Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
9
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu Útskála-
kirkju hlýhug og vinsemd á 130 ára afmceli
hennar 17. nóvember sl., meÖ gjöfum, heilla-
skeytum, kveðjum og þátttöku í afmælishá-
tíðinni. Sérstakar þakkir til hreppsnefndar
Gerðáhrepps og kvenfélagsins Gefnar.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
Sóknarnefnd Útskálakirkju.
Gríptu
daginn!
Núna er
rétta tækifærið
til að hefja
reglulegan
sparnað með
áskrift að
Spyma þarf
viðfótum
Ótti við atgervisflótta
Stúdentum fjölgar stöðugt í háskólum Danmerkur án þess að fjár-
veitingar séu auknar. Framlög til rannsókna dreifast á of margar
hendur. Þetta kemur niður á gæðum rannsóknanna og kennslan
v'erður slök. Vaxandi hætta er á að hæfileikaríkir ungir Danir leiti
til útlanda. Þetta kemur fram í umfjöllun danska dagblaðsins Berl-
ingske Tidende fyrir skemmstu.
Samkvæmt fréttum í
Berlingske Tidende 23.
nóvember síðastliðinn
telja margir sem til
þekkja, þ. á m. Ove Nath-
an, rektor Kaupmanna-
hafnarliáskóla, að nú
þurfí að spyraa við fótum
til þess að slæmt ástand
í rannsóknum og há-
skólakennslu í Dan-
mörku leiði ekki til at-
gervisflótta, þ.e.a.s. að
hæfileikaríkt ungt fólk
leiti annað eftir námi og
störfum við sitt hæfi.
Margir aðilar innan
háskólánna vilja fækka
stúdentum til að hægt
verði að sinna þeim betur
sem fá inngöngu. Ekki
gangi lengur að fjölga
sifellt námsmönnum án
þess að auka fjárfram-
lög. Bruno Hansen, for-
maður Ramisóknaráðs
Danmerkur, tekur i sama
streng og Ove Nathan:
„Unga fólkið er n\jög
duglegt og hyggið, og
sjái það að kostur er á
betii menntun erlendis
þá fer það úr landi.“
Hansen telur að alþjóða-
samstarf skipti æ meira
máli í raimsóknum. En
til þess að njóta sín þar
verði Danir að sérhæfa
sig meira, nú dreifist
Qárveitingar til rann-
sókna á of margar hend-
ur. „Vissulega er þörf
fyrir aukið fé til rann-
sókna en rannsóknar-
aðilar ættu fyrst og
fremst að leiða í þós hvar
við getum staðið okkur
og slíkiu' rannsóknir
ættu að ganga fyrir. Þá
verður fýsilegt að eiga
samstarf við okkur.“
Leif Kjærgaard, for-
stjóri fyrirtækisins Dan-
isco, sem leggur mikla
áherslu á rannsóknir seg-
ist hins vegar ekki óttast
það að unga fólkið læri
í útlöndum. „Það er æski-
legt, fólk leitar og fær
innblástur. En það verð-
ur aldrei mcirihluti
námsmanna sem gerir
þetta. Danir eru of
heimakærir til þess að
svo verði. Mörg af vanda-
málum okkar má jú relga
til þess að fólk vill ekki
einu sinni flytjast um set
innan landamæra Dan-
merkur."
Breið sam-
staða um fjár-
lögin
Óvenju breið samstaða
náðist um fjárlagafrum-
varp dönsku stjómarinn-
ar þegar það var sam-
þykkt 5. desember síð-
astliðinn. Sex flokkar
studdu frumvarpið, jafn-
aðarmenn, íhaldsflokk-
urinn, Venstre, mið-
demókratar, Radikale
Venstre og Kristilegi
þjóðarflokkurinn. Ein-
ungis Framfaraflokkur-
imi og Sósíalíski þjóðar-
flokkurinn stóðu ekki að
frumvarpinu. Samkvæmt
fjárlögunum dragast út-
gjöld rikisins saman um
8 milljarða danskra
króna frá þessu ári og
verða 245 miHjarðar
króna. Telgumar verða
217 miiyarðar króna.
Hlutfall skatta af þjóðar-
framleiðslu lækkar
fimmta árið i röð og
verður 47,9%. Af einstök-
um þáttum fjárlaganna
má nefna að sejja á hluti
i ríkisfyrirtælgum, i viss-
um tilfellum getur fólk
farið á eftirlaun 55 ára
gamalt, skorin verða nið-
ur útgjöld til vamarmála,
og laun í atvinnubóta-
vinnu lækkuð. Um þessi
tiðindi segir danska dag-
blaðið Det fri aktuelt í
forystugrein 6. desember
síðastliðinn: „Þetta er í
fyrsta sinn í tið Pouls
Schliiters forsætisráð-
herra að svo breið sam-
staða næst. Vissuiega
stóðu ríkisstjórnin og
jafnaðarmenn saman að
fjárlögum 1987 en þá
fóru Radikalar í fýlu og
ekki jókst tiltrú þeirra á
að jafnaðarmenn gætu
myndað stjóra... Þau tæp
tíu ár sem Poul Schliiter
hefur verið við stjórnvöl-
inn hafa sýnt að hann
lætur harða stjórnarand-
stöðu ekki slá sig út af
laginu. Og fjárlögin nú
sýna að ríkisstjórnin er
reiðubúin til að sitja
næstum sama hvað það
kostar. Fátt getur komið
í veg fyrir að ríkisstjóra-
in fagui tiu ára afmæli i
september 1992.
Þjóðþing sem tekst
samhent á 'við stærri
vandamál er besta trygg-
ingin fyrir varanlegum
lausnum. Og það er líka
besta leiðin til að vinna
á þeirri vantrú á getu
stjórnmálamanna sem
stór hluti almennings er
veig'ulega haldinn."
spariskírteinum
ríkissjóðs
Hringdu eða komdu í
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa eða
Seðlabanka íslands ogpantaðu áskrift að
spariskírteinum ríkissjóðs.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
5
S
s
Kalkofnsvegi 1,
sími 91-699600
Hverfisgötu 6, sími 91- 626040
Kringlunni, sími 91- 689797
RABBFUNDUR I VIB-STOFUNNI
Eru Flugleiðir á réttri leið?
Á morgun, fimmtudaginn 12. desember, mun Sigurður
Helgason forstjóri Flugleiða hf. verða í VlB-stofunni og
ræða við gesti um rekstur félagsins. Hver eru áhrif EES
samningsins á Flugleiði og hvernig ætla þeir að nýta sér
aukin tækifæri á evrópumarkaði? Verður viðunandi hagn-
aður af rekstri félagsins í framtíðinni?
Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Verið velkomin!
Afih4
" S T O F A N 1
Ármúla 13a, 1. hæö.