Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
varaformaður, Gestur Jónsson, hrl., formaður, Sigurður G. Guðjónsson, hrl., ritari, Óskar Magnússon, hdl., meðstjórnandi og Mar-
teinn Másson, framkvæmdastjóri Lögmannafélags íslands.
Lögmannafélag‘ Islands 80 ára í dag:
Skal lögmaður svo til allra mála
leggja sem hann veit sannast
eftir lögum og sinni samvisku
Á myndinni sjást málflutningsmennirnir Eggert Claessen, og
Sveinn Björnsson, fyrsti forseti íslands, í dómsal Hæstaréttar
íslands skömmu eftir að rétturinn tók til starfa, 16. febrúar 1920.
Báðir koma þeir mjög við sögu Lögmannafélagsins. Eggert Claess-
en var fyrsti formaður Málflutningsmannafélags íslands, forvera
Lögmannafélags Islands, og Sveinn Björnsson var ritari fyrstu
stjórnar og tók við formennsku félagsins af Eggert árið 1918.
Rætt við Gest
Jónsson formann
Lögmannafélags
Islands
LÖGMANNAFÉLAG íslands er
80 ára í dag. 17 lögmenn stofn-
uðu Málflutningsmannafélag
íslands þann 11. desember 1911
en í árslok 1944 var heiti félags-
ins breytt í Lögmannafélag Is-
lands. Félagsmenn eru allir þeir
lögfræðingar sem starfa sem
málflytjendur og eru þeir nú
360 talsins, 130 hæstaréttarlög-
menn og 230 héraðsdómslög-
menn. 34 konur eru í Lögmann-
afélagi íslands. Félagið hefur
þá sérstöðu að tilvist þess og
aðild málflytjenda að því er
ákveðin með lögum um málflytj-
endur frá 1942 og félagsstjórn-
inni er gert að koma fram fyrir
hönd málflytjenda gagnvart
dómurum og stjórnvöklum í
málum er stéttina varða. Fé-
lagsstjómin hefur úrskurðar-
vald sem jafngilda dómsorði i
tilteknum málum og er hægt
að kæra þá úrskurði til Hæsta-
réttar, auk þess sem stjómin
hefur eftirlitsskyldu og agavald
yfir félagsmönnum. Fyrsti for-
maður Málflutningsmanna-
félagsins var Eggert Claessen
en ritari félagsins var þá Sveinn
Bjömsson, síðar forseti, sem tók
við formennsku af Eggert Cla-
essen árið 1918.
Eftir Svein Bjömsson hafa eft-
irtaldir menn gegnt formennsku í
Lögmannafélagi íslands: Jón Ás-
bjömsson, Guðmundur Ólafsson,
Theódór B. Líndal, Einar B. Guð-
mundsson, Magnús Thorlacius,
Kristján Guðlaugsson, Lárus Jó-
hannesson, Ágúst Fjeldsted, Jón
N. Sigurðsson, Guðmundur Ingvi
Sigurðsson, Benedikt Blöndal,
Páll S. Pálsson, Guðjón Stein-
grímsson, Þorsteinn Júlíusson,
Helgi V. Jónsson, Jóhann H. Níels-
son, Jón Steinar Gunnlaugsson,
Sveinn Snorrason, Hákon Árnason
og núverandi formaður: Gestur
Jónsson hæstaréttarlögmaður.
Þrír hæstaréttarlögmenn hafa ver-
ið kjömir heiðursfélagar í Lög-
mannafélaginu: Rannveig Þor-
steinsdóttir, sem er látin, Ágúst
Pjeldsted og Egill Sigurgeirsson.
Sérhæfing eykst
Morgunblaðið tók Gest Jónsson
taii af tilefni 80 ára afmælis Lög-
mannafélagsins og fyrst barst ta-
Gestur Jónsson formaður Lög-
mannafélags íslands.
lið að því hvaða breytingar hafi
orðið á störfum lögmanna í áranna
rás:
„Meginbreytingin sem orðið
hefur frá stofnun félagsins er ef
til vill sú að eftir því sem þjóðfélag-
ið hefur þróast hafa reglur þær
sem gilda um mannleg samskipti
orðið flóknari. Fyrstu árin held ég
að lögmenn hafi sinnt nánast
hverju sem var innan lögfræðinn-
ar, sérhæfing hafi verið Iítil. Þetta
er að breytast. Lögmenn hafa nú
ríkari tilhneigingu til þess að taka
að sér verkefni á ákveðnum svið-
um, sérhæfing fer vaxandi. Þá er
augljós þróun í þá átt að lög-
mannsstofur séu að stækka. Það
verður æ algengara að lögmenn
sameinist um rekstur skrifstofu
til að reyna að safna meiri þekk-
ingu á einn stað og veita fjöl-
breyttari og meiri þjónustu heldur
en mögulegt er að gera þegar
aðeins um einn lögmann er að
ræða.“
Aðild að Lögmannafélagi ís-
lands er eins og fyrr sagði skylda
öllum þeim lögfræðingum sem
hlotið hafa réttindi til málflutnings
fyrir dómstólum og starfa á eigin
vegum. Lögmenn í ríkisþjónustu,
svo og dómarar og hinir íjölmörgu
lögfræðingar sem vinna ýmis störf
í stjómsýslunni eiga ekki aðild að
Lögmannafélaginu heldur er Lög-
fræðingafélag íslands hinn sam-
eiginlegi vettvangur allra lögfræð-
inga landsins. Gestur segir að
miðað við höfðatölu sé fjöldi starf-
andi lögmanna svipaður hér og í
Danmörku og Noregi en en heldur
meiri en í Svíþjóð og Finnlandi
þar sem lögmenn hafa ekki sama
einkarétt á málflutningsstörfum.
En hvernig lýsir formaður Lög-
mannafélagsins í stuttu máli starfí
lögmanna og að hvaða leyti er
starfsumhverfi lögmanns á Islandi
frábrugðið því sem gerist í ná-
grannalöndunum?
Lögmaður er aðeins háður
skjólstæðingi sínum
„Störf Iögmanna snerta nánast
öll mannleg samskipti," segir
Gestur Jónsson. „Sá þáttur sem
mest áberandi er út á við, mál-
flutningur fyrir dómstólunum, er
aðeins hluti af lögmannsstörfun-
um. Miklu tímafrekari er ýmis
konar aðstoð sem veitt er fyrir-
tækjum og einstaklingum vegna
ijárhagsmála. Við viljum líta svo
á að það sem skilur lögmann frá
flestum öðrum sérfræðingum sé
að lögmaðurinn á ekki að vera
háður í sínu starfi neinum öðrum
en skjólstæðingi sínum. Hann er
að vinna fyrir hann og hann ein-
an. Lögmaðurinn er málsvari aðila
að deilumáli en hann er ekki að
vinna í eigin þágu.“
„Þingfestum málum fyrir dóm-
stólum hér hefur fækkað mikið
síðastliðin tvö ár og sú fækkun
hefur öll orðið í vanskilamálum.
Það er merkilegt að í Reykjavík
voru þingfest fleiri dómsmál en í
Stokkhólmi þegar mest var og það
tengdist því fyrst og fremst að
vanskilakröfur voru svo margfalt
fleiri hér en þar. Þetta segir auð-
vitað eitthvað um þjóðfélagið en
það virðist vera að breyting sé að
verða á þessu til batnaðar."
Að einhveiju leyti hefur þetta
verið afleiðing af því að verðtrygg-
ingin kom til sögunnar og menn
urðu að aðlaga sig nýjum sannind-
um varðandi skuldbindingar sínar.
Að einhveiju leyti eru fjármál ein-
staklinga hér á landi með öðrum
hætti en annars staðar á Norðurl-
öndunum. Þar virðast fjölskyldur
almennt láta eina peningastofnun
annast sín fjármál en hér er miklu
algengara að menn stofni til skuld-
bindinga út um allt; greiði fyrir
húsgögn, bíla, efni og vinnu með
skuldaviðurkenningum.
Lögmenn oft boðberar
válegra tíðinda
Hver er ímynd lögmanna í aug-
um fólks? Gestur Jónsson kveðst
telja að hann sé málinu ef til vill
of nátengdur til leggja mat á það,
en:
„Okkur er afskaplega annt um
að halda ímyndinni góðri. Okkur
er Ijóst að lögmaðurinn er oft boð-
beri válegra tíðinda í lífinu. Hann
kemur fram fyrir hönd þess sem
þarf að gera kröfur á hendur öðr-
um og er til varnar þeim sem lend-
ir í því að fremja refisverðan
verknað. Þetta er kannski ekki
alltaf hlutverk sem er fallið til vin-
sælda. En markmið þessa félags
er meðal annars að reyna að
tryggja það að þeir sem eru í þessu
starfi vinni eftir ströngum reglum
sem stuðla að heiðarleika. Upphaf
siðareglna okkar hljóðar svo:
„Lögmanni ber að efla rétt og
hrinda órétti. Skal lögmaður svo
til allra mála leggja, sem hann
veit sannast eftir lögum og sinni
samvisku.““
Hvernig er starfsemi Lögmann-
afélags íslands háttað?
Félagið rekur skrifstofu í eigin
húsnæði að Álftamýri 9 í Reykja-
vík. Þar veitir framkvæmdastjóri
félagsins, Marteinn Másson, lög-
fræðingur, upplýsingar og tekur á
móti erindum og stjórnar dagleg-
um rekstri skrifstofunnar. Auk
stjórnar eru starfandi innan fé-
lagsins nefndir, sem vinna að
margvíslegum málum. Laganefnd
fylgist með breytingu á löggjöf,
lagafrumvörpum á alþingi og öðru
sem talið er skipta máli skipta
máli eru talin varðandi löggjöf og
lagaframkvæmd hér, auk þess
sem hún gefur umsagnir og fjallar
um einstök frumvörp eftir því sem
tilefni er til. Það að auki eru okk-
ar félagsmenn til aðstoðar og ráð-
gjafar og oft beinlínis höfundar
við samningu lagafrumvarpa.
„Námsjóður félagsins veitir ein-
stökum lögmönnum styrki til
námsferða og vísindastarfa. Á
vegum sjóðsins eru einnig gefnar
út bækur um lögfræðileg málefni.
Lögmannafélagið er virkur þátt-
takandi í samstarfi lögmannafé-
laga á Norðurlöndum og hefur
undanfarin tvö ár verið aðili að
Alþjóðasambandi lögmanna.
Gjaldskrárnefnd félagsins gefur
stjórn og félagsmönnum álit um
það hvað teljist hæfíleg þóknun
fyrir lögmannsstarf ef eftir er leit-
að og kjaranefnd vinnur að hags-
munamálúm lögmanna og gerir
tillögur um þau til stjórnar. Þá
settu lögmenn að eigin frumkvæði
á fót sérstakan Ábyrgðarsjóð árið
1976. í hann greiða félagsmenn
eftir ákveðnum reglum og sjóður-
inn hefur það hlutverk að tryggja
skjólstæðingum Iögmanna að þeir
verði ekki fyrir tjóni ef lögmaður
verður fjárþrota og getur ekki
staðið skil á fjármunum sem hon-
um hefur verið trúað fyrir í starfi
sínu. í tvígang hefur þurft að
greiða úr þessum sjóði og nýlega
kom upp þriðja tilvikið sem nú er
til meðferðar.
Félagið setur sér og félags-
mönnum siðareglur sem tilgreina
hvað eru góðir lögmannshættir,
eins og það heitir. Þar er fjallað
um skyldur lögmanna gagnvart
skjólstæðingum, dómstólum, þjóð-
félaginu í heild og Lögmannafé-
laginu. Eins og fram hefur komið
er aðild að félaginu skylda og það
er í raun til hreinna vandræða að
félagsmenn geta ekki haft áhrif á
hveijir eru í félaginu, sem þýðir
einnig að eftirlitshlutverkið er
mjög erfitt. Lögin frá 1942 um
málflytjendur eru að ýmsu leyti
böm síns tíma og í gangi er um
umræða breyta þeim í átt að því
sem gerist hjá öðrum þjóðum, sem
komnar eru mun lengra en við í
þéssum efnum.
Opna nú besta lögbókasafn
landsins
En hvernig minnast lögmenn
80 afmælis Lögmannafélagsins?
„I fyrsta lagi verður á afmælis-
daginn haldin móttaka fyrir lög-
menn í húsnæði félagsins í Álfta-
mýri og þar verður við það tæki-
færi opnað bókasafn félagsins;
vinnubókasafn sem stefnt er að
að verði besta bókasafn lögfræði-
legs eðlis á landinu. Hugsunin er
sú að auk bókanna verði boðið upp
á vinnuaðstöðu þar sem lögmenn
hafa aðgang að síma, ljósritunar-
vél, telefaxi, ritvinnslu — öllu því
sem þarf til að sinna lögmanns-
störfum.
Þá er fyrirhuguð á vegum fé-
lagsins gífurlega umfangsmikil
endurmenntun fyrir lögmenn
vegna þeirra miklu breytinga, sem
verða á þeim lagabálkum sem
kalla má kjarnann í réttarfarinu á
miðju næsta ári. Þessar breytingar
nálgast það að vera bylting í ís-
lensku réttarfari og fela í sér að
margt að því sem lögmenn hafa
unnið eftir mun tilheyra sögunni
og menn þurfa að læra annað í
staðinn."