Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
49
Anna S. Pálmadóttir
frá Isafirði - Minning•
Fædd 11. apríl 1910
Dáin 3. desember 1991
„Minningamar mætar
mýkja hvetja þraut.”
Þegar góðir vir.ir falla í valinn
streyma minningarnar fram í hug-
ann, og meðal góðvina tel ég Önnu
Pálma, en svo var hún oftast nefnd.
Hún var fædd að Hjalteyri við vest-
anverðan Eyjafjörð. Foreldrar
hennar voru Pálmi Kristjánsson,
fyrst sjómaður en síðan um langt
skeið verkstjóri, og kona hans Þór-
hildur Arinbjarnardóttir, sem bæði
voru ættuð úr Eyjafirði. Þau hjón
áttu aðra dóttur, Evu, sem er sex
árum eldri en Anna. Pjölskyldan tók
sig upp og flutti til ísafjarðar þegar
Anna var tveggja ára. Sama ár
fluttu foreldrar mínir með fjöl-
skyldu sína frá Isafirði, en við sner-
um aftur nokkrum árum seinna og
kynntumst þá ýmsu er gerst hafði
í fjarverunni. Það mun hafa verið
sumarið 1916 eða 1917, er ég var
á rölti um bæinn, að ég rakst á litla
ókunnuga stúlku, sem eitthvað var
að dútla sunnan við húsið „Ás-
byrgi”. Ég gaf mig á tal við hana
og aðspurð kvaðst hún heita Anna
Pálma, hún sagði mér nöfn foreldra
sinna og að hún ætti eldri systur
sem héti Eva og að þau hefðu kom-
ið „að norðan”. Mér fannst þetta
skýr og skemmtileg stúlka, en svo
gleymdist þetta — og þó — stað-
reyndin er að það hefur geymst öll
þessi ár í einu af þeim fjölmörgu
minningahólfum sem mönnum eru
gefin.
Þær frænkurnar Áróra Halldórs-
dóttir og Elín Magnúsdóttir, systir
mín, voru bræðrabörn og léku sér
mikið saman í uppvextinum, enda
voru feðrahúsin svo að segja hlið
við hlið í Sólgötunni. En nokkru
eftir að þær hófu nám í barnaskóla
kom ný stúlka í „kompaníið”. Það
var Anna Pálma. Þær voru.um langt
skeið óaðskiljanlegar, fóru saman á
bíó, skemmtanir og dansleiki. Þær
undu sér vel í faðmi fjalla blárra,
en þurftu þó að fara í smáferðalög
um nágrennið og eins og flestir
ísfirðingar að bregða sér út í Arn-
ardal til að horfa á miðnætursólina
svífa eða velta fyrir mynni Djúpsins
og gylla fjöllin og spegilsléttan
sæinn og láta „blysin blika um blá-
dimm klettaskörð” uns hún hvarf
bak við Ritinn. En skemmtilegustu
ferðirnar held ég þó að hafi verið
„skógartúrarnir” inn í Tungudal.
Þangað sóttu menn til að njóta feg-
urðar og veðursældar dalsins og þar
var oft glatt á hjalla.
Eftir barna- og unglinganám á
ísafirði hafði Önnu ekki gefist tæki-
færi til frekari menntunar, en nú
frétti hún um kvennaskóla í Þýska-
Iandi, sem byði upp á ódýrt og hag-
kvæmt nám fyrir íslenskar stúlkur.
Hún fékk mikinn áhuga á að sækja
þennan skóla og með guðs hjálp
og góðra manna tókst það, og
dvaldi hún þar frá hausti 1929 og
fram á sumarið 1930. Henni líkaði
þar mjög vel og batt vináttubönd
við margar af íslensku stúlkunum
en þó einkum við forstöðukonuna,
Regine Dinse, sem hafði áður verið
kennslukona á íslandi og var mikill
íslandsvinur, enda nefndi hún hús
sitt „Islandshaus”. Oft minntist
Anna þessárar dvalar og hinnar
frábæru forstöðukonu, sem fór m.a.
í sjö vikna eftirminnilegt ferðalag
um Þýskaland með nemendum sín-
um. Þær héldu stöðugu sambandi
og heimsóttu hvor aðra uns Regine
Dinse lést fyrir tveimur árum.
Anna flutti með foreldrum sínum
til Reykjavíkur um miðjan íjórða
áratuginn, enda var eldri dóttirin,
Eva, búsett þar með manni sínum,
Elíasi Halldórssyni, og börnum,
Erlu, Halldóru og Ágústi. í Reykja-
vík vann Anna við saumaskap, m.a.
á kjólasaumastofu í nokkur ár en
einnig sjálfstætt, þar til hún giftist
Ólafi P. Stefánssyni, nafna mínum
og frænda, árið 1948. Kom ég oft
á þeirra fallega og hlýlega heimili,
er ég var á ferð í Reykjavík og eins
eftir að við hjónin fluttum suður
1956. Anna og Ólafur voru sam-
hent hjón og Anna studdi mann
sinn af fremsta megni við rekstur
prentsmiðju hans, Ingólfsprents.
Þau byggðu sér sumarbústað við
Þingvallavatn og dvöldu þar hvenær
sem tækifæri gafst, og höfðu þau
mikið yndi af að bjóða þangað vin-
um sínum og vandamönnum, enda
var þar unaðsreitur.
Ólafur lést í ágúst í fyrra eftir
langvarandi veikindi, 87 ára að
aldri. Eftir lát hans var eins og lífs-
vilji Önnu minnkaði smám saman
og heilsu hennar hrakaði. Síðustu
fjóra mánuði lá hún á Landakots-
spítala og naut þar frábærrar
umönnunar lækna og hjúkrunar-
fólks.
Ég sendi Evu og hennar börnum
og barnabörnum, svo og öðru
frændfólki og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Far vel heim,
heim í Drottins dýrðargeim!
Náð og miskunn munntu finna
meðal dýrstu vina þinna;
friðarkveðju færðu þeim.
Far vel heim!
(Matth. Joch.)
Ólafur I. Magnússon
Mig langar með fáeinum orðum
að minnast Önnu Steinunnar
Pálmadóttur sem í dag verður til
moldar borin.
Anna Steinunn fæddist á Hjalt-
eyri við Eyjafjörð þann 11. apríl
1910 en foreldrar hennar voru Þór-
hildur Arinbjarnardóttir og Pálmi
Kristjánsson. Tveggja ára að aldri
fluttist hún með foreldrum sínum
til ísaljarðar þar sem hún gekk í
bama- og unglingaskóla. Á Isafirði
gerðist hún skáti og starfaði mikið
með kvenskátafélaginu þar. 19 ára
gömul fór Anna til náms í Þýska-
landi og kom þaðan eftir tæplega
eins árs dvöl. Skóli sá í Þýskalandi
sem Anna stundaði nám við var
rekinn af Reginu Dinse sem hafði
dvalið á íslandi og var mikill ís-
landsvinur. Skólinn var til húsa í
íslandshúsi í St. Peter fyrir utan
Hamborg. Á þessum árum stund-
uðu þar nám stúlkur frá íslandi um
árabil. Námið hófst með 7 vikna
ferðalagi um Þýskaland. Hafði
Anna alla tíð mikið dálæti á því
landi og minntist oft dvalar sinnar
þar. Voru margir staðir í Þýska-
landi henni einkar minnisstæðir og
lýsti hún þeim oft með undraverðri
nákvæmni. Á árunum 1935-36
dvaldist Anna um hríð í Noregi.
Þann 8. maí 1948 giftist Anna
Óiafi Stefánssyni prentara, föður-
bróður mínum. Mér er þetta tíma-
bil sérstaklega minnisstætt og
kannski ekki síst fyrir þá sök að
ég kynntist foreldrum Önnu, þeim
Þórhildi og Pálma sem þá voru
komin á elliheimilið Grund við
Hringbraut. Fór ég oft í heimsókn
til þessara elskulegu hjóna. Mér er
Þórhildur sérstaklega minnisstæð
og hennar einstaka ljúflyndi. Fyrstu
hjúskaparár sín bjuggu Anna og
Olafur á Framnesvegi 23, en þar
kom ég oft á þeim árum. Sem ungl-
ingur hreifst ég þá mjög af ýmsu
góðgæti sem Anna bjó tii og minn-
ist ég aldrei heimsóknar á heimili
Önnu og Ólafs án þess að móttökur
væru með kostum og kynjum. Ekki
eru mér síður minnisstæðar heim-
sóknir okkar hjónanna með tvo eldri
syni okkar þegar þeir voru litlir
sveinar. Hafði Anna mikla ánægju
af þessum heimsóknum og vildi allt
gera til áð gera heimsóknina sem
ánægjulegasta fyrir bömin. Var
Anna alla tíð mjög hrifin af börn-
um, en Önnu og Ólafi varð ekki
barna auðið. Anna átti eina systur,
Evu sem enn er á lífi. Var Eva gift
Elíasi Halldórssyni og áttu þau þrjú
börn, Erlu, Halldóru og Ágúst.
Systurnar voru alla tíð mjög sam-
rýndar. Sýndu börn Evu, Onnu alla
tíð mikla ræktarsemi og umhyggju,
ekki síst eftir að Anna veiktist.
Anna og Ólafur höfðu mikla
ánægju af ferðalögum og ferðuðust
þau oft hér innanlands en íslensk
náttúrufegurð var þeim einkar hug-
leikin og oft umræðuefni. Þau eign-
uðust lítinn sumarbústað við Þing-
vallavatn og dvöldust þar oft en við
þann stað tóku þau sérstöku ást-
fóstri.
Hjónaband Önnu og Ólafs var
gott og farsælt, en Anna bjó manni
sínum fallegt og þægilegt heimili.
Var Önnu snyrtimennska og mynd-
arskapur í blóð borin.
Fyrir rúmu ári, eða 17. ágúst
1990, missti Anna mann sinn eftir
löng og erfið veikindi. Á því tíma-
bili kom best í ljós hvaða mann-
eskju Anna hafði að geyma. Þegar
mest á reyndi kom í ljós sérstök
umhyggja hennar og ást til manns
síns. I Onnu var ekki til eigingjörn
hugsun og er mér til efs að nokkru
sinni hafi hún hugsað nokkra hugs-
un til enda án þess að velta því
fyrir sér hvort það væri þægilegt
eða gott fyrir Ólaf. Veit ég líka að
Ólafur mat konu sína mikils og gat
ekki leynt þakklæti sínu fyrir um-
hyggju hennar í erfiðum veikindum
hans.
Anna andaðist á Landakotsspít-
ala þann 3. desember sl. eftir stutta
legu. Ég er sannfærður um að
Anna var södd lífdaga. í raun
fannst henni ekki mikill tilgangur
eftir í lífi sínu eftir brottför Ólafs.
Ég veit að Anna átti einlæga trú á
góðan Guð, skapara himins og jarð-
ar og er það trú mín að andi henn-
ar sé hjá föðurnum á himnum sem
gaf hann. Guð blessi minningu
hennar.
Stefán Ágústsson
RETTU DEKKIN
UNDIR
3 LADA SPORT
Hakkapeffitta
Finnsku NOKIA-snjódekkin
reynast vel viö íslenskar
aöstæöur
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
Suðurlandsbraut 14108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36
Varahlutaverslun, beinn sími 3 92 30
Skrifbordsstólar
frá kr. 7.500,-
Tolvuboró frá
kr. 1 2.500,-
Meó
hlióarplötu
kr. 14.700,-
Biro
skrifborósstólar
meó
5 ára ábyrgó
frá kr. 12.500,
I mk b í r ó
steinar
SMIOJUVEGI2 - 211KÚPAVOGI - SlMI 46600
Gædahúsgögn á góóu verói