Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER'1991
26
Verðlaun og sölumennska
eftir Svein Einarsson
í dag, þegar þessar línur eru
ritaðar, verður tilkynnt hvaða
bækur verða tilnefndar til hinna
svokölluðu íslensku bókmennta-
verðlauna 1991, jafnt fagurbækur
sem fræðibækur. Ég vil ekki reyna
að dyljast þess, að kveikjan að
þessum skrifum mínum er gremja
mín og sárindi yfir því, að bók
mín íslensk leiklist I, sem kemur
út nú í vikunni, skuli ekki vera
þar á meðal — ekki vegna þess
að dómnefnd hafi ekki talið hana
hæfa, heldur vegna þess að útgef-
andi hafði ekki'sinnu eða döngun
til að leggja hana fram. Nú skal
það að sjálfsögðu látið ósagt, hvort
umrædd bók væri verðlaunaverð,
um það verða auðvitað aðrir að
dæma, en maður hefði þó haldið
að samkvæmt skilgreiningu mætti
gefa fyrstu tilraun til að rækja
einn þátt íslenskrar menningar-
sögu tækifæri, jafnvel þótt útgef-
andi þyrfti að punga út með skitn-
ar 30 þúsund krónur.
Undanfama daga hef ég orðið
meira og meira hissa á þeim að-
ferðum sem bókaútgefendur beita
til að láta vaxa í potti hjá sér. í
tveim tilvikum hefur það orðið að
blaðamáli. Einn auglýsti út-
gáfubækur sínar í umgjörð sem
var eftirlíking af því sem hannað
er í kringum þuli Sjónvarpsins.
Hér var augljóslega verið að seil-
ast inn í landhelgi, þar sem ætlast
er til að staðreyndir og traustleiki
ráði ríkjum en auglýsingar - eru
aftur nokkuð oft skrumkenndar —
fýrir nú utan það að gengið var á
höfundarrétt hönnuðarins.
Hitt dæmið er enn grófara og
tengist líka hinu vinsæla jóladaga-
tali Sjónvarpsins. Þar hefur höf-
undur dagatalsins látið hafa sig í
að útbúa nýtt dagatal með skír-
skotun til umræddra sjónvarps-
þátta. Því dagatali er svo dreift í
bókaklúbbi og litlir tilburðir hafðir
í frammi til þess að upplýsa daga-
talsunnendur um að reyndar sé
ekki um Sjónvarpsdagatalið að
ræða. Framleiðsla Jóladagatals-
þáttanna er ákaflega dýrt fyrir-
tæki — enda um tvo og hálfan
klukkutíma samanlagt af Ieiknu
efni að ræða og kostar á 7. milljón
í útlögðum kostnaði. Dagatalið
hefur verið ein af forsendum fyrir
því að þetta hefur verið hægt, en
trúlega verður að endurskoða for-
sendur, þegar svo er vegið að allri
hugmyndinni. Siðlaust en löglegt
sagði Vilmundur heitinn Gylfason.
kannski ekki löglegt heldur.
Þejgar efnt var til hinna svoköll-
uðu Islensku bókmenntaverðlauna
fyrir tveimur árum, komu fram
„íslensku bókmennta-
verðlaunin rísa ekki
undir heiti eins og nú
er í pottinn búið o g for-
seti Islands á ekki að Ijá
þeim lið fyrr en þarna
hefur verið gerð brag-
arbót.“
ýmsar gagnrýnisraddir. Það er þó
bersýnilegt, að það er ekki fyrr
en á sjálfum skellur, að augu
manns uppljúkast almennilega.
Fjöldinn allur af höfundum er úti-
lokaður, annað hvort vegna þess
að þeir gefa sínar bækur út sjálfir
eða íjárvana forlag. Rokið er í til-
nefningar áður en allar bækur eru
útkomnar og nokkur hefur yfír-
vegaða yfirsýn yfir uppskeruna.
Og það er sem sagt geðþótta-
ákvörðun útgefanda, hvaða bækur
eru Iagðar fram (með þessum ein-
kennilegu 30 þúsundum); dóm-
nefnd getur engin áhrif haft þar
um.
Af hverju? Það er augljóst. Höf-
uðtilgangur þessara verðlauna er
að vekja athygli á einstaka bókum,
sem líklegt er að megi með þessu
móti auka sölu á fyrir jólin — þá
Sveinn Einarsson
auðvitað á kostnað annarra. Með
öðrum orðum, þetta eru ekki bók-
menntaverðlaun heldur söluaukn-
ingarverðlaun og auglýsinga-
mennska.
Hvað sölu á umræddri bók
minni snertir myndi nefnilega slík
tilnefning sennilega ekki breyta
miklu. Hana kaupir 500-1.000
manna hópur, sem telur sig þurfa
að umgangast bók sem þessa,
bókmenntafólk, leikhúsfólk, al-
mennt áhugafólk um menningar-
sögu, bókasöfn; þetta er þó frum-
heijaverk og efni dregið til í ein
þrjátíu ár og þar er reynt að gefa
yfirlit um það sem ekki hefur áður
verið sinnt, samhengið milli ís-
lenskrar og erlendrar leiklistar, og
eins fjallað um á 6. tug leikrita,
sem óvíða annars staðar er getið.
Svona bók mjatlast líka út af
sjálfsdáðum síðar. Ég vil taka það
fram til að forðast misskilning,
að það var umrætt forlag sem leit-
aði til mín um útgáfu bókarinnar,
eftir að vitnaðist að ég væri með
leiklistarsögu í smíðum. Reyndar
föluðust tvö önnur forlög einnig
eftir bókinni en mér þótti, líka
samkvæmt skilgreiningu, að út-
gáfa bóka af þessu tagi væri ein-
mitt markmið og verksvið um-
ræddrar bókaútgáfu.
Það eru gömul sannindi, að það
upphefur mann enginn nema mað-
ur sjálfur né heldur niðurlægir.
Ég hef þó alltaf verið þeirrar skoð-
unar, að uppörvun, t.d. í formi
verðlauna eða útnefninga, sé af
hinu góða. En þá þarf að búa bet-
ur um hnúta en hér er gert. ís-
lensku bókmenntaverðlaunin rísa
ekki undir heiti eins og nú er í
pottinn búið og forseti íslands á
ekki að ljá þeim lið fyrr en þarna
hefur verið gerð bragarbót.
Höfundur er dagskrárstjóri lyá
Sjónvarpinu.
Dýpkandi lægð
eftir Birgi
Hermannsson
Sá sem upphafinu veldur, veldur
miklu. I fjármálaráðherratíð Þor-
steins Pálssonar, sællar minning-
ar, setti þáverandi ríkisstjórn
gengið fast, en lét allt annað hér
innanlands rúlla áfram á fljúgandi
ferð í óðaverðbólgu. Götur höfuð-
borgarinnar yfírfylltust af ódýrum
nýjum bifreiðum sem fjármagnað-
ar voru af útflutningsatvinnuveg-
unum. Með fastgengisstefnunni
voru eitthvað á annan tug millj-
arða króna fluttar frá útflutnings-
atvinnuvegunum til eyðslu innan-
lands. Eftir þessa kollsteypu átti
margur fiskverkandinn aldrei eftir
að ná landi. Verðtryggingin og
okurvextimir sáu til þess. Stuttu
síðar var u.þ.b. sömu upphæð dól-
að út úr sjóðum ríkisins til sömu
atvinnuvega, þegar allt var komið
þar í strand. Það voru bara ekki
allir, sem töpuðu fé sínu á tímum
fastgengisstefnunnar, sem fengu
þessi lán. Aðeins þeir sem gátu
sýnt fram á farsælan taprekstur,
helst svo skipti nokkrum hundruð-
um milljóna króna, fengu þessi lán.
Hver sem vita vildi, vissi að í
mörgum sjávarplássunum voru
ekki til svo margar hendur að þær
hefðu moguleika á að skera úr og
pakka það miklu af fiski að hægt
væri að standa undir þeim lánum
sem fyrir voru á fyrirtækjunum,
hvað þá að greiða af hinum nýju
lánum. Það hefur heldur tæplega
nokkrum lántakanda dottið sú fá-
sinna í hug, að endurgreiða ætti
krónu af þessum lánum. Og hvað
gerist? Jú, verið er að fresta af-
borgununum um tvö ár, og hvað
svo? Ekki þarf mikinn vitring til
að sjá það fyrir.
Við höfum í heimsku okkar ver-
ið að gagnrýna vanda Sovétríkj-
anna og annarra sósíalískra ríkja,
sem nú standa frammi fyrir al-
gjöru hruni vegna miðstýringar
ríkisins og þeirra hörmunga sem
af hlýst þegar ábyrgðarlausir emb-
ættismenn fara að stjórna fyrir-
tækjum og vasast með einstakl-
ingana. Ekki er annað greinan-
legt, en að við séum ennþá og
höfum lengi verið á mjög líkri
braut og eigum svo sannarlega
Birgir Hermannsson
„Þeir sem fengu úthlut-
að frá því opinbera
standa á mörkuðunum
við hlið hinna sem ekk-
ert fengu og bjóða í fisk
og aflakvóta að vild.“
eftir að súpa sama beiska seiðið
af sömu ástæðum.
Stjómmálamenn og ríkisstarfs-
menn úthluta okkur lánum eða
kvótum, gera suma að öreigum,
aðra að margföldum milljónamær-
ingum með ráðstöfunum sínum.
Allt sem kallast samkeppni snýst
upp í andhverfu sína. Þeir sem
fengu úthlutað frá því opinbera
standa á mörkuðunum við hlið
hinna sem ekkert fengu og bjóða
í físk og aflakvóta að vild. Verðið
skiptir þá litlu máli, þeir kaupa
án ábyrgðar, það sem þeir telja
sig þurfa fyrir sinn rekstur. Þeir
sem ekki hljóta náð fyrir augum
úthlutunarmanna fara eðlilega
lóðrétt á hausinn. Ef þetta er ekki
„sósíalismi andskotans“, þá væri
ánægjulegt að fá nánari skilgrein-
ingu á því hugtaki.
Höfundur er trillukarl og
fyrrverandi fiskverkandi.
KAUPMANNAHAFNARPISTILL
Markaður og
markaðssetning
Nú haustar að hér í Danaveldi,
lauf tijánna breyta ört um lit og
þessa daga feykir gustur af hafi
visnuð laufi langa vegu. Verslanir
eru þegar farnar að undirbúa jólin
og nú í byijun nóvember eru víða
komnar upp jólaskreytingar. Jóla-
undirbúningur kauphéðna virðist
stöðugt færast fram. Unglingar
hafa látið til sín heyra og vilja að
reynt verði að hindra þennan
ótímabæra jólaundirbúning. Þeir
óttast að eftirvæntingin verði horf-
in þegar kemur að jólum og hafa
þeir nokkqð til'síns máls.
Jólaskraut tekur breytingum
Annars er greinilegt að fram-
leiðsla jólaskrauts er víða orðin
að öflugum iðnaði óg á ferðum
erlendis í haust hefur máít sjá
vandað jólaskraut í sérstökum
básum í verslunum við ferðamann-
astaði, bæði vestan hafs og aust-
an. Tilgangurinn er að gefa ferða-
mönnum tækifæri á að kaupa fal-
legt jólaskraut til að bæta í jóla-
skreytingasafn sitt heima.
Jólaskrautið virðist einnig vera
að taka breytingum. Jólasveinar
rauðklæddir hafa að sjálfsögðu
sinn heiðurssess. Gamaldags jóla-
skraut úr máluðu tré er að ná vin-
sældum og er tekið fram yfir plast-
ið og glingrið. Nú má jólaskraut
gjarnan vera handunnið og það á
að vera vandað, litríkt, fallegt og
heimilislegt.
Þama ætti að vera tækifæri til
tekjuöflunar fyrir „hagar hendur“
heima á Fróni.
Breytt áhersla I gerð
minjagripa
Á ferðalagi í ár um ferðamanna-
staði í Bandaríkjunum og Evrópu
— í Rússlandi, vakti athygli sú
breyting sem er að verða á minja-
H.C. Andersen
gripaverslun. Nú sjást varla „Sou-
venir shops“ lengur. í þeirra stað
eru komin „Art Centers“ og „Art
Shops“ eða „Listamiðstöðvar“ og
„Listmuna-verslanir“. Munirnir
eða minjagripir sem þar eru seldir
eru einnig orðnir vandaðri en þeir
voru áður og þeir eru dýrari. Þessi
breyting hefur komið í kjölfar
breytinga sem orðið hefur á ferða-
háttum fólks. Það ferðast mun
meira en það gerði áður, það fer
víðar og leita því gjarnan eftir
góðum grip til minja sem gjarnan
hefur eitthvert listrænt gildi og
er á einhvem hátt sérstakur fyrir
þann stað sem heimsóttur er.
Lifandi safn
Danir kunna vel þá þá list að
markaðssetja áhugaverða vöru.
Hér í Nýhöfn, Nyhavn 69, hefur
nýlega verið opnað mjög fallegt
og fræðandi safn um meistara
ævintýranna, H.C. Andersen, en
hann bjó á ýmsum stöðum hér í
Nýhöfninni. í safninu er kynntur
æviferill skáldsins í máli og mynd-
um og er þar að finna upplýsingar
um skáldið og teikningar sem ekki
hafa komið fyrir augu almennings
áður. Safnið er á fimm hæðum og
eru veggir skreyttir litríkum
myndum sem listamenn á ýmsum
tímum hafa gert í tengslum við
sögur og ævintýri H.C. Andersens.
Það vekur sérstaklega athygli
hve safnið er lifandi. Þarna hefur
verið sett upp lítið brúðuleikhús.
I öðrum sal eru ævintýri hans les-
in af listamönnum og síðastliðinn
sunnudag var hann þétt setinn
ungum jafnt sem öldnum. Sviðs-
setningin var mjög þjóðleg. At-
höfnin hófst á því að ungur söngv-
ari, klæddur í kjólfrakka og með
pípuhatt í stíl H.C. Andersen, söng
danska söngva með þátttöku allra
viðstaddra. Síðan hófst lestur æv-
intýranna Fólk naut greinilega
stundarinnar.
Bækur og markaðssetning
Á annarrí hæð safnsins er lítil
verslun sem selur ævintýri H.C.
Andersens á dönsku og einnig fjöl-
mörgum öðrum tungumálum, að
vísu ekki á íslensku.
í þýðingu barnabóka á erlend
tungumál getur verið falin mikil
og jákvæð landkynning sem við
íslendingar höfum ekki sinnt sem
skyldi. I því sambandi rifjast upp
fyrir mér ferð í bókabúðir í Reykja-
vík á ferðamannatíma í sumar er
ég Ieitaði að barnabók eftir íslen-
skan höfund í enskri þýðingu. Mér
var tjáð, í bókabúð einni við mið-