Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 Útúrsnúningar Finns Ingólfssonar eftir Ólaf F. Magnússon Laugardaginn 7. desember sl. birtist í Morgunblaðinu grein undir heitinu „Þjónustuna fil fólksins" eft- ir Finn Ingólfsson, alþingismann Framsóknarflokksins. Grein Finns fjallar að verulegu leyti um ræðu, sem ég flutti í borgarstjórn Reykja- víkur 7. nóvember sl., en þá mælti ég fyrir tillögu borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, um að leggja beri niður svokallað samstarfsráð heilsu- gæslustöðva í Reykjavík, en Finnur er formaður þessa ráðs. I grein sinni snýr Finnur útúr málflutningi mín- um og kemst oft að rangri niður- stöðu, m.a. þeirri að ég sé á móti heilbrigðisþjónustu í úthverfum borgarinnar! „Þjónustuna til fólksins" Ég hef í blaðagreinum ítrekað þá skoðun mína, að vinda beri að því bráðan bug, að koma á fót heilbrigð- isþjónustu fyrir íbúa Grafarvogs- hverfis í íbúðarbyggðinni þar. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 5. desember sl. samþykkti borgarstjóm samhljóða, að skora á ríkisstjómina að verja fé til uppbyggingar heilsu- gæslustöðvar í Reykjavík „til að koma á fót heilsugæslustöð í Grafar- vogshverfí og til að sinna öðrúm brýnum forgangsverkefnum". Frétt um þessa samþykkt borgarstjórnar birtist í Morgunblaðinu sama dag og grein Finns Ingólfssonar um „þjónustuna til fólksins", en sem kunnugt er hefur Finnur ranglega haldið því fram, að borgarstjómar- flokkur Sjálfstæðisflokksins vilji „grafa undan“ starfsemi heilsu- gæslustöðva í borginni. Með þessu á Finnur væntanlega við það, að sjálfstæðismenn telja, að vel sé hægt að byggja upp heilsugæsluþjónustu í borginni, án þess að Ieggja niður þá heilsuvemdarstarfsemi og heimil- islæknaþjónustu, sem veitt er utan heilsugæslustöðva. Framsóknar- menn hafa hins vegar sýnt það og sannað, að þeir vilja hafa heilsugæsl- una í Reykjavík sem líkasta þeirri, sem íbúar dreifbýlisins búa við. Það væri of langt mál að leiðrétta í einni grein alla þá útúrsnúninga, sem Finnur Ingólfsson viðhefur í áðumefndri grein sinni. En til að lesendur Morgunblaðsins geti borið saman fullyrðingar Finns Ingólfs- sonar og þá ræðu sem hann fjallar um í grein sinni vil ég biðja Morgun- blaðið að birta_ tvo stutta kafla úr þessari ræðu. í fyrri kaflanum eru færð fram rök fyrir því, að leggja beri samstarfsráð heilsugæslustöðva niður, en í þeim síðari em tilnefnd dæmi um óvönduð vinnubrögð sam- starfsráðsins. Rök gegn samstarfsráðinu „í heilbrigðisþjónustulögunum, sem afgreidd vom frá Alþingi 4. maí 1990, er yfirlætislítil en afdrifa- rík setning, þar sem segir: „Ráð- herra setur reglugerð í samráði við héraðslækni um fyrirkomulag á samvinnu heilsugæslustöðva innan Reykjavíkurlæknishéraðs." Á þess- ari setningu í lögum um heilbrigðis- þjónustu byggði fyrrverandi ráð- herra reglugerð, sem gefin var út 4. september 1990. Þar var kveðið á um stofnun „samstarfsráðs heilsu- gæslustöðva" og að í þessu ráði skyldu sitja 4 formenn stjóma heilsugæsluumdæmanna, sem að sjálfsögðu vom allir flokksbræður ráðherrans úr Framsóknarflokkn- um. Auk þess skyldi héraðslæknirinn í Reykjavíkurlæknishéraði sitja í ráð- inu og til bráðabirgða formaður stjórnar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur. Samstarfsráð heilsugæslustöðva hefur að vemlegu leyti sniðgengið stjórnir heilsugæsluumdæmanna og stjóm Heilsuvemdarstöðvar Reykja- víkur. Af því hef ég reynslu sem fulltrúi Reykvíkinga í stjóm Heilsu- vemdarstöðvar Reykjavíkur og í stjóm heilsugæsluumdæmis Vestur- bæjar. Samstarfsráð heilsugæslustöðva á sér hæpna stoð í lögum um heilbrigð- isþjónustu, eins og valdsvið þess og umfang er skilgreint í reglugerð um samvinnu heilsugæslustöðva. Sam- starfsráðið hefur tekið sér það vald, að vera yfirstjóm stjórna heilsu- gæsluumdæmanna og stjómar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Að mínu mati hefur samstarfsráðið fremur stuðlað að stjórnunarlegri óvissu og sundrungu en samræm- ingu og ég hef áður lýst þeirri skoð- un minni að nafngift þess sé löngu orðin að öfugmæli. Ég legg því til, að samstarfsráð heilsugæslustöðva verði lagt niður og að framkvæmda- stjóri heilsugæslustöðva og héraðs- læknirinn í Reykjavík sjái um sam- ræmingu á starfi heilsugæslustöðv- anna í samráði við stjómir heilsu- gæsluumdæmanna og heilbrigðis- ráðherra. Þetta er viðunandi bráða- birgðalausn en breytir ekki þeirri staðreynd, að ný ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks þarf að breyta heilbrigðisþjónustulögun- um í átt til aukinnar valddreifingar og sjálfstæðis heilbrigðisstofnana, eins og stjórnarsáttmáli flokkanna gefur fyrirheit um.“ Dæmi um vinnubrögð „í heilsugæsluumdæmi Vestur- bæjar, þar sem Anna K. Jónsdóttir, borgarfulltrúi, situr í stjórn ásamt mér fyrir hönd borgarstjómarflokks Sjálfstæðisflokksins, hefur sam- starfsráðið verið með áætlanir í gangi um kaup á nýju húsnæði fyrir heilsugæslustöð Hlíðahverfis, án eðl- ilegs samráðs við stjóm umdæm- isins. Á síðasta fundi í stjórn um- dæmisins vom sýndar teikningar af þessu húsnæði, sem unnar vora í samráði við starfsfólk heilsugæslu- stöðvarinnar, án vitundar stjórnar- innar! Við Anna lýstum undran okk- ar á þessum vinnubrögðum, þó sam- starfsráðið hafi fyrir löngu sýnt, að það kann listina að koma á óvart! I heilsugæsluumdæmi Miðbæjar hafði samstarfsráðið ekki eðlilegt Ólafur F. Magnússon „Þetta er viðunandi bráðabirgðalausn en breytir ekki þeirri stað- reynd, að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks þarf að breyta heilbrigðisþjón- ustulögunum í átt til aukinnar valddreifing- ar og sjálfstæðis heil- brigðisstofnana, eins og stjórnarsáttmáli flokk- anna gefur fyrirheit um.“ samráð við stjórn umdæmisins, þeg- ar gengið var til samninga við lækna í Álftamýri um kaup ríkisins á rekstri þeirra, en nú reka læknamir heilsugæslustöð fyrir Laugarnes- hverfi samkvæmt samningi og í tengslum við fjárlög. Jóna Gróa Sigurðardóttir situr í stjórn umdæm- isins fyrir hönd borgarstjómarflokks Sjálfstæðisflokksins og getur eflaust frætt viðstadda nánar um þau sér- kennilegu vinnubrögð, sem sam- starfsráðið hefur viðhaft í þessu heijsugæsluumdæmi. I heilsugæsluumdæmi Austurbæj- ar nyrðra, sem nær yfir Árbæjar-, Seláss- og Grafarvogshverfi gerðist landsfrægt heilsugæsluævintýri í lok aprílmánaðar á þessu ári. Én þá gerðist það, að formaður samstarfs- ráðsins, sem jafnframt var og er formaður stjórnar heilsugæsluum- dæmisins, auk þess sem hann var aðstoðarmaður þáverandi heilbrigð- isráðherra og blaðstjómar dagblaðs- ins Tímans reyndi að bjarga fjár- hagsvandræðum blaðsins, með því að láta ríkið kaupa húsnæði Tímans á Lynghálsi 9 undir heilsugæslustöð fyrir Árbæjarhverfi! Ingólfur Sveins- son, sem situr í stjórn heilsugæslu- umdæmisins fyrir hönd borgar- stjórnarflokks Sj álfstæðisflokksins getur staðfest það hér í kvöld, að áætlanir formanns samstarfsráðs heilsugæslustöðva um heilsugæslu- stöð í húsnæði málgagns Framsókn- arflokksins vora ekki aðeins án sam- ráðs við stjórn umdæmisins, heldur gengu þær í berhögg við yfirlýstan vilja stjórnarinnar og íbúa Árbæjar- hverfis." Ótvíræð bókun heilsugæslustj órnar í áðumefndri grein sinni reynir Finnur Ingólfsson að draga fjöður yfír þátt sinn í heilsugæsluævintýr- inu í Árbæjarhverfi með raglings- legu orðalagi, þegar hann segir: „í fjórða lagi nefnir Olafur til sem rök og þau kannski þyngst, að sennilega hafí staðið til að kaupa húsnæði á Lynghálsi 9, sem Ólafur segir að sé eign Tímans, sem er nú auðvitað rangt að gera að heilsugæslustöð fyrir Árbæjarhverfi í trássi við allt og alla. Þegar málflutningurinn er kominn á þetta plan þá dæmir hann sig sjálfur." í fundargerð stjórnar heilsugæslu Austurbæjaramdæmis nyrðra frá 6. júní sl. er þess getið, að 3 stjórnar- menn af 5 hafi lagt fram yfirlýsingu til heilbrigðisráðherra, dags. 28. apríl sl., þar sem þeir mótmæla fyrir- ætlunum ráðherra, um kaup á hús- næði Blaðaprents á Lynghálsi 9, fyrir heilsugæslustöð fyrir Árbæjar- hverfí. Síðan bókuðu allir stjórnar- menn, að formanninum, Finni Ing- ólfssyni, undanskildum eftirfarandi: „Undirrituð harma þau vinnubrögð formanns að vinna utan funda, beint gegn samþykktum og stefnu stjórn- arinnar eins og fram kemur í með- fylgjandi yfirlýsingu frá 28. apríl 1991.“ Undir bókunina rita: Ingólfur Sveinsson, Anna Kristjánsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Hrönn Kristjánsdóttir. Svo mörg voru þau orð! Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Reykjavík. SIEMENS Litlu raftœkin frá SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjafir! kaffivélar jf hrærivélar ff brauðristar íl vöfflujárn | strokjárn | handþeytarar eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvamir ,j-aclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Lítiö inn til okkar og skoðiö vönduö tœki. Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið! Bíldudalur: Syndugir svallarar eftir Haf- liða Magnússon komin út Bíldudal. RITHÖFUNDURINN og lista- maðurinn Hafliði Magnússon hefur sent frá sér sína þriðju bók, sem ber nafnið Syndugir svallarar. Hafliði gefur bókina út sjálfur, en hún er prenluð hjá Odda. Syndugir svallarar er um tvo náunga í þorpi sem eru lítið fyrir vinnu gefnir) en kjósa frekar að drekka og djamma. Þeir eru oft auralitlir og þurfa að fara í eitt og annað grams til að komast af og lenda þeir félagar í ýmsum ævintýr- um vegna þess. Þetta er gaman- saga, myndskreytt með 20 skop- teikningum eftir Hafliða sjálfan. Syndugir svallarar er þriðja bók Hafliða. Árið 1978 kom út bókin Bíldudals grænar baunir og seinna Togarasaga, með tilbrigðum, árið 1981. Hafliði hefur líka samið söng- leiki, m.a. söngleikinn Sabínu, sem Litli leikklúbburinn á ísafirði fór með á leiklistarhátíð í Bergen í Noregi. Leikfélag Akureyrar sýndi sama söngleik við góðar undirtekt- Hafliði Magnússon ir. Þá hefur Hafliði bæði leikstýrt og gert leikmyndir fyrir Leikfélagið Baldur á Bíldudal. R. Schmidt. RfjjR ÓGNÞRUNGIN ÖRIAGASAGA ÚR BYGGÐUM ÍSIENDINGA EFTIR JANE SMILEY Á GRÆNIANDI Bókaútgáfan Hildur AUÐBREKKU 4 - 200 K0PAV0GUR SÍMAR 91-641890 OG 93-47757

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.