Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
11
Berklar og kaþólsk trú
Bókmenntir
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Þeg-
ar sálin fer á kreik.
Minningar Sigurveigar Guð-
mundsdóttur. Forlagið 1991.
Minningar eru merkilegur þáttur í
lífinu, án þeirra væri lífið harla tóm-
legt. Atburðir dagsins í dag öðlast
mikilvægi í ljósi þess sem var, við
erum alltaf með mælistiku fortíðar-
innar á lofti. Það sannar hvað best
hin skemmtilega og sígilda setning
„elstu menn muna ekki annað eins“.
Mér hefur hins vegar ætíð verið það
mikið undrunarefni hversu mikið fólk
man 'og kemur það einna best í ljós
í sjálfsævisögum og ævisögum. Oft
er þetta fólk sem rekur líf sitt komið
á efri ár en þrátt fyrir það standa
atburðir sem gerðust fyrir sextíu, sjö-
tíu árum því ljóslifandi fyrir sjónum.
Vandræðalaust getur það lýst hugblæ
og tilfinningum svo náið sem atvikið
hefði gerst í gær. Mér finnst þetta
mikil- gáfa þó kannski sé eitthvað
skáldað. Aðalatriðið er ævisagan
standi sem heild, líkt og skáldverk
og hún hafi einhveiju að miðla.
Sigurveig Guðmundsdóttir hefur,
eins og öll hennar kynslóð, lifað tím-
U111540
Einbýlis- og raðhús
Mosfellssveit — lögbýli.
Nýbýli úr landi Úlfarsfells 3/4 úr hekt-
ara. 160 fm nýl. íbhús. 160 fm útihús.
Digranesvegur. Mjög fallegt
150 fm tvíl. parhús. Saml. stofur, 4
svefnherb. Parket. 38 fm bílsk. Áhv.
4,3 millj. húsbr.
Réttarholtsvegur. Mjög gott
115 fm raðhús kj. og tvær hæðir. Laust.
Áhv. 3,5 millj. byggsj. Verð 10,0 millj.
Freyjugata. Mjög skemmtil. 130
fm tvíl. einbhús. Saml. stofur, 3-4 svefn-
herb. Verð 9,5 millj.
Geitland. Mjög gott 192 fm raðh.
á pöllum. Stór stofa. Suðursv. 5 svefn-
herb. Bílsk.
Markarflöt. Mjög gott 135 fm
einl. einbhús auk 53 fm bílsk. Saml.
stofur, 3-4 svefnherb. Parket.
4ra, 5 og 6 herb.
Furugrund. Mjög góð 4ra herb.
íb. á 1. hæð ásamt einstaklíb. í kj. Laus
strax. Lyklar á skrifst.
Laugarnesvegur. Skemmtil. 5
herb. íb. á tveimur hæðum sem er öll
endurn. Áhv. 3,0 millj. byggsj. Laus
fljótlega.
Alfheimar. Góð 100 fm íb. á 4.
hæð auk 30 fm innr. riss. Tvennar sval-
ir. Þvhús í íb. 15 fm aukaherb. í kj.
Nýtt þak. Blokk er nýmáluð. Bilskréttur.
Neðstaleiti. Mjög falleg og vön-
duð 100 fm endaíb. á 2. hæð. Saml.
stofur. 2 svefnherb. Parket. Þvottah. í
íb. 32 fm stæði í bilskýli.
Framnesvegur — viö
Grandaveg. Mjög góð 105 fm íb.
á 1. hæð. Saml.' stofur, 3 svefnherb.
Suðursvalir.
Fellsmúli. Góð 106 fm íb. á 3.
hæð. 3 svefnh. Vestursv. Áhv. byggsj.
3,3 millj.
Fiskakvísl. MJög falleg 112 fm íb.
á tveimur hæðum. Áhv. 2,6 millj.
byggsj. Laust strax. Lyklar á skrifst.
Kaplaskjólsvegur. Góð 120
fm íb. á 4. hæð m. óinnr. risi yfir. 3
svefnh. Parket. Suðvestursv. Áhv. 3,5
millj. byggsj. Laus. Lyklar á skrifst.
3ja herb.
Gnoðarvogur. Glæsil. nýstands.
75 fm íb. á 1. hæð. 2 svefnh. Parket.
Suðvsv. Verð 6,5 millj.
í Suðurhlíðum Kóp. Glæsil.
85 fm íb. á 1. hæð. Allt sér. 24 fm bílsk.
Áhv. 4,7 millj. Byggstj. Eign í sérfl.
Bólstaðarhlíð. Góð 80 fm íb. í
góðu fjölbýlish. Stór stofa. 2 svefnherb.
Suðursv. m. sólhýsi.
2ja herb.
Súluhólar. Mjög góð 51 fm íb. á
1. hæð. Áhv. 2,5 millj. byggsj.
Keilugrandi. Falleg 52 fm íb. á
2. hæð. Suðaustursv. Stæði í bílskýli.
Áhv. 1,8 millj. byggsj.
Víkurás. Mjög góð 60 fm íb. á 2.
hæð. Flísar. Áhv. 1750 þús Byggsj.
Veghús. Mjög falleg 75 fm íb. á
2. hæð. Suöursv. Áhv. 4,5 millj. byggsj.
rík. Verð 6,9 millj.
FASTEIGNA
ILÍl MARKAÐURINN
Óðinsgötu 4
11540 - 21700
Jón Guðmundsson, sölustj.,
lögg. fast,- og skipasali,
Leó E. Löve, lögfr.
Ólafur Stefansson, viðskiptafr.
m
anna tvenna og stórkostlegar breyt-
ingar hafa orðið á íslensku samfélagi
á æviskeiði hennar. í mótun persónu
Sigurveigar, sem fæddist í Hafnar-
fírði árið 1909, skipti þó mestu sú
staðreynd að henni var sem ungri
stúlku í blóma lífsins kippt út úr sam-.
félaginu og inn á berklahæii þar sem
hún barðist við hvíta dauða í mörg
ár, þar af marflöt í gipsi í tvö ár.
Er svo sem frá nokkru að segja í
slíkri tilveru? Jú, reyndar, því þegar
hinn ytri heimur lokast, utan eins
klefa, þá fer sáiin á kreik. Heimurinn
var hjáieigan, höfuðbólið draumsins
ríki. (180)
Annar og ekki síðri áhrifavaldur
var sú ákvörðun Sigurveigar að taka
kaþólska trú rétt tvítug að aldri og
uppfrá því var kaþólska kirkjan ieið-
arstjarna hennar í lífinu.
Sigurveig hefur minningar sínar á
ffásögnum um foreldra sínum, Guð-
mund Hjaltason lýðskólafrömuð og
Hólmfríði Björnsdóttur sem var
bláfátæk vinnukona úr Fljótunum
áður en hún giftist Guðmundi. Á
þeim hjónum var talsverður aldurs-
munur og Sigurveig naut samvista
við föður sinn aðeins í níu ár. Það
kemur berlega í ljós að hún leit mik-
ið upp til hans og var mikið hænd
að honum. Faðir hennar var mikill
menntamaður og ól dóttur sína upp
í víðsýni og virðingu fyrir fræðum ■
og þekkingu allri. Árangur þessa
uppeidis skilaði sér vel því Sigurveig
hefur alla tíð verið afar fróðleiksfús,
einkum hefur áhugi hennar beinst
að bókmenntum og heimspeki. Henni
er tamt að kryfja hlutina og horfa á
þá frá mörgum hliðum og mynda sér
þannig skoðanir. Hún kemur lesand-
anum fyrir sjónir sem ákveðin en
skarpgreind kona. Sigurveig virðist
ekki hafa verið jafn náin móður sinni
og hún var föður sínum, þrátt fyrir
að þær mæðgur ættu eftir að búa
þröngt í mörg ár eftir að Margrét
eldri systir Sigurveigar giftist og fór
að heiman.
Föður Sigurveigar þótti það sjálf-
sagt mál að stúlkur menntuðu sig til
EIGIMASALAN
REYKJAVIK
SAMTENGD
SÖLUSKRÁ
ÁSBYRGI
IM.WSMW
Símar 19540- 19191
Yfir 30 ára reynsla
tryggir öryggi þjónustunnar
ARNARTANGi - MOS.
140 fm einb. á einni hæð. í húsinu eru
stofa, borðstofa og 4 svefnherb. m.m.
33 fm góður bílsk. fylgir. Hér er um að
ræða sórlega vandað og skemmtil. hús
á frábærum útsýnisstað.
KVISTHAGI - HÆÐ
34 FM BÍLSKÚR
Rúml. 120 fm ib. á 2. hæð. 2
rúmg. stofur og 3 svefnherb.
m.m. Tvennar svalir. Góð eign é
góðum stað. 34 fm bflsk. fylgir.
Ib. er laus og til sýnis daglega.
GAUTLAND - 4RA-5
HERB.
Rúml. 100 fm góð Ib. á 2. hseð
(efetu) í fjölb. Skiptlst f'rúmg.
hol, stóra stofu og 3 svefnherb.
m.m. Stórar euðursv. Öll sam-
eign utanhúss sem innan ný-
stands. Góð eign á góöum stað.
SÓLHEIMAR 25
4ra herb. rúmg. íb. á hæð í þessu
vinsæla lyftuh. íb. er til afh. strax.
(Húsvörður í húsinu.)
HRINGBRAUT - 3JA
3ja herb. íb. á 2. hæð í fjölb. Laus.
Verð 5,1-5,2 millj.
LJÓSHEIMAR - 2JA
Góð 2ja herb. íb. á 9. haeð i lyftuh.
Miklð útsýnl. Verð 4,9 mlllj.
EIGIMASAL/\IM
REYKJAVIK
Ingólfsstræti 8 Jp
Sími 19540 og 19191 11
Magnús Einarsson, lögg. fastsali,
Eggert Elíasson, hs. 77789.
Svavar Jónsson, hs. 657596.
jafns á við pilta og trú þeirri skoðun
barðist móður hennar fyrir því að hún
gæti menntað sig. Þegar Sigurveig
hafði lokið fullnaðarprófi frá Kvenn-
skólanunt varð hún að fara á Vífil-
staði því berklar sem hún hafði feng-
ið nokkrunt árum fyrr höfðu tekið
sig upp. Vífilstaðir voru samfélag í
samfélaginu þar sem ungt fólk var í
stórum hluta og návistin við dauðann
gleymdist aldrei. Kaflarnir unt dvölin
á Vífilstöðum hafa að geyma áhrifa-
miklar lýsingar frá þessum menning-
arstað því þar voru bækur og tónlist
í hávegum hafðar enda segir Sigur-
veig það hafa verið iítið fagnaðarefni
að fara heim. Þar beið einmanalegt
líf því fólk af hælinu var ekki vin-
sælt til samvista. Sigurveig var ekki
laus við berklahælið því árið 1929
var hún send á Kópavogshæli og þar
sem líkami hennar var heftur í gips
en andinn ekki.
Það má gróflega skipta þessari
minningaþók í fernt: æskan, berkl-
arnir, kaþólskan og kvenréttindin.
Trúin á hug Sigurveigar fyrst og síð-
ast og ætlaði hún að verða nunna
en veikindi hennar komu í veg fyrir
það. Þá ákvað hún að fæða hinni
kaþólsku kirkju eins mörg börn og
henni væri unnt og urðu þau alls sjö
talsins en maður hennar var Sæ-
mundur Jóhannesson. Sigurveig segir
Sigurveig Guðmundsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
hispurslaust frá og er oft hressilega
hreinskilin. Hún hefur auga fyrir
húmorískum þáttum tilverunnar og
er engin pempía í frásögn. En mér
þótti hún afgreiða fyrstu kynni þeirra
Sæmundar á fremur snautlegan hátt
og raunar hleypir hún lesandanum
lítt inní fjölskyldulíf sitt eftir að fyrstu
æskuárunum sleppir. Trúarlífinu ger-
ir hún hins vegar nákvæm skil og
kann að vera að það haft verið henn-
ar helsta markmið með því að láta
skrá minningar sínar. En hún lýsir
fjölmörgu fólki sem á vegi hennar
verður og persónuiýsingar hennar eru
margar áhugaverðar að ógleymdri
sterkri frásögn hennar af heimsókn-
inni í Herdísarvík til Einars Bene-
diktssonar sem þá var farinn að kröft-
um og þreki. Sigurveig hefur líka
alla tíð verið mikil kvenréttindakona
og aðstæður og kjör kvenna fyrr á
tímum koma vel fram í minningum
hennar.
Ingibjörg Sólrún er ekkert að trana
sér fram í frásögnina og rödd Sigur-
veigar hljómar hindrunarlaust. Mér
finnst það mikil kostur. Verkið er
sett upp á skýran og skipulegan hátt
þannig að frásögnin líður þægilega
áfram. Verkið ber vitni um vönduð
vinnubrögð höfundar og það hefur
að geyma margar markverðar upp-
lýsingar sem gagn var að skrá.
Lýsiströtu á hvert heimili
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Raisa Gorbatsjov: Ég vona. Ge-
orgy skráði Ólafur B. Guðnason
Útg. Iðunn 1991
Raisa Gorbatsjov segir frá lífi sínu,
liðnum tímum og líðandi stund segir
á undan inngangi. Forvitnileg bók
nokkuð; Raisa Gorbatsjov hefur verið
umtöluð kona frá því maður hennar
hófst til vegs 'og valda í Sovétríkjun-
urn. Hún birtist jafnan við hlið hans,
fór í ferðalög með honum til útlanda,
var glæsilega klædd og stakk í stúf
við þá íniynd sem var af rússneskum
konum sem margar virðast ferkant-
aðar og ófrýnilegar og hörmulega
kauðskar í klæðaburði. Þegar hún
og Gorbastsjov fóru í eina fyrstu
heimsókn sína til útlanda, og áður
en hann varð númer eitt, kölluðu
blaðamenn þau gjarnan „Gucci-hjón-
in“ og var þar með vísað til klæða-
burðar þeirra og • almennrar glæsi-
mennsku.
Raisa Gorbatsjov hefur oft fengið
það óþvegið, sagt að hún sé svo
málglöð að aðrir komist ekki að, hún
sé drottnunargjörn og hrokafull og
baði sig upp úr allri athygli sem hún
fær. Hún hefur án efa notið meiri
hylli á Vesturlöndum en heima fyrir
og sama má segja um manninn henn-
ar sem nú gæti orðið að hrökklast
frá á ný ef svo fer sem horfir að æ
meira molnar úr þessu fyrrverandi
risaveldi.
Raisa hefur valið sér rithöfundinn
Pryakhin til að segja honum frá ævi
sinni. Hann kemur óspart til sögunn-
ar, leggur mörg mismunandi spakleg
orð í belg og dregur ályktanir og
tekur afstöðu sem er kannski ekki
venja í Vesturlandabókum þessarar
gerðar. Hann er mjög hrifinn af þeim
hjónunt og fer ekki í launkofa með
virðingu sína og fögnuð yfir því að
honum er falið þetta ábyrgðarhlut-
verk því Raisa segist oft og mörgum
sinnum hafa verið beðin urn ævisögu
áður en hún lét tilleiðast.
Hún segir frá æsku og uppvexti,
foreldrum og vinum, námi í Mosvku
og kynnum, tilhugalífi og hjónabandi
þeirra Gorbatsjov og er orðmörg um
flest og hástemmd oft svo að manni
þykir nóg unt. Hún er meðvituð kona
og ábyrg og umhyggjusöm og raunar
prýða hana flestir kostir að mati skrá-
setjarans. Hún ræðir um gagnrýnina
sem hún hefur sætt, þungbæra erfið-
leika sem hún hefur gengið í gegnum
í lífinu sem mér finnst nú raunar
vera gert alltof mikið úr. Birtir eru
margir útdrættir úr aðdáendabréfum,
þakkarkveðjum og umsögnum sem
henni hafa borist. Það er of mikið
af öllu þessu lofi fyrir en einkum
fannst mér þó stíll Pryakhins of fjálg-
ur og skrúfaður; honum finnst nauð-
synlegt að hefja hana á stall ofur-
kvenna.
Sá kafli sem mér þótti hvað at-
hygliverðastur var þegar Raisa var
að ræða tiltölulega afskiptalítið frá
Pryakhin um konuna sig, móðurhlut-
verkið, togstreituna sem hún átti í
við sjálfa sig af því hún vildi sinna
fræðigrein sinni og fannst hún van-
rækja dóttur sína og uppeldisskyldur
sínar.
Staða kvenna almennt er henni líka
hugleikin, launamisréttið og hve
fáum konum tekst að komast til
æðstu metorða þrátt fyrir að í sjálfu
sér hafi þær ekki minni burði til þess
en karlmaður. „Lýsiströtu hetju Ari-
stófanesar sem stöðvaði styrjöld er
nú þörf á hverju heimili og í hverri
fjölskyldu til þess að bjarga henni.
Því hræðilegar stytjaldir geta brotist
út innan fjölskyldna. En Lýsistrata
er sjálf í hættu og er verndar þurfi,“
segir hún. í þessum hugleiðingum
varð hún mjög svo manneskjuleg og
Raisa Gorbatsjov
blátt áfram, jafnvel skemmtileg.
Ólafur B. Guðnason þýðir bókina.
Ekki er tekið frarn úr hvaða máli.
Þýðingin virkar ósköp eðlileg og virð-
ist trú málskrúði höfundar og skráse-
tjara.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Sparið
1.300
kr.
ítalskir ökklakuldaskór með loðkanti.
Litir: Svartog brúnt.
Stærðir: 35-42.
Verð áður kr. 4.995,-
Verð nú kr. 3.695,-
Póstsendum samdægurs.
5% staðgreiðsluafsláttur.
DOMUS MEDICA,
Egilsgötu 3,
sími 18519.
KRINGLUNNI,
Kringlunni 8-12,
sími 689212.
TOPPSKORINN,
Veltusundi 1,
sími 21212.