Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 4

Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 4
rtePr aaiTMaaaa-f f jffTOAqtnpygrM OKjMaviyDflOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 Umferðin varasöm í skammdeginu: 36 slösuðust í Reykjavík í nóvember SAMKVÆMT skýrslum lögregl- unnar í Reykjavík slösuðust 36 Reykvíkingar í umferðinni i nóv- ember en 29 urðu fyrir meiðslum í þeim mánuði i fyrra. Eitt dauð- aslys varð í umferðinni í Reykja- vík í nóvember. Miðað við flokk- un lögreglunnar voru 4 þeirra sem slösuðust í nóvember mikið slasaðir en 32 lítið. í fyrra töld- ust 10 mikið slasaðir en 19 lítið meiddir í nóvember. Frá því síðastliðinn föstudag þar til í gærmorgun var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um 67 árekstra og umferðarslys. I fimm tilvikum áttu ökumenn sem grunaðir eru um ölvun hlut að máli en einnig voru 16 ökumenn handteknir grun- aðir um ölvun við akstur án þess VEÐUR Frá slysstað á Stekkjarbakka á sunnudagskvöld. Morgunblaðið/Ingvar að hafa valdið tjóni. Mörg um- ferðaróhappanna má ýmist rekja til myrkurs og slæms skyggnis eða hálku. Tvéir ökumenn og farþegi ann- ars þeirra voru fluttir á sjúkrahús með áverka sem ekki voru lífs- hættulegir, að sögn lögreglu, eftir harðan árekstur á mótum Baldurs- götu og Þórsgötu síðdegis í fyrra- dag. Ökumaður sem grunaður er um ölvun ók bíl sínum út af Breið- holtsbraut í fyrrinótt og varð að fiytja bifreiðina á brott með krana. Magnús Einarsson yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að reynslan sýndi að í skammdeg- inu væri hættan hvað mest á alvar- legum umferðarslysum, annars vegar vegna hálku en hins vegar vegna myrkurs og lélegs skyggnis þegar jörð væri alauð. Hann sagði að lögreglan vildi hvetja vegfarend- ur til að vera sérstaklega á varð- bergi í umferðinni um aðventuna. VEÐURHORFUR í DAG, 11. DESEMBER YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er minnkandi lægðardrag, en við suð- vestur Grænland er víðáttumikil 975 mb djúp lægð sem hreyfist norðaustur. SPÁ: Suðvestanátt, kaldi eða stinningsgola með slydduéljum norð- an- og vestanlands en bjartara um austanvert landið. Annars stað- ar skýjað en úrkomulaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Allhvöss vestanátt með smáéljum sunn- anlands og á annesjum norðanlands en bjartviðri um austanvert landið. Frost 2 til 4 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Allhvöss sunnan- og suðvestanátt með slydduéljum sunnan- og vestanlands en sunnankaldi og úrkomu- laust um austan- og norðanvert landið. Hiti 1—2 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. N: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- •\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar • Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður XJ Skúrir er 2 vindstig. # V EI Léttskýjað / / / / / / / Rigning EEE Þoka / / / = Þokumóða HálfskýjaA * / * ’ , ’ Súld Skýjað / * / * Siydda OO Mistur / * / * * * -|- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * Þrumuveður VEÐUR VÍÐÁ UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 hálfskýjað Reykjavík 1 úrkoma í grennd Bergen 7 skýjað Helsinki 0 þokumóða Kaupmannahöfn 1 heiðskírt Narssarssuaq 0 snjókoma Nuuk +1 súld Ósló 1 lágþokublettir Stokkhólmur 1 þokumóða Þórshöfn 9 rigning Algarve 16 skýjað Amsterdam +1 léttskýjað Barcelona 9 rigning Berlm +5 mistur Chicago +1 þoka Feneyjar 0 helðskfrt Frankfurt t3 léttskýjað Glasgow +3 þokuruðningur Hamborg +2 heiðskirt London 3 heiðskírt LosAngeles 18 aiskýjað Lúxemborg +3 heiðskirt Madríd 9 skýjað Malaga 12 súld Maliorca 14 léttskýjað Montreal +8 háifskýjað NewYork 6 alskýjað Orlando 16 léttskýjað París +1 heiðskfrt Róm 7 heiðskirt Vín +8 alskýjað Washington 8 léttskýjað Winnipeg +3 skýjað Kröfur Atvinnutryggingardeildar færðar til Landsbankans: Skuldbindingar sjóðsins að hluta i í höndum ríkisins ' - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra HUGMYNDIR um að færa kröfur Atvinnutryggingadeildar Byggð- astofnunar til Landsbankans voru ræddar á ríkisstjómarfundi í gær. Ákveðið var að þriggja manna ráðherranefnd, forsætisráð- herra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, móti tillögur um framkvæmd málsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að bankinn taki væntanlega yfir allar kröfur sjóðsins en ríkið taki á sig skuldbindingar hans að einhveiju leyti svo staða Landsbank- ans verði styrkt með þessum aðgerðum. Davíð sagði að þetta sé hugsað til að bæta eiginfjárstöðu Lands- bankans og rekstrarstöðu bankans í framhaldi af því. „Þó hún sé ekki afleit er mikilvægt að bankinn sé mjög vel búinn undir þá þjón- ustu sem hann þarf að veita, því hann er öflugasti þjónustubanki atvinnulífsins. í annan stað er þetta hugsað til þess að skuldamál atvinnutryggingarsjóðs fái í fram- tíðinni bankalega meðferð," sagði Davíð. Hann sagðist aðspurður vonast til að málið tæki ekki margar vik- ur. Það hefði ekki verið rætt í ein- stökum atriðum en væntanlega tæki bankinn við öllum kröfum sjóðsins en eftir væri að ákveða hversu mikinn hluta af skuldbind- ingum sjóðsins ríkið héidi hjá sér. Þar sem tap væri á sjóðnum væri nauðsynlegt að færa einhvem hluta þeirra yfir á ríkið til að staða bankans yrði raunvemlega styrkt með þessum aðgerðum. Sagði ) Davíð að fljótlega yrðu hafnar við- ræður við Landsbankann um þetta mál. ) í skýrslu Ríkisendurskoðunar úm fjárhagsstöðu Atvinnutrygg- ingardeildar í ágúst sl. kom fram I að nettóútlán deildarinnar námu í maílok 8.726 milljónum kr. og eignir deildarinnar samtals 8.839 millj. Skuldir deildarinnar námu hins vegar 8.868 millj. Að mati Ríkisendurskoðunar var talið að 1.760 millj. kr. af útlánum deildar- innar gætu verið tapaðar og jafn- vel þótt gert væri ráð fyrir að all- ir lánþegar sjóðsins stæðu í skilum þyrfti deildin 1.250 kr. viðbótarfj- ármagni á að halda á ámnum 1992-1994. Skuldbreyting sjávarútvegsins hjá Atvinnutryggingarsjóði: Kostar ríkissjóð um 300-400 milljónir kr. UMFJÖLLUN um skuldbreytingar sjávarútvegsfyrirtælga var lok- ið á ríkisstjórnarfundi í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fjármálaráðherra og forsætisráðherra, sem lögformlega eiga þarna hlut að máli, myndu nú tilkynna Byggðastofnun þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að þeir féllust á þá hugmynd að afborgunum í Atvinnutryggingar- sjóð yrði frestað um tvö ár. Sjávarútvegsráðherra sagði að ekki lægi fyrir hversu mikið þessi skuldbreyting kæmi til með að kosta ríkissjóð, „en mér þykir lík- legt að viðbótarkostnaður verði milli 300 og .400 milljónir króna“, sagði Þorsteinn. „Ég tel þetta vera mjög mikils- verðan áfanga í þessu máli og góða niðurstöðu. Ég hef þegar flutt fmmvarp hér á þinginu um að stöðva inngreiðslur í verðjöfn- unarsjóð,“ sagði sjávarútvegsráð- herra, aðspurður um frekari ráð- stafanir hvað varðar sjávarútvegs- fyrirtæki. „Það er búið með ríkisfj- ármálaaðgerðum að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og ég vænti þess að árangur fari senn að sjást í framhaldi af því.“ Sfldarverksmiðjumar í hlutafélag um áramót ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra lagði í gær fram á Al- þingi frumvarp um Síldarverksmiðjur ríkisins, þar sem kveðið er á um að breyta fyrirtækinu í hlutafélag og því félagi síðan heimilað að se(ja fyrirtækið, annað hvort í heilu lagi eða einstökum hlutum. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að jafnframt væri kveðið á um það í fmmvarpinu að kannaður yrði vilji heimamanna og starfsmanna til þess að kaupa hlutabréf, eða einstakar eignir, eft- ir að félaginu hefði verið breytt. Sjávarútvegsráðherra var spurð- ur hvort hann hefði ástæðu til þess að ætla að einhver eða einhveijir vildu kaupa þetta fyrirtæki: „Já, ég hef trú á því. Að vísu hefur blás- ið á móti í mjöliðnaðinum að und- anfömu, vegna lélegrar loðnuveiði. En ég hef alltaf verið sannfærður um það, að það væri tímabundið ástand. Seiðamælingar Hafrann- sóknastofnunar nú á dögunum benda til þess að stofninn muni ná sér og við getum átt von á miklu betri vertíð næst. Ég tel þar að auki mjög eðlilegt að breyta þessu í hlutafélag og tel beinlínis óeðlilegt að ríkið sé með rekstur af þessu tagi undir höndum," sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.