Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 23 vera að spítalinn er sjálfstæð ein- ing, þar sem sérfræðingar hinna ýmsu undirgreina sinna störfum sínum sjálfstætt eða hver með ann- ars stuðningi, en eru ábyrgir hver fyrir sínum sjúklingum en ávallt studdir vel þjálfuðu liði hjúkrunar- fólks, aðstoðarlækna svo og stoð- greina af öðru tagi. Sjúklingar velkjast ekki í vafa um hvert beri að snúa sér með vandamálin. Samskipti eru alrhennt jákvæð, en á hinn bóginn vita þeir sömu sjúklingar hver ber ábyrgð fari eitthvað úr böndum. Sérfræðingar starfa sem hópur jafningja, en yfirlæknaveldi er ekki til að dreifa; starfsfyrirkomulag er þannig líkara því sem tíðkast í Bandaríkjunum en víðast hvar í Evrópu. Á almennum fundi Læknafélags Reykjavíkur upplýsti sérmenntaður hagfræðingur í skipun heilbrigðis- mála, Lára Margrét. Ragnarsdóttir alþingismaður, að sjúkrahús af stærðinni 25ÍL300 rúm (sem lætur nærri að vera stærð Landakotsspít- ala fullskipuðum ásamt Hafnarbúð- um) kæmu einna bezt út stjórn- skipulega séð, studdist hún þar við nýlega könnun í Bandaríkjunum. Á tímum styijalda og þrenginga hættir hijáðum þjóðum til að tvístr- ast, eða þá að fólksflótti brestur á við átakasvæði. Þegar frá líður að- lagast mannskepnan þrengingum og erfiðleikar verða til þess að sam- vinna verður nánari og nærgætni og umburðarlyndi setur mark sitt á mannleg samskipti innan stofn- ana og langhijáðra þjóðarbrota. Landakotsspítali hefur gengið gegnum erfitt aðlögunarskeið síð- ustu árin; hér er samhent starfslið, harður kjami hjúkrunarfólks sem ekki hefur fallið fyrir gylliboðum um framtíðaröryggi á vinnustað og er staðráðið að þreyja þorrann og góuna. Svo virðist sem nú djarfí fyrir nýjum degi með vaxandi starf- semi og bættum afköstum innan ramma fjárlaga þessa árs. Fjárhagslegur ávinningur sameiningar Fjárhagslegur ávinningur við sameiningu sjúkrahúsa er talinn verulegur, enda þótt sá ágóði hafí enn ekki í tölum talið verið birtur almenningi. Þó er gefíð í dæminu að hans verði ekki vart fyrr en eft- ir aldamótin næstu og ber að lofa þá umhyggju sem yfírvöld auðsýna komandi kynslóð skattborgara, þar sem skattalækkanir á morgni nýrr- ar aldar verða ávöxtur fyrirhyggju og ráðdeildar okkar samtíðar í valdastólum, sem á uppgangstímum hefur fórnað lausafé, sem nemur gróft reiknað þremur milljörðum (kr. 3.000.000.000). Hér ber þó að taka tillit til skekkjumarka við áætl- un opinberra framkvæmda, sem öllum mega ljós vera. Lækkun ríkisútgjalda í frumvarpi til fjárlaga til Borgarspítala og Landakots fyrir komandi ár er ein- mitt vottur slíkrar ráðdeildar. Betur hefðu þeir ráðamenn þjóðarinnar haft þessi sjónarmið að leiðarijósi á liðnum árum er þeir útbýttu styrkj- um, fjárfestingar- og rekstrarlánum til fyrirtækja vítt um byggðir lands- ins. Mundi hýrudráttur sá er Landa- kot og Borgarspítali mega þola og nemur hálfum milljarði (kr. 500.000.000) á nefndu fjæjaga- frumvarpi einungis mæta tapi á einu af þeim ómerkilegustu þeirra gjaldþrota þjóðarbúsins sem skatt- borgarinn má nú axla vegna and- varaleysis ríkisstofnana við útreikn- inga arðsemi og mat á baktrygging- um. Heildarkostnaður við rekstur Landakotsspítala losar 1,2 milljarða (kr. 1.200.000.000) sem lætur nærri gjaldþrotatapi virtari fyrir- tækja. Nýlega fór fram endurnýjun á annarri aðalskurðstofu Landa- kotsspítala, þeirrar sem einkum er ætluð fyrir ofurhreinar aðgerðir, svo sem á beinum og æðum. Kostn- aðartölum fyrir þá framkvæmd hef- ur ekki verið flíkað, en miðað við þann tíma er það tók hlýtur sú aðgerð að hafa numið tugum millj- óna. í framtíðaráformum liggur ekki annað fyrir en bijóta niður allt það sem hér hefur verið byggt upp, alls fímm fullbúnar skurðstof- ur. Sama máli gegnir um gjör- gæslu, sneiðmynda-, geislagrein- ingar-, isotopagreiningar- og hluta röntgentækja, en þau sem ekki eru naglföst eru múruð niður. Vel má til takast ef flutningur þeirra við- kvæmu tækja millf borgarhluta á ekki eftir að valda afföllum á þeim, að ekki sé minnst á kostnað er því fylgir. Sameining - faglegur ávinningur Sú hugmynd virðist vaka fyrir sameiningarsinnum að færa alla bráðaþjónustu undir eitt þak, en færa á sama tíma alla langlegu- og öldrunarþjónustu í einn stað og sá staður er einmitt Landakotsspít- ali. Að mati lækna og félagsfræð- inga, er sérhæft hafa sig í þjónustu aldraðra eru stórar einingar öldr- unarstofnana ekki talin heppilegur kostur félagslega séð. Hörgull er á hæfu hjúkrunarfólki og sér þessa þegar merki nú þegar öldrunardeild á Borgarspítala þurfti nýlega að loka vegna hjúkrunarskorts. Hvers er þá að vænta um mönnun risafyr- irtækis sem sá nýi Landakotsspítali yrði? Nógu erfitt hefur verið að manna almennar sjúkradeildir bráða- sjúkrahúsanna í Reykjavík hjúkr- unarliði þótt ekki kæmi til röskun á borð við þá sem hér hefur verið viðruð. Hvort hjúkrunarlið Landa- kots skilar sér yfír á hina nýju stofn- un verður auðna að ráða, víst er um það að Iaunakjör laða ekki í því fagi. B-álmu Borgarspítalans, upphaf- lega byggðri fyrir fjármagn ætluðu til aðhlynningar ellihrumra er hvergi nærri lokið, og liggur húsið að hluta til undir skemmdum; reyndar hefur annarri af tveimur öldrunardeildum þar verið lokað vegna skorts á hæfu hjúkrunarfólki eins og að framan greinir. Með nýjum ráðstöfunum myndi unnt að kippa þessu í liðinn og inn- rétta húsið við hæfí bráðasjúklinga. Fleira kemur fram í áformum sameiningarsinna. Öllu því sem fyr- ir daga íðorðasafns hefði verið nefnt elliheimili er í deildaskipun Landa- kots hins nýja gefín hljómþýð orð eins og dagvistun aldraðra, hjúkrunardeild aldraðra og öldr- unardeild. Hér eru blæbrigði ís- lenskrar tungu nýtt til hins ýtrasta, en hér kennir fleiri grasa. Gert er ráð fyrir vistrými fyrir geðdeildir og dagvistun geðsjúklinga. Kynnu draumar þeirra, er augastað hafa haft á húsrými þeirra deilda í Borg- arspítala hér að vera að rætast? Alla vega yrði frekari útþensla og áhrif þeirra hamin. Niðurstaða Landakotsspítali, elsti starfandi spítali á landinu, er vel búinn tækj- um og samstilltu starfsliði til að sinna læknisþjónustu eins og hingað til, miðað við fulla nýtingu hús- næðis og eðlilega endurnýjun á tækjakosti. Hann er af ákjósanlegri stærð sem sjálfstæð stofnun innan heilbrigðiskerfisins samkvæmt er- lendum staðli. ★ Kostnaður við flutning bráða- þjónustu á Borgarspítala skiptir milljörðum króna og við breytingar á Landakotsspítala yrði miklum verðmætum fórnað og kostnaður við breytingar verulegur. ★ Landakotsspítali er ekki af heppilegri stærð sem öldrunardeild. ★ Hreinn hagnaður af sameiningu skilar sér seint og eftir aldamót kunna viðhorf að verða önnur í heilbrigðismálum þjóðarinnar. ★ Vafamál er að sameining myndi leysa þann skort á hjúkrunarliði innan Borgarspítala sem fyrir er og fullskipun allt að 200 rúma elli- dagvistar og geðdeildar er öllum sem til hjúkrunarmála þekkja alvar- legt áhyggjuefni. Verkaskipting og hagræðing er þegar í gangi milli sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík, en af framan- skráðu leiðir að sameining Landa- kots- og Borgarspítala í þessu formi er ekki raunhæfur kostur. Höfundur er skurdlæknir á Landukotsspítala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.