Morgunblaðið - 03.12.1991, Síða 28

Morgunblaðið - 03.12.1991, Síða 28
,Æ8 , MOB.GWBIAWÐ ÞRIf)J,UDAGUil 3, DESEMBER, 1991 SJALFSTÆÐI SAMÞYKKT I UKRAINU Loforð um lán til Sovét- manna endurskoðuð? Kíev, París, Moskvu, Brussel. Reuter. LEIÐTOGAR Úkraínu voru sigri hrósandi eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna á sunnudag og gerðu lítið úr þeim vandamálum sem margir spá að hljóti að fylgja í kjölfarið. Embættismenn hjá Evrópubandalaginu (EB) sögðu m.a. að niðurstaða kosninganna gætu valdið því að loforð EB um stórlán til Sovétmanna er nem- ur 1.6 milljörðum Bandaríkjadollara yrði tekið til endurskoðun- ar. EB-leiðtogar hafa hvatt Úkraínu til að greiða eðlilegan hluta af erlendum skuldum Sovétríkjanna gömlu, þrátt fyrir sjálfstæð- ið. Anatolíj Sobtsjak, borgarstjóri í Pétursborg, sagði í gær að úrslitin í Úkraínu væur áminning um það hve brýna nauðsyn bæri til að ná samkomulagi um yfirstjórn kjarnavopna Sovétríkj- anna. Fjárhagsvandi ríkjasambandsins verður æ illvígari. Borís Jeltsín Rússlandsforseti og Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti náðu þó sam- komulagi á laugardag um að Rúss- ar ábyrgðust auknar greiðslur til sameiginlegra útgjalda. Á föstudag sagði stjómandi ríkisbankans að framlög á fjárlögum væru uppurin og ekki væri lengur hægt að greiða embættismönnum laun. Kosningaþátttaka í Úkraínu á sunnudag var rúm 83%. Bráða- birgðaniðurstöður sýndu að 90.85% greiddu atkvæði með sjálfstæði, að sögn yfirmanns kjörstjórnar, Vítalís Boikos, sem einnig er dómsmála- ráðherra Úkraínu. Stuðningur við sjálfstæði var víða yfir níutíu af hundraði í vesturhéruðunum, einnig í höfuðborginni Kíev, en á Donetsk- iðnaðarsvæðinu í austurhlutanum var hann minni eða um 70% og á Krímskaga 54%. Á báðum síðast- nefndu svæðunum býr fjöldi Rússa sem eru alls um 20% íbúa Úkraínu; á Krím eru þeir í meirihluta. í hafn- arborginni Sevastopol, sem er ein af mikilvægustu bækistöðvum her- flotans, var minnihluti meo sjálf- stæði, eða 36%. Boiko sagði að Leoníd Kravtsjúk hefði fengið um 60% atkvæða í forsetakjörinu sem fór einnig fram á sunnudag en helsti andstæðingur hans, Vjat- esjlav Tsjornovíl, hefði fengið 24%. Kravtsjúk sagði að Úkraína væri með þjóðaratkvæðinu orðin sjálf- stæð. „Landið er orðið sjálfstætt ríki. Þetta er meginatriðið - sjálf- stætt ríki sem byggir tilveru sína ERLENT á vilja þjóðarinnar. Framvegis verða samskiptin við önnur ríki byggð á reglum um alþjóðleg sam- skipti”. Hann sagði að úrslitin hefðu í för með sér að tilraunir Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta til að koma á fót nýju sambands- ríki á rústum Sovétríkjanna gömlu væru endanlega úr sögunni. Kravt- sjúk sagðist myndu fara til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, á föstudag til viðræðna við þarlenda leiðtoga um myndun nýs efnahags- bandalags lýðveldanna í stað hug- mynda Gorbatsjovs um laustengt ríkjasamband. Fyrirmyndin yrði Evrópubandalagið og ekki yrði um að ræða eiginlegt ríkjasamband. „Aðalstöðvarnar yrðu svo sannar- lega ekki í Moskvu - kannski í Minsk eða Kíev,” sagði forsetinn en gaf í skyn að leiðtogar Rússa myndu einnig vera þessum áform- um hlynntir. Kravtsjúk mótmælti þeirri skoðun Gorbatsjovs að þótt Úkraínumenn kysu sjálfstæði merkti það ekki að þeir væru að vísa ríkjasambandi á bug. Gorbatsj- ov hefur oftar en einu sinni sagt að hann geti ekki séð fyrir sér ríkja- samband án Úkraínu. Gorbatsjov varaði Úkraínumenn við fyrir atkvæðagreiðsluna, sagði að efnahagsleg eymd biði þeirra ef þeir kysu sjálfstæði og með þessari þróun mála væri öllum heiminum stefnt fram á hengiflugið. Sovétfor- setirin sagði að það gæti komið til erfiðra deilna um landamæri við Rússa. Kravtsjúk sagði Gorbatsjov ekki hafa neinn rétt til afskipta af þessu tagi. Jeltsín að hverfa frá bandalagshugmyndum? Ummæli úkraínska forsetans í gær um afstöðu Rússa til sjálfstæð- Alþingi hid forna Ný bók eftir Einar Pálsson kemur út 10. desember. Ritið er vandað að allri gerð, 160 blaðsíður, í fallegu bandi, með tilvísunum og nafnaskrá. í þessu riti er Al- þingi hið forna skýrt, gerð þess og uppruni. Ritinu er skipt í 66 kafla, þannig að nota má það sem handbók eða uppflettirit. Er það ætlað öllum þeim sem vilja kynnast Þingvöll- um og fornri stjórnskipan íslendinga. Ákveð- in kenning er sett fram um eðli hins forna Alþingis; samkvæmt henni var Alþingi íslend- inga ekki ólíkt öllu, sem áður þekktist í heim- inum- eins og nú er oft haldið fram - það var byggt á merkustu hugmyndum og vön- duðustu stjórnskipan fornra samfélaga. Bókaútgáfan Mímir is Úkraínu þykja benda til þess að Jeltsín muni ef til vill gefa upp á bátinn stuðning við bandalagshug- myndir Gorbatsjovs. í síðustu viku sagði Jeltsín í blaðaviðtali að færi svo að Úkraína neitaði að undirrita samning um ríkjasamband myndi „staða Rússa gerbreytast”. Sam- skipti Kravtsjúks og Jeltsíns hafa batnað að undanförnu en þau voru kuldaleg fyrst eftir valdaránstil- raunina í ágúst er mörgum þótti Kravtsjúk ekki duga Rússlandsfor- seta vel. Kravtsjúk fullyrti í gær að deilur milli lýðveldanna, tri.a. um fyrirkomulag varnarmála, yrðu leystar á næstunni. Jafnframt lagði hann áherslu á mikilvægi afstöðu Rússa. „Með viðurkenningu af hálfu vestrænna ríkja verða sam- skipti okkar byggð á grundvelli al- þjóðasamskipta og afstaða Rússa mun skipta miklu máli í þessu sam- bandi”. taMjÉBMI m migarðurStj' a Moskva RUSSLAND V * * ÚKRAÍNA Rlatarmál: Fó/ksfjöldi Sk,Pt/ng fbúa. Gkraínumenn Russar F/vítrússar Mo/davar Rólverjar Ffnahagur 6°3-700km2/ 51.704.000/ / 36.488.951 13.471.602 406.098 293.576 258.309 r MOLDOVA R Ú MENlA n 300 km 1 -urí TYRKLAND .SSKsassr Sovésk kjarnavopn í Ukraínu □ Langdrægar kjamaflaugar O Gagnflaugaratsjár v Sprengjufiugvélavöilur HaM/d. Jane.s Inlormation Group ■ Heimild: Spáð erað sjálfstæðisyfirlýsinq Úkra- kvæð^'/ko^^ stuðnin9 ™ 90% at- 'kosningunum á sunnudag níZ ^799/ast stofna sjálfsteðan gjaldmiðil, til þess að firra sia nhoin skattheimtu Kremlar, koma f fírteigin herafla og láta fjarlægja öll sovésk 9 Vkjarnavopn af úkra^skri gru °du | úkraínu riefur því Moskvu í ^,ranÆa bundust sam-f að Bússland og Uki a n valda. bandssamningi onð16b ,r.ði91 rán bo\sévikka öðlast sjált- i x&ssgS&z/ Leóníd Kravtsjúk kjörinn forseti Úkraínu: Hugmyndafræðingurimi sem sneri frá villu síns vegar Kíev. Reuter. PÓLITÍSKT kamelljón, tæki- færissinni, þau eru ekki fögur sum heitin sem andstæðingar nýkjörins forseta hafa valið Leóníd Kravtsjúk sem kjörinn hefur verið forseti Úkraínu. Hann var áratugum saman sauðtryggur kommúnista- flokknum, gegndi að lokum stöðu aðalhugmyndafræðings og yfirmanns áróðursmála í flokksdeildinni í Úkraínu. Hann reyndist síðar fádæma snjall við að notfæra sér emb- ætti þingforseta til að vekja á sér athygli og þegar hug- myndum um aukið sjálfræði tók að vaxa fiskur um hrygg snerist hann til fylgis við þær. Andstæðingar hans viður- kenna með semingi að honum hafi tekist að „stela” hug- myndum þeirra. Öflugasti mótframbjóðandi Kravtsjúks var Vjatsjeslav Tsjornovíl, lágvaxinn, 53 ára gamall blaðamaður sem varð að gista fangabúðir í samanlagt 15 ár fyrir andóf gegn stjórnvöldum kommúnista. Tsjornovíl er mikill ræðumaður og hefur einkum höfðað til þjóðernissinna í vesturhluta landsins þar sem andúðin á ofríki Rússa hefur ávallt verið sterk. En Tsjornovíl tókst ekki að sópa til sín fylgi um allt landið með sama hætti og Kravtsjúk og hinum fram- bjóðendunum fjórum enn síður. Samkvæmt síðustu tölum benti allt til þess að Kravtsjúk fengi um 60% atkvæða og því óþarft að efna til annarrar umferðar milli tveggja efstu frambjóð- enda. Kravtsjúk er 57 ára gamall, kominn af smábændum í vestur- hluta landsins, nálægt borginni Rovno. Hann lauk meistara- gráðu í stjórnmálafræði við Kíev-háskóla, klifraði síðan met- orðastigann í flokknum af þraut- seigju og árið 1990 varð hann þingforseti með fulltingi komm- únistaþingmanna. Þá var hann orðinn landsþekktur vegna sjón- varpsviðræðna við fulltrúa þjóð- Leóníd Kravtsjúk ernissinna. Hann fjarlægðist fljótlega flokkslínuna og lagði áherslu á sjálfstæði Úkraínu gagnvart Moskvuvaldinu, sigldi af varfærni milli skers og báru, milli þingmeirihlutans, sem var kommúnískur og minnihlutans sem krafðist tafarlauss lýðræðis og sjálfstæðis. Málamiðlari Kravtsjúk átti mestan þátt í málamiðlun sem leit dagsins Ijós í júlí í fyrra. Þá lýsti þingið yfir fullveldi Úkraínu, sagði lög þess myndu hafa forgang ef þau stönguðust á við sovésk lög og síðar á árinu var gerður samn- ingur við Rússland Borísar Jelts- íns þar sem lýðveldin viður- kenndu fullveidi hvort annars. Er gerð var tilraun til valda- ráns í Moskvu í ágúst sl. studdi Kravtsjúk í fyrstu ekki andóf Jeltsíns, þ. á m. tillöguna um allsheijarverkfall, heldur hvatti til þess aö menn „sinntu störfum sínum á venjulegan hátt”. Þegar ljóst var að valdaránið var farið út um þúfur sagðist Krvatsjúk hafa rifið flokksskírteini sitt á fyrsta degi þess en margir drógu heilindi hans í efa. Samt sem áður virtust þessir atburðir ekki hafa teljandi áhrif á það traust sem hann naut meðal almenn- ings og reyndar sagði Kravtsjúk að harðlínuöfl hel'ðu mistúlkað ummæli sín. Úkraínska þingið Iýsti yfir fullu sjálfstæði landsins 24. ágúst og var Kravtsjúk ákaf- ur talsmaður þeirrar ákvörðun- ar. Skömmu síðar fór hann í heimsókn til Kanada og Banda- ríkjanna þar sem hann hitti helstu leiðtoga að máli og jók mjög hróður sinn á heimavíg- stöðvunum. Kravtsjúk hefur lagt sig fram um að brúa bilið milli ólíkra trú- flokka en krytur er milli stuðn- ingsmanna Rétttrúnaðarkirkj- unnar og úníata en svo nefnast kaþólikkar í Úkraínu. Einnig vill hann sætta þjóðir Úkraínu en öflugur rússneskur minnihluti er í lýðveldinu. Stefna Kravt- sjúks er að öðru leyti sú að koma skuli á markaðskerfi og telst það varla til tíðinda Austur-Evrópu en gagnrýnendur hans segja að forsetinn sé of samdauna gamla valdakerfinu til þess að honum muni nokkurn tíma takast að hrinda slíkum umbótum í fram- kvæmd. Gamla skrifræðisveldið á vafalaust eftir að reynast erfiður þröskuldur í vegi fram- fara í Úkraínu sem í Rússlandi. Ljóst er að Kravstjúk á traust fylgi í sveitahéruðum þar sem margir óttast of snöggar og rót- tækar breytingar. í mars sl. mælti Kravtsjúk með því að landsmenn sam- þykktu tilíögur Míkhaíls Gorb- atsjovs Sovétforseta um að ríkjasambandið yrði áfram við lýði. Nú vill hann fullt sjálfstæði og segir allar hugmyndir Gorb- atsjovs um laustengdara sam- band með höfuðstöðvar í Moskvu vera dauðadæmdar. Kravtsjúk verður ekki svarafátt þegar hann er gagnrýndur fyrir tæki- færismennsku. „Enginn getur haft sömu skoðanir allt lífið. Þetta er eðlilegt ferli. En sjálfur hef ég aðeins breytt um skoðun á grundvallaratriðum einu sinni.”

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.