Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
29
Sinfóníuhljómsveitin:
140 skólabörn koma
fram á jólatónleikum
Afla landað úr Glófaxa í Vestmannaeyjahöfn í gær.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja:
Fólk fer að flýja héðan
verði þetta viðvarandi
JÓN Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, segir
að kvótasalan frá Vestmannaeyjum sé í tonnum talið jafngildi þess
sem Aflamiðlun hafi úthlutað til útgerðarinnar í Eyjum frá miðjum
október sl. til loka þessa árs í gámaleyfum. Hann segir að fólk fari
að taka sig upp frá Vestmannaeyjum verði ekki lát á kvótasölu frá
bænum. Elías Björnsson, formaður sjómannafélagsins Jötuns í Vest-
mannaeyjum, sagði að mjög erfitt væri að áætla það tekjutap sem
sjómenn yrðu fyrir vegna kvótasölunnar frá Eyjum.
„Maður er gjörsamlega varnar- frá sér,“ sagði Elías. Hann sagði
iaus gagnvárt þessu. Við höfum
aldrei skrifað upp á neina kvótasölu
og þar af leiðandi erum við ekki
spurðir," sagði Elías. „Auðvitað
kemur þetta okkur við, að því leyti
að kvótasalan kemur niður á félags-
mönnum okkar. Hitt er annað mál
að útgerðarmönnum finnst okkur
ekki koma þetta neitt við, þeim
finnst þeir eiga þetta. Við leiddum
kannski hugann að því að þetta
gæti gérst en okkur datt ekki í hug
að þetta yrði að veruleika - að fisk-
vinnslan sjálf færi að selja kvótann
þá staða Vestmanneyinga að þínu
mati?
„Ég segi það enn og aftur að
atburðir af þessu tagi gerast í
Vestmannaeyjum, þá er það vegna
þess að undirstöður þessarar at-
vinnugreinar í heild eru ekki nægi-
lega sterkar. Það er það verkefni
sem menn þurfa að einbeita sér
að, að treysta þessar undirstöður.
Ef þær eru nægilega traustar þá
mun stærsta verstöð landsins geta
haldið áfram að vera það og sinna
sínu mikilvæga hlutverki."
- Er það nú ekki nokkuð seint
í rassinn gripið, að ætla að treysta
undirstöður, þegar kvótinn er horf-
inn úr byggðarlaginu?
„Vissulega hefðu menn mátt
huga að þessu fyrr. Ég hygg, að
ef menn horfa til baka, þá hefði
mátt taka aðrar og miklu skynsam-
legri ákvarðanir fyrir þremur
árum, þegar menn stóðu frammi
fyrir vanda sjávarútvegsins. Ef
menn hefðu þá náð saman um
raunhæfar aðgerðir, þá væri staða
þessara fyrirtækja önnur í dag og
sjávarútvegsins í heild. Út frá því
sjónarmiði má segja að þetta sé
of seint. Þessi ríkisstjórn hefur
verið að vinna að því að breyta
þessum grundvelli, en það má til
sanns vegar færa að tími ríkis-
stjórnar Steingríms Hermannsson-
ar var dýr biðtími."
Viðtal: Agnes Bragadóttir.
að kvótasalan leiddi sjálfsagt til
aukins atvinnuleysis meðal sjó-
manna. „Það er bara með ólíkindum .
hvað þeir hafa mikið fjármagn
þarna fyrir norðan. Þessi lög hafa
frá upphafi verið þannig, sérstak-
lega frá því að aflamarkið var látið
ráða, að ef illa fer getur kvótinn
safnast fyrir á fárra manna hend-
ur,“ sagði Elías.
„Okkur líst ekki vel á þetta en
það er kannski ekki úr háum söðli
að detta því að frá miðjum október
og fram til dagsins í dag hefur
Aflamiðlun úthlutað í gámaleyfum
jafnmiklu og kvótasalan nemur, eða
1600 tonnum,“ sagði Jón Kjartans-
son, formaður Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja. „Meiri hluti aflans
fer því til að draga úr atvinnuleysi
á Humber-svæðinu og í Norður-
Þýskalandi. Mér finnst að stjórn-
völd ættu að líta sér nær í þessum
efnum. Þessi kvótasala öll er orðin
ein hringavitleysa og ætti að banna
hana. Það er það mikil spilling og
brask í kringum hana og 'hún eitrar
mikið út frá sér. Það er verið út-
hluta allt niður í hálft tonn til gáma-
útflutnings. Auðvitað getur hver
sem er leigt sér pláss fyrir hálft
tonn af fiski í gámi og fengið mun
meira fyrir fiskinn. Svona gengur
braskið fyrir sig. Þetta er orðið eins
óheilbrigt og hugsast getur," sagði
Jón.
Varðandi hugsanlega sölu
Vinnslustöðvarinnar á allt að 1500
tonna aflaheimildum sagði Jón:
„Þetta er hálfgerður „terrorismi",
það er verið að hræða fólk, jafnvel
til að flýja héðan í stórum hópum.
Það verður ekki byggilegt her ef
farið verður að selja skip og kvóta
héðan í tugatali. Það er þegar tals-
vert atvinnuleysi hérna, á milli
70-80 manns eru á atvinnuleysis-
skrá og þar fyrir utan er fólk á
kauptryggingarsamningi hjá fyrir-
tækjunum heima núna. Atvinnu-
leysistryggingarsjóður greiðir nátt-
úrulega 70% af þeirra launum. Fari
þetta að verða viðvarandi þýðir það
að fólk fer að flykkjast héðan, því
það býr enginn við það til Iengdar
að hafa ekki nóg að gera,“ sagði
Jón. Hann sagði að það væri ekki
útlit fyrir að ástandið batnaði í jan-
úar því vitað væri að að minnsta
kosti tveir, ef ekki þrír, togarar sem
hafa verið undirstaðan í hráefnisöfl-
un í Vestmannaeyjum, muni sigla
með aflann eftir áramót. Þar væri
meðal annars um að ræða Breka
VE og Sindra VE.
SÍÐUSTU almennu tónleikar Sin-
fóníuhljómsveitarinnar í ár verða
í Háskólabíói nk. fimmtudag, 12.
desember, og hefjast þeir klukkan
19 en ekki kl. 20 eins og venju-
lega. Hljómsveitin fær til liðs við
sig um 140 skólabörn í nokkrum
skólakórum á Reykjavíkursvæð-
inu.
Kórarnir sem taka þátt í tónleik-
unum eru: Kór Austurbæjarskóla,
kórstjóri Pétur Hafþór Jónsson, Kór
Öldutúnsskóla, kórstjóri Egill Rúnar
Friðleifsson, Skólakór Árbæjar, kór-
stjóri Áslaug Bergsteinsdóttir, Skól-
akór Garðabæjar, kórstjóri Guðfinna
Dóra Ólafsdóttir, Skólakór Kársness,
kórstjóri Þórunn Björnsdóttir. Þá
munu nemendur úr Tónmenntaskó-
lanum í Reykjavík leika á sleðabjöll-
ur.
Kynnir á tónleikunum verður
Sigurður Rúnar Jónsson og hljóm-
sveitarstjóri Petri Sakari, aðalhljóm-
sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands.
Á efnisskránni verða eftirtalin
verk: Troika úr „Lieutenant Kije“
eftir Prokofíeff, því næst ’s kommt
em Vogel geflogen eftir Orchs og
syngja kórar Austurbæjar- og Öldu-
túnsskóla og skólakór Árbæjar með;
úr Söngvasveigi eftir Britten og
syngja þar börn úr skólakórum
Garðabæjar og Kársness og Monika
Abendroth leikur einleik á hörpu og
Tónlistar-sleðaferð eftir Mozart með
þátttöku nemenda úr Tónmennta-
skóla Reykjavíkur. Eftir hlé verður
svo fluttur Snjókornavalsinn úr
Hnotubijótnum eftir Tsjajkovskij og
taka allir kórarnir þátt í þeim flutn-
ingi. Þá verður einnig lesið úr jóla-
guðspjallinu og sungin jólalög.
Ríkissjónvarpið mun taka tónleik-
ana upp og verða þeir sýndir í sjón-
varpinu um jólin.
(Fréttatilkynning)
Hraðfrystíhús Ólafsvíkur:
Byggðastofn-
un hafnar til-
boði í salthúsið
STJÓRN Byggðastofnunar hafn-
aði á fundi sínum í gærmorgun
tilboði Jóns Ásbjörnssonar fisk-
verkenda í salthús Hraðfrystihús
Ólafsfjarðar. '— Guðmundur
Malmquist segir að stjórnin hafi
ekki talið tilboð þetta viðunandi
fyrir húsið. Jón Ásbjörnsson bauð
rúmlega 10.000 krónur fyrir fer-
metrann í húsinu eða samtals rúm-
lega 20 milljónir króna.
Jón Ásbjörnsson segir að hann
hafi gert samkomulag við bæjar-
stjórn Ólafsvíkur um kaupin á salt-
húsinu og hann telur að Byggða-
stofnun hafi ætlað að hafa samráð
við bæjarstjórnina í þessu máli. „Á
þessum forsendum lögðum við fram
okkar tilboð í salthúsið og verðið sem
við bjóðum er hið sama og samskon-
ar fiskverkunarhús hafa gengið á í
beinni sölu að undanförnu,“ segir Jón
Ásbjörnsson.
Jón segir að fyrirtæki hans, Fisk-
ver, sé áfram tilbúið til viðraéðna við
Byggðastofnun um kaup á salthús-
Aima Bjarnadóttir látin
LÁTIN er í Reykjavík Anna
Bjarnadóttir, fyrrverandi próf-
astsfrú í Reykholti, 94 ára að
aldri.
Anna Bjarnadóttir var fædd í
Reykjavík 11. júlí 1897. Hún var
dóttir hjónanna Bjarna Sæmunds-
sonar,- fiskifræðings, og Steinunnar
Sveinsdóttur. Hún var stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1916 og var elsti lifandi stúdent
er hún lést. Anna lauk BA (Hons)
gráðu í ensku frá Westfield College
í London árið 1922.
Anna var kennari í Menntaskó-
lanum í Reykjavík frá 1923 til 1931,
kennari í Flensborgarskóla frá 1931
til 1933 og í Reykholtsskóla frá
1933 til 1964. •
Hún var einn af _ stofnendum
Kvenstúdentafélags íslands árið
1928 og varð seinna heiðursfélagi
félagsins. Einnig var hún fyrsti for-
maður Prestkvennafélags íslands.
Anna samdi margar kennslubækur
í ensku.
Anna giftist Einari Guðnasyni
Anna Bjarnadóttir.
prófasti í Reykholti árið 1933, en
hann lést árið 1976. Áttu þau fimm
börn en tvö þeirra dóu ung.
SINDRI
BORGARTÚNI 31 ■ 105 REYKJAVÍK • SÍMI 62 72 22