Morgunblaðið - 03.12.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 03.12.1991, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 Tjúlli í nýju ævintýri Bókmenntir Eðvarð Ingólfsson Ingi Hans Jónsson: Tjúlli. Á fullri ferð. Teikningar: Haraldur Sigurðarson. Örn og Örlygur 1991. Kötturinn Tjúlli er aftur kominn á kreik. í fyrra lenti hann í ævin- týri með borgarstjóranum í Reykja- vík en í þessari nýju sögu fær hann smjörþefinn af því hvað forvitni katta, ekki síður en manna, getur reynst dýrkeypt. Hann lokast óvart inni í lest vöruflutningaskips sem hann var að skoða í Reykjavíkur- höfn og siglir með því alla leið til ísafjarðar. Á ýmsu gengur í þeirri ferð. Sagan er sögð með aðstoð lit- ríkra teikninga sem prýða hverja síðu. Þær eru bæði fallegar og skemmtilega útfærðar og ríma mjög vel við textann. Samvinna höfundar og teiknara hefur því heppnast með miklum ágætum. Því miður vill það stundum brenna við þegar gefnar eru út stuttar sögur með mörgum myndum fyrir yngstu bömin að misvægi er á milli texta og mynda. En hér er það ekki svo. Saga Inga Hans er vel skrifuð. Hann er góður höfundur og á auð- velt með að skapa hraða og spennu. Söguþráðurinn er einfaldur og yngstu lesendurnir eru því alltaf vel með á nótunum. Þetta er raun- sæissaga sem gæti hafa gerst eða átt eftir að gerast. Hún er kannski ekki frumleg því að öll þekkjum við sögur af börnum eða dýrum sem hafa villst eða strokið að heiman um stundarsakir, lent í ýmsum ævintýrum en skilað sér svo aftur heim að lokum. Sagnaminnin eru kunn en engu að síður er hér um nýtt söguefni að ræða, nýjar pers- ónur, nýjar aðstæður. Nokkrar athyglisverðar auka- persónur setja skemmtilegan svip á söguna, s.s. Sigga, fóstran hans Tjúlla; Þórður fisksali, vinur hans; og séra Kari Matthíasson, fyrrum sóknarprestur á Isafirði, sem gaf höfundi bókarinnar leyfi til að nota sig sem sögupersónu. Þegar Tjúlli kemur vegvilltur og umkomulaus til ísafjarðar þá er það presturinn sem tekur hann upp á sína arma. Það er eins með þetta ævintýri og flest önnur að það endar vel. Lausn sögunnar er góð þó að hún sé ekki langsótt: Börnin kannast við Tjúlla úr fyrri bókinni og benda prestinum á að lesa hana í von um að þar megi finna einhverjar upp- lýsingar um aðstandendur hans. ❖ SAGAISLANDS 1.-5. BINÐI Umfangsmesta yfirlit sem komið hefur út um sögu lands og þjóðar. Nú eru komin út fimm bindi í bókaflokknum Saga íslands. I bókunum er saga lands og þjóðar rakin allt frá myndun landsins og lýkur fimmta bindinu í upphafi 16. aldar þegar skammt er til siðaskipta. Virtir ffæðimenn rita um einstaka þætti sögunnar s.s. fund íslands og landnám, atvinnuvegi, stjómskipun, veðurfar, trúarlíf, kirkjusögu, stéttaskiptingu, mataræði, bókmenntir, myndlist og skólahald. Fjöldi mynda og uppdrátta prýða bækurnar sem eru sannkallaðir kjörgripir og ættu að vera til á hverju heimili. Ritstjóri Sögu Islands er Sigurður Líndal. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG SlUUMÚU 21 ♦ PÖSTHÓLF8935 • 128 REYKJAVlK • SlMI 9W7W60 M 1816 1991 Ingi Hans Jónsson Ómögulegt er að hafa upp á Siggu fóstru í símaskránni því að prestur- inn veit ekki föðurnafn hennar en Fiskbúð Þórðar er hins vegar þar. Tjúlla er þar með borgið. Þeir Ingi Hans og Haraldur eiga hrós skilið fyrir þessa skemmtilegu bók. Þeir hafa greinilega iagt metn- að sinn í að gera hana sem best úr garði. Vonandi halda þeir áfram að segja frá ævintýrum Tjúlla. ------» ♦ ♦------- ■ ÚT ER komin hjá Hörpuútgáf- unni ný bók eftir danska rithöfund- inn Erling Poulsen. Bókin heitir Tvíburasysturnar og er 16. bókin í bókaflokknum Rauðu ástarsög- urnar. í kynningu á bókarkápu segir m.a.: „Þau heyrðu skelfing- aróp. Holm forstjóri hafði orðið fyr- ir skoti. Hann var látinn. Einkadæt- ur hans tvíburasystur, þurftu nú að takast á við stjómun hins stóra fyrirtækis föður þeirra. Onnur þeirra hafði verið blind frá fæð- ingu. Tvíburasystumar er mögnuð og spennandi ástarsaga. Hver var hinn skelfilegi banamaður Holms forstjóra, sem vildi ná eignum hans hvað sem það kostaði? Hvaða öfl voru örlagavaldamir í lífi tvíbura- systranna? Spenna, dulúð, ljúf róm- antík og ást eru aðalsmerki þessar- ar nýju bókar eftir Erling Poulsen.” Tvíburasýsturnar er 173 bls. Þýð- andi er Skúli Jensson. Oddi hf. annaðist prentun og bókband. Spök stutt ljóð Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Birgir Svan Símonarson: Ljóð hánda ósýnilegu fólki. (57 bls.) Fótmál 1991. Nýyrði eða nýjar samfélagslegar aðstæður eru oft uppistaðan í myndmálinu hjá Birgi Svan. í þess- ari nýjustu ljóðabók hans má finna mörg dæmi þessa. í Stríði kemur orðið „virðisauki” fýrir og í Sönnum lygisögum segir: „pizzurnar aka / í leigubílum / eins og kvikmynda- stjörnur” og er grundvöllur mynd- málsins hér sóttur í þá staðreynd að ítölskum bökum er nú gjarnan ekið inn á heimilin. Orðanotkun sem þessi kemur les- endum Birgis Svans ekki á óvart. Hún er fyrir löngu orðin óijúfanleg- ur þáttur í ljóðagerð hans, eitthvað sem lesandinn bíður eftir. En hvað kemur þá á óvart í þess- ari bók? Hver er nýstárleiki hennar? Helst af öllu er eftirtektarverð óvenjuleg breidd í ljóðunum, bæði að inntaki og formi. Ljóðin eru aldr- ei beinlínis löng - þau iengstu ná því að teygja sig, breiðletruð, yfir tvær síður - en sum ná því þvert á móti að verða býsna stutt, inntak þeirra samþjappað, (Stím, Vélar- rúm). Sum stuttljóðanna nálgast spakmælin, eru íhugunarverð, eins konar einfaldar hugvekjur. Almennt inntak þeirra er auðvelt að yfirfæra á sérstakar mannlegar aðstæður. Gull fölbleikar ilmandi rósir í haustmyrkri aldrei kaus ég önnur gull ... og annað í svipuðum dúr... Mímósa okkur er tjáð hún lokist við snertingu en hver trúir því að óreyndu Birgir Svan Símonarson Um efni ljóðabókarinnar í heild má fullyrða að hún fjallar um mann- leg samskipti í víðustum skilningi; ástina, vináttuna, traustið. Yfirieitt er grunnt á sársaukanum því sumt er brothætt og margt er í heiminum hverfult - mannleg samskipti fram- ar öðru, (Grimmd, Vinir). Tré nú blómstrar gullregnið mitt í garði grannans ég hef líka séð fólk vaxa hvort frá öðru hvorugt virðir múra eða landamerki í lokin skal rétt minnst á útlit bókarinnar. Frágangur er í heild til sóma. Kápumynd Tolla undirstrikar tært og beinskeytt inntak bókarinn- ar. Samt hnaut augað um örfáar ritvillur sem hefðu eflaust horfið við enn einn yfirlesturinn. Lítil spurning í lokin: Er ekki sjálfsagt að hafa alltaf efnisyfirlit í Ijóðabók- um sem öðrum bókum? Skáldsaga eftir Birg- ittu H. Halldórsdóttur ÚT ER komin hjá Skjaldborg hf. bókin Klækir kammelljóns- ins eftir Birgittu H. Halldórs- dóttur. í kynningu útgefanda segir m.a.:„í þessari nýjustu bók sinni spinnur hún örlagavef ungra systkina sem flækjast inn í hættu- lega atburðarás sem á upphaf sitt í bílslysi er þau lenda í á bams- aldri, en foreldrar þeirra fórust í því slysi. Örlagavaldurinn er Kamelljónið sem eins og það dýr sem hann dregur nafn sitt af er snjall að dyljast innan um venju- legt fólk í daglegu lífi en breytist óðara í hættulegt óargadýr um leið og tækifæri gefst. En hver var Kamelljónið? Svarið kemur á óvart og að sjálfsögðu upplýsist það ekki fyrr en á lokasíðum sög- unnar.” Klækir Kamelljónsins er 157 bls. Birgitta H. Halldórsdóttir SILKINEGL UR .v/v \ rr/sroi ti\ Ach sta býðurnú hinarvönduðu Backscratchers gervineglur. Þetta eru glæsilegar neglur sem endast vel, skaða ekki þínareigin neglurog hægt að hafa þærán naglalakks. Einnig bjóðum við Clarins meðferð fyrir andlit, barm og líkama. Fótaaðgerð, vaxmeðferð, Sylvia Levis varanlega háreyðingu og að sjálfsögðu alla aðra þjónustu. Paíitaðu tíma strax í síma 29070. KLAPPARSTlG 16 101 REYKJAVlK S I M I : 2 9 0 7 0 AGUSTA KRISTJANSDOTTIR JÓRUNN SIGURJONSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.