Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 37

Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAQUR 11. DESEMBER 1991 37 Breytingartillaga við sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði: Undanþágur leiða til biðraða - segir fjármálaráðherra „Hinn svonefndi „gamli kunningi", sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, var til þriðju umræðu í gær. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði við fyrstu umræðu að þessi skattur væri „afar vondur“ og hann yrði lagður niður á næsta ári. En í gær lagði Krist- inn H. Gunnarsson (Ab-Vf) fram breytingatillögu. Fjármálaráðherra finnst þessi skattur engu skárri við tillögugerð Kristins. Sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði var fyrst lagð- ur á árið 1979 og hefur síðan verið endurnýjaður árlega með sérstök- um lögum. Að þessu sinni gerir frumvarpið ráð fyrir að skatturinn skuli nema um 1,5% af skattstofni. I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1992 er gert'ráð fyrir að tekjur af þessári skattheimtu á næsta ári verði um 500 milljónir króna. Þessi skattur hefur verið sjálf- stæðismönnum sérstaklega ógeð- MMÍlCI felldur og hafa m.a. Friðrik Sophus- son núverandi fjármálaráðherra, Vilhjálmur Egilsson (S-Nv) fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands og Ingi Björn Albertsson (S-Rv) talað harðlega gegn skattin- um utan þings og innan. Við fyrstu umræðu sagði fjármálaráðherra að þetta væri „afar vondur skattur" og yrði aflagður þegar tekin yrði upp skattlagning eignatekna. Hann var þó nauðbeygður vegna fjárþarf- ar ríkissjóðs til að mæla fyrir þess- um skatti sem hann hefði iðulega mælt gegn. Við aðra umræðu varð Vilhjálmur Egilsson (S-Ne) að eigin sögn að safna kjárki til að greiða atkvæði með þessum skatti. Ingi Björn Albertsson lagði fram breyt- ingartillögu um að lækka skatthlut- fallið niður í 0,5% en sú tillaga var felld. Ákveðið var að málið skyldi skoðað í efnahags- og viðskipta- Friðrik Sophusson Kristinn H. Gunnarsson nefnd milli annarrar og þriðju um- ræðu. Frumvarpið breytist ekki í meðförum nefndarinnar. Heimildarákvæði Við þriðju umræðu í gær lagði Kristin H. Gunnarsson (Ab-Vf) fram breytingartillögu um að bætt yrði við svohljóðandi heimildar- ákvæði: „Að höfðu samráði við við- skiptaráðherra er íjármálaráðherra heimilt, í því skyni að tryggja áframhaldandi verslunarþjónustu á svæðum þar sem verslun stendur höllum fæti, að lækka eða fella nið- ur í einstökum skattumdæmun sér- stakan eignarskatt samkvæmt lög- um þessum.“ Flutningsmaður breytingartillög- unnar, - ásamt þingmönnunUm Steingrími J. Sigfússyni og Ólafi Ragnari Grímsyni, benti á bágan hag dreifbýlisverslunar máli sínu og tillögu til stuðnings. Jón Sigpirðs- son viðskiptaráðherra sagði það rétt vera að, dagvöruverslun víða á landsbyggðinni ætti við vanda að glíma. Nú væri að störfum hópur manna á vegum viðskiptaráðuneyt- isins, kaupmannasamtakanna og Samvinnuhreyfingarinnar til að leita leiða í þessu máli. Viðskipta- ráðherra taldi rétt að þessi tillaga fengi skoðun í þingnefnd. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra taldi ekki ástæðu til að vera setja í sitt vald heimildir til að ívilna ákveðnum_ svæðum eða fyrirtækj- um. Það væri ekki af eintijánings- hætti að hann legðist gegn þessari tillögu, það væri ástæða til að at- huga hag verslungrinnar, en þetta væri ekki leiðin. Undanþágur leiddu til þrystings, vona og væntinga, vonbrigða og biðraða. Hann benti á að þessi skattur yrði fljótlega felldur niður þegar upp verður tek- in skattlagning eignatekna. Eftir nokkrar umræðu var málinu frestað. Breytingartillaga Kristins verður rædd á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag. Lagafrumvarp tveggja fyrrverandi ráðherra: Seðlabankinn tryggi sam- bærilega raunvexti útlána STEINGRÍMUR Hermannsson (F-Rn) fyrrverandi forsætisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) fyrrverandi fjármálaráðherra vilja lögfesta að Seðlabanki Islands sé skylt að tryggja að raunvextir útlána innlánsstofnana verði á árinu 1992 eigi hærri en að jafnaði í helstu viðskiptalöndum Islands. Frumvarpið var til fyrstu umræðu í fyrradag og fyrrakvöld. Jón Sigurðsson varar við þessu „valdsboðs- frumvarpi" og „afturhvarfi til fortíðar". Steingrímur Hermannsson (F-Rn) hafði framsögu fyrir frum- varpinu. Því er ætlað að lögfesta að Seðlabanki íslands sé skyldugur til að tryggja að raunvextir útlána innlánsstofnana verði á árinu 1992 eigi hærri en að jafnaði í helstu viðskiptalöndum. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að Seðlabankinn skuli jafnframt gera ráðstafanir til þess að ávöxtun verðbréfasjóða og annarra peningastofnana verði í samræmi við þá hámarsvexti sem bankinn ákveði. Framsögumaður rakti vaxtaþró- un hér á landi og sagði vexti hafa mikið hækkað eftir að þeir voru gefnir fijálsir 1984. Sérstaklega hefðu þeir orðið háir árið 1988 en þá hefði atvinnulífið riðað til falls. En á árinu 1989 hefði náðst veru- legur árangur sem allir þekktu. En nú hefði aftur keyrt um þverbak og yrði að ná vöxtunum niður með „handafli, handleiðslu og fortölum“. Framsögumaður bendi á að Iækkun vaxta væri ein sú besta kjarbót sem hægt væri að bjóða launþegum. Steingrímur Hermannsson gerði að lokum tillögu um að frumvarpinu yrði vísað til efnahags og viðskipta- nefndar. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) sagði menn ekki greina á um nauð- syn þess að ná niður vöxtum heldur hvernig. Ólafur Ragnar gerði einnig að umtalsefni í sinni ræðu sölu verð- bréfa þ. á m. áhrif húsbréfa og álit Seðlabankans um þessi og fleiri efni. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) sagði að vissulega væru vextirnir að sliga atvinnulífið og einstakl- inga. En hún hafði vissar efasemd- ir um að þetta væri rétta leiðin. Það væri lífsnauðsynlegt að lækka vextina. Kristin vildi að ríkið drægi úr lánsfjárþörf sinni og lækkaði nokkuð vexti ár ríkisskuldabréfum. Guðni Ágústsson (F-Sl) lagði áherslu á að allir yrðu að koma að því verki að ná niður vaxtastiginu. Um það yrði að takast þjóðarsátt. Með sátt og samstarfi ríkisstjórnar, Seðlabanka, og ekki hvað síst lífeyr- issjóðanna væri hægt að ná þessum árangri. „Valdsboðsfrumvarp" Jón Sigurðsson viðskiptamála- ráðherra lýsti furðu sinni á því að bera svona „valdsboðsfrumvarp" á borð; í þessu frumvarpi fælist „aft- urhvarf til fortíðar, stjórnræðis“. Jón Sigurðsson var þeirrar skoðun- ar að nafnvextir hér á Iandi væru í hæsta lagi og væri afar mikilvægt að þeir lækkuðu hratt á næstu vik- um samfara hjöðnun verðbólgu. Hann lagði áherslu á að í þessum efnum ætti „,handaflið“, þ.e.a.s. bein íhlutun ekki við eins og þetta frumvarp gerði ráð fyrir, heldur að vextir lækkuðu með frjálsum ákvörðunum á næstunni. Viðskipta- ráðherra taldi að til þess að ná fram varanlegri lækkun raunvaxta þyrfti tvennt að koma til. Annars vegar að dregið yrði úr lánsfjárþörf ríkis- sjóðs. Hins vegar að íslenski fjár- magnsmarkaðurinn yrði opnaður enn frekar en gert hefði verið og skilyrði sköpuð fyrir óheftri sam- keppni. Það væri vert umhugsunar hvort óhæfilegur vaxtamunur ætti ekki að faila undir samkeppnislög. Viðskiptaráðherra vildi benda á það að vextir tækju mið af fram- boði og eftirspurn og ástæða fyrir háum raunvöxtum hérlendis væru einkum halli ríkissjóðs og mikil eft- irspurn eftir lánsfé vegna hús- næðislánkerfis, auk óvissu um framgang efnahagsmála á næst- unni. En nafnvextir væru nú á hraðri niðurleið og með fortölum væri hægt að hraða þeirri þróun eins og rætt hefði verið í tengslum við kjarsamninga. Ræðumaður minntist nokkuð á húsbréfakerfið. Árið 1990 hefði hrein lánsfjárþörf kerfisins verið 14,5 milljarðar, það væri áætlað að á þessu ári yrði hún 21,4 milljarðar á þessu ári en á næsta ári væri hún áætluð 15,7 milljarðar. Ástæður aukningarinnar á þessu ári væri þríþætt. Húsbréfakerfið og kerfið frá 1986 væru keyrð samhliða til næstu áramóta. I öðru lagi hefðu verið veitt greiðsluerfiðleikalán, 2,5—3 milljarðar. Og þriðja lagi hefði veruleg aukning átt sér stað á útlánum úr Byggingarsjóði verka- manna; lán sjóðsins hefðu aukist um 2 milljarða króna milli 1990 og 1991. Bull frá Seðlabanka Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra fór nokkrum orðum um áhrif húsbréfakerfisins á ís- lenska Qármagnsmarkaðinn. Hún talaði nokkuð um umdeilt álit Seðla- banka íslands á húsbréfakerfinu sem sett hefur verið fram í greinar- gerð frá stofnuninni um ástand og horfur í peningamálum. Félags- málaráðherra ítrekaði gagnrýni sína á Seðlabankann. Benti hún á að útgáfa húsbréfa væri einungis lítill hluti af verðbréfaútgáfunni og þar að auki gengi um helmingur þeirra upp í ný íbúðakaup. Jóhanna í fyrrakvöld var dreift til þing- manna frumvarpi um breyting á lögum um skattskyldu innláns- stofnana. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að opinberir fjárfesting- arlánasjóðir verði skattskyldir með sama hætti og bankar og sparisjóðir. Frumvarpið mun auka teRjur rikissjóðs um 150 milljónir. Sem dæmi um sjóði sem skatt- skyldir verða má nefna Orkusjóð, Hafnabótasjóð, Ferðamálasjóð, Fiskveiðasjóð Fiskræktarsjóð, Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Stofnlánadeild landbúnaðarins, Iðnlánasjóð íslands, Iðnþróunar- sjóð, Landflutningasjóð og Lánasjóð sveitarfélaga. Undanþegnir skattskyldu sam- Sigurðardóttir sagði bankastjóra Seðlabankans á engan hátt hafa getað skýrt þær fullyrðingar sem settar væru fram í skýrslu bank- ans. Hún nefndi álit Seðlabankans, „sleggjudóma, þvælu og þvætting“. Og sagði að að halda því fram að íbúðakaupendur ættu meginþátt í þeirru neysluaukningu sem hefði orðið væri eins og „hvert annað bull“. Þeir sem stæðu í íbúðabasli hefðu varla efni á mikilli umfram- neyslu. Félagsmálaráðherra taldi að viðskiptaráðherra ætti að gera þá kröfu til Seðlabankans að hann endurskoðaði það „fleipur" sem hann færi með um húsbréfakerfið. Nokkur orðaskipti urðu um „for- tölur“ til að ná niður vöxtum við kvæmt frumvarpinu eru: Fram- kvæmdasjóður Islands, Ríkis- ábyrgðasjóður, Byggðasjóður, Byggingarsjóður ríkisins, Bygging- arsjóður verkamanna, Fram- kvæmdasjóður aldraðra og Fram- kvæmdasjóður fatlaðra. Eru þessar undanþágur gerðar vegna séreðlis þessara sjóða. í greinargerð með frumvarpinu er einnig vakin at- hygli á því að ákvæði frumvarpsins hafa hvorki áhrif á gildandi lagaá- kvæði um skattfrelsi Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, Atvinnu- tryggingarsjóðs útflutningsgreina, lífeyrissjóða né opinberra trygging- ar- og jöfnunarsjóða sem njóta skattfrelsis samkvæmt ákvæðum í sérlögum. í athugasémdum með frumvarp- fákeppnisskilyrði. Ólafur Ragnar Grímsson (Áb-Rn) gerði nokkra grein fyrir því hvernig að slíku væri staðið. Bros og ygglubrún á víxl, festa og sannfæringarkraftur. Vænlegt væri að bjóða upp á kaffi og ijómapönnukökur með. En það væri herbragð sem Jón Sigurðsson hefði fundið upp. Ólafur Ragnar bar lof á fortölutækni viðskiptaráð- herra; „elegans og brilljans". Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra við- urkenndi að við skilyrði fákeppni gætu fortölur átt ákveðinn rétt á sér. En petta frumvarp væri vald- boð sem hann væri algjörlega mót- fallinn. Umræðu lauk kl. 23.30 en at- kvæðagreiðslu var frestað. inu segir m.a: „Meginmarkmið frumvarpsins er að jafna sam- keppnisstöðu lánastofnana í þessum efnum, jafnframt því sem breyting þessi er í sami’æmi við þá stefnu sem verið hefur við lýði frá því stað- greiðsla opinberra gjaldas var lög- tekin í ársbyijun 1987, að breikka skattstofna og fækka undanþágurti og með því auka jafnræði í skatt- lagningu, jafna samkeppnisaðstöðu og auka hagræðingu við alla skatta- framkvæmd og mynda þannig for- sendur til að lækka almenn skatt- hlutföll." Það hefur komið fram í kynningu fjármálaráðherra á tillög- um ríkisstjórnarinnar við aðra um- ræðu fjárlaga- að þessari ráðstöfuri' er ætlað að skila 150 milljónum króna í ríkissjóð. Opinberir fjárfestingar- lánasjóðir verða skattlagðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.