur minn og vinur, lézt snögglega 14. þ.m., degi fyrr en mánuður væri liðinn frá 78. afmælisdegi hans og aðeins skorti ijóra daga á fímmtugasta og annan brúðkaupsdag hans og Guð- rúnar, systur okkar bræðra, Gunn- ars og mín. Þau Björn höfðu því lif- að langa ævi saman. Hér verður aðeins um að ræða fáein og fátækleg kveðjuorð til þessa kæra mágs míns. Björn fæddist á Emmubergi á Skógarströnd, en missti móður sína barn að aldri. Var honum þá fengið fóstur hjá ágætu vinafólki fremst í Hnappadal. Þaðan fluttist hann síð- an ungur að aldri til Keflavíkur þar sem faðir lians, Magnús Björnsson, mikill hagleiksmaður, rak vélsmiðju. Þar hóf Björn störf og iðnnám í jám- smíði eins og það var þá nefnt, hlaut sveinsréttindi og síðar meistara- réttindi í iðngrein sinni. Björn bjó í Keflavík alla tíð síðan. Og þannig bar að kynni fjölskyldu minnar við Björn og þau nánu kynni hans og Guðrúnar, systur minnar, sem fyrr er getið. En í Keflavík voram við systkinin borin og barn- fædd. Þau Björn eignuðust fljótlega son, sem dó fárra vikna gamall. Var ég staddur á heimili þeirra er þann sorgaratburð bar að um miðjan dag. Sú stund var þungbærari en svo að orð fái lýst. Sonarmissinn bættu þau sér með því að taka smám saman þijú kjör- böm, sem þau ólu upp í miklu ástríki og góðri umönnun. Umbunar þessa nutu þau bæði síðar, ekki sízt er ellin seig að, í endurgoldnu ástríki þessara barna sinna, tengdabarna og bamabarna. Björn Magnússon var völundur og þjóðhagi í járn- og vélsmíði. Fyrst starfaði hann um skeið í smiðju föð- ur síns, sem síðar rann saman við Dráttarbraut Keflavíkur hf., og starfaði þar um skeið, unz hann setti á stofn eigin vélsmiðju í Keflavík, fyrst í smáum stíl, en síðar í stærra mæli, og varð hún þekkt víða um land, kannski ekki sízt og einkum í upphafi, fyrir miðstöðvarkatla, sem hann smíðaði og sem hitaðir vora með gasolíu, og sem nefndir voru BM katlar. Þá hannaði Björn sjálfur af hagleik sínum og þóttu þeir bera af um hagkvæma orkunýtingu og seldust um nánast land allt. Hann vann og mikið við nýsmíði í sam- bandi við endurbætur og endumýjun á fiskiskipum og sitthvað annað, sem hér verður ekki tíundað. Einnig vöktu athygli ýmis tæki, sum stór í sniðum, sem hann hannaði og smíð- aði til nota í vélsmiðju sinni. Þessa starfsemi sína dró Björn í land, er efnahagsáföllin miklu dundu yfir 1967 til 1969, þegar aflabrestur og stórfellt verðfall á sjávarafurðum erlendis drógu þrótt úr útgerð og fiskvinnslu, bæði framkvæmdagetu og greiðslugetu. Þegar hér var komið og lengst af síðan var Björn einn af máttar- stólpum Keflavíkurverktaka, sem önnuðust og annast enn margvísleg viðhaldsverkefni á Keflavíkurflug- velli, en sú starfsemi hefír verið lyfti- stöng í atvinnulífi á Suðumesjum og hefír fyrirtækið þar fyrir utan léð mörgu góðu máli lið. Björn Magnússon var öndvegis- maður á öllum sviðum, en bezt kom það fram í því hversu góður heimil- isfaðir hann var. Umönnun hans snerist frá upphafi og til hinzta dags um heimilið, um eiginkonuna, börn- in, tengdabörnin og barnabörnin. Guðrún, systir okkar, hefír átt við langvarandi heilsubrest að stríða og seinustu árin svo mjög að jaðrað hefir við örkuml, þótt hún hafí ætíð staðið upprétt og aldrei látið bug- ast; við hefír blasað ættgengt ska- príki og kjarkur og, þrátt fyrir allt, meðfætt glaðlyndi sem oftar hefír birzt í smitandi hlátri. Við þessar aðstæður reyndist Bjöm, bóndi hennar, bjargið trausta í umönnun sem hér verður ekki reynt að lýsa. Ég leyfi mér aðeins að segja, að ég hygg að fáum sé gefín sú gæzka og fórnfýsi, sem hann sýndi í þessu sem öðru mótlæti. Fyrir þetta vil ég þakka honum svo og fyrir trygga og óbrigðula vináttu sem aldrei bar skugga á. Björn Magnússon var drengskap- armaður, hallmælti engum, lagði ekki dóma á menn. Ég og fjölskylda mín kveðjum Björn með trega, þótt aldraður væri og slitinn eftir eljusama ævi, en hann lét sér aldrei verk úr hendi falla. Guð blessi minningu hans og veiti honum hlýjar viðtökur í ríki sitt ofar jörðu. Ingimar Einarsson í Hlutabréfaútboð Útboðsfjárhæð 900.000.000,00 kr. Útboðið hefst 22. nóvember 1991 og lýkur 16. desember 1991 Gengi 1,5 Aðeins núverandi hluthafai' bankans eiga kost á hlutabréfakaupum Útboðslýsing hefur verið send öllum hluthöfum en er auk þess fáanleg hjá hluthafaskrá bankans, Bankastræti 5, Reykjavík s ... Islandsbanki hf. kt. 421289-5069 Kringlunni 7, Reykjavík SIEMENS Litlu raftœkin frá gleðja augað! «nil8 SIEMENS Kaffivélar. hrœrivélar, brauðristar, vðfflujárn. strokjárn, handþeytarar, eggjaseyðar, hraðsuðukönnur, áleggshntfar, veggklukkur, vekjaraklukkur, djúpstelklngárpottar o.m.fl. SMITH& NORLAND Nóatúni 4-Sími 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.