Morgunblaðið - 03.12.1991, Side 51

Morgunblaðið - 03.12.1991, Side 51
1MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGWR 8. DESEMBER' 1991 51 Hálfdán Örnólfs son - Kveðja Hann elsku afi okkar er dáinn. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 23. nóvember sl. og verður jarðs- unginn í Hólskirkju í Bolungarvík í dag. Hálfdán afi var fæddur að Kross- stöðum í Önundarfirði 28. nóvem- ber 1913. Faðir hans var Örnólfur Hálfdánsson og móðir hans var Hólmfríður Halldórsdóttir. Hann var fjögurra ára gamall þegar>hann fluttist til föður síns og konu hans Margrétar Reynaldsdóttur og ólst hann þar upp í Skálavík við mikið ástríki þeirra hjóna. Ungur fór hann að stunda sjó og seinna eignaðist hann eigin trillu sem hann réri á, en samhliða sjómennskunni hafði hann búfénað. Hann kynntist henni ömmu, Hallfríði Kristínu Jónsdótt- ur, á ísafirði og eftir að þau gengu í hjónaband settust þau að í Bolung- arvík, fyrst á Mölunum og síðan á Hóli 3 þar sem þau bjuggu þar til amma lést 25. apríl 1985. , Amma og afi eignuðust 7 börn en áður eignaðist afi Ragnar Inga sem er búsettur í Bolungarvík, kvæntur Sigríði Þ. Jakobsdóttur og eiga þau 3 börn og 2 barnabörn. Móðir okkar er elst af alsystkinun- um og er gift Þorsteini Einarssyni og erum við 3 systkinin og erum búsett í Rvík. Örnólfur Grétar er kvæntur S. Elfu Þórðardóttur og eru þau búsett á Fáskrúðsfirði. Þau eiga 4 börn. Einar Draupnir er kvæntur Ingibjörgu B. Jónsdóttur og eiga þau 3 syni og eru búsett í Rvík. Jón er kvæntur Guðrúnu Ól- afsdóttur og eiga þau 3 börn en áður eignaðist Guðrún einn son. Kristín er gift Gunnari Þórðarsyni og eiga þau 3 börn og eru búsett á Nýfundnalandi. Sjöfn á 3 börn 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öli kvöld til kt. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. og er gift Pálma Jónssyni. Þau eru búsett í Bolungarvík. Lilja er yngst af systkinunum og er hún gift Þor- katli Birgissyni og eiga þau 3 börn og eru þau búsett í Bolungarvík. Þó að við vissum að afi gekk ekki heill til skógar og að kallið gæti komið þá og þegar kom frétt- in um andlát hans okkur í opna skjöldu og upp í hugann koma allar minningarnar. Minningar um ferð- irnar ófáu sem farnar voru vestur til afa og ömmu á Hóli. Þangað var alltaf yndislegt að koma. Alltaf var mikið um að vera á Hóli, mikill gestagangur og enn í dag skiljum við ekki hvernig Fríða amma gat töfrað fram veisluborð án þess að hafa fyrir því. Við fengum oft að fara með afa á sjóinn og ekki spillti fyrir að á bænum voru hænur og kindur og er okkur sérlega minnis- stætt þegar við fengum í heyskapn- um að færa afa kaffi í flösku í ullar- sokk. Núna iíður afa vel kominn til elsku ömmu sem hann syrgði svo sárt. Blessuð sé minning þeirra. HálfdánJEinar og Elín Ósk + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI SIGURBJÖRNSSON, Ásgarði 13, lést í Borgarspítalanum þann 15. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Laufey Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför ástkærs eiginmanns míns, KJARTANS GUÐNASONAR, verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, þriðjudaginn 3. desember, kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á SÍBS. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Jónasdóttir. + Elskuleg móðir okkar, KRISTÍN SVEINSDÓTTIR frá Viðfirði, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík, er lést 23. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 4. desember kl. 15.00. Börn hinnar látnu. + Elskuleg fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma, MARGRÉT BJARNADÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Vesturgötu 66, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 14. Bjarni Vésteinsson, Steinunn Sigurðardóttir, Margrét Bjarnadóttir, Sigurður Bjarnason. + Faðir okkar, tengdafaðir og efi, PÁLL GUNNARSSON fyrrverandi skólastjóri á Akureyri, LækjarásiH, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. desember kl. 13.30. Gerður Pálsdóttir, Einar Ragnarsson, Hólmgeir Þór Pálsson, Ástríður Erlendsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- + Elskuleg konan min, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- stjórn blaðsins á 2. liæð í Aðal- amma, stræti 6, Reykjavík og á skrif- STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR, stofu blaðsins í Hafnarstræti Garðavegi 8, 85, Akureyri. Hafnarfirði, Athygli skal á því vakin, að verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn greinar verða að berast með 4. desember kl. 13.30. góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á líknarstofnanir. dagsblaði að berast síðdegis á Þorgils Þorgilsson, mánudegi og hliðstætt er með börn, tengdabörn, greihar aðra daga. barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR JÓN ÞORVARÐARSON verslunarmaður, Birkihvammi 6, Hafnarfirði, er lést í Landspítalanum 24. nóvember, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 4. desember kl. 15.00. Sjöfn Bachmann Bessadóttir, Lilja K. Þórðardóttir, Björgvin H. Hilmarsson, Ingibjörg Þórðardóttir, Árni Sigmundsson, Jón Þórðarson, Ásbjörg Björgvinsdóttir, Geirþrúður Þórðardóttir, Jóhannes P. Davíðsson og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS M. SVEINSSONAR, Hrafnistu v/Kleppsveg, áður Austurbrún 25. Sveinn Kristinsson, Elín Snorradóttir, Þorkell Kristinsson, Guðrún Ármannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GRIKKLAND AR OG SIÐ Skemmtilegar og firæðandi greinar um Grikkland og gríska menningu. G rikkland hefur löngum staðið mönnum fyrir hugskotssjónum sem táknmynd varanlegra gilda í líli og list, þar sem viska og fegurð renna saman í eitt. í fornöld var þar lagður sá grundvöllur sem allt menntalíf Vesturlanda - listir og fræði, heimspeki og vísindi - hefur síðan hvílt á. Bókin Grikkland ár og síð hefur að geyma tuttugu og fimm greínar eftir íslenska samtímamenn, rithöfunda og fræðimenn á ýmsum sviðum. Þær varpa ljósi á ólíka þætti griskrar menningar að fomu og nýju. I bókinni em einnig tveir kaflar með ljóðaþýðingum úr fomgrísku og nýgrísku. Höfundar Sigurður A. Magnússon Kristján Ámason Þorsteinn Þorsteinsson Patricia Kenig Curd Eyjólfur Kjalar Emilsson Vilhjálmur Ámason Þórjakobsson Guðmundur Amlaugsson Þórarinn Guðnason Sveinn Einarsson Þorsteinn Gunnarsson grema em: Sigurbjöm Einarsson '' Hrafnhildur Schram Guðmundur J. Guðmundsson Jón Sveinbjömsson Einar Sigurbjörnsson Ragnar Sigurðsson Friðrik Þórðarson Magnús A. Sigurðsson Þorkell Sigurbjömsson Þóra Kristjánsdóttir Thor Vilhjálmsson mz % HIÐ ÍSLENZKA BÓKMKNN'IAFÉLAG SIÐÚMOLI 21 • PdSTHÖl.FÖ935 • 128 RKVKJAVlk . SlMI 91-679060 1816 1991

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.