Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 35

Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 35 I ÞINGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Atvinnuöryggið, verðlags- þróunin o g þjóðarsáttín Mest verðbólga 1982/83, minnst 1990 Á árabilinu 1976-1990 hefur framfærsluvísitala hækkað mest um 84,3% frá einu ári til annars [1982-83] og mest um 76,1% frá upphafi til loka árs [1983]. Raun- ar hafði Island lengi verið óum- deildur handhafi „verðbólgubik- arsins” í hópi þróaðra þjóða. Ár þjóðarsáttar, árið 1990, sker sig úr að þessu leyti. Þá hækkaði framfærsluvísitalan „aðeins” um 14,8% frá fyrra ári og „aðeins” um 7,3% frá upphafi til loka ársins. I - Vítahringur verðbólgunnar í kjarasamningum árið 1977 var að nýju tekin upp full vísitölubind- ing launa í kjölfar mikillar kaup- hækkunar. í hönd fór lærdómsríkur reynslutími, bæði fyrir atvinnulífið og almenning, sem vert er rifja lítil- lega upp. Næstu ár eftir þessa „tímamóta- samninga” reyndi hver ríkisstjórnin af annarri, bæði vinstri og hægri stjórnir, að draga úr víxlhækkunum verðlags og launa með einhvers konar skerðingu verðbóta á laun. Stundum náðist nokkur skamm- tímaárangur með þeim aðgerðum, en niðurstaðan varð sú sem þannig er lýst í forystugrein Fjármálatíð- inda haustið 1982: „Á síðustu fímm árum [1977-82] hefur verðbólguhraðinn verið yfir 50% að meðaltali á ári og aldrei farið niður fyrir 40%. Eftir tíma- bundinn árangur á sl. ári er enn svo komið, að verðbólguhraðinn er orðinn um eða yfir 60% og lítið útlit fyrir teljandi bata á næsta ári, eins og nú horfír. Jafnframt hefur jafnt og þétt dregið úr verð- bólgu í flestum þeim löndum, sem íslendingar eiga skipti við, og hefur sjaldan eða aldrei verið meiri mun- ur en nú á verðbólgustigi hér á landi og í nágrannalöndunum. Sú spuming hlýtur því að gerast sífellt áleitnari, hvort það sé ekki að verða íslendingum lífsnauðsyn að brjótast út úr vítahring verð- bólgunnar með því m.a. að afnema með öllu hið vélgenga verðbóta- kerfi launa og verðlags, sem hér hefur verið við lýði í meira eða minna mæii um áratugaskeið.” II - Árangur þjóð- arsáttarinnar Verðbólgan lék enga verr en þá Kork*o*Plast GÓLF-GLJÁI Fyrir PVC-rdmur, linolcum, gúmmí, parkett og steinflísar. Notið aldrei salmiak eða önnur sterk sápuefni á Kork*o*Plast KinkaumboA ;i íslancli: Þ.ÞORGRlMSSON &C0 Ármúlii 29, Múlutnriú. s. .1864(1, sem bjuggu við lægstu launin. „Verðbólgugróðinn” féll öðrum í skaut, sem höfðu fjármagn og að- stöðu til gera sér mat úr stöðu mála. Verðbólgan skekkti og sam- keppnisstöðu íslenzkra atvinnu- vega og veikti þann veg atvinnuör- yggi fólks. Þessi erfíði reynslutími, verðbólguárin, á að vera víti til varnaðar. Sem fyrr segir unnust stundum nokkrir varnarsigrar í viðureigninni við verðbólguna á þessum reynslu- tíma. Verulegur árangur í hjöðnun verðbólgu - árangur sem hægt er að festa til frambúðar - náðist þó ekki fyrr en með þjóðarsáttinni árið 1990. Það ár var verðbólgan í fyrsta sinn eftir viðreisn (1959- 1971) mæld með eins stafs tölu frá upphafi til loka árs, það er 7%, en 14,8% frá fyrra ári. Þessum árangri þarf að fýlgja eftir. III - Verðhækkanir ein- stakra vörutegunda Verðbólgan óx hratt en mishratt annarsvegar sýnd verðþróun í smá- söluverzlun á árabilinu 1982-90 en hinsvegar samleið þeirrar verðþró- unar og framfærsluvísitölunnar 1985-90. Súluritið um verðvísitölur sýnir mismunandi iiækkun vöru- tegunda í samanburði við hækkun framfærsluvísitölunnar (hvíta súl- an), m.a. áhrif fískmarkaða. Hækkun framfærsluvísitölu milli áranna 1989 og 1990, 14,8%, er sú minnsta, sem iengi hefur mælzt. Á sama tíma hækka lægstu laun um 9,9%, án „eingreiðslna” (desemb- er-, orlofs- og láglaunauppbóta), en 14,4% með „eingreiðslum”. Þessar tölur tala sínu máli. IV - Dýpkum við efna- hagslægðina? Margs konar vandi steðjar nú að í íslenzkum atvinnu- og efna- hagsmálum. Fyrirsjáanlegur og verulegur áflasamdráttur á líðandi kvótaári og næstu misserum skek- ur undirstöður sjávarútvegsfyrir- tækja og rýrir skiptahlutinn á þjóð- arskútunni. Skulda- og viðskiptakj- arastaða þjóðarbúsins út á við er heldur ekki til að hrópa húrra fyrir. Verðvísitölur smásöluversfunar og framfærsluvísitalan 1985-90, breyting milli ára 35 % 30 25 20 15 10 ‘5 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Þróun vöruverðs í smásölu og framfærsluvísitölu 1985-1990. Erlendar skuldir skerða útflutn- ingstekjur okkar um rúmlega 20%. Nýjar atvinnugreinar, sem koma áttu í stað samdráttar (fækkunar starfa) í landbúnaði og fískiðnaði, svo sem loðdýrarækt, fískeldi o.fl., hafa ekki staðið undir væntingum. Frestun framkvæmda við ál- og orkuver er og efnahagslegt reiðar- slag, sem veikir hagvaxtar- og kjarastöðu þjóðarinnar næstu miss- erin. Ekki bætir samansafnaður ríkissjóðshallinn og tilheyrandi opinber lánsfjáreftirspurn, sem er meginorsök hárra vaxta, úr krepp- uskákinni. Erfíðleikarnir sem við blasa Und- irstrika þá staðreynd að við verðum að aðlaga efnahagskerfi okkar að umheiminum. Morgunljóst er og að við þessar aðstæður dýpka ótímabær átök á vinnumarkaðinum efnahagslægðina, sem grúfír yfir þjóðinni, fólki og fyrirtækjum, og auka likur á atvinnuleysi. Við þess- ar aðstæður er áframhaldandi þjóð- arsátt eina sjáanlega leiðin út úr kreppunni. Hjöðnun verðbólgunnar, sem fylgdi í kjölfar þjóðarsáttarinnar, má ekki fórna á altari skammsýn- innar. 3.275,2 Fiskur Vefnaðar- Bækur og vara og ritföng fatnaður Verðvísitölur smásöluverslunar 1982-90 samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar. Vog samkvæmt rekstrartekjum 1980. Það ár er sett á 100 Kjöt- Og Heimild: Þjóðhagsstofnun, Atvinnuvegaskýrsla 1989 Skór nýlendu- Framfærslu- SnVrti- °9 vísitala hreinlætis- vörur 1600 Ótalin sér- verslun Búsáhöld, húsgögn o.fl. 1000 Svörtu súlurnar sýna mismunandi verðhækkanir helztu vörutegunda í smásölu í samanburði við hækkun framfærsluvísitölu (hvíta súlan) á árabilinu 1982-1990. á áttunda og níunda áratugnum. Vöxturinn milli ára, mældur á mælikvarða framfærsluvísitölu, var 32,2% 1976, 58,5% 1980, 84,3% 1983, 21,3% 1986, 25,5% 1988 og 14,8% 1990, svo nokkur dæmi séu tekin. Á síðasttalda árinu, ári þjóð- arsáttar, hækkaði framfærsluvísi- talan um 7,3% frá upphafi til loka ársins. Á meðfylgjandi skýringarmynd- um, sem unnar eru upp úr Atvinnu- vegaskýrslu Þjóðhagsstofnunar, er SPENHANW! -efþú áttmiða! Segir Biblían skýrar frá samtímaatburðum en Morgunblaðið? KJUKLINGAR Á K0STAB0ÐI Fjöltkyldupakkl fyrlr 5. 10 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verb 2000 kr. Athuglb abelns 400 kr, á mann. Fjölskyldupakkl fyrlr 3. 6 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verb 1100 kr. Pakklfyrlrl, 2 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verb 490 kr. Simi 29117 Hraðrétta veitingastaður Þú getur bæöi tekib matinn með þér heim eba borbab hann á stabnum. í hjarta borgarinnar Sími 16480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.