Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ IMIÐVIKUDAGUE 'll.iDESBMBER 1991
VERKFÆRATASKA
# BLACKSlDECKER - um .and allt
Undirtitill: Neistar úr
sögu þjóðhátíöarára-
tugar. Beint er sjónum
að ungum samherjum
Jóns forseta, sem
stofnuðu leynilegt
félag í Kaupmanna-
höfn árið 1872 undir
nafninu Atgeirinn og
kölluöu félagsmenn
sig oft Geirunga.
Rakin er viðleitni til að
halda uppi vörn fyrir
landsréttindum
Islands. Brugðið er
Ijósi á framgöngu
margra landskunnra
manna.
BRÉF
TlL
JÓNS SiGURÐSSONAR
>U»ao,-<VO»j<*S «IjOlHlS AdUSi
UVKMVtK Wl
BRÉFTIL JÓNS
SIGURÐSSONAR.
ÚRVAL. 3. BINDI
Umsjón:
Jóhannes
Halldórsson
f bókinni eru birt bréf
til Jóns forseta Sig-
urðssonar frá þremur
bréfriturum: Guð-
mundi Ólafssyni,
búfræðingi á Fitjum,
Halldóri Kr. Friðriks-
syni, yfirkennara, og
Jóni Péturssyni, háyfir-
dómara. Nafnaskrá
fylgir yfir öll bindin,
en tvö þau fyrri komu
út 1980 og 1984.
jjnxnmi
Bókaufgáfa
/HENNING4RSJOÐS
SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVÍK
SÍMI 621822
Jón Sigurðsson
m
iar
JÓN SIGURÐSSON
0G GEIRUNGAR
Lúðvík Kristjánsson
SINDRI
Allir fa þa
eitthvaö verklegt...
Harði pakkinn í ár er verkfærataskan frá Black&Decker
hlaðinn nytsömum tækjum fyrir alla fjölskylduna
13.420,
Verö aðeins
BORGARTÚNI 31-105 REYKJAVÍK ■ SÍMI 62 72 22
Norður-Noregur:
Olíuæði gríj)-
ur um sig
meðal íbúa
Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara
Morgunbladsins.
VAXANDI olíuæðis gætir í Norð-
ur-Noregi eftir að Statoil fann
olíu fyrir utan strendur Norður-
lands. Er þetta af öllu að dæma
fyrsta olíulindin sem mun borga
sig að nýta, sem finnst, eftir að
boranir hófust fyrir norðan 62.
breiddargráðu.
Statoil hefur ekki viljað gefa út
neina opinbera yfirlýsingu um hvort
borgi sig að nýta Íindina eða ekki
en vel upplýstar heimildir dagblaðs-
ins Aftenposten innan olíuiðnaðarins
segja það nokkurn veginn hundrað
prósent öruggt að þarna sé nægjan-
lega olíu að finna til að það borgi
sig_ að sækja hapa.
íbúar Norður-Noregs hafa í mörg
ár beðið þess að olíuævintýrið í Norð-
ursjó myndi teygja anga sína til
þeirra landshluta. En þrátt fyrir
miklar boranir og jákvæð ummæli
jarðfræðinga hafa vonbrigðin ekki
látið á sér standa fram til þessa.
Þegar fréttir bárust af því að olía
hefði fundist flögguðu því margir
íbúar Norðlands og sumir skáluðu
jafnvel í kampavíni. Ef fer sem horf-
ir, og olíuvinnsla hefst fyrir utan
strendur Norður-Norega, mun það
"verða til að skapa mörg ný atvinnu-
tækifæri í þessum landshluta sem
verið hefur í mikilli efnhagslegri
deyfð.
Sjómenn og náttúruverndarsinnar
eru á hinn bóginn ekki eins ánægð-
ir. Þeir óttast vistfræðilegt slys
vegna þeirrar mengunar sem olíu-
vinnsla gæti haft í för með sér.‘
Mengunareftirlit norska ríkisins
hefur bent á að eins og stendur sé
ekki til mengunarvarnarbúnaður sem
hægt sé að nota við hefðbundið veð-
urfar á þesum slóðum. Jafnvel í frek-
ar litlum öldugangi hættir búnaður-
inn að gera gagn.
Reuter.
Burmískir munkar inótmæltu fangelsun Aung San Suu Kyi, handhafa friðarverðlauna Nóbaels, við sendi-
ráð Burma í Bangkok í Thailandi í gær og kröfðust þess að henni yrði sleppt.
Hermenn stöðva mótmælafundi í Rangoon:
Stúdentar krefjast að Aung
San Suu Kyi verði sleppt
Fjölskylda andófskonunnar tók við Nóbelsverðlaunum hennar í Ósló
Bangkok. Reuter.
HUNDRUÐ hermanna leystu upp 2.000 manna útifund skammt frá
háskólanum í Rangoon í Burma í gær, að sögn vestrænna stjórnarer-
indreka. Fyrr um daginn höfðu hundruð manna her- og lögreglu-
sveitir stöðvað útifund á háskólalóðinni þar sem þess var krafist að
andófskonunni Aung San Suu Kyi yrði sleppt úr haldi.
Mótmælin í gær eru þau mestu
frá því Aung San Suu Kyi var fang-
elsuð, að sögn stjórnarerindreka.
Að sögn japanskra sendifulltrúa
hentu nokkrir stúdentanna gijóti
að hermönnunum er þeir leystu upp
útifundinn á háskólalóðinni en ekki
er vitað hvort þeir voru teknir fastir.
Réttarhöldin yfir William Kennedy Smith:
Neitar ákæru o g segir kon-
una hafa æst sig til samræðis
Vestur-Pálmaströnd, Flórída. Reuter.
WILLIAM Kennedy Smith neitaði
staðfastlega ákæru um að hafa
nauðgað konu á grasflöt við bú-
stað Kennedy-fjölskyldunnar í
West Palm Beach á Flórída í mars-
lok er hann bar vitni við réttar-
höld í gær.
Smith hélt því fram að konan hefði
átt frumkvæði að samförum þeirra
og æst hann til kynmaka. En er
honum hefði orðið á að kalla hana
Cathy þegar leikurinn hefði staðið
sem hæst hefði hún hreinlega skipt
um ham og stöðvað leikinn. Hefði
hún skyndilega haldið því fram að
sér hefði verið nauðgað. Nokkrum
mínútum síðar, þegar hún hefði ver-
ið í þann mund að
keyra frá bústaðn-
um, hefði hún hins
vegar beðist afsök-
unar á skapofsa
sínum, borið lof á
hann sem elskhuga
og þakkað fyrir
ánægjulega og eft-
irminnilega sam-
verustund.
Smith sagði að konan hefði átt
upphafið að kynnum þeirra á öldurs-
húsi og boðist til að aka honum heim
þegar barnum var lokað. Þegar heim
var komið hefðu þau tekið stutt tal
saman við sundlaug bústaðarins en
síðan hefði hún lagt til að þau gengju
niður á ströndina. Hefðu þau leiðst
niður að sjó og fljótlega bytjað að
afklæðast á ströndinni. Hefði hann
talið að þau ætluðu að elskast þar.
Þegar hann hefði hins vegar spurst
um getnaðarvarnir hefði hún sagt
að hann yrði að sýna varúð. Hefði
hann þá lagst við hlið konunnar og
hún hefði fróað honum með liöndun-
um. Að því loknu hefði hann farið í
um 10 mínútna sjóbað en meðan á
því stóð hefði konan farið af strönd-
inni. Hefði hann síðan hitt hana á
flöt bústaðarins og eftir stutt samtal
kysst hana góða nótt. Þá hefði hún
hins vegar byijað ástagælur og æst
sig til samræðis á grasflötinni.
Stúdentar áttu upptökin að fjöl-
mennum mótmælum gegn herfor-
ingjastjórninni í Rangoon 1988 en
mótmælin voru kæfð er stjórnarher-
menn drápu þúsundir óbreyttra
borgara.
Aung San Suu Kyi er leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í Burma en
hún var sett í stofufangelsi í júlí
1989. Flokkur hennar vann yfir-
burðasigur í þingkosningum í maf
1990 en herforingjastjórnin sveik
loforð um að koma á lýðræði og
stjórnar enn með harðri hendi.
Hlaut Aung San Suu Kyi friðarverð-
laun Nóbels í ár fyrir andóf gegn
herforingjastjórninni og tók fjöl-
skylda hennar við verðlaununum í
Osló í gær.
í fréttatilkynningu frá íslenska
utanríkisráðuneytinu í gær segir
að íslensk stjórnvöld fagni friðar-
verðlaunaveitingunni, fordæmi
mannréttindabrot herstjórnarinnar
í Burma og krefjast þess að Aung
San Suu Kyi verði þegar í stað
sleppt úr stofufangelsi. Þessu til
áréttingar sendi Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
heillaóskaskeyti til verðlaunahafans
í-gær og bréf til utanríkisráðherra
Burma þar sem krafan um frelsi
hennar var ítrekuð. í fréttatilkynn-
ingunni segir einnig að ísland hafi
verið meðflytjandi að gagnrýninni
ályktun um mannréttindamál í
Burma sem samþykkt hefði verið
án atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu
þjóðunum 29. nóvember sl.