Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1U DESEMBER 1991
Eyfirska sjónvarpsfélagið:
Fimm ár liðin frá
fyrstu útsendingu
FIMM ár eru í dag, 11. desember,
liðin frá fyrstu útsendingn Ey-
firska sjónvarpsfélagsins hf. en
Viðræður um
kjarasamn-
inga strax
Á FJÖLMENNUM fundi með
stjórn, fulltrúaráði, samninga-
nefnd og trúnaðarmönnum Starfs-
mannafélags Akureyrarbæjar
sem haldinn var á þriðjudagskvöld
var skjali samninganefndar ríkis-
ins „Efnisatriði vegna kjarasamn-
inga““, harðlega mótmælt.
I ályktun sem samþykkt var á
fundinum er lýst furðu og vanþóknun
á því að samninganefnd ríkisins leyfí
sér að leggja fram til samningavið-
• ræðna skjal sem felur í sér mikla
kjaraskerðingu og skerðingu á lífeyr-
isréttindum svo og öðrum félagsleg-
um réttindum sem opinberir starfs-
menn hafa.
„Fundurinn vísar ábyrgð á efndum
þjóðarsáttar til ríkisstjórnar og sveit-
arfélaga. Við krefjumst þess að við-
semjendur okkar gangi þegar í stað
til viðræðna við viðræðunefnd Sam-
flots um gerð kjarasamninga sem
-verði sanngjarnir og ásættanlegir."
félagið annast dreifingu á sjón-
varpsefni Stöðvar 2 í Eyjafirði.
Af þessu tilefni verður á dagskrá-
inni í kvöld, miðvikudagskvöld
þáttur þar sem sýnd verða brot
úr gömlum sjónvarpsþáttum.
Á fyrstu starfsárunum sendi fé-
lagið út umtalsvert magn sjónvarps-
þátta sem eingöngu var sýnt í Eyja-
firði, en í seinni tíð hefur norðlenskt
efni nánast alfarið verið sent út á
landsrás Stöðvar 2 og hefur einkum
borið á auknum fréttaflutningi.
Tæplega 3.500 heimili eru nú í
áskrift að dagskrá Stöðvar 2 í Eyja-
firði, en útsendingar nást til allra
þéttbýlisstaða í firðinum og víða í
dreifbýlinu. Fyrir dyrum stendur
stækkun á útsendingarsvæði Ey-
firska sjónvarpsfélagsins og verður
sjónvarpssendum komið fyrir í
Svarfaðardal og Hörgárdal auk þess
sem sendistyrkur verður aukin frá
Hrísey til'Dalvíkur og Grenivíkur.
Þá verður útsendingarsvæðið einnig
stækkað til suðurs, þ.e. inn Eyja-
íjörðinn.
Í þættinum í völd verða sýnd brot
úr gömlum sjónvarpsþáttum þar sem
m.a. bregður iyrir öllum umsjónar-
mönnum þessara ára og nokkrum
viðmælenda þeirra í umræðum um
hin ólíkustu mál. Umsjón með þætt-
inum hefur sjónvarpsstjóri Eyfirska
sjónvarpsfélagsins, Rjarni Hafþór
Helgason.
fle I g i J ó n s s o n
►►►►►►►
„Virkilega spennandi
og óvenjuleg
unglingasaga eftir
einn efnilegasta
rithöfund okkar.“
Arnaldur Indriöason,
kvikmyndagagnrýnandi
Morgunblaósins
Morgunblaðið/Trausti
Frá opnun Kristjánsstofu í Minjasafninu Hvoli á Dalvík, á myndinni eru Halldóra Eldjárn, ekkja
Krisljáns, og systkini hans, þau Hjörtur og Petrína.
Minjasafnið á Dalvík:
Minningarstofa um Kristján
Eldjárn fyrrverandi forseta
MINNINGARSTOFA um Kristján Eldjárn fyrrverandi forseta var
opnuð í Minjasafninu Hvoli á Dalvík föstudaginn 6. desember, en
þann dag hefði Kristján orðið 75 ára hefði honum enst aldur. Frú
Halldóra Eldjárn kona Kristjáns var viðstödd athöfnina ásamt Ing-
ólfi syni sínum, tveimur systkinum Kristjáns og öðrum ættingjum.
Það var stjóm Byggðasafnsins
sem vann að því að koma á fót
minningarstofunni, en Kristján var
fæddur á Tjörn í Svarfaðardal 6.
desember 1916, sonur hjónanna
Þórarins Kr. Eldjárns bónda og
hreppstjóra og Sigrúnar Sigur-
hjartardóttur. Kristjáni er helgað
eitt herbergi í safninu þar sem
komið er fyrir ýmsum munum
tengdum honum og myndir frá lífi
og starfi prýða þar veggi. í stof-
unni hefur verið komið fyrir bijóst-
mynd af Kristjáni eftir Sigutjón
Ólafsson myndhöggvara og þá má
sjá þar ýmis handrit hans og allar
bækur sem út hafa komið eftir
hann.
Við athöfnina ávörpuðu Gylfi
Björnsson, formaður safnstjórnar,
og Trausti Þorsteinsson, forseti
bæjarstjórnar Dalvíkur, gesti og
Júlíus Daníelsson frá Syðra-Garðs-
horni í Svarfaðardal flutti minning-
arbrot um Kristján Eldjárn. Ingólf-
ur Kristjánsson færði heimamönn-
um þakkir fyrir hönd systkina sinna
og annarra ættingja. Halldóra Eld-
járn opnaði síðan stofúna og lýstu
allir víðstaddir ánægju sinni með
þetta framtak og töldu að gildi
safnsins hefði aukist með tilkomu
Kristjánsstofu.
Aðeins íjögur ár eru liðin frá því
að minjasafninu var komið á fót á
Dalvík, en það hefur stækkað mjög
á þessum tíma og aðsókn hefur
aukist með ári hveiju. í ár eru
gestir orðnir liðlega 2.000 og hefur
fjölgað á milli ára um nær 1.000
manns. Auk gamalla muna hefur
safnið að geyma gott safn náttúru-
gripá og þá hefur safn Jóhanns
Péturssonar Svarfdælings, eða Jó-
hanns risa eins og hann var gjarn-
an nefndur, haft mikið aðdráttar-
afl.
Fréttaritari
Reykingar meðal unglinga
hafa aukist að undanförnu
REYKINGAR meðal unglinga hafa aukist nokkuð að undanförnu
og segja hjúkrunarfræðingar í skólum sem rætt var við að um leið
og slaknað hafi á áróðri gegn reykingum láti áhrifin ekki á sér standa.
Stúlkur virðast fremur reykja en piltar. Þá er neftóbak einnig nokk-
uð áberandi á meðal unglinga, en þar er um að ræða svokallað
mentóltóbak.
Katrín Friðriksdóttir, hjúkrunar-
fræðingur í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar, sagðist sjá verulega sveiflu
í þessa átt og að oft færi saman
áfengis- og tóbaksneysla. Katrín
hefur starfað við GA í 11 ár og
sagði að í upphafi hefði um þriðj-
ungur nemenda skólans reykt, en
• fyrir um 5 árum hefðu afar fáir
nemendur notað tóbak, eða 4-5 ein-
staklingar að jafnaði á ári. I nokkur
ár hefði sá árangur haldist, en nú
seinnipart síðasta vetrar og nú í
vetur væri farið að halla undan
fæti. Einkum væru það stúlkur sem
væru að fikta við reykingar, en pilt-
arnir væru meira í neftóbakinu, sem
væri stórhættulegt.
Áuður Sigurðardóttir, hjúkrunar-
fræðingur í Glerárskóla, hafði sömu
sögu að segja. Reykingar nemenda
einkum í 10. bekk væru að aukast
og væru meira áberandi á meðal
stúlkna. Hún sagði nemendur fá
svipaða fræðslu um reykingar frá
ári til árs, en slakað hefði verið á
almennum áróðri gegn reykingum
í fjölmiðlum og áhrifin létu ekki á
sér standa. „Það er eins og aldrei
megi slaka á í þessum efnum,“
sagði Auður.
Theodóra Gunnarsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur í Síðuskóla, sagði
að meira hefði borið á reykingum
meðal nemenda nú í vetur en fyrir
nokkrum árum, en þó væri ekki
hægt að segja að unglingar reyktu
í miklum mæli. Hún nefndi einnig
sem skýringu á auknum reykingum
unglinga, að auglýsingar um skað-
semi tóbaks hefðu verið með minna
móti síðasta ár. „Þessi aukning
núna bendir til þess að við verðum
alltaf að vera vel á verði, reykingar
virðast vera í tísku og einnig það
að nota neftóbak," sagði Theodóra.