Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 35 I ÞINGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Atvinnuöryggið, verðlags- þróunin o g þjóðarsáttín Mest verðbólga 1982/83, minnst 1990 Á árabilinu 1976-1990 hefur framfærsluvísitala hækkað mest um 84,3% frá einu ári til annars [1982-83] og mest um 76,1% frá upphafi til loka árs [1983]. Raun- ar hafði Island lengi verið óum- deildur handhafi „verðbólgubik- arsins” í hópi þróaðra þjóða. Ár þjóðarsáttar, árið 1990, sker sig úr að þessu leyti. Þá hækkaði framfærsluvísitalan „aðeins” um 14,8% frá fyrra ári og „aðeins” um 7,3% frá upphafi til loka ársins. I - Vítahringur verðbólgunnar í kjarasamningum árið 1977 var að nýju tekin upp full vísitölubind- ing launa í kjölfar mikillar kaup- hækkunar. í hönd fór lærdómsríkur reynslutími, bæði fyrir atvinnulífið og almenning, sem vert er rifja lítil- lega upp. Næstu ár eftir þessa „tímamóta- samninga” reyndi hver ríkisstjórnin af annarri, bæði vinstri og hægri stjórnir, að draga úr víxlhækkunum verðlags og launa með einhvers konar skerðingu verðbóta á laun. Stundum náðist nokkur skamm- tímaárangur með þeim aðgerðum, en niðurstaðan varð sú sem þannig er lýst í forystugrein Fjármálatíð- inda haustið 1982: „Á síðustu fímm árum [1977-82] hefur verðbólguhraðinn verið yfir 50% að meðaltali á ári og aldrei farið niður fyrir 40%. Eftir tíma- bundinn árangur á sl. ári er enn svo komið, að verðbólguhraðinn er orðinn um eða yfir 60% og lítið útlit fyrir teljandi bata á næsta ári, eins og nú horfír. Jafnframt hefur jafnt og þétt dregið úr verð- bólgu í flestum þeim löndum, sem íslendingar eiga skipti við, og hefur sjaldan eða aldrei verið meiri mun- ur en nú á verðbólgustigi hér á landi og í nágrannalöndunum. Sú spuming hlýtur því að gerast sífellt áleitnari, hvort það sé ekki að verða íslendingum lífsnauðsyn að brjótast út úr vítahring verð- bólgunnar með því m.a. að afnema með öllu hið vélgenga verðbóta- kerfi launa og verðlags, sem hér hefur verið við lýði í meira eða minna mæii um áratugaskeið.” II - Árangur þjóð- arsáttarinnar Verðbólgan lék enga verr en þá Kork*o*Plast GÓLF-GLJÁI Fyrir PVC-rdmur, linolcum, gúmmí, parkett og steinflísar. Notið aldrei salmiak eða önnur sterk sápuefni á Kork*o*Plast KinkaumboA ;i íslancli: Þ.ÞORGRlMSSON &C0 Ármúlii 29, Múlutnriú. s. .1864(1, sem bjuggu við lægstu launin. „Verðbólgugróðinn” féll öðrum í skaut, sem höfðu fjármagn og að- stöðu til gera sér mat úr stöðu mála. Verðbólgan skekkti og sam- keppnisstöðu íslenzkra atvinnu- vega og veikti þann veg atvinnuör- yggi fólks. Þessi erfíði reynslutími, verðbólguárin, á að vera víti til varnaðar. Sem fyrr segir unnust stundum nokkrir varnarsigrar í viðureigninni við verðbólguna á þessum reynslu- tíma. Verulegur árangur í hjöðnun verðbólgu - árangur sem hægt er að festa til frambúðar - náðist þó ekki fyrr en með þjóðarsáttinni árið 1990. Það ár var verðbólgan í fyrsta sinn eftir viðreisn (1959- 1971) mæld með eins stafs tölu frá upphafi til loka árs, það er 7%, en 14,8% frá fyrra ári. Þessum árangri þarf að fýlgja eftir. III - Verðhækkanir ein- stakra vörutegunda Verðbólgan óx hratt en mishratt annarsvegar sýnd verðþróun í smá- söluverzlun á árabilinu 1982-90 en hinsvegar samleið þeirrar verðþró- unar og framfærsluvísitölunnar 1985-90. Súluritið um verðvísitölur sýnir mismunandi iiækkun vöru- tegunda í samanburði við hækkun framfærsluvísitölunnar (hvíta súl- an), m.a. áhrif fískmarkaða. Hækkun framfærsluvísitölu milli áranna 1989 og 1990, 14,8%, er sú minnsta, sem iengi hefur mælzt. Á sama tíma hækka lægstu laun um 9,9%, án „eingreiðslna” (desemb- er-, orlofs- og láglaunauppbóta), en 14,4% með „eingreiðslum”. Þessar tölur tala sínu máli. IV - Dýpkum við efna- hagslægðina? Margs konar vandi steðjar nú að í íslenzkum atvinnu- og efna- hagsmálum. Fyrirsjáanlegur og verulegur áflasamdráttur á líðandi kvótaári og næstu misserum skek- ur undirstöður sjávarútvegsfyrir- tækja og rýrir skiptahlutinn á þjóð- arskútunni. Skulda- og viðskiptakj- arastaða þjóðarbúsins út á við er heldur ekki til að hrópa húrra fyrir. Verðvísitölur smásöluversfunar og framfærsluvísitalan 1985-90, breyting milli ára 35 % 30 25 20 15 10 ‘5 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Þróun vöruverðs í smásölu og framfærsluvísitölu 1985-1990. Erlendar skuldir skerða útflutn- ingstekjur okkar um rúmlega 20%. Nýjar atvinnugreinar, sem koma áttu í stað samdráttar (fækkunar starfa) í landbúnaði og fískiðnaði, svo sem loðdýrarækt, fískeldi o.fl., hafa ekki staðið undir væntingum. Frestun framkvæmda við ál- og orkuver er og efnahagslegt reiðar- slag, sem veikir hagvaxtar- og kjarastöðu þjóðarinnar næstu miss- erin. Ekki bætir samansafnaður ríkissjóðshallinn og tilheyrandi opinber lánsfjáreftirspurn, sem er meginorsök hárra vaxta, úr krepp- uskákinni. Erfíðleikarnir sem við blasa Und- irstrika þá staðreynd að við verðum að aðlaga efnahagskerfi okkar að umheiminum. Morgunljóst er og að við þessar aðstæður dýpka ótímabær átök á vinnumarkaðinum efnahagslægðina, sem grúfír yfir þjóðinni, fólki og fyrirtækjum, og auka likur á atvinnuleysi. Við þess- ar aðstæður er áframhaldandi þjóð- arsátt eina sjáanlega leiðin út úr kreppunni. Hjöðnun verðbólgunnar, sem fylgdi í kjölfar þjóðarsáttarinnar, má ekki fórna á altari skammsýn- innar. 3.275,2 Fiskur Vefnaðar- Bækur og vara og ritföng fatnaður Verðvísitölur smásöluverslunar 1982-90 samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar. Vog samkvæmt rekstrartekjum 1980. Það ár er sett á 100 Kjöt- Og Heimild: Þjóðhagsstofnun, Atvinnuvegaskýrsla 1989 Skór nýlendu- Framfærslu- SnVrti- °9 vísitala hreinlætis- vörur 1600 Ótalin sér- verslun Búsáhöld, húsgögn o.fl. 1000 Svörtu súlurnar sýna mismunandi verðhækkanir helztu vörutegunda í smásölu í samanburði við hækkun framfærsluvísitölu (hvíta súlan) á árabilinu 1982-1990. á áttunda og níunda áratugnum. Vöxturinn milli ára, mældur á mælikvarða framfærsluvísitölu, var 32,2% 1976, 58,5% 1980, 84,3% 1983, 21,3% 1986, 25,5% 1988 og 14,8% 1990, svo nokkur dæmi séu tekin. Á síðasttalda árinu, ári þjóð- arsáttar, hækkaði framfærsluvísi- talan um 7,3% frá upphafi til loka ársins. Á meðfylgjandi skýringarmynd- um, sem unnar eru upp úr Atvinnu- vegaskýrslu Þjóðhagsstofnunar, er SPENHANW! -efþú áttmiða! Segir Biblían skýrar frá samtímaatburðum en Morgunblaðið? KJUKLINGAR Á K0STAB0ÐI Fjöltkyldupakkl fyrlr 5. 10 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verb 2000 kr. Athuglb abelns 400 kr, á mann. Fjölskyldupakkl fyrlr 3. 6 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verb 1100 kr. Pakklfyrlrl, 2 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verb 490 kr. Simi 29117 Hraðrétta veitingastaður Þú getur bæöi tekib matinn með þér heim eba borbab hann á stabnum. í hjarta borgarinnar Sími 16480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.