Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
Alveg óásættanlegt ef
ekki fæst fjárveiting til
að hefja framkvæmdir
EGILL Jónsson alþingismaður segir það vera algjörlega óásættan-
legt frá sinni hendi ef ekki verður hægt að fá fjárveitingu á fjárlög-
um, þannig að á næsta ári verði hægt að stíga fyrsta skrefið í fram-
kvæmdum við nýja hjúkrunarálmu við heilsugæslustöðina á Höfn.
Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu ríkir nú ófremdará-
stand, m.a. vegna þrengsla, í Skjólgarði dvalarheimili aldraðra á
Höfn, og hefur heilbrigðismálaráð Austurlands lagt tii að 50 milljón-
um króna verði veitt á næsta fjárlagaári til byggingar hjúkrunar-
álmu.
Egill Jónsson sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði ekki
orðið var við annað hjá þingmönn-
um Austurlandskjördæmis, en að
þeir hefðu fullan vilja fyrir fram-
gangi þessa máls. „Við munum
þess vegna áreiðanlega hjálpast að
við að leita allra leiða til að finna
lausn á þessu brýna máii,“ sagði
hann.
Egill sagði að við fjárlagagerð
1987, þegar hann hafí verið í meiri-
hluta fjárveitinganefndar Alþingis,
hafí verið veitt átta milljónum króna
til hjúkrunarheimilisins á Höfn, og
út frá því hafi verið gengið að það
ár yrði unnið með þeim hætti að
unnt yrði að hefja framkvæmdir.
„Eins og kunnugt er urðu breyting-
ar á stjóm landsins á næsta ári á
eftir, og fjárveitingar hafa engar
verið á fjárlögum til þessa verkefn-
is síðan. Þegar litið er til þessarar
fortíðar held ég að mínar áherslur
í þessu máli hljóti að skýrast,“ sagði
hann.
Ásmundur Gíslason, forstöðu-
maður elli- og hjúkrunarheimilisins
Skjólgarðs, sagði að mikil spenna
ríkti varðandi afgreiðslu fjárlaga-
nefndar í þessu máli. „Þetta er að
öllu öðru leyti tilbúið, en allar teikn-
ingar eru fullkláraðar og greitt hef-
ur verið fyrir hönnun á húsinu. Þá
eru útboðsgögn öll tilbúin, þannig
að við bíðum einungis eftir úrskurði
um peningaframlagið sjálft. Það eru
mjög mikil þrengsli hér á hjúkrun-
arheimilinu, og í annan stað þá er
mjög langt í sjúkrahús og ekki
hægt að hlúa hér að slysa- eða
bráðatilfellum. Sjúkraflug eru því
mjög tíð héðan,“ sagði hann.
VétHirfMniaðiir í ýrvaGi
Reykjavík
styðji við
einkaskóla
SKÓLAMÁLARÁÐ Reykjavíkur-
borgar hefur samþykkt tillögur
nefndar, sem skipuð var af Skól-
amálaráðinu, um stuðning við
einkaskóla. Skólamálaráð ieggur
þessar tillögur fyrir borgarstjórn
á næstunni og fela þær í sér að
einkaskólar, sem uppfylla ákveð-
in skilyrði, fái sem svarar 20%
af rekstrarstyrk Reykjavíkur-
borgar til grunnskóla.
i Að sögn Árna Sigfússonar, for-
manns Skólamálaráðs Reykja-
víkurborgar, eru hér um að ræða
tillögur um stuðning Reykjavíkur-
borgar við svokallaða einkaskóla,
og að þeir fái sem samsvarar 20%
af rekstrarstyrk borgarinnar til
grunnskóla höfuðborgarinnar,
miðað við nemendafjölda. Þessir
einkaskólar v^rða til dæmis að
hafa rekstrarleyfi frá menntamála-
ráðuneytinu og hafa starfað í að
minnsta kosti tvö ár og hafa
minnst fimmtúi- nemendur. „Það
er þörf á því að setja skýrari regl-
ur um styrk borgarinnar við einka-
skóla, þar sem þær hafa ekki ver-
ið til, en skólamir hafa hingað til
' fengið mjög mismunandi upphæð-
ir,“ sagði Ámi í samtali við
Morgunblaðið.
Skólarnir, sem um er að ræða
em Skóli Isaks Jónssonar, Landa-
kotsskóli, Suðurhlíðaskóli og
Tjamarskóli, og hafa beinir rekst-
arstyrkir Reykjavíkurborgar til
þeirra á þessu ári verið á bilinu
230 þúsund og 400 þúsund krón-
ur, fyrir utan Landakotsskóla, sem
fékk rúmlega eina milljón króna.
Ámi sagði að rekstrarkostnaður
Reykjavíkurborgar þetta árið hefði
að meðaltali verið 58.265 krónur
fyrir hvern nemanda í gmnnskóla,
og að stuðningur einkaskólanna
yrði því 20% af þessari upphæð
fyrir hvern nemanda.
Formaður nefndarinnar var
Guðmundur Magnússon, sagn-
fræðingur, en aðrir nefndarmenn
vom Margrét Theódórsdóttir, var-
aformaður Skólamálaráðs, Sigrún
Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, Ell-
ert Borgar Þoiyaldsson, skóla-
stjóri, og Helgi Ámason, kennari,
og var nefndin einhuga um tillög-
umar.
Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði kirkjuna.
Húsfyllir var við vígslu hinnar nýju kirkju.
Ný kirkja vígð á Stöðvarfirði
Fáskrúðsfirði. ________________________________-
Samfestingur
kr. 5.990,-
Úlpa kr. 7.950,-
Buxur kr. 4.590,-
Samfestingur
kr. 10.990,-
Úlpa kr. 4.995,-
Úlpa kr. 4.995,-
kr. 5.990,- Buxur kr. 4.590,- Kr. 10.990,-
Þessi fatnaður er til í ýmsum litum og stærðum
Nýtt kortatímabil hafið
»hummél
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40, sími 813555.
Egill Jónsson um byggingu hjúkrunardeildar:
VÍGÐ VAR á Stöðvarfirði ný
kirkja sunnudaginn 8. desember.
Vígsluna framkvæmdi biskupinn
yfir íslandi, herra Ólafur Skúla-
son. Viðstaddir vígsluna voru
séra Þorleifur K. Kristmundsson
prófastur, séra Gunnlaugur
Stefánsson, sóknarprestur í
Heydölum, en hann þjónar jafn-
framt Stöðvarkirkju, séra Sjöfn
Jóhannsdóttir, sóknarprestur í
Djúpavogi, séra Vigfús Ingvar
Ingvarsson, sóknarprestur á
Egilsstöðum og séra Þórhallur
Heimisson, fræðslufulltrúi þjóð-
kirknanna á Austurlandi.
Húsfyllir var við athöfnina en
kirkjan rúmar 150 manns í sæti
og allmargir urðu að standa við
athöfnina. Vígsluathöfnin var mjög
virðuleg. í stólræðu biskpps kom
meðal annars fram að hann hafði
komið til Stöðvaríjarðar 18. júní
1989, þá nýskipaður biskup, og
verið viðstaddur, þegar tekin var
fyrsta skóflustunga að bygging-
unni. Lét hann þess getið að þann
dag hefði varla verið stætt vegna
hvassviðris og væri það einkenn-
andi fyrir þann kraft sem söfnuður-
inn hefði sýnt með byggingu kirkj-
unnar sem öll er hin vistlegasta.
Við athöfnina sungu kórar Hey-
dala- og Stöðvarkirkju undir stjórn
og undirleik Péturs Mále. Ein-
söngvari með kómum var ungur
Breiðdælingur, Herbjöm Þórðar-
son, Snæhvammi.
Hafþór Guðmundsson lýsti hús-
inu og byggingu þess sem í dag
kostar 27 milljónir. Arkitekt húss-
ins er Bjöm Kristleifsson, Egils-
Morgunblaðið/Albert Kemp
Hin nýja kirkja á Stöðvarfirði. Eftir er að reisa klukknaturn við hlið kirkjunnar.
stöðum, yfirsmiður hússins var
Ævar Ármannsson, Stöðvarfírði,
iðnaðarmenn frá Stöðvarfírði og
Fáskrúðsfirði sáu um verklegar
framkvæmdir hússins. Auk kirkju-
skipsins em í húsinu safnaðarheim-
ili og eldhús sem gefur söfnuðinum
möguleika á ýmiss konar starfsemi
og uppi em ráðagerðir um að fé-
lagsstarf aldraðra flytjist þangað.
Skrifstofa fyrir sóknarprest er í
húsinu auk líkhúss. Altari kirkjunn-
ar, predikunarstóll og kross em
smfðuð af Birkitré sf., Egilsstöðum,
og stólar í kirkjunni og borð í safn-
aðarheimilinu em frá Bíró Steinar
og er þetta afar smekklegt.
Fjölmargar gjafír bámst kirkj-
unni á meðan á smíðinni stóð,
bæði peningagjafir og sjálfboða-
vinna. Tvær gjafír bámst við vígsl-
una, skínarfontur, hannaður og
unninn af Kolbrúnu Björgúlfsdótt-
ur (Koggu), gefendur em Kristín
Helgadóttir og dætur til minningar
um Björgúlf Sveinsson, og vegg-
mynd máfuð af Geir Pálssyni, mál-
ara á Stöðvarfírði, gefín af Rósa-
lindu Helgadóttur til minningar um
Guðmund Björnsson.
Að Iokinni athöfninni bauð for-
maður sóknarnefndar, Guðný Bald-
ursdóttir, öllum viðstöddum til
kaffidrykkju.
Stöðvarfjörður skartaði sínu feg-
ursta og vetrarsólin baðaði þorpið
í geislum sínum. Fánar blöktu við
hún og allir vom í hátíðarskapi.
Albert Kemp