Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
Sameinumst gegri EES
„Mér er í minni stundin þá marbendill hló“
eftír Önund
*
Asgeirsson
Franski rithöfundurinn Alexander
Dumas mun hafa verið fyrstur til
að skrifa nútíma spennusögu er
nefndist Maðurinn sem hlær
(L’homme qui rit). Nú hefir hann
heldur betur verið sleginn' út með
sögu Jóns Baldvins af þjóðhetjunni
ódauðlegu: „Pípumaðurinn sem hló
aldrei" (í 3 ár og sagði alltaf nei).
Enginn hafði reyndar heyrt af öllum
þessum hetjuskap þar til þeir félagar
tóku að skýra landsmönnum frá
hetjudáðinni í fjölmiðlum, og hlógu
hátt og í heyranda hljóði að fáráðun-
um í Lúxemborg og Brussel, sem
létu þá plata sig upp úr skónum, og
sitja nú eftir með sárt ennið í EB-
kastölum sínum þarna úti í Evrópu.
Þótti nú reyndar mörgum sem ekki
væri mikil stjómkænska fólgin í frá-
sögnunum af hetjudáðinni.
Morgunblaðið, hið sanngjama og
hlutlausa dagblað allra landsmanna,
studdi þessa ævintýralegu frásögn
af „þjóðhetjunum" með heilli opnu
og myndum í fullri stærð af þeim
báðum og ítarlegum en einhliða
texta um hetjuskapinn.
Ekki hefir enn þótt ástæða til að
birta landsmönnum hinn raunvem-
lega texta samkomulagsins við tals-
menn EB varðandi aðild íslands að
efnahagssvæðinu, EES. Þess í stað
hefír utanríkisráðherrann ferðast
vítt og breitt um landið til að kynna
sína eigin afstöðu til málsins og
gefa sínar eigin skýringar. Vitað er
þó að 15 manna lið vinnur dag og
nótt að þýðingum á þeim lögum og
reglugerðum, sem taka skal í lög
hérlendis til að ísland geti fullnægt
þeim kröfum, sem þjóðhetjurnar
gengust undir við talsmenn EES,
og eru forsendur samningsgerðar-
innar.
Gert er ráð fýrir að þýðing kröfu-
Það er peningur
i Egils gleri!
Nú er skilagjald margnota
glers 15 krónur.
Ekki henda verömœtum, hafðu tómt Egils gier
meðferðis þegar þú endurnýjar Egils birgðirnar
í ncestu verslunar- eða sjoþpuferð.
Það er drjúgur peningur!
gerðarinnar á hendur íslendingum
ljúki snemma næsta árs og að kostn-
aður, sem áætlaður var 55 milljónir
króna, fari eðlilega fram úr áætlun.
Síðan ber að leggja þessi gögn fyrir
Alþingi, sem ekki má breyta neinum
stafkrók í fýrirmælunum frá EES,
því að ella megi íslendingar eta það
sem úti frýs og aldrei komast í Para-
dís. Mun þá mörgum málglöðum
þingmanni þykja sem hann muni
sinn fífíl fegri, sviptur málfrelsi um
sjálfsákvörðunarrétt og fullveldi
lands og þjóðar, sem þeir með þin-
geiði höfðu heitið að veija til hinsta
blóðdropa. En þjóðhetjunum frá
Lúxemborg þykir þetta næsta lítið
mál, og lýsa hvern þann óalandi og
ófeijandi, sem í móti mælir, en það
mun reyndar vera verulegur meiri-
hluti þjóðarinnar.
Þeir eru ósammála um umfang
þess tollsparnaðar, sem samningam-
ir valdi. Segja sumir nokkur hundr-
uð, aðrir 1.600 eða 2.000, og jafn-
vel 3.000 milljónir, án sundurliðunar
á einstökum liðum, sem í sjálfu sér
hlýtur að teljast fyrirlitning á upp-
lýsingaskyldu stjómvalda. Þess í
stað er hótað að beita flokksaga til
að kúga alþingismenn til hlýðni við
samþykkt aðildarinnar að EES.
Þetta ber vitni um slæman málstað
og er með öllu óviðunanlegt frá lýð-
ræðislegu sjónarmiði, og minnir
frekar á miðstýringuna, sem menn
Önundur Ásgeirsson
„Aðild að EES er ekki
bara mál nútímans og
stundarhagsmuna,
heldur afsal íslenskra
réttinda til langs tíma,
e.t.v. um langa fram-
tíð.“
eru nú að bijóta af sér austantjalds.
Mest af þessum „tollaspamaði"
er hins vegar þegar í milliríkjasamn-
ingum milli íslands og EB nú þeg-
ar, og er þannig aðeins villandi og
óraunhæft reikningsdæmi. Stærsti
liðurinn mun vera saltfiskurinn, en
skv. núverandi fríverslunarsamning-
um ber ekki að greiða innflutning-
stolla af honum. Verulegur hluti inn-
flutningsins er tollfijáls, en það sem
umfram er ætti innflytjandinn að
greiða tollinn af og verð að hækka
samsvarandi til neytenda. Þetta er
þó ekki svo, því að Norðmenn greiða
innflutningstollana sjálfir með niður-
greiðslum úr ríkissjóði þeirra, sem í
ár mun nema yfír 30 milljörðum ís-
lenskra króna. Þetta skekkir sam-
keppnishæfni íslenskra útflytjenda,
sem hafa þess vegna greitt inn-
flutningstollinn sjálfir, og gera það
að sjálfsögðu á eigin ábyrgð og fyr-
ir eigin reikning. Ríkissjóður hér
hefir ekki burði til að taka þetta
verkefni að sér.
Norðmenn hafa ávallt reynst svik-
ulir á alþjóðlegum samkeppnis-
mörkuðum, og svo er enn. Nýjar
fréttir eru, að þeir greiða lýsi niður
100%, þ.e. þeir fá ekkert sjálfir fýr-
ir framleiðsluna, því að ríkissjóður
þeirra borgar. Þetta er sennilega enn
vitlausara en nokkru sinni var
austantjalds. Einnig berast nú frétt-
ir um að þeir séu að undirbjóða ís-
lenska sfld á öllum helstu mörkuðum
okkar og hjá öllum helstu viðskipta-
mönnum Síldarútvegsnefndar er-
lendis. Þetta er eflaust gert í skjóli
norskra niðurgreiðslna, sem er al-
gjört siðleysi. Engar heimildir benda
til þess, að slík mál séu rædd í Norð-
urlandaráði, og væri þó full ástæða
til.
í drögum að samningum við EES
mun gert ráð fyrir að þessum niður-
greiðslum verði hætt, en hver trúir
því, að norskir sjávarvöruframleið-
endur sleppi þessum niðurgreiðslum?
Það mun örugglega reynt að fínna
"leiðir til að beina þessum nið-
FLYTJUM VERSLUN-
INAINN í LANDIÐ
eftír Jóhann J.
Olafsson
Glasgow-ferðir
Enn á ný, nú í jólakauptíðinni, eru
innkaupaferðir íslendinga til útlanda
í brennidepli. Almennt er ekkert við
því að segja þótt fólk bregði fyrir
sig betri fætinum og skreppi í búðir
ytra. Alla jafna skapar það inn-
lendri verslun aðhald og nauðsynleg-
an samanburð til þess að mæta sam-
keppni.
Gallinn er bara sá að á sama tíma
dregur hið opinbera nteð ofsköttun
úr hæfni íslenskrar verslunar til þess
að mæta þessari samkeppni. Afleið-
ingin er sú, að þessar innkaupaferð-
ir hafa vaxið úr hófi, og eru famar
að grafa undan eðlilegri verslunar-
starfsemi í landinu.
Viðbrögð
Eðlilegust viðbrögð væru þau að
innlend verslun mætti þessari sam-
keppni með því að bjóða betri þjón-
ustu. Þetta hefur hún gert bæði með
lægra vöruverði og lengri opnunar-
tíma verslana, allt til kl. 10 og 11
á kvöldin, svo og aukinni þjónustu
á laugardögum og jafnvel sunnudög-
um. En þetta dugar ekki tií.
Skattar
Jóhann J. Ólafsson
Hið opinbera leggur verslunina í
einelti og þjakar,hana alveg sérstak-
lega með þungum álögum.
íslensk verslun er búin að ganga
langan veg frá gjaldeyris- og inn-
flutningshöftum, verðlagshöftum og
takmörkunum á opnunartíma versl-
ana. Allt er þetta að baki sem betur
fer, en hart hefur þurft að beijast
fyrir jafn sjálfsögðum hlut.
Ennþá greiðir verslunin hærri
skatta en aðrar atvinnugreinar, t.d.
tryggingagjald í hæsta flokki (áður
launaskatt), hæstu aðstöðugjöld til
sveitarfélaga, hærri fasteignagjöld
og sérstakan skatt á verslunarhús-
næði. Við þetta bætist svo eignar-
skattur og eignarskattsauki. Þessir
skattar valda því að verslunin þarf
að kaupa eigið húsnæði sitt af ríkinu
á 25 ára fresti, fyrir utan annan
kostnað, eins og viðhald, afskriftir,
húsaleigu, vexti o.þ.h.
„Verslunarstétt lands-
ins og stjórnvöld verða
að taka höndum saman
og flytja verslunina aft-
ur inn í landið. Alögur
á verslunina verður að
fella niður og gera að-
stöðu hennar slíka að
meira sé verslað hér-
lendis en stjórnvöld
hvetji ekki beinlínis til
þess að landsmenn snið-
gangi eigin búðir.“
1 stað þess að bregðast rétt við
og afnema allar þessar álögur og
jafna aðstöðu verslunarinnar í land-
inu er tekið upp á því að herða toll-
eftirlit á Keflavíkurflugveli.
Fjármálaráðherra lýsti því yfir í
útvarpi að það væri gert að ósk for-
ustumanna verslunarinnar. Það skal
tekið fram að Verslunarráð íslands
hefur ekki beðið um þetta, enda
hefur það ekki trú á tollskoðun til
að koma í veg fýrir samkeppni. Yfir-
völd verða auðvitað sjálf að gera það
upp við sig hvenær og hvemig þau
framfylgja lögum landsins og þurfa
engar óskir í þeim efnum.
Það skal aðeins tekið fram að
tollskoðun á íslandi er einhver sú
strangasta í allri Vestur-Evrópu og
langj, á eftir tímanum.
Þá hafa heyrst um það raddir að
hækka ætti verð á flugfarseðlum
með því að leggja á þá virðisauka-
skatt. Þannig á að hindra fólk bæði
í því að komast út úr landinu og
inní það aftur. En það er einfaldlega
ekki hægt að loka kaupmáttinn inni.
Hvenær á að horfast í augu
við raunveruleikann?
Auðvitað borgar verslunin þetta
ekki úr eigin vasa, nema þeir sem
verða gjaldþrota, heldur viðskipta-
vinimir í hærra vöruverði. Þess
vegna verslar fólk annars staðar.
Verslunin er rekin úr landi.
Skattalækkun án
skattalækkunar
Á Alþingi var rætt um það hvort
ætti að framlengja sérstakan „tíma-
bundinn" skatt á skrifstofu- og
verslunarhúsnæði í 14. sinn. Niður-
Það er nú að verða öllum ljóst að
þvingunaraðferðir þær sem áður er
lýst heyra brátt sögunni til. Á öld
vaxandi nálægðar og ferðafrelsis
eiga íslendingar það eitt vopn eftir
að mæta samkeppni erlendra mark-
aða með hagkvæmri verslun.
Verslunarstétt landsins og stjórn-
völd verða að taka höndum saman
og flytja verslunina aftur inn í land-
ið. Alögur á verslunina verður að
fella niður og gera aðstöðu hennar
slíka að meira sé verslað hérlendis
en stjórnvöld hvetji ekki beinlínis til
þess að landsmenn sniðgangi eigin
búðir.
staðan var sú að ríkið gæti ekki séð
af þessum tekjum hvað sem afleið-
ingum líður. En tekjur ríkisins af
skatti þessum fara minnkandi því
almenningur kemur sér hjá honum
með því að versla erlendis í auknum
mæli. Þannig þyrfti að hækka skatt-
inn af ríkið ætlar að halda tekjunum,
en þá myndu utanferðir bara aukast
enn meira.
Höfundur er formaður
Verslunarráðs íslands.