Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 41 Kauphallarmótið í brids: Heimsmeistaram ir voru sterkastir á lokasprettinum son í síðustu umferðinni en þessi pör urðu í 1. og 3. sæti á Kauphallarmótinu. Það var oft líf og fjör í Kauphöllinni þar sem hlutabréf í pörun- um gengu kaupum og sölum. Brids Guðmundur Sv. Hermannsson Heimsmeistararnir Guðmund- ur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson unnu á sunnudag til hæstu peningaverðlauna sem veitt hafa verið á innlendu bridsmóti þegar þeir sigruðu á Kauphallarmóti Bridgesam- bands Islands, Verðbréfa- markaðar Islandsbanka og Vífilfells. Heildarsigurlaunin voru G50 þúsund krónur og komu 133 þúsund í hlut spilar- anna sjálfra, en 517 þúsund í hlut þeirra sem keyptu hlut í þeim á uppboði fyrir mótið eða í kauphöll sem starfaði meðan á mótinu stóð. En fyrir utan Guðmund og Þorlák og Matthías Þorvaldsson og Sverri Ármannsson sem end- uðu í 3. sæti, náði ekkert þeirra para, sem dýrast voru seld, að skila arði. 26 pör tóku þátt í mótinu og voru þau öll boðin upp af Har- aldi Blöndal áður en mótið hófst. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson voru eftirsóttastir og seldust á 200 þúsund krónur. Þeir seldust einnig fyrir hæstu upphæðina á þessu móti á síð- asta ári, 145 þúsund. Eftirspurn eftir þeim hefur því aukist um 38% milli ára, enda hafa þeir síðan orðið heimsmeistarar. Guðmundur Páll og Þorlákur seldust fyrir 150 þúsund krónur, heimsmeistararnir Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson fyrir 140 þúsund og Sverrir Ár- mannsson og Matthías Þorvalds- son og Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjörnsson seldust á 120 þúsund krónur. Guðmundur Sveinsson og Valur Sigurðsson seldust á 120 þúsund og Björn Eysteinsson og Magnús Olafsson á 100 þúsund. Alls seldust pörin 26 fyrir 1.965.000 krónur en verðlaunaféð var um 2,2 milljón- ir króna, um 25% hærra en á síðasta móti. í raun voru boðin upp hluta- bréf í viðkomandi pörum og var algengt að hópar manna tækju sig saman um að bjóða í pörin og sumir keyptu í mörgum pör- um til að dreifa áhættunni. Eftir uppboðið var eigendum hluta- bréfanna frjálst að selja þau aft- ur hveijum sem var og á hvaða verði sem var, en gengi bréfanna hækkaði og lækkaði eftir því hvernig pörunum gekk. Verð- bréfamarkaður íslandsbanka sá um kauphöll þar sem verslað var með þessi hlutabréf og var oft líf og fjör í viðskiptunum en upplýsingar um kaup- eða sölut- ilboð, gengi og stöðuna í mótinu birtust jafnóðum á sjónvarpsskj- ám. Notaður var margfaldur sveitakeppnisútreikningur á mótinu, þannig að hvert par bar hvert spil saman við öll pörin sem sátu í sömu áttum. Þetta keppn- isform býður upp á miklar sveifl- ur þar sem ein geimsveifla gat kostað rúmlega 100 stig og þús- undfalda þá peningaupphæð. Sem dæmi um þetta má nefna, að í síðasta spili síðustu umferð- ar varð einum spilaranum á að gefa 5 hjörtu dobluð á meðan flestir aðrir spiluðu 4 hjörtu ódobluð sem unnust. Hefðu 5 hjörtu farið niður hefði parið fengið yfir 100 stig, en í stað þess tapaði það öðru eins. Þetta kostaði parið tvö sæti og um 100 þúsund krónur. Jón og Aðalsteinn tóku snemma forustuna en misstu hana til Matthíasar og Sverris. Á meðan voru Guðmundur og Þorlákur með rauða tölu, en um miðbik annarar lotunnar af þremur tóku þeir á mikinn sprett og skutust í annað sætið. í upphafi þriðju lotunnar náðu Sævar og Karl forustunni en þá fengu bræðurnir Kristján og Valgarð Blöndal risasetu og skutust í efsta sætið. Þessi fimm pör, ásamt Jakobi Kristinssyni og Pétri Guðjónssyni, og Júlíusi Siguijónssyni og Jónasi P. Erl- ingssyni, voru í efstu sætunum það sem eftir lifði mótsins. Úrslit í þremur síðustu setun- um voru ekki birt fyrr en í lokin og því ríkti mikil spenna þegar Helgi Jóhannsson las upp loka- stöðuna. Og þessi pör enduðu í verðlaunasætunum: 1. Guðmundur Páll Arnarson- Þorlákur Jónsson, 900 stig (verðlaunaupphæð: 650 þúsund, uppboðsverð 150 þúsund) 2. Jakob Kristinsson-Pétur Guð- jónsson 789 stig (verðlaunaupphæð 421 þúsund, uppboðsverð 75 þúsund) 3. Matthías Þorvaldsson-Sverrir Ármannsson 765 stig (verðlaunaupphæð 343 þúsund, uppboðsverð 120 þúsund) 4. Júlíus Siguijónsson-Jónas P. Erlingsson 607 stig (verðlaunaupphæð 239 þúsund, uppboðsverð 80 þúsund) 5. Kristján Blöndal-Valgarð Blöndal 556 stig (verðlaunaupphæð 221 þúsund, uppboðsverð 40 þúsund) 6. Aðalsteinn Jörgensen-Jón Baldursson 459 stig (verðlaunaupphæð 161 þúsund, uppboðsverð 200 þúsund) 7. Karl Sigurhjartarson-Sævar Þorbjörnsson 417 stig (verðlaunaupphæð 86 þúsund, uppboðsverð 120 þúsund) 8. Gylfi Baldursson-Sigurður B. Þorsteinsson 401 stig (verðlaunaupphæð 46 þúsund, uppboðsverð 50 þúsund) Ofangreindar verðlaunaupp- hæðir eru samtala spilaraverð- launa, arðs eigenda og umferðar- verðlauna sem eigendur þriggja stigahæstu para í hverri umferð fengu. í fyrstu umferðinni urðu efstir Sverrir-Matthías, Aðal- steinn-Jón og Karl-Sævar. í ann- ari umferð urðu efstir Guð- mundur-Þorlákur, Gylfi-Sigurð- ur og Kristján-Valgarð; og í þriðju umferð Sveinn Rúnar Ei- ríksson-Svavar Björnsson, Jak- ob-Pétur og Guðmundur-Þorlák- ur. Mótið fór fram á Hótel Loft- leiðum. Agnar Jörgensson var keppnisstjóri að venju, en Krist- ján Hauksson sá um útreikning. OG HANDKLÆÐI NÝKOMIN. HÁGÆÐAVARA FRÁ CANNON OG ffivMcrcsf* Jtu llb^-1 llL’i Stórhöfða 17, viö Gullinbrú sími 67 48 44 MAZDA 323 STATION NÚMEÐ ALDRIFI ! 1600 cc vél með tölvu- stýröri innspýtingu, 86 hö • Sídrif • 5 gírar • Vökva- stýri • Álfelgur o.m.fl. Verö kr. 1.099.000 stgr. með tyðvöm og skráningu. MAZDA - ENGUM LÍKURI SKÚLAGÖTU 59, S 61 95 50 Opið laugardaga kl. 10-14. SKIPHOLT119 SÍMI 29800 i I!■. ■ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.