Morgunblaðið - 03.12.1991, Side 56

Morgunblaðið - 03.12.1991, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 «canMin TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1991 Los AngelesTimesSyndicate Ég ráðlegg þér að tala ekki illa um húsbóndann, félagi. Hann er með algert ofsóknarbrjálæði. Spilavítiskassamir Glæpamenn erlendis komust fljótt uppá lagið með að hafa spila- sýki fólks að féþúfu og beijast sín á milli upp á líf og dauða yfir fórn- arlömbunum. í Bandaríkjunum sáu stjórnvöld sér ekki annað fært, en að gefa glæpamönnunum eftir ákveðin svæði, fyrir allskonar fjár- hættuspil. Þar á fullorðið fólk, bæði heilbrigt og spilasjúkt, að geta skemmt sér. Með þessu móti töldu ráðamenn að þjóðfélagið gæti kom- ið við stjórn á málunum og hægt væri að ná nokkrum sköttum sem gætu komið upp í þjóðfélaglegan kostnað, við lækningar, löggæslu og annan skaða sem fjárhættuspila- fíkn veldur. Þessi viðleitni hefur náð takmörkuðum árangri því spilavítin eru enn nær undantekningarlaust í höndum glæpamanna sem ráða öllu. Glæpamennirnir verða bara feitari og voldugri, svo, að þeir ráða oft tilnefningu og kosningu stjórnmála- manna, sém eiga síðan að þjóna hagsmunum almennings. Eitt sem hefur tekist er að spila- vítiskössunum hefur verið komið af almanna færi, svo börn og ungl- ingar eiga erfiðari aðgang að þeim. Eins hefur gerst mögulegt að fylgj- ast með að spilasjúkt fólk fari sér ekki að voða, sem iðulega endar annars með því að það tapar pen- ingum sínum ög bíður þess ekki bætur, jafnvel fremur sjálfs- morð .... Það má skrifa langt og ítarlegt mál um skaðsemi spilafíknarinnar, um glæpamennskuna í kringum hana og nauðsyn þess að stemma stigu við henni. Tilgangur þessarar greinar er þó ekki sá. Heldur er Flugelda í þyrlusjóð Fyrir gamlárskvöld kaupum við íslendingar flugelda fyrir milljónir króna og erum við í leiðinni að styrkja meðal annars flugbjörgun- ar- og slysavarnafélög landsins. Hvernig væri ef þeir peningar sem koma inn um þessi áramót rynnu alfarið í þyrlukaupasjóð fyrir landið. Einnig mættu önnur félög sem selja flugelda láta ágóðann af sölunni renna í þennan sjóð. Við vitum aldrei hveijir þurfa á hjálp þýrlu að halda eða hvenær. Þú getur verið næstur. Tökum höndum saman, stöndum saman. Húsmóðir tilgangurinn að spyija, hvernig þessum málum sé háttað á íslandi? Hvernig geta siðaðir menn réttlætt peningaplokkið af börnum og veik- geðja fólki, með spilavítiskössum Rauða krossins, um allt land? Er ekki tími til kominn að allt gott fólk, þar með kirkja og stjórn- völd, taki í taumana áður en skað- inn verður meiri en orðinn er? Er ekki kominn tími til að hreinsa svartnæturöflin og blygðunarlausa peningaplokkara úr íslensku þjóðfé- lagi, áður en þeir valda meiri skaða — og ná meiri völdum? Hefur skatt- alögreglan eftirlit með þessu fólki? Er ástæða til, að saksóknari ríkisins sæki þetta fólk til saka? Helgi Geirsson Þessir hrlngdu Svart veski Svart lítið veski tapaðist fimmtudagskvöldið 21. nóv. á Nýbýlavegi í Kópavogi. í því var skólaskírteini. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 642694. Kvörtun til alþjóðar Sigurður Ingólfsson hringdi og sagðist vera fyllilega sammála Magnúsi Þorsteinssyni bónda í grein hans „Þjóðarsjálfsvíg”. Hann vildi að hætta yrði að flytja inn litað fólk í landið. Lífguðu upp á reykingaherbergið Þorleifur hringdi, en hann dvelur á bæklunardeild Landspít- alans. Hann sagðist hafa byijað að reykja aftur 15 dögum eftir að hann var lagður inn en sér hefði fundist reykingaherbergið ömurlega kaldranalegur salur og hefði því fengið leyfi til þess að skreyta það. Til þess fékk hann aðstoð frá Landvernd, Alaska í Breiðholti og Blómavali. Einnig sá hann að bókasafn Rauða krossins vantaði nýjar bækur og leitaði hann til foiiaganna Máls og menningar og Forlagsins og gáfu þau nýútkomnar bækur í safnið. Þorleifur vildi kóma á framfæri þakklæti til þessara aðila sem aðstoðuðu hann með þessum hætti. Jakkinn tekinn Ungur maður fór á Hótel ís- land 21. nóv. og lagði jakkann sinn frá sér á stól meðan hann var að dansa. Þegai' hann ætlaði að taka hann aftur var ,hann horfinn. Um er að ræða svartan þunnan jakka frá jakkafötum. Ef einhver er með jakkann heima hjá sér er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband við Kristinn í sírrla 42672. Liprir starfsmenn Hörður í Borgarnesi vildi koma á framfæri þökkum til starfs- manna Húsasmiðjunnar í Reykja- vík. Hann sagði þá hafa verið afar lipra, einkum maður að nafni Arthúr. Hörður sagðist aldrei hafa fengið svona frábæra þjón- ustu fyrr og var afar ánægður með viðskipti sín við Húsasmiðj- una. Þyrlan í stað veislu Kona að norðan vildi koma þeirri hugmynd sinni á framfæri að forsetaembættið sparaði veisl- una sem venja væri að halda al- þingismönnum og mökum þeirra áður en þeir færu í jólafrí og andvirði veislunnar látið renna í þyrlukaupasjóð. Hún sagðist vænta þess að forseti íslands, alþingismenn og makar þeirra væru henni sammála um að pen- ingunum sé betur varið þannig. Víkveiji skrifar Deilur Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra við einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins, nú síðast Inga Björn Albertsson og áður Matthías Bjarnason, hafa vak- ið nokkra athygli. Út af fyrir sig er ekkert við það að athuga, að flokksbræður hafi mismunandi skoðanir, svo lengi sem þeim skoð- anaskiptum er haldið í ákveðnum farvegi. Víkveiji hefir hins vegar veitt athygli öðrum þætti í starfsháttum forsætisráðherra, sem er óneitan- lega nokkuð óvenjulegur miðað við einleik stjórnmálamanna í fjölmiðl- um nú orðið. Það vekur sum sé athygli hvað Davíð Oddsson stendur fast við bakið á einstökum ráðherr- um í ríkisstjórn hans, sem verða fyrir gagnrýni eða aðkasti. Þetta mátti sjá fyrir nokkrum mánuðum, þegar Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðisráðherra, sætti gagnrýni vegna vinnubragða í heilbrigðismál- um og þetta mátti sjá núna fyrir helgina, þegar forsætisráðherra hélt uppi vörnum fyrir utanríkisráð- herra í sambandi við karfatonninn. Hvað sem öðru líður er ljóst, að svo sterk málsvörn fyrir ráðherra samstarfsflokksins stuðlar mjög að því að treysta samstarf Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks í núverandi ríkisstjórn. xxx Ihúsakynnum Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna (MÍR) við Vatnsstíg, stendur nú yfir sýning á myndverkum listakon- unnar Kjuregeij Alexöndru Arg- unovu. Hún er ættuð frá Jakútíu í Sovétríkjunum, en hefur verið bú- sett hér á Islandi að mestu í u.þ.b. aldarfjói'ðung. Kjuregeij sýnir þarna fjölmörg myndverk, sem mörgum munu þykja_ óvenjuleg. Hins vegar falla þau Islendingum bersýnilega vel vegna þess, að strax á laugardaginn var, þegar sýningin opnaði seldust fjölmörg þeirra. Þetta er skemmti- leg sýning sem full ástæða er til að skoða. xxx Hin hefðbundna bókavertíð er hafin. Henni fylgja hefðbund- in auglýsingaherferð með venjuleg- um stóryrðum um höfundana og verk þeii'i'a, hefðbundin kynningar- viðtöl í blöðum, tímaritum, útvarps- stöðvum og hvar sem við verður komið. Hefðbundnar umsagnir gagnrýnenda, sem hafa örskamman tíma til þess að fjalla um allar þess- ar bækur. Er þetta ekki orðið bæði leiðinlegt og staðnað form? Er ekki orðið nauðsynlegt bæði fyrir forlög- in og fjölmiðlana að bijótast út úr þessari auglýsingamennsku og taka upp alvarlega og dýpri umfjöllun um bækur, þótt það gerist ekki allt á örfáum vikum í nóvember og des- ember?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.