Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 Alveg óásættanlegt ef ekki fæst fjárveiting til að hefja framkvæmdir EGILL Jónsson alþingismaður segir það vera algjörlega óásættan- legt frá sinni hendi ef ekki verður hægt að fá fjárveitingu á fjárlög- um, þannig að á næsta ári verði hægt að stíga fyrsta skrefið í fram- kvæmdum við nýja hjúkrunarálmu við heilsugæslustöðina á Höfn. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu ríkir nú ófremdará- stand, m.a. vegna þrengsla, í Skjólgarði dvalarheimili aldraðra á Höfn, og hefur heilbrigðismálaráð Austurlands lagt tii að 50 milljón- um króna verði veitt á næsta fjárlagaári til byggingar hjúkrunar- álmu. Egill Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki orðið var við annað hjá þingmönn- um Austurlandskjördæmis, en að þeir hefðu fullan vilja fyrir fram- gangi þessa máls. „Við munum þess vegna áreiðanlega hjálpast að við að leita allra leiða til að finna lausn á þessu brýna máii,“ sagði hann. Egill sagði að við fjárlagagerð 1987, þegar hann hafí verið í meiri- hluta fjárveitinganefndar Alþingis, hafí verið veitt átta milljónum króna til hjúkrunarheimilisins á Höfn, og út frá því hafi verið gengið að það ár yrði unnið með þeim hætti að unnt yrði að hefja framkvæmdir. „Eins og kunnugt er urðu breyting- ar á stjóm landsins á næsta ári á eftir, og fjárveitingar hafa engar verið á fjárlögum til þessa verkefn- is síðan. Þegar litið er til þessarar fortíðar held ég að mínar áherslur í þessu máli hljóti að skýrast,“ sagði hann. Ásmundur Gíslason, forstöðu- maður elli- og hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs, sagði að mikil spenna ríkti varðandi afgreiðslu fjárlaga- nefndar í þessu máli. „Þetta er að öllu öðru leyti tilbúið, en allar teikn- ingar eru fullkláraðar og greitt hef- ur verið fyrir hönnun á húsinu. Þá eru útboðsgögn öll tilbúin, þannig að við bíðum einungis eftir úrskurði um peningaframlagið sjálft. Það eru mjög mikil þrengsli hér á hjúkrun- arheimilinu, og í annan stað þá er mjög langt í sjúkrahús og ekki hægt að hlúa hér að slysa- eða bráðatilfellum. Sjúkraflug eru því mjög tíð héðan,“ sagði hann. VétHirfMniaðiir í ýrvaGi Reykjavík styðji við einkaskóla SKÓLAMÁLARÁÐ Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt tillögur nefndar, sem skipuð var af Skól- amálaráðinu, um stuðning við einkaskóla. Skólamálaráð ieggur þessar tillögur fyrir borgarstjórn á næstunni og fela þær í sér að einkaskólar, sem uppfylla ákveð- in skilyrði, fái sem svarar 20% af rekstrarstyrk Reykjavíkur- borgar til grunnskóla. i Að sögn Árna Sigfússonar, for- manns Skólamálaráðs Reykja- víkurborgar, eru hér um að ræða tillögur um stuðning Reykjavíkur- borgar við svokallaða einkaskóla, og að þeir fái sem samsvarar 20% af rekstrarstyrk borgarinnar til grunnskóla höfuðborgarinnar, miðað við nemendafjölda. Þessir einkaskólar v^rða til dæmis að hafa rekstrarleyfi frá menntamála- ráðuneytinu og hafa starfað í að minnsta kosti tvö ár og hafa minnst fimmtúi- nemendur. „Það er þörf á því að setja skýrari regl- ur um styrk borgarinnar við einka- skóla, þar sem þær hafa ekki ver- ið til, en skólamir hafa hingað til ' fengið mjög mismunandi upphæð- ir,“ sagði Ámi í samtali við Morgunblaðið. Skólarnir, sem um er að ræða em Skóli Isaks Jónssonar, Landa- kotsskóli, Suðurhlíðaskóli og Tjamarskóli, og hafa beinir rekst- arstyrkir Reykjavíkurborgar til þeirra á þessu ári verið á bilinu 230 þúsund og 400 þúsund krón- ur, fyrir utan Landakotsskóla, sem fékk rúmlega eina milljón króna. Ámi sagði að rekstrarkostnaður Reykjavíkurborgar þetta árið hefði að meðaltali verið 58.265 krónur fyrir hvern nemanda í gmnnskóla, og að stuðningur einkaskólanna yrði því 20% af þessari upphæð fyrir hvern nemanda. Formaður nefndarinnar var Guðmundur Magnússon, sagn- fræðingur, en aðrir nefndarmenn vom Margrét Theódórsdóttir, var- aformaður Skólamálaráðs, Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, Ell- ert Borgar Þoiyaldsson, skóla- stjóri, og Helgi Ámason, kennari, og var nefndin einhuga um tillög- umar. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði kirkjuna. Húsfyllir var við vígslu hinnar nýju kirkju. Ný kirkja vígð á Stöðvarfirði Fáskrúðsfirði. ________________________________- Samfestingur kr. 5.990,- Úlpa kr. 7.950,- Buxur kr. 4.590,- Samfestingur kr. 10.990,- Úlpa kr. 4.995,- Úlpa kr. 4.995,- kr. 5.990,- Buxur kr. 4.590,- Kr. 10.990,- Þessi fatnaður er til í ýmsum litum og stærðum Nýtt kortatímabil hafið »hummél SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555. Egill Jónsson um byggingu hjúkrunardeildar: VÍGÐ VAR á Stöðvarfirði ný kirkja sunnudaginn 8. desember. Vígsluna framkvæmdi biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúla- son. Viðstaddir vígsluna voru séra Þorleifur K. Kristmundsson prófastur, séra Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum, en hann þjónar jafn- framt Stöðvarkirkju, séra Sjöfn Jóhannsdóttir, sóknarprestur í Djúpavogi, séra Vigfús Ingvar Ingvarsson, sóknarprestur á Egilsstöðum og séra Þórhallur Heimisson, fræðslufulltrúi þjóð- kirknanna á Austurlandi. Húsfyllir var við athöfnina en kirkjan rúmar 150 manns í sæti og allmargir urðu að standa við athöfnina. Vígsluathöfnin var mjög virðuleg. í stólræðu biskpps kom meðal annars fram að hann hafði komið til Stöðvaríjarðar 18. júní 1989, þá nýskipaður biskup, og verið viðstaddur, þegar tekin var fyrsta skóflustunga að bygging- unni. Lét hann þess getið að þann dag hefði varla verið stætt vegna hvassviðris og væri það einkenn- andi fyrir þann kraft sem söfnuður- inn hefði sýnt með byggingu kirkj- unnar sem öll er hin vistlegasta. Við athöfnina sungu kórar Hey- dala- og Stöðvarkirkju undir stjórn og undirleik Péturs Mále. Ein- söngvari með kómum var ungur Breiðdælingur, Herbjöm Þórðar- son, Snæhvammi. Hafþór Guðmundsson lýsti hús- inu og byggingu þess sem í dag kostar 27 milljónir. Arkitekt húss- ins er Bjöm Kristleifsson, Egils- Morgunblaðið/Albert Kemp Hin nýja kirkja á Stöðvarfirði. Eftir er að reisa klukknaturn við hlið kirkjunnar. stöðum, yfirsmiður hússins var Ævar Ármannsson, Stöðvarfírði, iðnaðarmenn frá Stöðvarfírði og Fáskrúðsfirði sáu um verklegar framkvæmdir hússins. Auk kirkju- skipsins em í húsinu safnaðarheim- ili og eldhús sem gefur söfnuðinum möguleika á ýmiss konar starfsemi og uppi em ráðagerðir um að fé- lagsstarf aldraðra flytjist þangað. Skrifstofa fyrir sóknarprest er í húsinu auk líkhúss. Altari kirkjunn- ar, predikunarstóll og kross em smfðuð af Birkitré sf., Egilsstöðum, og stólar í kirkjunni og borð í safn- aðarheimilinu em frá Bíró Steinar og er þetta afar smekklegt. Fjölmargar gjafír bámst kirkj- unni á meðan á smíðinni stóð, bæði peningagjafir og sjálfboða- vinna. Tvær gjafír bámst við vígsl- una, skínarfontur, hannaður og unninn af Kolbrúnu Björgúlfsdótt- ur (Koggu), gefendur em Kristín Helgadóttir og dætur til minningar um Björgúlf Sveinsson, og vegg- mynd máfuð af Geir Pálssyni, mál- ara á Stöðvarfírði, gefín af Rósa- lindu Helgadóttur til minningar um Guðmund Björnsson. Að Iokinni athöfninni bauð for- maður sóknarnefndar, Guðný Bald- ursdóttir, öllum viðstöddum til kaffidrykkju. Stöðvarfjörður skartaði sínu feg- ursta og vetrarsólin baðaði þorpið í geislum sínum. Fánar blöktu við hún og allir vom í hátíðarskapi. Albert Kemp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.