Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 27

Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 27 Vegna gagngerra breytinga verður Grillið lokað fram til enda janúar. Pá opnum við nýtt Grill með nýju og vistlegu andrúmslofti. Áfram leggjum við allan metnað í að gestir okkar njóti bestu þjónustu og frábærrar matargerðarlistar. Verið velkomin í nýtt Grill á nýju ári. ígrilliðI • lofargóðu! bænum, að skemmtilegt mynd- skreytt ævintýri eftir Guðrúnu Helgadóttur hefði verið gefið út m.a. í enskri þýðingu og að í versl- unina hefðu komið nokkur eintök — en þau hefðu bara selst upp strax! Mér var tjáð að ekki væri von á þeim aftur, en það hefði mikið verið spurt eftir þessari bók eða öðrum íslenskum barnabókum í enskri þýðingu. Þarna var mark- aður greinilega til staðar, það skorti bara vöruna! (Markaðssetn- ing íslensks hugvits ætti að vera einfalt mál, en framkvæmdaleysið virðist æði oft verða okkur fóta- kefli.) Lifandi söfn auka aðsókn í H.C. Andersen-safninu er reynt að ná fram þeirri stemmn- ingu sem var í kringum skáldið sjálft á æviferli hans og þangað er mjög ánægjulegt að komaAEn þessi heimsókn leiddi einnig hug- ann að því, hvort ekki væri hægt að gera íslensk minjasöfn almennt meira lifandi með því að kynna ákveðin tímabil í sögu lands og þjóðar. Það mætti gera með því að „sviðsetja söguna“ með þeim persónum og sögulegu atburðum sem mótuðu lífið í landinu á ákveðnu tímabili. Með því að taka fyrir eitt tíma- bil eftir annað er hægt að rekja sögu þjóðarinnar á áhugaverðan hátt og söfnin fengju nýtt aðdrátt- arafl fyrir unga jafnt sem aldna. Þetta verða orð til íhugunar. M. Þorv. Að hafa það sem rangt reynist eftir Pál Magnússon Víkverji föstudaginn 6. desember sl. er óvenju rætinn í garð Stöðvar 2. Það keyrði þó fyrst um þverbak þegar „fjölmiðlarýnir“ Morgunblaðs- ins sparaði sér vinnuna daginn eftir og endurbirti þvættinginn með þeim formála að með honum hefði Ví- kveiji tekið undir gagnrýni „fjölmiðl- arýnis“ frá 3. desember sl. Sami misskilningurinn hafði þá birst þrisvar á fimm dögum, þegar ekki hefði þurft meira en eitt símtal til að leiðrétta rangfærslurnar. Þetta eru nú vinnubrögð í l'agi! Víkverja þykir í fyrsta lagi „und- arleg ráðstöfun" að vera með íslen- skan tónlistarþátt „að kvöldi sjálfs fullveldisdagsins". Hann er nú trú- lega einn um þá skoðun, - íslensk tónlist er ekkert síður samboðin full- veldisdeginum en annað íslenskt efni. Þá fullyrðir Víkveiji, að þátturinn hafi verið „um 15 ára afmæli hljóm- plötuútgáfu", og fer maður þá að efast um að hann hafi séð þáttinn. Þátturinn var um íslenska tónlist og samanstóð af framkomu fjöl- margra listamanna, og viðtölum við fólk í þessum geira menningarlífsins um stöðu íslenskrar dægurtónlistar í samtímanum. Þátturinn var fráleitt „um afmæli hljómplötuútgáfu". Og Víkveiji heldur áfram: „Nær- tækasta skýringin er auðvitað sú að einn aðaleigandi Stöðvar 2 er for- stjóri umræddrar hljómplötuútgáfu, Skífunnar. .. Að mati Víkveija er það rangt af stórri sjónvarpsstöð að gera upp á milli plötuútgefenda með þessum hætti. Sjálfsagt er að kynna þá tónlist, sem kemur út fyrir jólin, en þá verða allir að sitja við sama borð.“ Ef Víkveiji hefði í raun lesið Sjón- varpsvísi, sem hann vitnar þó til í grein sinni, hefði hann komist að eftirfarandi: Umræddur þáttur var hinn fyrsti af þremur í þáttaröðinni „Tónar á Fróni“, sem eru á dagskrá Stöðvar 2 nú í desember í tilefni af „íslensku tónlistarári“. Tveimur stærstu útgáfufyrirtækjum landsins, sem helst leggja fyrir sig íslenska dægurtónlist nú um stundir, var gef- inn kostur á hlutdeild í þessari þátta- röð. Skífan tók þann kostinn að stefna sínu liði í einn þátt, sem tengdist afmæli fyrirtækisins, og bæta þar við listamönnum á borð við Bubba Morthens, eins og fram kemur hjá Víkveija (þótt hann gleymi reyndar að geta þess, að útgefandi Bubba er keppinautur Skífunnar). Á dagskrá Stöðvar 2 11. desember nk. er þáttur með hljómsveitinni „Sálin hans Jóns míns“, en útgefandi þeirrar ágætu sveitar eru Steinar, keppinautur Skífunnar. En ekki nóg með það: 15. desember nk. er þáttur með „Todmobile“, sem Steinar gefa líka út. Eins og fyrr segir tilheyra þættirn- ir allir þáttaröðinni „Tónar á Fróni“. Hljómsveitir „á vegum“ Steina eru sem sagt í tveimur þáttum, sem sam- „Nú er Víkverji auðvit- að frjáls að því hvort hann horfir á Stöð 2 eða ekki. Af skrifum hans er Ijóst, að hann hefur tekið þann kostinn að horfa ekki, og vonandi leyfist mér þá að fara þess á leit, að hann fjalli ekki af annarlegum ástæðum um hluti sem hann hefur hvorki heyrt né séð.“ tals verða um 85 mínútur, en hljóm- sveitir „á vegum“ Skífunnar voru í einum 50 mínútna þætti. Samt fullyrðir Víkveiji að verið sé að draga taum Skífunnar vegna þess „að einn aðaleigandi Stöðvar 2 er forstjóri umræddrar plötuút- gáfu ...“ og bætir við, að allir verði „að sitja við sama borð“. Ég hlýt að spyija: Á hvorn er hallað? Páll Magnússon Víkveiji bítur svo höfuðið af sköm- minni með eftirfarandi fullyrðingu: „Ekki hefur mikið farið fyrir bóka- kynningum á Stöð 2 fyrir jólin." nvar eiur v íkveqi eigmlega mann- inn? Þegar þessar línur eru skrifaðar, 9. desember, hafa þegar um 30 jólabækur verið kynntar á Stöð 2 og í ekki minna áberandi þætti en 19:19. Það líður varla sá dagur þessar vikurnar, að ekki sé fjallað um jóla- bókaútgáfuna í fréttaþættinum. Nú er Víkveiji auðvitað fijáls að því hvort hann horfir á Stöð 2 eða ekki. Af skrifum hans er ljóst, að hann hefur tekið þann kostinn að horfa ekki, og vonandi leyfist mér þá að fara þess á leit, að hann fjalli ekki af annarlegum ástæðum um hluti sem hann hefur hvorki heyrt né séð. Frægur er blaðadómurinn um tón- leikana, sem aldrei voru haldnir. Ég vil ekki eyða orðum að frammi- stöðu „fjölmiðlarýnisins", sem hefur haft Stöð 2 á homum sér síðan einn starfsmaður hennar setti ofan í við hann fyrir nokkrum’ vikum. Ég vil hins vegar spyija ritstjóra Morgunblaðsins hvort þeim þyki blaðinu sæmandi, að tveir fastapenn- ar þess taki sig saman um að marg- birta þvætting á borð við þann, sem hér um ræðir? Höfundur er útvarpsstfóri iyá Islenska útvarpsfélaginu hf. Ð FÆR NÝTT YFIRBRAGÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.