Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAQUR 11. DESEMBER 1991 37 Breytingartillaga við sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði: Undanþágur leiða til biðraða - segir fjármálaráðherra „Hinn svonefndi „gamli kunningi", sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, var til þriðju umræðu í gær. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði við fyrstu umræðu að þessi skattur væri „afar vondur“ og hann yrði lagður niður á næsta ári. En í gær lagði Krist- inn H. Gunnarsson (Ab-Vf) fram breytingatillögu. Fjármálaráðherra finnst þessi skattur engu skárri við tillögugerð Kristins. Sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði var fyrst lagð- ur á árið 1979 og hefur síðan verið endurnýjaður árlega með sérstök- um lögum. Að þessu sinni gerir frumvarpið ráð fyrir að skatturinn skuli nema um 1,5% af skattstofni. I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1992 er gert'ráð fyrir að tekjur af þessári skattheimtu á næsta ári verði um 500 milljónir króna. Þessi skattur hefur verið sjálf- stæðismönnum sérstaklega ógeð- MMÍlCI felldur og hafa m.a. Friðrik Sophus- son núverandi fjármálaráðherra, Vilhjálmur Egilsson (S-Nv) fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands og Ingi Björn Albertsson (S-Rv) talað harðlega gegn skattin- um utan þings og innan. Við fyrstu umræðu sagði fjármálaráðherra að þetta væri „afar vondur skattur" og yrði aflagður þegar tekin yrði upp skattlagning eignatekna. Hann var þó nauðbeygður vegna fjárþarf- ar ríkissjóðs til að mæla fyrir þess- um skatti sem hann hefði iðulega mælt gegn. Við aðra umræðu varð Vilhjálmur Egilsson (S-Ne) að eigin sögn að safna kjárki til að greiða atkvæði með þessum skatti. Ingi Björn Albertsson lagði fram breyt- ingartillögu um að lækka skatthlut- fallið niður í 0,5% en sú tillaga var felld. Ákveðið var að málið skyldi skoðað í efnahags- og viðskipta- Friðrik Sophusson Kristinn H. Gunnarsson nefnd milli annarrar og þriðju um- ræðu. Frumvarpið breytist ekki í meðförum nefndarinnar. Heimildarákvæði Við þriðju umræðu í gær lagði Kristin H. Gunnarsson (Ab-Vf) fram breytingartillögu um að bætt yrði við svohljóðandi heimildar- ákvæði: „Að höfðu samráði við við- skiptaráðherra er íjármálaráðherra heimilt, í því skyni að tryggja áframhaldandi verslunarþjónustu á svæðum þar sem verslun stendur höllum fæti, að lækka eða fella nið- ur í einstökum skattumdæmun sér- stakan eignarskatt samkvæmt lög- um þessum.“ Flutningsmaður breytingartillög- unnar, - ásamt þingmönnunUm Steingrími J. Sigfússyni og Ólafi Ragnari Grímsyni, benti á bágan hag dreifbýlisverslunar máli sínu og tillögu til stuðnings. Jón Sigpirðs- son viðskiptaráðherra sagði það rétt vera að, dagvöruverslun víða á landsbyggðinni ætti við vanda að glíma. Nú væri að störfum hópur manna á vegum viðskiptaráðuneyt- isins, kaupmannasamtakanna og Samvinnuhreyfingarinnar til að leita leiða í þessu máli. Viðskipta- ráðherra taldi rétt að þessi tillaga fengi skoðun í þingnefnd. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra taldi ekki ástæðu til að vera setja í sitt vald heimildir til að ívilna ákveðnum_ svæðum eða fyrirtækj- um. Það væri ekki af eintijánings- hætti að hann legðist gegn þessari tillögu, það væri ástæða til að at- huga hag verslungrinnar, en þetta væri ekki leiðin. Undanþágur leiddu til þrystings, vona og væntinga, vonbrigða og biðraða. Hann benti á að þessi skattur yrði fljótlega felldur niður þegar upp verður tek- in skattlagning eignatekna. Eftir nokkrar umræðu var málinu frestað. Breytingartillaga Kristins verður rædd á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag. Lagafrumvarp tveggja fyrrverandi ráðherra: Seðlabankinn tryggi sam- bærilega raunvexti útlána STEINGRÍMUR Hermannsson (F-Rn) fyrrverandi forsætisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) fyrrverandi fjármálaráðherra vilja lögfesta að Seðlabanki Islands sé skylt að tryggja að raunvextir útlána innlánsstofnana verði á árinu 1992 eigi hærri en að jafnaði í helstu viðskiptalöndum Islands. Frumvarpið var til fyrstu umræðu í fyrradag og fyrrakvöld. Jón Sigurðsson varar við þessu „valdsboðs- frumvarpi" og „afturhvarfi til fortíðar". Steingrímur Hermannsson (F-Rn) hafði framsögu fyrir frum- varpinu. Því er ætlað að lögfesta að Seðlabanki íslands sé skyldugur til að tryggja að raunvextir útlána innlánsstofnana verði á árinu 1992 eigi hærri en að jafnaði í helstu viðskiptalöndum. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að Seðlabankinn skuli jafnframt gera ráðstafanir til þess að ávöxtun verðbréfasjóða og annarra peningastofnana verði í samræmi við þá hámarsvexti sem bankinn ákveði. Framsögumaður rakti vaxtaþró- un hér á landi og sagði vexti hafa mikið hækkað eftir að þeir voru gefnir fijálsir 1984. Sérstaklega hefðu þeir orðið háir árið 1988 en þá hefði atvinnulífið riðað til falls. En á árinu 1989 hefði náðst veru- legur árangur sem allir þekktu. En nú hefði aftur keyrt um þverbak og yrði að ná vöxtunum niður með „handafli, handleiðslu og fortölum“. Framsögumaður bendi á að Iækkun vaxta væri ein sú besta kjarbót sem hægt væri að bjóða launþegum. Steingrímur Hermannsson gerði að lokum tillögu um að frumvarpinu yrði vísað til efnahags og viðskipta- nefndar. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) sagði menn ekki greina á um nauð- syn þess að ná niður vöxtum heldur hvernig. Ólafur Ragnar gerði einnig að umtalsefni í sinni ræðu sölu verð- bréfa þ. á m. áhrif húsbréfa og álit Seðlabankans um þessi og fleiri efni. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) sagði að vissulega væru vextirnir að sliga atvinnulífið og einstakl- inga. En hún hafði vissar efasemd- ir um að þetta væri rétta leiðin. Það væri lífsnauðsynlegt að lækka vextina. Kristin vildi að ríkið drægi úr lánsfjárþörf sinni og lækkaði nokkuð vexti ár ríkisskuldabréfum. Guðni Ágústsson (F-Sl) lagði áherslu á að allir yrðu að koma að því verki að ná niður vaxtastiginu. Um það yrði að takast þjóðarsátt. Með sátt og samstarfi ríkisstjórnar, Seðlabanka, og ekki hvað síst lífeyr- issjóðanna væri hægt að ná þessum árangri. „Valdsboðsfrumvarp" Jón Sigurðsson viðskiptamála- ráðherra lýsti furðu sinni á því að bera svona „valdsboðsfrumvarp" á borð; í þessu frumvarpi fælist „aft- urhvarf til fortíðar, stjórnræðis“. Jón Sigurðsson var þeirrar skoðun- ar að nafnvextir hér á Iandi væru í hæsta lagi og væri afar mikilvægt að þeir lækkuðu hratt á næstu vik- um samfara hjöðnun verðbólgu. Hann lagði áherslu á að í þessum efnum ætti „,handaflið“, þ.e.a.s. bein íhlutun ekki við eins og þetta frumvarp gerði ráð fyrir, heldur að vextir lækkuðu með frjálsum ákvörðunum á næstunni. Viðskipta- ráðherra taldi að til þess að ná fram varanlegri lækkun raunvaxta þyrfti tvennt að koma til. Annars vegar að dregið yrði úr lánsfjárþörf ríkis- sjóðs. Hins vegar að íslenski fjár- magnsmarkaðurinn yrði opnaður enn frekar en gert hefði verið og skilyrði sköpuð fyrir óheftri sam- keppni. Það væri vert umhugsunar hvort óhæfilegur vaxtamunur ætti ekki að faila undir samkeppnislög. Viðskiptaráðherra vildi benda á það að vextir tækju mið af fram- boði og eftirspurn og ástæða fyrir háum raunvöxtum hérlendis væru einkum halli ríkissjóðs og mikil eft- irspurn eftir lánsfé vegna hús- næðislánkerfis, auk óvissu um framgang efnahagsmála á næst- unni. En nafnvextir væru nú á hraðri niðurleið og með fortölum væri hægt að hraða þeirri þróun eins og rætt hefði verið í tengslum við kjarsamninga. Ræðumaður minntist nokkuð á húsbréfakerfið. Árið 1990 hefði hrein lánsfjárþörf kerfisins verið 14,5 milljarðar, það væri áætlað að á þessu ári yrði hún 21,4 milljarðar á þessu ári en á næsta ári væri hún áætluð 15,7 milljarðar. Ástæður aukningarinnar á þessu ári væri þríþætt. Húsbréfakerfið og kerfið frá 1986 væru keyrð samhliða til næstu áramóta. I öðru lagi hefðu verið veitt greiðsluerfiðleikalán, 2,5—3 milljarðar. Og þriðja lagi hefði veruleg aukning átt sér stað á útlánum úr Byggingarsjóði verka- manna; lán sjóðsins hefðu aukist um 2 milljarða króna milli 1990 og 1991. Bull frá Seðlabanka Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra fór nokkrum orðum um áhrif húsbréfakerfisins á ís- lenska Qármagnsmarkaðinn. Hún talaði nokkuð um umdeilt álit Seðla- banka íslands á húsbréfakerfinu sem sett hefur verið fram í greinar- gerð frá stofnuninni um ástand og horfur í peningamálum. Félags- málaráðherra ítrekaði gagnrýni sína á Seðlabankann. Benti hún á að útgáfa húsbréfa væri einungis lítill hluti af verðbréfaútgáfunni og þar að auki gengi um helmingur þeirra upp í ný íbúðakaup. Jóhanna í fyrrakvöld var dreift til þing- manna frumvarpi um breyting á lögum um skattskyldu innláns- stofnana. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að opinberir fjárfesting- arlánasjóðir verði skattskyldir með sama hætti og bankar og sparisjóðir. Frumvarpið mun auka teRjur rikissjóðs um 150 milljónir. Sem dæmi um sjóði sem skatt- skyldir verða má nefna Orkusjóð, Hafnabótasjóð, Ferðamálasjóð, Fiskveiðasjóð Fiskræktarsjóð, Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Stofnlánadeild landbúnaðarins, Iðnlánasjóð íslands, Iðnþróunar- sjóð, Landflutningasjóð og Lánasjóð sveitarfélaga. Undanþegnir skattskyldu sam- Sigurðardóttir sagði bankastjóra Seðlabankans á engan hátt hafa getað skýrt þær fullyrðingar sem settar væru fram í skýrslu bank- ans. Hún nefndi álit Seðlabankans, „sleggjudóma, þvælu og þvætting“. Og sagði að að halda því fram að íbúðakaupendur ættu meginþátt í þeirru neysluaukningu sem hefði orðið væri eins og „hvert annað bull“. Þeir sem stæðu í íbúðabasli hefðu varla efni á mikilli umfram- neyslu. Félagsmálaráðherra taldi að viðskiptaráðherra ætti að gera þá kröfu til Seðlabankans að hann endurskoðaði það „fleipur" sem hann færi með um húsbréfakerfið. Nokkur orðaskipti urðu um „for- tölur“ til að ná niður vöxtum við kvæmt frumvarpinu eru: Fram- kvæmdasjóður Islands, Ríkis- ábyrgðasjóður, Byggðasjóður, Byggingarsjóður ríkisins, Bygging- arsjóður verkamanna, Fram- kvæmdasjóður aldraðra og Fram- kvæmdasjóður fatlaðra. Eru þessar undanþágur gerðar vegna séreðlis þessara sjóða. í greinargerð með frumvarpinu er einnig vakin at- hygli á því að ákvæði frumvarpsins hafa hvorki áhrif á gildandi lagaá- kvæði um skattfrelsi Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, Atvinnu- tryggingarsjóðs útflutningsgreina, lífeyrissjóða né opinberra trygging- ar- og jöfnunarsjóða sem njóta skattfrelsis samkvæmt ákvæðum í sérlögum. í athugasémdum með frumvarp- fákeppnisskilyrði. Ólafur Ragnar Grímsson (Áb-Rn) gerði nokkra grein fyrir því hvernig að slíku væri staðið. Bros og ygglubrún á víxl, festa og sannfæringarkraftur. Vænlegt væri að bjóða upp á kaffi og ijómapönnukökur með. En það væri herbragð sem Jón Sigurðsson hefði fundið upp. Ólafur Ragnar bar lof á fortölutækni viðskiptaráð- herra; „elegans og brilljans". Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra við- urkenndi að við skilyrði fákeppni gætu fortölur átt ákveðinn rétt á sér. En petta frumvarp væri vald- boð sem hann væri algjörlega mót- fallinn. Umræðu lauk kl. 23.30 en at- kvæðagreiðslu var frestað. inu segir m.a: „Meginmarkmið frumvarpsins er að jafna sam- keppnisstöðu lánastofnana í þessum efnum, jafnframt því sem breyting þessi er í sami’æmi við þá stefnu sem verið hefur við lýði frá því stað- greiðsla opinberra gjaldas var lög- tekin í ársbyijun 1987, að breikka skattstofna og fækka undanþágurti og með því auka jafnræði í skatt- lagningu, jafna samkeppnisaðstöðu og auka hagræðingu við alla skatta- framkvæmd og mynda þannig for- sendur til að lækka almenn skatt- hlutföll." Það hefur komið fram í kynningu fjármálaráðherra á tillög- um ríkisstjórnarinnar við aðra um- ræðu fjárlaga- að þessari ráðstöfuri' er ætlað að skila 150 milljónum króna í ríkissjóð. Opinberir fjárfestingar- lánasjóðir verða skattlagðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.