Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 Fjarskipti Mikilvægi háhraða- neta að aukast Þörf er á nýrri hugsun í tölvu- og fjarskiptamálum HALLDÓR Kristjánsson, verkfræðingur, lýsti framtíðarsýn í fjar- skiptum, á ráðstefnu Rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðinga- félags Islands, sem haldin var 8. nóvember sl. Hann talaði um mikil- vægi háhraðaneta í tölvusamskiptum og fjarskiptum, og vandamál a þessum sviðum. Halldór sagði að þróun netkerfa væri langt því frá lokið og hægt að sjá fyrir margt sem myndi auka gildi þeirra. Þegar hefðu verið kynntar hugmyndir sem myndu gera mikilvægi háhraðaneta meira en nú er. „Á næstunni mun hugbún- aður geta leitað sér að lausu reikn- iafli á netinu og notað það þegar þörf er á meira afli en ein vinnu- stöð ræður yfir. Reikniaflið getur verið á einni eða fleiri miðlægum tölvum, einni eða fleiri vinnustöðv- um og svo framvegis. Það er því ljóst að við hættum að tala um tölv- Verslun ur sem tölvur og net sem ríet. Net- ið verður tölvan. Þannig fæst að- gangur að afli sem er margfalt það sem nú þekkist í stórum tölvumið- stöðvum fyrir brot af þeim kostnaði sem nú þekkist,” sagði hann. Að sögn Halldórs mun miðlæg tölvu- vinnsla í framtíðinni gegna hlut- verki skiptistöðvar fyrir upplýs- ingar og þjónustumiðstöðvar fyrir tölvunotendur. Halldór sagði að þörfin fyrir flutningsgetu myndi einnig ráðast af þróun í fjölmiðlun, þar sem blandað er saman lifandi myndum, Grænlendingar segja skilið við miðstýringu Grænlenska landsstjórnin hefur ákveðið að segja skilið við miðstýr- inguna, sem hefur gegnsýrt efnahagslífið í 12 ár, og innleiða frjálsa samkeppni. Meðal annars verður horfið frá því að halda uppi sama verði á ýmissi vöru og þjónustu hvar sem er í landinu án tillits til ólíks kostnaðar. Stærsta skrefið verður stigið með því að skipta KNI, arftaka Konung- legu Grænlandsverslunarinnar, upp í fjögur minni fyrirtæki, sem að hluta eða öllu leyti verða í einka- eigu. KNI er stærsta fyrirtæki í Grænlandi og hefur í sínum höndum heildverslunina, flutninga og póst- dreifingu og stóran hluta af smá- söluversluninni. Er áætlað, að með þessum breytingum sé unnt að lækka aðeins flutningskostnaðinn milli Danmerkur og Grænlands um helming eða úr fimm milljörðum ÍSK. í 2,5. Landsstjórnarformaðurinn og jafnaðarmaðurinn Lars Emil Jo- hansen segir, að tilgangurinn með þessu sé að ná fram lækkun á vöru- verði alls staðar í landinu, einnig á landsbyggðinni. Á móti komi, að ekki verður lengur reynt að halda uppi sama vöruverði hvar sem er. „Við viljum svipta hulunni af því hvað varan kostar í raun og veru. Þessi hrærigrautur af pólitík og viðskiptum hefur verið notaður sem skálkaskjól fyrir léleg vinnubrögð,” segir Johansen. KNI verður nú skipt upp í póst- dreifingar- og þjónustufyrirtæki við landsbyggðina; flutningafyrirtæki á viðskiptagrundveili; fyrirtæki, sem annast verslanarekstur og heild- sölufyrirtæki. Áuk þess verða flutn- ingar á milli Danmerkur og Græn- lands boðnir út á frjálsum markaði. VERSLUNARRÁÐ ÍSLV\NDS Morgunverðarfundur í Skálanum, Hótel Sögu, fimmtudaginn 5. desember 1991, kl. 08-09.30 Einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar: STORMUR í VATNSGLASI? Við myndun núverandi ríkisstjórnar voru hafðar uppi mikl- ar heitstrengingar um einkavæðingu opinbers reksturs. Nánari fregnir hafa fáar borist rúmlega hálfu ári síðar. Og nú er spurt: Var einhver alvara á bak við fyrirheitin? Hvers er að vænta, ef einhvers, á árinu 1992 oq á kjörtíma- bilinu? Framsögumenn: Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Fundarstjóri: Ellert B. Schram, ritstjóri DV. Ráðherrarnir flytja í upphafi inngangserindi um stefnu og áform stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar varðandi einkavæðingu opinbers reksturs. Þórarinn mun rekja viðhorf i atvinnu- og við- skiptalífinu til opinbers reksturs og einkavæðingar og lýsa af- stöðu sinni til stefnu og efnda ríkisstjórnarinnar. Framsögumenn sitja fyrir svörum í allt að 30 mínútur. Aðgangur með inniföldum morgunverði af hlaðborði kr. 1.000,- Fundurinn er opinn, en mikilvægt er að tilkynna þátttöku fyrir- fram í síma 678910 (svarað kl. 08-16). kyrrmyndum, tali og tónum. Að hans sögn er fjölmiðlun áhugaverð sem tæknilegt fyrirbrigði en nota- gildi hennar fyrir almenning er ekki fyrir séð. Ástæður þess eru meðal annars sá vandi sem höfundarréttur skapar, og tölvufælni, sem enn er útbreidd. „Nái þessi tækni hins veg- ar því stigi að almenn þörf verði fyrir hana, þá krefst það aukins hraða í samtengingu tölva, umfram það sem nú þekkist, vegna þess gífurlega gagnamagns sem þarf að koma út úr netinu,” sagði Halldór. Halldór talaði um þau vandamál sem þarf að leysa á næstu árum, varðandi notkun einstaklinga á tölv- um og ijarskiptatækni. Hann sagði að flestir notuðu fleiri en eina að- ferð, til að veita öðrum aðgang að sér með aðstoð fjarskipta og tölvu- kerfa, og nefndi t.d. heima- og vinn- usíma, farsíma, símboða og X.25 net. „Öll hafa þessi kerfi sjálfstæð númer og mörg þeirra eru þar að auki sjálfstæð, þannig að hvern ein- stakling einkenna á bilinu 2 til 12 mismunandi númer. Á þessu er sá megingalli að það getur kallað á notkun margra eða allra þessara númera að ná til einstaklingsins, og jafnvel þá er ekki tryggt að til hans náist með þeim hætti sem óskað er eftir. Hér þurfa tölvufram- leiðendur og fjarskiptaframleiðend- ur að sameinast um að leysa þetta mál,” sagði hann. Að sögn Halldórs hefur ISDN kerfið ekki haft við tölvutækninni og mun ekki leyfa hreyfanleika einstaklingsins þannig að hægt sé að ná í hann með hvaða hætti sem er. Hann sagði að því væri þörf fyrir nýja hugsun í tölvu- og fjarskiptamálum. llll.tltl — Ný bók um hagfræði, stjórnmál og menningu HAGFRÆÐI, stjórnmál og menn- ing er nafn á nýrri bók eftir Þorvald Gíslason, prófessor, sem Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út. Bókinni er ætlað að'bregða birtu á þjóðarbúskap Islendinga og vekja lesandann til umhugsunar uin ýmis alvarleg vandamál, gömul og ný, á þeim vettvangi, eins og segir í frétta- tilkynningu frá félaginu. í bók Þorvaldar er greint frá þeim margþætta vanda, sem íslend- ingar standa frammi fyrir nú, þegar Evrópuríkin renna saman í eina öfluga markaðsheild. Færð eru rök að því, að öruggasta leiðin til að bæta hag fólksins í landinu til fram- búðar sé að gefa markaðsöflum lausari taum í hagkerfinu í sam- ræmi við öra þróun mála í nálægum löndum. Ennfremur er í bókinni rætt um verðbólguvandann, atvinnumál og afkomu fyrirtækja, og færð rök með og móti veiðigjaldi. Það efni leiðir óhjákvæmilega að stjórnmál- um og stjórnarfari. Stefnu stjórn- valda ber á góma víða í bókinni. Þá er einnig fjallað um umhverfis- vernd og menningarmál af sjónar- hóli hagfræðings. Evrópubandalagið Deilur vegna reglna um samruna fyrirtækja MEIRA en ár er liðið síðan reglur um samruna fyrirtækja tóku gildi í Evrópubandalaginu. Reglunum sem einkum er ætlað að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki geti sameinast og hlotið einokunarað- stöðu hefur þó ekki verið beitt, fyrr en loks í síðasta mánuði. Hér var um að ræða sameigin- legt tilboð frönsku og ítölsku ríkis- reknu flugvélaframleiðendanna Aerospatiale og Alenia í kanadíska dótturfyrirtæki Boeing-verksmiðj- anna, de Havilland. Ákvörðun framkvæmdastjórnar EB að koma í veg fyrir þennan samruna byggir á því að sam- keppni innan sameiginlegs Evrópu- markaðar myndi stórlega minnka. Kaupin á de Havilland hefðu fært fyrirtækjunum 67%.markaðshlut- deild í Evrópu fyrir 20-70 farþega flugvélar, og 50% af heimsmark- aði. Engu að síður virðist minnihluti framkvæmdastjórnarinnar ekki hafa talið ástæðu til að grípa inn í. Sömuleiðis brugðust bæði franskir og ítalskir ráðherrar ókvæða við, og heyrst hefur að fram hafi komið óskir um að dreg- ið yrði úr valdi framkvæmdastjórn- Fer inn á lang flest heimili landsins! arinnar til slíkra ákvarðana. Ástæður þessa eru einkum þær að margir töldu nauðsynlegt að til yrði einhvers konar Evrópurisi í flugvélaframleiðslu, til að keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Reglu- gerðin tekur þó skýrt fram að það sé skylda framkvæmdastjórnarinn- ar að koma í veg fyrir kaupin. Það er því mörgum áhyggjuefni að þó þetta margir séu reiðubúnir að líta framhjá reglugerðinni vegna ann- arra hagsmuna. Reglugerðin sem um er að ræða er árangur langra sámningavið- ræðna og ber þess greinilega merki að víða hefur verið komist að mál- Það var talsmaður FNV, félags flutningaverkamanna í Hollandi, sem skýrði frá þessu fyrir skömmu og kvaðst hann hafa áhyggjur af, að þúsundir Hollendinga misstu vinnuna vegna breytinga á rekstri KLM. Er raunár búist við, að að- eins fragtflutningadeildin verði rekin áfram í sömu mynd. Talsmenn BA og KLM vilja ekk- ert um málið segja að svo stöddu en British Aii-ways hefur lengi verið á höttunum eftir samstarfs- aðila á meginlandi Evrópu. Fyrr á árinu kom framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins í veg fyrir samn- amiðlun. Völd framkvæmdastjórn- arinnar til að koma í veg fyrir samruna takmarkast meðal annars af því að heildarvelta umræddra fyrirtækja verður að vera að minnsta kosti 300 milljarðar króna. Reglugerðina á að endurskoða árið 1993 og framkvæmdastjórnin hef- ur þegar óskað eftir auknum völd- um. I ljósi þeirra deilna sem nú hafa risið er þó ólíklegt að stjórn- málamennirnir veiti þau völd. Margir telja hinsvegar að mál þetta allt sýni að nauðsynlegt sé að koma á fót sérstakri nefnd inn- an Evrópubandalagsins, skipaða sérfræðingum og þar sem stjórn- málamenn kæmu hvergi nærri, til að fjalla um samruna fyrirtækja með tilliti til samkeppnisaðstöðu og hefði völd tií að stöðva samruna ef ástæða þætti til. inga þess við belgíska flugfélagið Sabena og vegna hættu á, að svo verði einnig nú leikur nokkur óvissa um með hvaða hætti yfirtak- an á KLM er. Kunnugir telja, að um sé að ræða flókinn samning, sem taki einnig til bandarísks flugfélags, líklega Northwest Orient eða Cont- inental en þau hafa sterka stöðu á flugleiðum til Austurlanda fjær. British Airways stefnir að því að vera annað eða eitt þriggja stórra félaga í Atlantshafsfluginu og eitt fjögurra eðá fimm stærstu í heimi um aldamótin. Flug Verður KLM dótturfyr- irtæki British Airways? Breska flugfélagið British Airways og hollenska flugfélagið KLM hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis, að BA taki við rekstri KLM. Viðræður félaganna liafa staðið yfir um nokkurt skeið og einkuni um náið samstarf en nú þykir ljóst, að KLM verður dóttur- fyrirtæki BA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.