Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 4
rtePr aaiTMaaaa-f f jffTOAqtnpygrM OKjMaviyDflOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 Umferðin varasöm í skammdeginu: 36 slösuðust í Reykjavík í nóvember SAMKVÆMT skýrslum lögregl- unnar í Reykjavík slösuðust 36 Reykvíkingar í umferðinni i nóv- ember en 29 urðu fyrir meiðslum í þeim mánuði i fyrra. Eitt dauð- aslys varð í umferðinni í Reykja- vík í nóvember. Miðað við flokk- un lögreglunnar voru 4 þeirra sem slösuðust í nóvember mikið slasaðir en 32 lítið. í fyrra töld- ust 10 mikið slasaðir en 19 lítið meiddir í nóvember. Frá því síðastliðinn föstudag þar til í gærmorgun var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um 67 árekstra og umferðarslys. I fimm tilvikum áttu ökumenn sem grunaðir eru um ölvun hlut að máli en einnig voru 16 ökumenn handteknir grun- aðir um ölvun við akstur án þess VEÐUR Frá slysstað á Stekkjarbakka á sunnudagskvöld. Morgunblaðið/Ingvar að hafa valdið tjóni. Mörg um- ferðaróhappanna má ýmist rekja til myrkurs og slæms skyggnis eða hálku. Tvéir ökumenn og farþegi ann- ars þeirra voru fluttir á sjúkrahús með áverka sem ekki voru lífs- hættulegir, að sögn lögreglu, eftir harðan árekstur á mótum Baldurs- götu og Þórsgötu síðdegis í fyrra- dag. Ökumaður sem grunaður er um ölvun ók bíl sínum út af Breið- holtsbraut í fyrrinótt og varð að fiytja bifreiðina á brott með krana. Magnús Einarsson yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að reynslan sýndi að í skammdeg- inu væri hættan hvað mest á alvar- legum umferðarslysum, annars vegar vegna hálku en hins vegar vegna myrkurs og lélegs skyggnis þegar jörð væri alauð. Hann sagði að lögreglan vildi hvetja vegfarend- ur til að vera sérstaklega á varð- bergi í umferðinni um aðventuna. VEÐURHORFUR í DAG, 11. DESEMBER YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er minnkandi lægðardrag, en við suð- vestur Grænland er víðáttumikil 975 mb djúp lægð sem hreyfist norðaustur. SPÁ: Suðvestanátt, kaldi eða stinningsgola með slydduéljum norð- an- og vestanlands en bjartara um austanvert landið. Annars stað- ar skýjað en úrkomulaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Allhvöss vestanátt með smáéljum sunn- anlands og á annesjum norðanlands en bjartviðri um austanvert landið. Frost 2 til 4 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Allhvöss sunnan- og suðvestanátt með slydduéljum sunnan- og vestanlands en sunnankaldi og úrkomu- laust um austan- og norðanvert landið. Hiti 1—2 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. N: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- •\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar • Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður XJ Skúrir er 2 vindstig. # V EI Léttskýjað / / / / / / / Rigning EEE Þoka / / / = Þokumóða HálfskýjaA * / * ’ , ’ Súld Skýjað / * / * Siydda OO Mistur / * / * * * -|- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * Þrumuveður VEÐUR VÍÐÁ UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 hálfskýjað Reykjavík 1 úrkoma í grennd Bergen 7 skýjað Helsinki 0 þokumóða Kaupmannahöfn 1 heiðskírt Narssarssuaq 0 snjókoma Nuuk +1 súld Ósló 1 lágþokublettir Stokkhólmur 1 þokumóða Þórshöfn 9 rigning Algarve 16 skýjað Amsterdam +1 léttskýjað Barcelona 9 rigning Berlm +5 mistur Chicago +1 þoka Feneyjar 0 helðskfrt Frankfurt t3 léttskýjað Glasgow +3 þokuruðningur Hamborg +2 heiðskirt London 3 heiðskírt LosAngeles 18 aiskýjað Lúxemborg +3 heiðskirt Madríd 9 skýjað Malaga 12 súld Maliorca 14 léttskýjað Montreal +8 háifskýjað NewYork 6 alskýjað Orlando 16 léttskýjað París +1 heiðskfrt Róm 7 heiðskirt Vín +8 alskýjað Washington 8 léttskýjað Winnipeg +3 skýjað Kröfur Atvinnutryggingardeildar færðar til Landsbankans: Skuldbindingar sjóðsins að hluta i í höndum ríkisins ' - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra HUGMYNDIR um að færa kröfur Atvinnutryggingadeildar Byggð- astofnunar til Landsbankans voru ræddar á ríkisstjómarfundi í gær. Ákveðið var að þriggja manna ráðherranefnd, forsætisráð- herra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, móti tillögur um framkvæmd málsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að bankinn taki væntanlega yfir allar kröfur sjóðsins en ríkið taki á sig skuldbindingar hans að einhveiju leyti svo staða Landsbank- ans verði styrkt með þessum aðgerðum. Davíð sagði að þetta sé hugsað til að bæta eiginfjárstöðu Lands- bankans og rekstrarstöðu bankans í framhaldi af því. „Þó hún sé ekki afleit er mikilvægt að bankinn sé mjög vel búinn undir þá þjón- ustu sem hann þarf að veita, því hann er öflugasti þjónustubanki atvinnulífsins. í annan stað er þetta hugsað til þess að skuldamál atvinnutryggingarsjóðs fái í fram- tíðinni bankalega meðferð," sagði Davíð. Hann sagðist aðspurður vonast til að málið tæki ekki margar vik- ur. Það hefði ekki verið rætt í ein- stökum atriðum en væntanlega tæki bankinn við öllum kröfum sjóðsins en eftir væri að ákveða hversu mikinn hluta af skuldbind- ingum sjóðsins ríkið héidi hjá sér. Þar sem tap væri á sjóðnum væri nauðsynlegt að færa einhvem hluta þeirra yfir á ríkið til að staða bankans yrði raunvemlega styrkt með þessum aðgerðum. Sagði ) Davíð að fljótlega yrðu hafnar við- ræður við Landsbankann um þetta mál. ) í skýrslu Ríkisendurskoðunar úm fjárhagsstöðu Atvinnutrygg- ingardeildar í ágúst sl. kom fram I að nettóútlán deildarinnar námu í maílok 8.726 milljónum kr. og eignir deildarinnar samtals 8.839 millj. Skuldir deildarinnar námu hins vegar 8.868 millj. Að mati Ríkisendurskoðunar var talið að 1.760 millj. kr. af útlánum deildar- innar gætu verið tapaðar og jafn- vel þótt gert væri ráð fyrir að all- ir lánþegar sjóðsins stæðu í skilum þyrfti deildin 1.250 kr. viðbótarfj- ármagni á að halda á ámnum 1992-1994. Skuldbreyting sjávarútvegsins hjá Atvinnutryggingarsjóði: Kostar ríkissjóð um 300-400 milljónir kr. UMFJÖLLUN um skuldbreytingar sjávarútvegsfyrirtælga var lok- ið á ríkisstjórnarfundi í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fjármálaráðherra og forsætisráðherra, sem lögformlega eiga þarna hlut að máli, myndu nú tilkynna Byggðastofnun þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að þeir féllust á þá hugmynd að afborgunum í Atvinnutryggingar- sjóð yrði frestað um tvö ár. Sjávarútvegsráðherra sagði að ekki lægi fyrir hversu mikið þessi skuldbreyting kæmi til með að kosta ríkissjóð, „en mér þykir lík- legt að viðbótarkostnaður verði milli 300 og .400 milljónir króna“, sagði Þorsteinn. „Ég tel þetta vera mjög mikils- verðan áfanga í þessu máli og góða niðurstöðu. Ég hef þegar flutt fmmvarp hér á þinginu um að stöðva inngreiðslur í verðjöfn- unarsjóð,“ sagði sjávarútvegsráð- herra, aðspurður um frekari ráð- stafanir hvað varðar sjávarútvegs- fyrirtæki. „Það er búið með ríkisfj- ármálaaðgerðum að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og ég vænti þess að árangur fari senn að sjást í framhaldi af því.“ Sfldarverksmiðjumar í hlutafélag um áramót ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra lagði í gær fram á Al- þingi frumvarp um Síldarverksmiðjur ríkisins, þar sem kveðið er á um að breyta fyrirtækinu í hlutafélag og því félagi síðan heimilað að se(ja fyrirtækið, annað hvort í heilu lagi eða einstökum hlutum. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að jafnframt væri kveðið á um það í fmmvarpinu að kannaður yrði vilji heimamanna og starfsmanna til þess að kaupa hlutabréf, eða einstakar eignir, eft- ir að félaginu hefði verið breytt. Sjávarútvegsráðherra var spurð- ur hvort hann hefði ástæðu til þess að ætla að einhver eða einhveijir vildu kaupa þetta fyrirtæki: „Já, ég hef trú á því. Að vísu hefur blás- ið á móti í mjöliðnaðinum að und- anfömu, vegna lélegrar loðnuveiði. En ég hef alltaf verið sannfærður um það, að það væri tímabundið ástand. Seiðamælingar Hafrann- sóknastofnunar nú á dögunum benda til þess að stofninn muni ná sér og við getum átt von á miklu betri vertíð næst. Ég tel þar að auki mjög eðlilegt að breyta þessu í hlutafélag og tel beinlínis óeðlilegt að ríkið sé með rekstur af þessu tagi undir höndum," sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.